Morgunblaðið - 19.11.1989, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 19.11.1989, Blaðsíða 40
MORGUNBLAÐID, AÐALSTRÆTI 6. 101 REYKJAVÍK TELEX 2127, PÓSTFAX 681811, POSTHÓLF 1555 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 SUNNUDAGUR 19. NÓVEMBER 1989 VERÐ í LAUSASÖLU 90 KR. Færri til sólarlanda en í fyrra Utanlandsferðir af ýmsum toga bjóðast um og fyrir komandi jól eins og fyrri ár. Samkvæmt upp- lýsingum frá ferðaskrifstofum og flugfélögunum hefur ásókn held- ur minnkað miðað við árið í fyrra, sérstaklega í sólarlandaferðir. Verslunarferðir virðast halda fyrri vinsældum. Helgi Jóhannsson framkvæmda- stjóri Samvinnuferða/Landsýn- ar sagðist vera ánægður með hlut sinnar ferðaskrífstofu en hún selur -^^jólaferðir til Thailands, Benidorm og • Kanaríeyja. Helgi sagði að sala í ferðir til Kanaríeyja hefði þó ekki gengið eins vel og undanfarin ár. Sámvinnuferð- ir/Landsýn settu upp tvær verslun- arferðir til Dublin og er fullbókað í þær báðar. Dröfn Björns- dóttir hjá Út- sýn/Úrvali sagði að einhver sam- dráttur væri í sölu á verslunarferðum en erfiðara væri að segja til um farþegafjölda í sólar- landaferðir því úrvalið væri nú meira en áður og fjöldi farþega dreifðist því öðruvísi. Guðbjörg Sandholt hjá Ferðamið- stöðinni Veröld sagði ásókn í Kanarí- eyjaferðir um jólin aðeins minni en í fyrra en hins vegar væri mjög góð sala á verslunarferðum til Amsterd- am í nóvember og fram í miðjan desember. Hjá Flugleiðum fengust þær upp- lýsingar að bókanir í Kanaríeyjaferð- ir væru færri en í fyrra en svipuð ásókn væri í verslunar- og leikhús- ferðir til Glasgow, London og Frank- ' furt. Sölusamband íslenskra fiskframleiðenda: Birgðir af saltfiski sjaldan eða aldrei verið minni en nú erð hefur þokast upp á við síðustu vikur BIRGÐIR af saltfiski hafa á síðustu árum sjaldan eða aldrei verið jaftilitfar og þær eru um þessar mundir, segir í fréttabréfi Rey ðarfj ör ður: Trillu rak upp á sandrif TRILLU rak upp í fjöru í Reyðar- fírði um átta leytið í gærmorgun. Engar skemmdir urðu á bátnum og Ingþór Indriðason, sem var einn um borð hugðist bíða róleg- ur eftir flóði seinni partinn. Eygló NK 28 er tíu tonna bátur og rak upp á sandrif eftir að sjálfstýringin fór úr sambandi. Sölusambands íslenskra fisk- framleiðenda. Verð hefur lítil- lega þokast upp á við síðustu vikur, þrátt fyrir að innflutn- ingskvóti með 6% tolli inn I Evr- ópubandalagið hafi klárast í byrj- un október og við tekið 13% toll- ur á flöttum saltfiski. Greiðslur úr saltfiskdeild Verðjöfhunar- sjóðs eru nú um 6% af söluverði og því munu hugsanlegar verð- hækkanir fara fyrst til þess að minnka þessa greiðslu. • • Ort gengur hins vegar á inneign saltfiskframleiðenda í Verð- jöfnunarsjóði og verður hún að öll- um líkindum uppurin á fyrstu mán- uðum næsta árs, segir í fréttabréf- inu. í markaðslöndunum hafa salt- fiskbirgðir farið minnkandi undan- farið og verða að öllum líkindum minni um næstu áramót en oftast áður í byijun nýs árs. Einnig er fyrirsjánlegt að eitthvað muni draga úr framboði á þorski á næsta ári samanborið við þetta ár. Að ein- hveiju leyti munu kaupendur mæta minna framboði af þorski af norður- slóðum með því að auka innkaup sín á þorski og ufsa frá Alaska. Engu að síður er allt útlit fyrir bjart- ari tíma fyrir íslenska saltfisk- framleiðendur en undanfarin miss- eri hvað markaðsmálin varðar. Grikkir eru kaupendur að um 1.000 tonna farmi til afskipunar í fyrri hluta næsta mánaðar. Aðrar þjóðir eru einnig tilbúnar að taka hratt við þeim fiski, sem kann að verða saltaður á næstunni. Toll- fijáls GATT-kvóti á 25 þúsund tonnum af söltuðum þorski tekur gildi um áramót og vegnd lítilla birgða hérlendis óg í helstu sam- keppnislöndum okkar er þess að vænta að tollfrjálsi kvótinn endist fram í mars næstkomandi. Fullyrða má að hægt verður að fá gott verð fyrir saltfisk, sem nær þessum toll- frjálsa kvóta en hann er sameigin- legur fyrir öll framleiðslulönd. Framleiðsla á ufsaflökum fyrir Þýskalandsmarkað hefur verið mjög lítil undanfarið og er aðeins búið að afhenda 300 tonn af þeim 1.250 tonnum, sem afhenda á sam- kvæmt samningum fyrir áramót. Einstakir kaupendur hafa undan- farin misseri haft orð á því að slakn- að hafi á ormahreinsun í íslenskum saltfiski. Þetta hefur þó ekki leitt til kyrrsetningar eða skaðabóta- krafna fram til þessa. Þegar farmur ísness var losaður í Bilbao á Spáni 23. október síðastliðinn gerðu spænsk heilbrigðisyfirvöld athuga- semdir við fiskinn vegna hring- orma. í ljós kom að talsvert-var um fisk, sem ekki hafði verið nægilega vel ormahreinsaður. Farmurinn var kyrrsettur í nokkra daga en eftir nokkurt þref var leyfðui' innflutn- ingur á fiskinum. Álkrónan snýr aftur VERÐGILDI íslensku krónunnar minnkar jafiit og þétt, en þyngd- inni hefúr hún haldið þar til nú. Nýjasta útgáfa krónunnar, slegin 1989, er heldur léttari, en þær eldri, og gengur þess vegna ekki í sjálfsala. Tómas Árnason, Seðlabanka- stjóri, sagði að önnur blanda væri notuð í nýjustu krónurnar en það hefði ekki hvarflað að sér, þeg- ar breytingin var undirbúin að krónupening væri hægt að nota í sjálfsala. „Eg man nú ekki formúl- una en líkast til er hún aðeins létt- ari. Þegar við gerum svona breyting- ar höfum við venjulega samband við þá sem eru með sjáifsala en okkur grunaði ekki að enn væri hægt að nota krónuna," sagði Tómas. Skömmu fyrir myntbreytinguna 1981 var slegin álkróna. Ný stóríðja á íslandi: Hugmyndir um 18,5 mill í grunnverð I viðræðum íslenskra stjórnvalda við ATLANTAL-hópinn um orkuverð til nýrrar stóriðju hér- lendis er m.a. rætt um, að grunn- verð órkunnar verði 18,5 niill, en 1 mill er nú 6,3 aurar á KW- stund. Verðið yrði bundið verði áis á heimsmarkaði og gert ráð fyrir að grunnverð þetta miðað- ist við að áltonnið færi á 1650 dollara. Fulltrúar ATLANTAL-hópsins hafa gert kröfu um hámark á verðið en Landsvirkjun á móti gerir kröfu um lágmark. ATLANTAL- hópurinn ræðir nú aftur sín í millum sjálfstætt álver af stærðargráðunni 185.000 tonn. Verði af þessum áformum myndi álverið nota um 2.700 GW-stundir á ári og miðað við það orkuverð sem til umræðu er, kostuðu þær um þrjá milljarða króna. Sjá 12,13 og 14. Tékkóslóvakía: Oskar bestur Bratislava. Frá Sigmundi Ó. Steinars- syni, blaðamanni Morgunblaðsins: OSKAR Ár- -------- mannson, handknatt- leiksmaður úr FH, var kjör- inn besti leik- maður alþjóða handknatt- leiksmótsins í Tékkósló- vakíu _sem lauk í fyrra- Oskar kvöld. Oskar lék mjög vel í öll- um leikjum íslands og fékk sérstaka viðurkenningu í loka- hófi mótsins. Auk Islands tóku þátt í mót- inu A- og B-landslið Tékka, Túnismenn og úrvalslið Sovét- manna og Austur-Þjóðveija.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.