Morgunblaðið - 19.11.1989, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 19.11.1989, Blaðsíða 28
MORGUNBLAÐIÐ MYNDASOGUR SUNNUDAGUR 19. NÓVEMBER 1989 28 Stiörnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson Heimsatburðir Á vissum tímabilum virðast rísa upp meðal mannkynsins ákveðnar bylgjur, oft án sjáan- legra eða skiljanlegra ástæðna. Engin sérstök tengsl virðast vera á milli atburða sem geta risið upp samtimis í ólíkum löndum. Dæmi um þetta er vor- ið í Prag 1968 og stúdentaupp- reisnir í París og víða um heim á sama ári. Nýjasta dæmið eru þeir atburðir sem hafa átt sér stað viða um heim á þessu ári og þá sérstakiega í Kína og austantjaldsiöndum. Hvað gerist? Stjarnspekileg útskýring á slíkum atburðum er sú að ákveðnar hringrásir (í lífi heimsins/náttúrunnar) eru að ljúka göngu sinni. 1968 lauk endanlega 127 ára hringrás Úranusar og Plútós. Nú í ár og á næstu árum er þremur hringrásum að ljúka. Satúrn- us/Neptúnus sem er 36 ár. Satúrnus/Úranus sem er 45 ár og loks 172 ára hringrás Úran- usar og Neptúnusar. Það síðastnefnda þýðir að heims- kerfi sem má rekja til tímans eftir Napóleónsstríðin 1815/1821 er nú að syngja sín síðustu vers. Bylting kyn- slóðarinnar í kynslóðastjömuspeki er hver pláneta táknræn fyrir ákveðið svið. Úranus er 84 ár að fara í gegnum öll merkin og er 7 ár í hverju. Hann er táknrænn fyrir breytingar, uppfinningar og byltingar í mannlífmu og umhverfi okkar. Orka Úranusar er fyrst og fremst huglæg og er táknræn fyrir nýjar hug- myndir og tækni sem byggir á frelsi, jafnrétti og bræðralagi og reis hvað hæst í frelsis- baráttu Bandaríkjanna (1776) og Frönsku stjómarbyltingunni (1789). Iðnbyltingin var einnig að taka sín fyrstu skref um þetta leyti, en James Watt fékk einkaleyfi fyrir gufuvél sína árið 1769. Hugsjónir kyn- slóöarinnar Neptúnus er 14 ár í hvetju merki. Hann er táknrænn fyrir drauma, hugsjónir og langanir hverrar kynslóðar og ferð hans milli merkja birtist í þeirri tísku sem er ráðandi hveiju sinni. Neptúnus er einnig táknrænn fyrir listir og andleg mál, áhuga á því dularfulla og ósýnilega og þörf mannsins fyrir trú og tengsl við æðri veruleika. Carl Jung sagði að trúarþörf manns- ins væri ein af frumhvötunum og jafnmikilvæg og kynhvötin. Hver maður þarf að eiga ein- hverja leið til að komast í burtu frá basli daglegs Iífs, hvort sem það er í gegnum tísku, listir, andleg mál, vímugjafa eða „blekkingarheim“ kvikmynda. Það er Neptúnus sem segir til um áherslur hvers tímabils á þessu sviði. Staða Neptúnusar í merki sýnir veg hverrar kyn- slóðar til betra lífs. Hann er gulrótin sem kynslóðin eltir. Vegna þess hversu óáþreifanleg orka hans er, sbr. að hann er táknrænn fyrir drauma, er oft erfitt að sjá hana eða festa hendur á þeim atburðum sem fylgja henni. Draumar og trúarbrögð Neptúnus fannst árið 1846. Um svipað leyti, eða 1848, er talið að upphaf spíritismans hafi orð- ið, en dularfullir atburðir í Hy- desville, New York, eru taldir marka uþphafið. Árið 1848 birtu Marx og Engels stefnu- skrá kommúnismans, en Nept- únus er táknrænn fyrir sam- hygð og jöfnuð, eða það að bijóta niður aðskilnað og brúa bilið á milli stétta. Það er at- hyglisvert að Neptúnus er bæði táknrænn fyrir kommúnisma og trúarbrögð. Kommúnisminn hefur afneitað trúmálum og kallað þau ópíum fyrir fjöldann. Með því að afneita trúarþörf mannsins hefur hann hins veg- ar búið til nýja trú. GARPUR GRETTIR BRENDA STARR fLE/KI UPPLVSiSKSnH UA1 þEUN/thJ /VHNK, BZENDA ? V ENGA/e, böo ttoaal ine. H&zeu AF rti/EÆJd IZMENCK! e/ociv/&?^ JPh HEFUR ALP£E/ nöGz/tE> /)£> y/uaJ/?. /ZITSTJÓR.UM, A£> pEJH F/eÉ TT/tAAE A/A/ SEA1 /iL LT4F SlTJA V>E> S/CZJFBOJS.0 /A4 E/ZU ÞeiP SeM ENGAe FGÉTTUZ. r-" Re/NDAZ ER/iAECKENþUHGTHU6SI— LJOSKA FERDINAND SMAFOLK I HAVE 50ME /I PONTNEEP APVICE FOR. i YOUR APVICE, YOU, 5IR.. AMARCIE. Ég er með ráð fyrir þig, herra. Ég þarfnast ekki ráða frá þér, Magga. Það er mjög gott ráð. Mig langar ekki að heyra það. Vaknaðu og finndu iyktina af kúlu- tyggjóinu. Þú ert rugluð, Magga. BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson AuStur var svo sigurviss í vörninni eftir vel heppnað útspil makkers, að hann hirti ekki um að yfirfara möguleika sagnhafa. Norður gefur; NS á hættu. Norður ♦ 104 VD852 ♦ K82 ♦ ÁD105 Vestur ♦ G63 V- ♦ G1094 + KG7642 Austur ♦ 875 VÁ1093 ♦ ÁD73 ♦ 83 Suður ♦ ÁKD92 V KG764 ♦ 65 ♦ 9 Vestur Norður Austur Suður — Pass Pass 1 spaði Pass 2 grönd Pass 4 hjörtu Pass Pass Pass Útspil: tígulgosi. Himinlifandi með útskotið drap austur tígulkónginn með ás, tók drottninguna og spilaði meiri tígli. „Getur varla skaðað að stytta suður trompinu,“ var hin þokukennda hugsun. Suður trompaði og spilaði hjarta á drottningu blinds. Áust- ur drap á ásinn og spilaði spaða. Sagnhafi tók þann slag, fór inn á blindan á laufás og spilaði hjartaáttu, nía og gosi. Síðan trompaði hann þriðja spaðann og svínaði fyrir hjartatíuna. Lítum aftur á stöðina eftir tvo slagi. Austur hlýtur að gera sér vonir um að fá tvo slagi á hjarta. Hann veit að sagnhafi á 5-5 í hálitunum, og því aðeins eitt lauf. Með því að spila laufinu strax þvingar austur sagnhafa til að nota innkomuna á laufið áður en upp kemst um hjartaleg- una. Sagnhafi mun því spila hjarta á kónginn og fara hægt og hljótt einn niður. SKÁK Umsjón Mafgeir Pétursson Á OHRA-mótinu í Amsterdam í sumar kom þessi staða upp í B-flokki í viðureign stórmeistar- anna Lev Psakhis (2.565), sem hafði hvítt og átti leik, og Hans Ree (2.460), Hollandi. Svartur er með herfræðilega tapað tafl, með þrönga stöðu og hefur misst betri biskup sinn. Hann lék síðast 32. - Rf6-d7. 33. Hc6! — bxc6 (Ef svartur læt- ur hrókinn standa leikur hvítur hvort eð er 34. Dc4. Bezti varnar- möguleiki svarts var þó sennilega 33. — Kf6) 34. dxc6 — Rc5, 35. Bxc5 — dxc5, 36. Bxa6 — Hf8, 37. c7 - Da8, 38. Dc4+ - Kf6, 39. b7 og svartur gafst upp.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.