Morgunblaðið - 19.11.1989, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 19.11.1989, Blaðsíða 11
irbúin. Hingað til hafa allir boðið fram saman á einum lista Þjóðar- fylkingarinnar. Kjósendur hafa ekki einu sinni þurft að krossa við á atkvæðaseðlinum heldur bara stungið honum beint, samanbrotn- um í kjörkassann. Þeir sem vildu kjósa annað vöktu athygli á sjálfum sér með að fara inn í kjörklefa sem lögregla stóð vörð við. Slík fram- koma gat kostað stöðulækkun eða brottrekstur úr háskóla. Gamlir og nýir flokkar eru fegnir að fá tíma til að endurskipuleggja starfsemi sína áður en kemur að kosningum. Stuðningsmenn kristilegra demó- krata í austri voru snöggir og skiptu um formann í síðustu viku. Lög- fræðingur og varaformaður kirkju- ráðsins, Lothar de_ Maiziere, var kjörinn formaður. Á föstudag var hann skipaður kirkjumálaráðherra og er einn af fjórum varaforsætis- ráðherrum landsins. Hann hefur haft lítil afskipti af stjórnmálum og veit ekki hvernig honum mun reiða af í flokksvélinni. „Grasrótar- hreyfingarnar í flokknum vildu nýtt og ferskt blóð og ég varð fyrir val- inu,“ sagði hann í samtali við Morg- unblaðið. Hann sagði að þjóðin stæði frammi fyrir efnahagslegum, pólitískum og siðferðilegum vanda.„Sannleikurinn hefur misst gildi sitt. Börn heyra eitt í skólanum og annað heima. Fólk segir eitt opinberlega og annað við vini og kunningja. Við erum orðin orðvör af vana og höfum lært að lesa milli línanna. En nú er þetta að breyt- ast. Fólk þorir aftur að segja sann- leikann." Hann sagðist eiga von á að fijálsar kosningar yrðu haldnar næsta haust. „Eftir þær get ég ímyndað mér að flokkarnir vinni saman í lausri samsteypustjórn þannig að flokkar A og D vinni saman að ákveðnu verkefni og B og C að öðru en A og B myndi ekki stjórn gegn C og D. Við þurf- um að endurreisa sósíalískt land sem er hliðhollt þriðja heiminum, ber umhyggju fyrir umhverfinu og rekur arðbær, þjóðnýtt fyrirtáeki. Alþýðulýðveldið myndi borga hátt verð fyrir of náin tengsl eða sam- runa við Sambandslýðveldið. Stór vestur-þýsk fyrirtæki gætu gleypt eða sópað burtu öllu því sem við höfum byggt upp á 40 árum. Það verður að gera fólki það ljóst. Nú er tækifæri til að byggja upp rétt- sýnt, sósíalískt þjóðfélag, með fijálsum kosningum og ftjálsum fjölmiðlum. Við eigum að búa í sátt við nágranna okkar í vestri. Hann hefur alltaf litið á okkur sem lítinn, heimskan bróður. En við þurfum ekki ráðlegginga hans við.“ Stuðningsmenn Kommúnista- flokksins hafa einnig vogað sér að láta á sér kræla og sagt meiningu sína. Tæplega fertugur vísindamað- ur í læknisfræðum, Thomas Montag, stóð upp á miðstjórnar- fundi í síðustu viku og skoraði á Egon Krenz, leiðtoga flokksins, að halda flokksþing sem getur kosið nýja miðstjórn í desember en ekki bara kalla saman fund gamalla flokkshesta. Skoðun hans varð ofan á. Hann gekk í flokkirin á unga aldri og trúir á hugmyndafræði hans. En honum er Ijóst að það verður að hreinsa til í flokknum, losa sig við gamla og spillta gikki og halda þeim sem eru áreiðanlegir og framsýnir. „Þeir hafa reynslu sem þjóðin hefur þörf fyrir.“ Montag sagðist hafa blandað sér í stjórnmálaumræðuna af því að hann vildi beijast fyrir að Álþýðu- lýðveidið héldi sjálfstæði sínu.„í fyrsta lagi tel ég að meirihluti þjóð- arinnar vilji það,“ sagði hann. „í öðru lagi óttast ég um heimsjafn- vægið og stöðu Gorbatsjovs ef þýsku ríkin sameinast og í þriðja lagi býðst nú tækifæri til að byggja upp land sem börnin mín geta not- ið að búa í.“ Hann sagði að sam- band íbúa Alþýðulýðveldisins væri hlýrra og nánara en íbúa Sam- bandslýðveldisins. „Og hér þarf ég ekki að óttast að sonur minn verði eiturlyfjasjúklingur.“ Hann sagðist vera hlynntur einkaframtaki og sameignarfyrirtækjum í smáu sniði en stærri atvinnurekstur ætti að vera í höndum ríkisins og sam- vinnufyrirtækja. Svipaðir hlutir hafa heyrst frá fulltrúum annarra gamalla og nýrra flokka og hreyfinga. Þá dreymir um sósíalískt lýðræðiskerfi þar sem borgararnir virða náungann og umhverfið og þjást ekki af neyslu- græðgi. En það sýndi sig um helg- ina að íbúar Austur-Þýskalands þrá að komast í búðir og eignast hluti eins og íbúar Vesturlanda. Þeir sem höfðu ráð á keyptu myndsegulbönd og spólur en flestir létu sér nægja ávexti, sætindi, hreinlætisvörur og ódýr föt. Húsmóðir frá Dresden sagðist vera orðin langþreytt á að sætta sig við epli, kartöflur og kál í grænmetisbúðinni. „Af hveiju fást hér ekki sítrónur og bananar eins og hinum megin við !andamærin?“ spurði hún í sjónvarpsþætti. Ófuli- unnin skoðanakönnun meðal fólks á aldrinum 20 til 30 ára bendir til að meirihluti þeirra sé hægrisinnað- ur og myndi kjósa kristilegu bræðraflokkana í Vestur Þýska- landi. Þá dreymir ekki um upp- byggingu sósíalísks kerfis heldur vilja að einkaframtakið fái að njóta sín svo að þeir fái tækifæri til að sýna hvað í þeim býr og lifa jafn vel og nágrannarnir í vestri. SKRIFSTOFA NORRÆNU RAÐHERRANEFNDARINNAR óskar að ráða: FJÁRHAGSRÁÐUNAUT (Budgetkonsulenf) Norræna ráðherranefndin er samvinnustofnun ríkis- stjórna Norðurlanda. Samvinnan snertir flest meginsvið samfélagsins. Skrifstofan hefur frum- kvæði að verkefnum og sér jafnframt um að ákvörð- unum ráðherranefndar- innar sé hrint í fram- kvæmd. Skrifstofan skipt- ist í fimm sérdeildir, fjár- hags- og stjórnsýsludeild, upplýsingadeild og skrif- stofu framkvæmdastjóra. Vorið 1990 hættireinn af ráðunautum skrifstof- unnar og því auglýsum við nú stöðu hans lausa til umsóknar. Ráðunaut- urinn mun starfa við fjár- hags- og stjórnsýsludeild skrifstofunnar. Starf hans felst einkum í því að und- irbúa, skipuleggja og samræma Qárveitingar sem veittar eru til rekst- urs skrifstofunnar, nor- rænna stofnana og nor- rænnar samvinnu. Þess er krafist að við- komandi búi yfír hald- góðri fræðilegri og hag- nýtri menntun á þessu sviði og starfsreynslu innan einka- eða ríkis- geirans. Reynsla af tölvu- vinnslu gagna kemur sér vel. Viðkomandi þarf að geta tjáð sig í ræðu og riti á norsku, dönsku eða sænsku. Staðan krefst þess að viðkomandi sé lipur í samstarfi en geti jafnframt starfað sjálf- stætt. Henni fylgja og nokkur ferðalög innan Norðurlanda. Ráðningartíminn er fjög- ur ár en framlenging kemur til greina. Ríkisstarfsmenn eiga rétt á leyfi frá núverandi starfi. Skrifstofan er í Kaup- mannahöfn og hjálpar starfsfólk hennar við að útvega húsnæði. Á vettvangi norrænnar samvinnu er unnið að jafnrétti kynjanna og eru því konur jafnt sem karl- ar hvattar til að sækja um stöðu þessa. Nánari upplýsingar veiti Lars Mathlein deildar- stjóri og Markku Kivela ráðunautur. Harald Loss- ius ráðunautur og Ann- elie Heinberg ritari veita upplýsingar um kaup og kjör. Síminn í Kaup- mannahöfn er 33 11 47 11. Umsóknarfrestur rennur út 4. desember 1989. Skriflegar umsóknir skal senda: Nordiska Ministerrádet, Generalsekreteraren, Store Strandstræde 18, DK-1255 Köbenhavn K. Askriftarsíminn er 83033

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.