Morgunblaðið - 19.11.1989, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 19.11.1989, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. NÓVEMBÉR 1989 15 FALLEG FÖT Á YKKUR BÆÐI Á EINSTÖKUM KJÖRUM Tvær þekktar tískuverslanir í Austurstræti 22 sameinast um að bjóða einstök afborgunarkjör eða verulegan staðgreiðsluafslátt. Það vita allir að í Austur- stræti 22 eru tvær tísku- verslanir, Garbo með fötin hennar og Bogart með fötin hans. Þessar verslanir hafa nú sameinast um að bjóða einstök afborgunarkjör til allt að 12 mánaða eða verulegan staðgreiðslu- afslátt. Lánstíminn er háður upp- hæð viðskiptanna, og miðast við afborgunar- samninga Eurocard og Visa. Staðgreiðsluafsláttur- inn hefur aldrei verið meiri, eða allt að 15% eftir upp- hæð viðskiptanna. Fötin á hann í Bogart. Nú geturöu valiö þér falleg jakkaföt frá Berhardt í V-Þýskalandi, Licona í Austurríki og innlend föt í hæsta gæöaflokki. Smokingföt frá Licona í sérflokki. Staka jakka, bæöi sígilda, grófmynstraöa og í nýjustu litunum. Stakar buxur í mörgum sniöum og úr ýmsum efnum. Frakka í mörgum gerðum frá Valmeline í V-Þýska- landi. Auk þess er nýkomið mikið úrval af skyrtum frá Hollandi og Belgíu. Peysurnar eru frá Consenso í Hollandi og Pat Ravo í Belgíu. Nú er peysuúrvalið sem mest og verð- flokkar margir. Gallabuxur og gallajakkar í úrvali. Úlpur og leðurjakkar. Skórnir, bindið, hálsklúturinn, slaufan, beltið, sokkarnir, nærfötin og annað sem til þarf fæst líka á staðnum. Fötin á hana í Garbo. Dragtir eru í sérstöku uppáhaldi og er úrvalið fjölbreytt. Pils- og buxnadragtir frá þekktum fram- leiðendum, eins og Monique Brouns, Allumette París og Ginger París. Nú eru litirnir meiri en oft áður.sniðin margskonar og pilsin bæði stutt og síð. Auk dragtanna geturðu valið þér staka jakka, buxur, skyrtur og peysur, allt í miklu úrvali og mörgum verðflokkum. Vakin er sérstök athygli á ítölsku gallabuxunum frá Jazz, í bláum og svörtum lit. Klútinn, trefilinn, hanskana og beltið og ýmsa smáhluti færðu auðvitað á sama stað. Við hlökkum til að sjá ykkur bæði. Starfsfólk Garbo og Bogart. GARBO bOG^T Sérverslun fyrir herra í hjarta borgarinnar að Austurstræti 22. Síminn hjá Garbo er 22771 og hjá Bogart 22925.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.