Morgunblaðið - 19.11.1989, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 19.11.1989, Blaðsíða 33
Katrín og Sigríður, héldu heimili saman og bjuggu þær í sama húsi og Sigrún. Sigríður heilsutæp og Katrín mikill sjúklingur. Sigrúnu rann blóðið til skyldunnar nú sem fyrr. Hún gerði sér ljóst að systur hennar þyrftu á henni að halda, og hún gat veitt þeim lið. Það var hin raunverulega ástæða þess að Sig- rún lét af störfum þann 1. ágúst 1964 eftir 11 ára farsælt starf. Hún hafði lagt mikið af mörkum til heil- brigðisþjónustunnar og var nú vel að því komin að hvílast eftir eril- samt starf. Þá hófst nýr kapítuli í lífi Sigrúnar. Sigrún og systur hennar tvær tóku upp sameiginlegt heimilishald, aldraðar konur, allar búnar að skila sínum skerfi til þjóðfélagsins. Það var sannkallað kærleiksheimili, þar sem þær studdu hver aðra, nutu gagnkvæms félagsskdpar og vin- áttu. Þar nutu þær menningar og listar, lásu hver fyrir aðra, hlustuðu á tónlist, iðkuðu hannyrðir og vert er að geta að Sigrún pijónaði lopa- peysur af mikilli list og nutu marg- ir góðs af. Katrín lést nokkru eftir að Sigrún lét af störfum. Þegar Ragnheiður systir þeirra, húsfreyja á Hvítárbakka, hafði misst mann sinn fluttist hún til Reykjavíkur og eftir lát Katrínar fluttist hún til systra sinna. Nokkru síðar lést Sigríður systir þeirra. Sigrún varð fyrir því áfalli að missa sjón og varð sem næst blind hin síðari ár. Samvinna þeirra systra Ragnheiðar og Sigrúnar var því mjög sérstæð, þar sem Ragn- heiður hafði sjónina fyrir Sigrúnu, m.a. las hún fyrir hana. Það var því Sigrúnu mikið áfall, þegar Ragnheiður lézt skyndilega fyrir nokkrum árum. Sigrún átti við erfiðan hjarta- sjúkdóm að stríða, auk blindunnar. Eftir að Ragnheiður systir hennar lézt fann hún því tihmikils öryggis- leysis að búa ein, þó tók allmörg ár að hún fengi inni á hjúkrunar- heimili. Það tókst þó um síðir og hafði hún búið í Seljahlíð nokkur ár, þegar andlát hennar bar að garði. Þar leið henni vel, og það sem hún undi sér sérstaklega við var að hlusta á góða klassíska tón- list. Þá kom enn ný hlið á Sigrúnu í Ijós. Hún varð sér úti um „vasa- diskó“, geislaspilara og hvað þetta kann að heita. Tók tónlist upp á band, nýtti tæknina til fullnustu. Það höfðum við sem hana þekktum ekki gert okkur ljóst, að hún byggi yfir þeirri tæknikunnáttu sem þarna kom í ljós. í þessu naut hún aðstoð- ar frænda sinna, þeirra Magnúsar Karlssonar, tæknifræðings, og Jak- obs Magnússonar hins góðkunna tónlistarmanns. Hún trúði mér þó fyrir því að ekki kynni hún fyllilega að meta tónlist Jakobs frænda síns og Ragnhildar konu hans. Mozart og hans líkar væru sér meira að skapi. Þetta skildi Jakob en þeir frændur voru henni ævinlega hauk- ar í horni þegar hún þurfti á aðstoð að halda. Sigrún giftist ekki og átti ekki börn fremur en flestar aðrar konur, sem hösluðu sér völl í atvinnulífinu á þessum tíma. En sjaldan hef ég séð nokkurn umvafinn góðum ætt- ingjum eins og Sigrún var. Systk- inabörn hennar sýndu henni þá umhyggju og alúð, að óvenjulegt má teljast, það nýtur aðdáunar þeirra sem til þekkja. Sigrún átti við vanheilsu að stríða síðustu árin, sem oft vill verða fylgi- fiskur hárrar elli, en andleg reisn hennar var algjör. Hún var sátt við að skilja við þetta jarðlíf, eftir lang- an starfsdag.. Sigrún Magnúsdóttir hóf upp starf hjúkrunarfræðinga og lagði sinn skerf til kvennabaráttunnar á erfiðum tímum. Á 70 ára afmæli Hjúkrunarfélags íslands þann 3. nóvember sl. var Sigrún gerð að heiðursfélaga, hlaut þar með verð- skuldaða viðurkenningu.- Sjálf þakka ég henni langt og gott samstarf, handleiðslu og vin- áttu. Ættingjar Sigrúnar eiga ómæld- ar þakkir skildar fyrir alúð og umönnun, sendi ég þeim samúðar- kveðjur. Blessuð sé minning Sigrúnar Magnúsdóttur. Bergljót Líndal ^íö'RGUáBLAÐÍÐ'- ^3- Franz Jezorski klæðskerameistari Fæddur 10. júní 1905 Dáinn 1. nóvember 1989 Á árunum milli 1930 og 1940 fluttu hingað til lands nokkrir Þjóð- veijar til hinnar ýmsu starfa. Það var fagnaðarefni fátækri og fá- kunnandi þjóð við nyrsta haf, er þá hafði nýlega öðlazt sjálfstæði. Þessir /nenn, sem með tíð og tíma urðu íslendingar, komu frá því landi, þar sem snilli til orða, hljóma og verka hefur um aldaraðir verið í hávegum höfð og hafði borið af um allan heim. Þeir fluttu með sér hingað norður í svalann snilli sína og verkkunnáttu og kenndu svo hérlendum mönnum handbragð sitt. Þeir komu frá því landi, er enn var í sárum eftir fyrri heimsstyijöldina, og afleiðingar þess hversu hrika- lega sigurvegararnir höfðu í blindni leikið þessa frábæru þjóð og þannig brotið leið þeirri öfgastefnu, er þá var að ná völdum og það leiddi síðan til þess hildarleiks er kallaður er síðari heimsstyijöldin. Þjóðveijar þeir, er hingað komu þá, gerðu þetta kalda land að nýju föður- landi, hér eignuðust þeir ástvini og venzlafólk og marga frábæra af- komendur. Þessa alls get ég nú vegna þess að ég kveð nú minn góða vin, Franz Jezorski, klæðskerameistara, en hann var einn þeirra úrvalsmanna frá Þýzkalandi, er hingað fluttu á þessum tíma. Franz kom hingað árið 1932 og hóf störf hjá klæð- skerafyrirtækinu Andersen og Son og síðar Andersen og Lauth. Þá vildi svo heppilega til, að þar starf- aði þá ung og glæsileg stúlka, Kristín Guðbrandsdóttir, frá Hóli í Hörðadal, Dalasýslu, og leiddu kynni þeirra til hjúskapar. Það man ég vel, þótt ég væri þá ungur að árum, að það þóttu stór tíðindi í Dölum vestur, er það frétt- ist, að hún frænka mín Stína á Hóli væri að giftast Þjóðveija, en svo sáum við manninn hennar og það stafaði frá honum góðvild, hann var ákaflega fágaður í framkomu og hæglátur. Ég held að ég hafi ekki skilið margt, sem hann sagði við mig, er við hittumst fyrst, og hann klappaði mér á kollinn og sagði eitthvað á þýzku, en síðar er við kynntumst hefi ég ávallt litið á hann sem einn allra bezta vin okkar. Þau Kristín og Franz fluttu aust- ur á Reyðarfjörð og þar stundaði hann iðn sína af þeirri snilli, sem honum var lagið, og Kristín frænka var honum stoð og stytta. Þau eign- uðust marga góða kunningja eystra og það var nú fyrir nokkrum dög- um, að ég hitti konu, sem hafði verið barn á Reyðarfirði, þegar þau Kristín og Franz dvöldu þar, og hún minntist þess hve mikil hlýja hafði stafað frá honum þar. En svo kom stríðið og hernámið, þá urðu margir venzlamenn hans í Dölum kvíðnir og óttuðust, að hann yrði tekinn og fluttur af landi brott, en sem betur fór varð það ekki, hann var hvergi á skrá um þá landa hans, sem fylgdu þáverandi vald- höfum í Þýzkalandi að málum og góðir menn á Austurlandi munu hafa beitt áhrifum sínum á þann veg að þau sátu í friði hér. Árið 1944 fluttu þau Kristín og Franz til Reykjavíkur, en hann hafði þá tekið að sér þann starfa að sauma einkennisbúninga á lögregl- una. Þá höfðu fæðst tveir hressir strákar, Franz og Guðbrandur. Þá var ekki rúmt um húsnæði í Reykjavík, en foreldrar mínir gátu leigt þeim eitt herbergi og þær Kristín og móðir mín voru saman í eldhúsinu. Móðir mín minntist þess oft hversu skemmtilegur tími það hefði verið, þegar þær voru tvær saman í litla eldhúsinu. Franz gerðist klæðskerameistari hjá lögreglunni og veit ég að marg- ir hinir eldri lögreglumenn minnast hans með þakklæti, en hann var einstakt lipurmenni. Ég var einhvern tíma fyrir nokkru að skoða gömul dagblöð á Landsbókasafninu í leit að ein- hveiju, þá rakst ég á það að Franz hafi verið góður skákmaður og hafi tekið þátt í mótum hér, en hann gat þess aldrei svo að ég muni. Er þau Kristín og Franz fluttu frá foreldrum mínum bjuggu þau fyrst á Rauðarárstíg, síðan á Hverfr .. isgötu, en síðar á Njálsgötu 80 og þar var hann til efsta dags. Er Franz hætti saumaskap var hann í gullsmíðaverzlun Guðbrands, sonar síns, fyrst í Aðalstræti 12 og síðar á Laugavegi 48 og ég veit að margir minnast hans þaðan, þar sem hann með kurteisi og hógværð afgreiddi alla af lipurð þá er þar komu. Franz fæddist 10. júní 1905 í Gelsenkirchen og voru foreldrar hans þau Franz Jezorski, klæð- skerameistari, og Maria kona hans. Franz hóf snemma nám í klæð- skeraiðn hjá föður sínum, en Jez- orski-ættin hafði mann fram af manni stundað þá iðn af prýði. Frariz lézt á heimili sínu 1. nóvem- ber sl. Þegar ég nú kveð þennan góða vin okkar, vil ég þakka honum fyr- ir frábæra viðkynningu, vináttu hans í garð foreldra minna, við okkur hjónin og börn okkar; slík vinátta verður aldrei fullmetin. Það get ég sagt með sanni, að þegar ég heyri góðs manns getið, þá kemur hann mér i hug. Hann var frábær fulltrúi sinnar göfugu þjóðar, er svo margt hefur mátt þola í aldanna rás — en það, að. slíkur maður kemur sunnar úr álfu til þessa kalda lands, eignast hér góða konu og afkomendur, það er meira happ en metið verður. Ég bið góðan Guð að styrkja Kristínu, syni þeirra og tengdadæt- ur, barnabörn og barnabarnabörn í sorginni, en það má vera huggun harmi gegn að þar er genginn drengur góður. Halldór Ólafsson Helga Sigjónsdótt- ir, Höfn - Minning Fædd 19. júlí 1906 Dáin 14. október 1989 I hæglátu haustveðri barst mér til eyrna lát vinkonu minnar og nágrannakonu til margra ára. Hún hafði þá um hádegisbilið kvatt jarðlífið í samræmi við sinn rólega lífsmáta. Helga Sigjónsdóttir fæddist að Bæ í Lóni. Foreldrar: Bergljót Sig- urðardóttir og Sigjón Bjarnason, velmetin sæmdarhjón. Systkini Helgu voru þeir bræð- urnir Sigurður og Skúli og systirin Ósk, sem dó á besta aldri, þar féll í valinn góð stúlka langt umn aldur fram. Á uppvaxtarárum Helgu var margbýlt í Bæ og margt af ungu fólki í uppvexti á sama aldri og hún. Frá þeim dögum átti hún margar hugljúfar æskuminningar sem yljuðu henni um hjartarætur, þegar á þær var minnst. En árin liðu og hópurinn dreifð- ist. Þegar Helga hleypti heimdrag- anum lá leið hennar að Syðra-Firði í kaupavinnu til bóndans þar. Á þeim bæ kynntist hún manns- efninu sínu, Einari Karli Guðjóns- syni bróðursyni bóndans í Firði. Karl var ættaður frá Þorgeirsstöð- um í sömu sveit. Fæddur 13. nóv- ember 1907, dáinn 27. febrúar 1987. Fyrstu árin bjuggu þau í Syðra- Firði, en 1934 flytja þau á Höfn. Árið 1936 eignuðust þau einka- dótturina Nönnu Láru, sem veitt hefur þeim mikla gleði gegnum árin, og seinna 6 mannvænleg barnabörn. Tíminn leiddi í ljós við náin kynni að gott var að eiga þau hjón að nágrönnum og daglega áttum við einhver samskipti og allt á eina lund. Ánægð og glöð með brosandi viðmóti mætti Heiga nágrönnum sínum og lagði alltaf gott til allra mála. Hún var að eðlisfari alveg sérlega blíð og barngóð og hafði sérstakt lag á að breyta döpru geði í gleði- bros, ef litla manneskjan átti eitt- hvað bágt og gaf sig mikið að börn- um, sem á vegi hennar voru. Hún var höfðingleg persóna í sjón, kvik á fæti, með fjörlegar líkamshreyfingar, svo maður gat orðið stoltur af að sjá hana dansa. Hún þurfti ekki að hreykja sér hátt, svo eftir henni væri tekið, enda mjög viðræðugóð við fólk í daglegri umgengni, þó heimilið væri hennar stærsti vettvangur og allt dægur- þras víðsfjarri. Á yngri árum stóð hugur hennar til að læra á eitthvert hljóðfæri, því músíkgáfuna hafði hún í blóðinu, en efnin leyfðu ekki slíkan munað. En í bijostinu var harpan geymd og slegið á létta strengi í dagsins önn. Oft fór saman góð kaffilykt í eldhúsinu og fjörlegt raul húsfreyj- unnar, meðan hún hellti upp á könn- una og gesturinn naut þess svo að setjast til borðs og tala um góða veðrið, eða eitthvað sem við kom heimahögum, aldrei lagt misjafnt orð til annarra. Stundum riijaður upp gamli tíminn frá baðstofulífinu í Hjálegunni í Bæ í Lóni, þar var ekki húsrýminu fyrir að fara, en þar undu allir glaðir við sitt, og sú nægjusemi, sem var hennar vega- nesti frá æskuheimilinu, entist henni ævina út. Aldrei gerðar kröfur á hendur öðrum, þau hjón voru sátt við sinn hag og heimilið alltaf sjálfbjarga, það var þeim nóg. Þau voru sam- rýnd og áttu sér þann draum að heilsan entist sem lengst, til að fara í sínar daglegu gönguferðir sér til heilsubótar, en það höfðu þau gert í mörg ár. Svo greip örlagavaldurinn inn í þegar Karl þurfti að fara á sjúkra- húsið. Þá fór Helga á elli- og hjúkr- unarheimilið Skjólgarð á Höfn, þar sem hún svo dváldi síðan það sem eftir var ævinnar, í skjóli starfs- fólksins, sem fær bestu þakkir fyrir þá umönnun. Karl átti við alvarleg veikindi að stríða nokkra síðustu mánuði ævinnar og var nokkuð sáttur við að vita af konu sinni í vernduðu umhverfi, því þótt líkamleg hreysti virtist vera fyrir hendi, var andlegt jafnvægi farið að gefa sig. Svo mátti hún daglega eiga von á dóttur sinni í heimsókn, svo heim- þráin í litla bæinn gleymdist smátt og smátt og nú er öllu lokið og glaðværar raddir aðeins bergmál í djúpi tímans. Gamlir nágrannar senda þessum látnu vinum sínum þakkir fyrjf samveruna og Nönnu Láru og henn- ar fjölskyldu innilegar samúðar- kveðjur. Blessuð sé minning Helgu Sig- jónsdóttur. Jónína Brunnan t t Útför, Elskuleg eiginkona mín og systir okkar, EBERGS ELEFSEIM ÞÓRLEIF SIGURÐARDÓTTIR vatnamælingamanns, frá Hellissandi, fer fram frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 23. nóvember kl. 13.30. Grýtubakka 18, Þeim sem vildu minnast hans er bent á Minningarsjóð Landspítal- Reykjavík, ans. verður jarðsungin frá Neskirkju mánudaginn 20. nóvember kl. Inga M. Magnúsdóttir, Sverrir Elefsen, Þórður Elefsen, Sigrún Elefsen, Sighvatur Elefsen, Hanna Björnsdóttir, 10.30. Blóm eru afþökkuð. Ágúst Árnason, Rósbjörg Sigurðardóttir, Sigríður Elefsen, Sigfús Jóhannesson Steinunn Sigurðardóttir. og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.