Morgunblaðið - 19.11.1989, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.11.1989, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR/INNLEIMT Fundu um 1000 lítra af bruggi LÖGREGLAN í Reykjavík fann um eitt þúsund lítra af heima- bruggi í bílskur á Grenimel á fbstudaginn. Einnig fundust ýmis efni til frekari bruggunar, s.s. mikið magn af sykri. Lögreglan hellti brugginu niður. Eigandi bruggsins mun ekki hafa tengst slíkum málum áður. Hann leigði bílskúrinn til fram- leiðslunnar. Aðstoðarutan- ríkisráðherra V-Þýskalands í heimsókn Aðstoðarutanríkisráðherra Vestur-Þýskalands, Irmgard Adam-Schwaetzer, kemur til ís- lands í heimsókn i dag, sunnu- dag, í boði Jóns Baldvins Hanni- balssonar utanríkisráðherra. Irmgard Adam-Schwaetzer mun eiga fundi með utanríkisráð- herra og fleiri ráðherrum. Til um- ræðu verða, auk samskipta íslands og Vestur-Þýskalands, könnunar- viðræður EFTA og EB og stjóm- málaástandið í ríkjum Mið- og Austur-Evrópu. Þá mun ráðherr- ann eiga fund Aieð Vigdísi Finn- bogadóttur forseta íslands. Irmgard Adam-Schwaetzer er þekkt kona í vestur-þýskum stjóm- málum og áhrifamaður í flokki Fijálsra demókrata. Hún fer með málefni Evrópubandalagsins í þýsku ríkisstjóminni. Bann við löndun erlendra skipa: Lögin þarf að endurskoða - segir Halldór Ás- grímsson sjávarút- vegsráðherra „ÞAÐ ÞARF að endurskoða lög, sem banna erlendum fískiskip- um að landa hérlendis," sagði Halldór . Ásgrímsson sjávarút- vegsráðherra í samtali við Morgunblaðið. Halldór sagðist hins vegar vera andvígur því að erlend fískiskip, sem veiddu úr sameiginlegum stofiium, fengju að landa hér ef samkomulag hefði ekki tekist um sameigin- lega nýtingu stofhanna. Við höfum með milliríkjasamn- ingi leyft erlendum skipum, sem em á loðnuveiðum, að landa hér og höfum gert sérstaka undantekningu að því er varðar Grænlendinga,“ sagði Halldór. Hann sagði að Grænlendingar seldu fiskveiði- réttindi til ann- arra þjóða úr stofnum, sem við ættum með þeim. „Ég tel það vera forgangsatriði að ná samkomulagi við Grænlendinga um nýtingu þessara stofna og hluti af því sam- komulagi getur verið löndunarrétt- ur og þjónusta við viðkomandi skip.“ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. NÓVEMBER 19S9 ijg§ • IT" w ' I |f 5 litei |; 1 JjftÉll I; Morgunblaðið/Bjarni Féll afsjöundu hæð MAÐUR slasaðist alvarlega er hann féll í fyrri- nótt af sjöundu hæð fjölbýlishússins á myndinni, sem er við Arahóla í Breiðholti. Líðan hans var í gær sögð eftir atvikum. Að sögn lögreglunnar er lítið vitað um tildrög slyssins en líklegt ér talið að maðurinn hafi ætl- að að klifra á milli hæða. Samvinnuskól- inn sjálfs- eignarstoftiun STJÓRN Sambands íslenskra sam- vinnufélaga ákvað á fiindi sínum nú í vikunni að gera Samvinnu- skólann að Bifröst í Borgarfirði að sjálfseignarstofhun. Ólafur Sverrisson formaður stjórnarinn- ar sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær að ástæður þessarar ákvörðunar væru þær að Sam- bandsstjórn teldi að Samvinnu- skólinn myndi klára sig jafh vel, rekinn sem sjálfseignarstofhun, eins og að vera rekinn með fíár- hagslegri ábyrgð Sambandsins. Við ákváðum á fundi okkar að breyta Samvinnuskólanum í sjálfseignarstofnun og við samþykkt- um skipulagsskrá fyrir hann. Þetta felur það í sér að Samvinnuskólinn, sem nú er orðinn háskóli, verður ekki lengur rekinn með fjárhagslegri ábyrgð Sambandsins, heldur sem sjálfseignarstofnun. í framhaldi af því verður svo kosin stjórn Sam- vinnuskólans," sagði Ólafur. Ólafur sagði þegar hann var spurður um ástæður þessarar ákvörðunar: „Við teljum að hann klári sig eins vel sem sjálfseignar- stofnun, eins og að vera undir hatti stjórnar Sambandsins." Kópavogur: Skuldir bæjarsjóðs hafa aukist um tvö hundruð millj.í ár - segir Richard Björgvinsson full- trúi Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn „í STAÐ þess að lækka skuldir bæjarsjóðs eins og meirihlutinn stefhdi að hafa þær aukist um 200 milljónir það sem af er árinu,“ sagði Richard Björgvinsson fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Kópavogs í samtali við Morgunblaðið. * Iályktun fundar Sjálfstæðisfélags Kópavogs fyrir skömmu, er lýst þungum áhyggjum vegna ískyggi- legrar þróunar í fjármálum Kópa- vogskaupstaðar og skorað á bæj- arbúa að veita bæjaryfirvöldum strangt aðhald. í byijun ársins skuldaði bæjar- sjóður 900 milljónir, en samkvæmt uppgjöri 30. september síðastliðinn, er skuldin rúmur 1,1 milljarður, samkvæmt upplýsingum Richards. „Það hafa safnast miklar skuldir og fjármagnskostnaður á bæjar- sjóð,“ sagði Richard. „Skuldir eru nú rúmur 1,1 milljarður og fjár- magnskostnaður um 200 milljónir á ári en hann var 175 milljónir í fyrra. í stað þess að lækka fy'ár- magnskostnað eins og stefnt var að hafa verið tekin fleiri lán til framkvæmda og í rekstur bæjarfé- Frá Kópavogi. lagsins, sem er bæði dýr og mikill.“ Richard sagði að mikið hefði verið tekið af skuldabréfalánum á al- mennum markaði óg hafa á þessu ári verið seld skuldabréf fyrir um 150 milljónir króna, fyrir utan ýmis önnur lán, sem bæjarsjóður hefur tekið. Talið er viðunandi ef sveitar- félag skuldar milli 40 til 50% af föstum tekjum, það er útsvar, að- stöðugjald og fasteignagjöld en skuldir Kópavogs eru nú rúmlega 100% af tekjum, að sögn Richards. „Á þessu er ekki nema ein lausn," sagði hann. „Það verður að draga úr framkvæmdum og reyna að greiða niður þessar skuldir. Hætta að dreifa peningum í allar þessar framkvæmdir, sem eru í gangi og ekki er útljt fyrir að hægt sé að ljúka við á næstunni og einbeita sér þess í stað að fáum verkefnum í einu. Eftir því sem ég kemst næst þarf 800 milljónir til að ljúka við þær byggingaframkvæmdir sem eru í gangi.“ Innanlandsflugið: > Alvarleg röskun fyrirsjáanleg vegna deilna um kjör þriggja starfsmanna DEILUR um kjör þriggja flugvirkja loftferðaeftirlits Flugmála- stjórnar eru farnar að raska innanlandsflugi og valda alvarlegri röskun innan tíðar, verði ekkert að gert. Þeit eru í verkfalli og á meðan er ekki unnið við skoðun flugvélar Flugmálastjórnar. Þess vegna er ekki hægt að prófa aðflugstæki við flugvelli lands- ins, þar sem flugvél Flugmálasljórnar þarf til að það sé hægt. Afleiðingin er strangari kröfur um flugskilyrði. Aðalaðflugstæki í Reykjavík verða tekin úr notkun 28. nóvember, að sögn Péturs Einars- sonar flugmálastjóra. Þá verður ekki hægt að fljúga blindflug um flugvöllinn fyrr en tækin hafa verið prófuð. Síðan falla tækin út hvert af öðru um allt land fram und- ir áramót, ef ekkert verður að gert. Flugmála- stjórn íslands hefur flugprófað tæki á Keflavíkurflugvelli sam- kvæmt samningi við bandarísku flugmálastjórnina. Þegar svona staða kemur upp prófa Banda- ríkjamenn tækin sjálfir og ætti millilandaflug að verða óskert af þessum sökum. Öðru máli gegnir um innan- landsflug, segir Pétur. Hægt verð- ur að fljúga sjónflug að og frá völlum í góðu skyggni, en versni veður eða ský liggja lágt yfir er mikil röskun fyrirsjáanleg. Þegar hefur lágmark um skýjahæð verið hækkað í Reykjavík, á ísafirði, Akureyri og fljótlega breytist það á fleiri stöðum. Hjá Flugleiðum er búist við mestri röskun á flugi til ísafjarðar og Akureyrar, og ef blindflug verður ekki leyft til og frá Reykjavík raskar það verulega öllu flugi innanlands. Flugvirkjamir njóta stuðnings Flugmálastjómar. Pétur Einarsson segir: „Ég tel að starfsmenn ríkis- ins sem vinna sömu vinnu eigi að hafa sömu laun. Starfsmenn loft- ferðaeftirlitsins fara ekki fram á annað en sömu laun og stéttar- bræður þeirra hjá Landhelgis- gæslu og Landgræðslu. Það hefur ekki verið ijölgað í loftferðaeftirlit- inu í áratugi og stóð til að gera það síðastliðið vor. Við fáum akk- úrat enga menn á þeim launum sem ríkisvaldinu hefur þóknast að bjóða, það er alveg vonlaust. Þetta er mjög slæmt ástand því að loft- ferðaeftirlitið gegnir lykilhlutverki í flugöryggi." Frá og með deginum í dag eru tveir flugvirkjar hjá loftferðaeftir- litinu. Auglýst var eftir tveimur mönnum í byijun þessa árs og á annan tug umsókna bárust. Tveir vom valdir. Annar kom aldrei til vinnu, því að hann gat, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins, feng- ið þrefalt hærri laun annars stað- ar. Hinn hóf vinnu, en hættir í dag, sunnudag. Heimildarmenn segja að launamunurinn felist í um 90 þúsund króna föstum laun- um hjá Flugmálastjórn, en um eða yfir 200 þúsundum annars staðar. Verksvið flugvirkjanna er aðal- lega að hafa eftirlit með flugvirkj- um og flugmönnum og þurfa þeir að hafa sömu réttindi eða meiri heldur en þeir sem þeir hafa eftir- lit með. Viðhald flugvélar Flug- málastjórnar er lítill hluti starfs- ins. Formlegar viðræður hafa ekki farið fram, samninganefnd ríkis- ins telur að Flugvirkjafélag ís- lands hafi ekki samningsumboð fyrir verkfallsmennina og að þeir hafi sem ríkisstarfsmenn ekki verkfallsrétt. Ríkisvaldið hefur lagt til að deilan fari til Félags- dóms til að ákveða hvort verk- fallsrétturinn sé fyrir hendi, en Flugvirkjafélagið hafnaði því. BAKSVIÐ eftir Þórhall Jósepsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.