Morgunblaðið - 19.11.1989, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 19.11.1989, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM SÚNNUDAGÖR 19. NÓVEMBER 1989 35 AUSTUR-ÞÝSKALAND Lærði íslenskuna í háskóla Susanne Nagel heitir austur-þýsk kona sem kom hingað sem túlk- ur með hópi ungmenna í vikunni. Fólki í fréttum þótti forvitnilegt að Susanne talar mjög góða íslensku en hafði þó aldrei komið hingað áð- ur. Susanne, sem er 31 árs gömul, lærði íslensku við háskólann í Greifs- wald á árunum 1977-82. Kennarar við norrænudeildina þar voru þá Bruno Kress, Ernst Walter og Hart- mat Mittelstádt. Þá voru 30 í norr- ænu við háskólann en bara tvær stúlkur sem námu íslensku. Susanne er núna starfsmaður bókasafns í Austur-Berlín og sagðist ekki hafa haft mikil tækifæri til að æfa íslenskuna fyrr en kannski núna að hún hittir öðru hveiju Eydísi Þórarinsdóttur sem er að læra í Berlín. Það er búinn að vera draumur Súsönnu í mörg ár að komast til íslands en nú fyrst gafst henni tæki- færi til þess. Þarf ekki að orðlengja það að hún var yfir sig hrifin af landi og þjóð. VEIÐIMANNALEIÐTOGI Virðisaukaskattur gæti orsakað hrap í sölu veiðileyfa Arsþing Landssámbands Stangaveiðifélaga var haldið í Munaðarnesi í Borgarfirði fyrir skömmu. Formannaskipti urðu, Rafn Hafnfjörð gaf ekki kost á sér til endurkjörs, en Grettir Gunn- laugsson markaðsstjóri í Reykjavík tók við. Grettir hefur átt sæti í stjórn LS síðustu árin og verið í Svartárnefnd Stangaveiðifélags Reykjavíkur. Mörg „heit“ mál eru á dagsskrá hjá stangaveiðimönnum um þessar mundir, sum þess eðlis að þau- ógna beinlínis framtíð stangaveiða á íslandi, t.d. álagning virðisaukaskatts á veiðileyfi og sívaxandi laxveiðar í sjó. Morgun- blaðið rabbaði aðeins við Gretti og spurði hann um stöðuna og horfur. „Það er rétt, það lítur ekki vel út og ég fullyrði að ef að virðisauka- skatturinn leggst á veiðileyfi af fullum þunga, er hætt við að hrun verði í sölu veiðileyfa. Þar með munu tugþúsundir íslendinga ekki- lengur hafa bolmagn til að sækja sér líkamlega og andlega næringu út í náttúrna með veiðistöng í hönd. Það eru aðeins örfáir veiðimenn sem munu verða lítt snortnir af skattin- um, auðugir menn og þeir sem veiða á vegum stofnan'na og fyrirtækja. Það er einungis toppurinn af ísják- anum. Þetta mun bitna mest á þeim sem síst skyldi, venjulegu launa- fólki,“ segir Grettir. Hann segir að þetta muni ekki einungis koma illa við stangaveiðimenn, heldur .einnig fjölmarga bændur í landinu sem búa á erfiðum jörðum og geta varla án laxveiðitekna sinna verið. Víst eru stangaveiðimenn að vinna í sínum málum og tíminn leið- ir í ljós hvað verður. Hitt „stóra“ málið á fundinum var sú vitneskja að lax er veiddur í hafinu í stórum stíl, bæði á Færeyjar- og Grænland- smiðum og einnig á heimaslóðum, og þá ólöglega. Grettir sagði þetta Grettir Gunnlaugsson formaður Landssambands Stangaveiðifélaga. hið versta mál, en herör hefði verið skorið upp á báðum vígsstöðvum. Viðræður væiu hafnar við Græn- lendinga og Færeyinga um kaup á úthafsveiðikvótum þeirra og væru horfur góðar. Einnig væri í bígerð að stórauka gæsluna innanlands. Hins vegar væri meira en örlítið neyðarlegt að leggja svo mikinn kostnað og svo mikla vinnu í að vemda laxinn í hafinu ef fáir hefðu svo ráð á því að veiða hann á eftir. Susanne Nagel. Morgunblaðið/Þorkell GOLF íslensk/enskur golfviðburður Hannes Guðmundsson hjá Sekuritas gerði sér lítið fyrir og vann sitt fyrsta alþjóðlega golf- mót er hann sigraði í keppni með forgjöf á Anglo/Icelandic open sem fiskeldisfyrirtækið Laxalón stendur að í samvinnu við enska golfklúbb- inn Sundridge Park og Jóhann Sig- urðsson. Keppni þessi fór fram fyr- ir skömmu á velli SP í Lundúnum. „Þetta var mjög skemmtilegt og er ætlunin að þetta verði árlegur við- burður, haldin til skiptis á íslandi og í Englandi. Golfklúbbur Reykjavíkur er að koma inn í þetta,“ sagði Hannes í samtali við Morgun- blaðið. Keppnin ytra var tvískipt, fyrst sveitakeppni og sigraði Sundridge íslensku sveitina naumlega. í ein- staklingskeppni sigraði Ragnar Ól- afsson í. keppni án forgjafar, en Hannes Guðmundsson í keppni með forgjöf. Armbandið sem hefur hvarvetna í Evrópu vakið mikla athygli er nú loksins fáanlegt á Islandi Mondial armbandið er áhrifamikið skart - Það jafnar púls- og mínusorkuna í líkamanum Tvær milljónir Evrópubúa nota nú Mondial daglega og njóta áhrifanna frá pólum armbandsins •sem gefa 6 millivolta spennu til orkujöfnunar. Armbandið er fallegt skart fyrir bæði konur og karla. Mondial erframleitt í þremur gerðum: ífyrsta lagi siflurhúðað, íöðru lagi silfurhúðað með 18k gullhúðuðum pólum, og í þriðja lagi með 18k gullhúð. (sjá mynd). Margar stærðir Mondial fæst ífimm stærðum: XS/13-14 sm. þvermál, S/15-16 sm., M/17-18 sm„ L/19-20 sm. og XL/21 -22 sm. Taktu eftir málunum sem auðvelda þér að panta réttu stærðina. HAGSTÆTT VERD. Silfurhúðað og silfurhúðað með gullhúðuðum pólum kostar kr. 2.590,- Gullhúðað 18kkostarkr. 3.690,- Þannig virkar Mondial: Eins og sést á myndunum eru kúlur (pólar) á endunum. í þeim er 6 milli- volta spenna semjafnar púls- og mínusorkuna ílíkamanum og eykur vellíðan. Með réttri og viðvarandi notkun á Mondial, má hafa slakandi áhrif á streitu og streituáhrif, losa um vöðvabólgu í öxlum og hnakka, baki og handleggjum, minnkargigtaráhrif, bætandi áhrif á svefnleysi og blóðstreymi. Mondial byggirá austurlenskum lækningaaðferðum eins og t.d. nálarstunguaðferðinni. beuRmip Laugavegi66, sími 623336. Pðntunarsíminn er 626265 FÆST AÐílNS HJÁ OKKUR. NÝSTÁRLEG VERSLUN. SJÖ DAGA SKILAFRESTUR. Þú tekurenga áhættu með kaupum á Mondial armbandinu. Sé þvískilað innan sjö daga, endurgreiðum við. PÖNTUNARSÍMIPÓSTVERSLUNAR. Sértu ekki ínágrenni við okkur, geturþú pantað Mondial í síma (91) 626265, og við sendum armbandið um hæl í póstkröfu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.