Morgunblaðið - 19.11.1989, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 19.11.1989, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ■SUNNUDAGUR 19, ^ÓVEMBER 1989 29 Þórleif Sigurðar- dóttir - Minning Fædd 15. maí 1914 Dáin 11. nóvember 1989 Þórleif Sigurðardóttir er látin, aðeins hálfum mánuði eftir að bróð- ir hennar, Sigutjón Kristjánsson, andaðist þann 27. október sl. Við vissum að Leifa, en svo var hún kölluð, var mjög veik þegar við kvöddum bróður hennar, en áttum þó þá veiku von að henni gæti batn- að. Svo varð ekki, þannig að það eru erfiðir dagar hjá ijölskyldu hennar, ekki síst hjá eftirlifandi eig- inmanni, Ágústi Árnasyni, sem varla vék frá . sjúkrabeði hennar síðustu vikurnar. Ég minnist þess er ég kom inn í Ijplskylduna, unglingur að aldri, en eiginmaður minn var systurson- ur Leifu. Þá voru þau nýgift, Leifa og Gústi, og ég sé hana fyrir mér eins og hún leit út þá; spengilega og.glæsilega konu, viðmótið elsku- legt og frá andliti hennar stafaði sérstök alúð og hlýja. Þessi fyrstu áhrif frá kynnum mínum af henni héldust alla tíð. Leifa og systur hennar hlutu tígulleika í arf frá móður sinnim, Stefaníu Stetans- dóttur. Langvinn veikindi Leifu breyttu engu um þennan glæsileika sem einkenndi hana til hinstu stundar. Það er ekki hægt að segja að lífið hafi leikið við þau Leifu og Gústa, því fljótlega eftir að þau giftust.veiktist Lei.fa af berklum og þurfti hún að dvelja á Vífilstöðum nær samfellt í 12 ár. Það er rétt hægt að ímynda sér hve sárt það hefur verið á þeirra bestu árum að vera svo bundin sjúkrabeði. En Leifa átti eftir að komast út í lífið og þau hjón bjuggu sér elskulegt heimili og með reglusemi og hóg- látu lífi lifðu þau góða tíma. Þeim varð ekki barna auðið, en mörgum frændbörnum sínum voru þau sem foreldrar. Það fékk ég svo sannar- lega að réyna og ég er þakklát for- sjóninni fyrir að hafa kynnst svo góðu fólki. Allir ættingjar og vinir sakna Þórleifar Sigurðardóttur. Sárastur er þó söknuður eftirlifandi eiginmanns. Megi sá sem öllu ræð- ur hugga hann og styrkja. Við kveðjum Þórleifu með þökk og virð- ingu. Hólmfríður Oddsdóttir og börn Þann 11. nóvember sl. lést móð- ursystir mín Þórleif Sigurðardóttir. Hún fæddist á Hellissandi 15. maí 1914, dóttir hjónanna Stefaníu Steinunnar Stefánsdóttur og Sig- urðar Magnúsar Jónatanssonar. Leifa var næstyngst 8 systkina, 6 komust til fullorðinsára, en ,4 eru nú látin. Siguijón bróðir hennar andaðist 27. október sl. Eftirlifandi systur hennar eru Rósbjörg og Steinunn. Leifa ólst upp hjá foreldr- um sínum við gott atlæti, þau fluttu til Reykjavíkur þegar hún var um fermingu. Leifa vann við ýmis störf, lengst þó við fatasaum, enda bæði vandvirk og velvirk.Árið 1941 27. desember, giftist hún eftirlifandi eiginmanni sínum Ágústi Árnasyni, þau hafa alltaf búið í Reykjavík. Leifa var sérstaklega frændrækin og tók vel á móti gestum. Nutum við systkinin góðs af gestrisni þeirra hjóna. Sem barn heimsótti ég Leifu frænku oft, og dvaldist hjá henni um lengri og skemmri tíma. Hún sýndi mér merka staði í Reykjavík, fór með mig á tónleika og fleira. Fyrir mér voru þessar ferðir ævin- týri líkar. Leifa veikist af berklum og var hún rúmliggjandi á Vífilsstöðum í mörg ár, en fékk þó bata að lokum. Það lýsir best dugnaði hennar og þrautseigju, að eftir sína löngu sjúkrahúsvist tók hún bílpróf, sem kom sér oft vel, því alltaf var Leifa boðin og búin að hjálpa vinum og ættingjum þegar þess gerðist þörf. í september 1987 kom hún ak- andi ásamt Gústa, í heimsókn til mín í sumarbústað SÍBS á Þingvöll- um, þar sem ég dvaldi með íjöl- skyldu minni. Áður hafði hún ein- mitt dvalið í þessum sama bústað og boðið systrum sínum með. Alltaf var mjög kært með þeitn öllum og gott samband á milli þeirra. Um- hyggjusemi og væntumþykja og hlýja voru aðalsmerki Leifu. Síðast- liðið ár hefur Leifa oft verið mikið veik, og henni duldist ekki að hveiju dró. Hún var mjög þakklát Gústa eiginmanni sinum fyrir það hve hann reyndist henni einstaklega vel í veikindum hennar bæði fyrr og nú, ekki leið sá dagur að hann kæmi ekki að heimsækja hana, þann tíma sem hún dvaldist á Vífilsstöðum. Söknuður Gústa _er mikill, megi Guð styrkja hann. Ég og fjölskylda mín þökkum Leifu alla hennar vináttu og tryggð. Guð blessi minningu hennar. Kristjana Vilhjálmsdóttir Steinunn Gunnars- son — Minning Fædd 5. september 1901 Dáin 7. október 1989 Þann 17. október sl. fór fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík útför Steinunnar Gunnarsson, ekkju Halldórs R. Gunnarssonar, Sólvalla- götu 14, en hún lézt á heimili sínu eða á leið í spítala 7. október. Steinunn fæddist af íslenzkum foreldrum í Westbourne í Manitoba, Kanada. Faðir hennar var Sigurður aktýgjasmiður og síðar póstmeistari þar, sonur Sölva bónda Sölvasonar á Ytri-Löngumýri í Svínavatns- hreppi í Húnavatnssýslu og konu hans, Sólveigar Stefánsdóttur. Móðir Steinunnar var Guðrún yngri, dóttir Péturs bónda á Felli í Bisk- upstungum Einarssonar borgara í Reykjavík Jónassonar og konu hans, Höllu Magnúsdóttur kaup- manns og alþingismanns í Bráðræði við Reykjavík Jónssonar, en Guðrún yngri var alin upp af móðursystur sinni, Guðrúnu Magnúsdóttur í Austurhlíð í Biskupstungum. Frá hrakningum Péturs og annarra á Mosfellsheiði 1857 er sagt í sagna- safninu Huld og víðar. Af systkin- um Guðrúnar var þekktust Guðrún yngsta Jónasson, kaupkona og bæjarfulltrúi í Reykjavík, en frá öðrum systkinum hennar eru komn- ar miklar ættir í Kanada. Foreldrar Steinunnar höfðu farið hvort í sínu lagi til Vesturheims á 9. tug aldarinnar, en giftust í Winnipeg 1888. Börn þeirra er upp komust voru: Rútur Sigurður, féll í fyrri heimsstyijöldinni; Sólveig giftist J.D. McVicar dýralækni og bjó í Ontario; Torfi Ingiberg, síðast í Cedar, Vancouver-eyju; Lúther Melankton vann á Ford-verkstæð- um í Chicago; Sigrún Emma list- málari giftist Gordon Payne listmál- ara og kennari og bjó síðast í Nova Scotia; Steinunn Guðrún, sem hér er minnzt; Ora Dagmar Ruth Phaneuf bjó síðast í Philadelphia, Bandaríkjunum. Öll þessi systkini eru nú látin. Stginunn Solvason (eins og hún hét að sið Vestur-íslendinga) ólst upp í slenzku umhverfi í litla þorp- inu á sléttum Manitoba-fylkis, en er hún var 7 ára brugðu foreldrar hennar búi og fluttust með öll börn sín til íslands. Ekki reyndist hægt að setjast hér að eins og ætlunin var, en er þau fóru aftur til Kanada tveim árum síðar varð Steinunn eitt barna þeirra eftir og var tekin í fóstur af þeim hjónum Brynjólfi kaupmanni og Steinunni H. Bjarna- son, dóttur Guðrúnar í Austurhlíð, og þekkt á sinni tíð fyrir störf sín að kvenréttindamálum og fleiru. Fáum árum seinna tóku þau hjónin einnig til sín Hjört Guðmundsson, bróðurson Steinunnar H. Bjarna- son, síðar lögreglumann og loks kirkjugarðsstjóra í Reykjavík. Á þessu góða heimili naut Steinunn hins bezta uppeldis, og góðan undir- búning undir ævistarfið fékk hún þegar Brynjólfur sendi hana til vetr- ardvalar á húsmæðraskólanum í Soro á Sjálandi. 1924 giftist Stein- unn Halldóri R. Gunnarssyni kaup- manni í Reykjavík, er lengi rak + Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, METÚSALEM STEFÁNSSON, Hvassaleiti 58, er lést á heimili sínu 13. nóvember verður jarðsunginn mánudag- inn 20. nóvember í Bústaðakirkju kl. 15.00. Svava Sigurðardóttir, Edda Kolbrún Metúsalemsdóttir, Ómar Kristjánsson, Stefán Ómarsson, Georg Ómarsson, Ómar Þór Ómarsson. vezlunina Manchester, eða þangað til hann lézt 1964, og varð þeim hjónum fjögurra barna auðið: Rút- ur, fulltrúi í Orkustofnun; Gunnar Kristinn, er dó í barnæsku; Guðrún Steinunn, gift undirrituðum; Brynj- ólfur Hermann, verzlunarmaður. Steinunn bjó í 60 ár í sömu íbúð á Sólvallagötu 14, eða allt frá því að Brynjólfur H. Bjarnason byggði húsið 1929, og þai' hjúkraði hún fósturmóður sinni af alúð í hátt á annað ár. Steinunn Gunnarsson var sterk og dugmikil kona, sem einkenndist af skapfestu og mannkærleika. Hún hafði sínar föstu skoðanir á lífinu og hegðun manna, en jafnframt því hafði hún einlæga samúð með þeim sem minna máttu sín, hvort sem það var hér eða úti í hinum stóra heimi. Á heimili hennar ríkti mynd- arskapur, reglusemi og fegurð og stundvís var hún svo að af bar, en aldrei virtist hún hafa mikið fyrir hússtörfum. Hún vildi að mcnn væru léttir í skapi og hreyfingum, og svo var hún sjálf, sjaldan mis- dægurt allt til hins síðasta, skottu- læknir nokkur og dugðu ráð hennar vel. Andlát hennar var eins og hún hefði helzt kosið, því að ekki hefði hún viljað vera upp á aðra komin. Aldrei gleymdi hún fæðingarlandi sínu og fjölskyldu sinni þar, fór þangað tvær ferðir 1931 og 1976, og talaði oft um hitann og gróður- inn og skógana, elskaði froskana. Þijú systkini hennar heimsóttu hana á árunum eftir stríð, en ijöldi vestur-íslenzkra ættingja á síðari árum. Steinunn var kristin kona, þó ekki rækti hún kirkju, og ein- staka sinnum lét hún þau orð falla að hún læsi bænir sínar daglega. Hún geymdi Biblíu við rúmið sitt og lifði samkvæmt kenningum hennar. Blessuð sé minning góðrar konu og móður. Brian Dodsworth Blómastofa fíiðfinns Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið ölikvöld til kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur. m Legsteinar MARGAR GERÐIR Marmorex/Granít Steinefnaverksmiðjan Helluhrauni 14, sími 54034 222 Hafnarfjörður O nctoinar Framleiðum allar stærðir og gerðir af legsteinum. Veitum fúslega upplýsingar og ráðgjöf um gerð og val legsteina. if S.HELGASON HF STEINSMIÐJA SKEMMUVEGI 48-SlMI 76677 + Elskuleg móðursystir mín, ÁSGEIRA (GEIRA) KR. MÖLLER, áðurtil heimilis i Ingólfsstræti 10, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 21. nóvember kl. 15.00. Halldóra Kr. Einarsdóttir. + Sonur minn, faðir okkar og bróðir, MAGNÚS HRAFN MAGNÚSSON, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu mánudaginn 20. nóvem- ber kl. 15.00. Bertha Karlsdóttir, börn og systkini hihs látna. + Faðir okkar, ÓSKARPÉTURSSON (Garðar Óskar Pétursson) járniðnaðarmaður, Langholtsvegi 54, verður jarðsunginn frá Ðómkirkjunni mánudaginn 20. nóvember kl. 13.30. Sverijr Garðarsson, Pétur Garðarsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.