Morgunblaðið - 19.11.1989, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 19.11.1989, Blaðsíða 19
I40RGUNBI4ÐIÐ SU^NUDAGUR 19. NÓVEMBER 1989 .A9 Handbók samsærismannsins George Bush Bandaríkjaforseti hefur ákveðið, að sett skuli saman handbók fyrir þá, sem vilja steypa Manuel Noriega Panamaforseta af stóli. Þar verður meðal annars að finna kafla eins og Hvaða tök- um á að taka Noriega?; Kynnstu uppreisnarforingjanum þínum og Hvernig á að bera sig að við langlínusamtöl. Þá munu fljóta með nokkrar nauðsynlegar setn- ingar á spænsku, eins og til dæm- is: „Þú ert einræðisseggur og ég er kominn til að steypa þér.“ Handbókinni er einnig ætlað að skýra út stefnu Bandaríkja- stjórnar í málefnum Panama og hef- ur verið ákveðið að gefa hana út strax og stjórnvöld vita hver hún er. Sagði nýlega frá þessu í dagblaðinu New York Times og vat' því bætt við, að enn væri að vísu sumt á huldu um innihaldið eins og raunar um flest annað, sem að Panama sneri. Megin- efnið virtist þó vera þetta: 1. Hvaða tökum á að taka Nori- ega?: Einræðisherranum má blóta í sand og ösku, taka höndum og flytja burt, helst til Bandaríkjanna. Upp- reisnarmenn verða þó að gera sér grein fyrir, að það yrði heldur illa séð ef Noriega yrði leyft að setjast í helgan stein á einhveiju óðalinu í Panama. Þá mega útsendarar Bandaríkjastjórnar ekki undir nein- um kringumstæðum skjóta karlinn. 2. Kynnstu uppreisnarforingjan- um þínum: Væntanlegir uppreisnar- foringjar ættu ekki að gleyma að kynna sig fyrir starfsmönnum bandaríska sendiráðsins í Panama- borg og yfirmönnum bandaríska her- liðsins þar. Þá er ekki átt við, að þeir sendi hver öðrum jólakort eða þess háttar, heldur að þeir láti vita af sér svo ekki koini til sama klúðrið og í síðustu uppreisnartilraun. Veita má áhugasömum uppreisn- armönnum fé af leynilegum reikning- urn en þó verður að fara að með gát svo ekki myndist biðraðir í sendiráð- inu. Höfuðverkefni samsærismann- anna á að vera að „kollvarpa einræð- isstjórninni og koma á lýðræði“ svo vitnað sé í William Cohen, varaform- ann leyniþjónusturiefndar öldunga- deildarinnar. 3. Hvernig á að bera sig að við langlínusamtöl?: Ónóg ijarskipti, tru- fluð fyatskipti og of mikil fjarskipti voru meðal þess, sem fóru í handa- skolum í síðustu uppreisnartilraun hvað Bandaríkjamenn varðaði. Við- búnaðarmiðstöð Pentagon, neyðar- nefnd Hvíta hússins, þjóðaröryggis- ráðið, starfsmenn hersins og banda- rísku leyniþjónustunnar í Panama eiga nú að gefa sér tíma til að hlusta á það, sem aðrir hafa að segja og umfram allt að hafa símtólin nógu mörg. I handbókinni er einnig lagt til, að menn sýni frumkvæði en þó ekki of mikið. „Við höfum grun um, að það hái sumum, að þeir vita ekki hvað þeir mega og hvað þeir mega ekki,“ er haft eftir háttsettum embættis- manni. DANSKT HORN Kaupmannahöfn kr. 26.850 AUSTURRÍSKT HORN Vín kr. 39.270 KÍNVERSKT HORN Peking kr. 82.920 FRANSKT HORN París kr. 27.890 ITAiSKT HORN Róm kr. 51.240 EGYPSKT HORN Kairo kr. 54.640 JAPANSKT HORN Tokyo krr 82.920 AMERISKT H0RN New York kr. 51.510 SPANSKT HORN Madrid kr. 51.110 THAILENSKT HORN Bangkok kr. 70.570 Við útvegum þér ódýra farseðla á öll heimsins horn Efþú ætlar að heimsækja frænku þína í Vín, fara í kaupstaðarferð til Parísar, Kaupmannahafnar eða Rómar, liggja í sólbaði í Ríó, fara í ævintýraferð til Bangkok, kanna framandi slóðir í Kairo eða upplifa japönsk jól í Tokyo kemstu þangað auðveldlega og ódýrt efþú færð farseðilinn hjá okkur. Einnig geturþú litið í mörg horn í einu og farið hringinn í kringum hnöttinn á ódýran hátt. Hér er ein hugmynd sem kostar aðeins 142.750 kr. að framkvæma: Kefiavík - Kaupmannahöfn - Bangkok - Singapore - Melbourne - Honolulu - Los Angeles - Kaupmannahöfn - Keflavík. Góða ferð! orns/u • íirval/útsýn Laugavegi 3, s. 62 22 11 Pósthússtraati 13, s. 2 69 00 Austurstræti 17, s. 2 66 11 Álfabakka 16, s. 60 30 60 Keflavík Verðkr. Keflavík Verðkr. Kaupmannahöfn 26.850 Vinarborg 39.270 Oslo 25.750 47.600 Bergen 25.750 39.020 Stokkhólmur 31.520 Kairo 54.640 Gautaborg 26.850 Tel Aviv 54.640 Amsterdam 35.180 70.570 A|>cna 53.330 Singapore 76.370 Barcelona 49.040 82.920 Belgrad 47.600 Hong Kong 92.700 Brussel 33.300 Seoul 100.600 Budapest 40.700 Taipei 107.570 Dusseldorf 26.860 Peking 82.920 Frankfurt 25.990 Rio de Janeiro 82.920 Genf 38.230 Sao Paulo 85.330 Hamborg 24.630 Montevideo 89.320 Hannover 26.860 Santiago de Chile 95.730 Istanbul 51.630 Buenos Aires 89.320 Lissabon 44.520 New York 51.510 Madrid 51.110 Chicago Seattle 51.510 43.660 54.870 Milano 46.970 Los Angeles 63.570 Moskva 47.600 Perth 121.610 Munchen 30.050 Sydney 125.890 Nice 47.600 Auckland 125.890 Paris 27.890 Wellingtón 125,890 51.240 Fiji 118.910 Stuttgart Varsja 28.740 39.680 Tahiti 118.910 H ún er skáldsaga. Hún heitir Draumur þinn rætist tvisvar. Hún er eftir Kjartan Árnason. Þetta er saga um glaðværð lífsins og hina óumflýjanlegu skugga, saga um dreng í áhyggjuleysi daganna, saga um ungling í al- gleymi fálætisins, saga um mann sem stendur andspænis vali milli lífs og dauða. Látlausfrásagnarstíll höfundar er trúverð- ugur og leynir einatt á sér. Undir lok sögunnar opnast lesandanum ný sýn og hann er reynsl- unni ríkari. Kitlandi og áhrifarík skáldsaga. Verð kr. 2.531,- Giuggar hafsins eftir Jóhann Hjálmars- son er þrettánda Ijóða- bók höfundar. Suðrænt andrúmsloft og rammíslensk djúphygli mætast hér í kyrrlátum, ágengum Ijóðum. Einstök bók, full af mannlegri hlýju. Verð kr. 1.313,- Draumur þinn rætist tvisvar Gluggar hafsins Tvær stórar bækur frá litlu forlagi. ÖRLAGIÐ Meðalholti 9 105 Reykjavík. Sími 62 26 18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.