Morgunblaðið - 19.11.1989, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 19.11.1989, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. NÓVEMBER 1989 23 Gunnar Sævar Davíðs- son frá Neðri-Harra- stöðum — Minning Fæddur 2. desember 1938 Dáinn 14. ágiist 1989 Það var einn örfárra sólskins- daga sumarsins að hann Gunnar frændi var kvaddur hinstu kveðju í Kópavogskirkju. Hann Gunnar frændi minn, stóri bróðir, vinur og riddari bernskuáranna. 50 jól gáfust honum hér á jörð og öll 50 var hann samvistum við móður sína. Þótt hann færi ungur að heiman náði hann ævinlega heim fyrir jólin hvar sem hann var stadd- ur á landinu og eftir að hann stofn- aði sitt eigið heimili komu foreldrar hans og dvöldu hjá þeim hjónunum yfir hátíðarnar. Faðir hans lést fyr- ir rúmum 18 árum og þá sem endra- nær reyndist Gunnar móður sinni umhyggjusamur sonur. Milli þeirra ríkti sérstakt samband kærleika og tryggðar allt til þeirrar stundar er augu hans lokuðust í síðasta sinn á afmælisdegi föður hans þann 14. ágúst sl. Gunnar fæddist á Neðri-Harra- stöðum í Skagahreppi 2. desember 1938. Sonur hjónanna Önnu Gísla- dóttur og Davíðs Sigtryggssonar. Fyrir áttu þau 2 dætur, Jóhönnu Margréti og Aðalheiði Ásgerði. Tæpum 2 árum síðar fæddist þeim sonurinn Reynir Eyfjörð og um vorið 1943 urðu systkinin 5, þegar Jónína Guðríður bættist í hópinn. Á heimilinu dvaldi einnig móðir Önnu, Jóhanna Eiríksdóttir ásamt van- heilum syni sínum. Neðri-Harrastaðir var ekki stór jörð og húsakynnin ekki upp á marga fiska í þá daga. Gamall torf- bær með 2 herbergjum og eldhúsi með moldargólfi. Vorið 1943 var byggt austan við Harrastaðabæinn annað eldhús og eitt herbergi. í það húsnæði fluttu foreldrar mínir með 3 börn, nýfædda dóttur, mig tveggja ára og son á 6. ári. Þar sem bróðir minn var aldrei heill heilsu varð það fljótt eins og sjálfsagður hlutur að ég sækti í félagsskap frænda minna í vedtur- bænum. Gunnar, Reynir og Guðný urðu óaðskiljanleg þrenning. Þeir sýndu mér og gáfu hlutdeild í riki sínu. Saman horfðum við á sólina roða vesturfjöllin handan víðáttu Húnaflóans, sannfærð um að þetta væru „heitu löndin". Saman sáum við fyrsta hreiðrið sem ég hafði augum litið. Þeir hjálpuðu litlu frænku að mála horn og leggi ég haustin og við geðrum okkur mynd- arleg bú. Hlið við hlið renndum við okkur á leggjum á svellþöktum mýrum. Vinarhendur hjálpuðu lítilli stúlku að staulast í fönn á skíðum búnum til úr tunnustöfum. í íjögur yndisleg ár var hlaupið um ganginn milli austur- og vesturæjar. Þá fluttu foreldrar mínir yfir í næsta hrepp. En stutt var samt á milli bæja. Litlir fætur fljótir að hlaupa. Kveðjur drógust á langinn. Harra- staðakrakkarnir fylgdu Háagerðis- krökkunum heim á leið-, Háa- gerðiskrakkarnir svo örlítið áleiðis tilbaka o.s.frv. Þannig eru allar mínar bernsku- minningar samofnar þessum frænd- __________Brids_____________ Arnór Ragnarsson Philip Morris- bridstvímenningur Fimmtándi Philip Morris-tvímenn- ingurinn, sem spilaður er sama daginn um alla Evrópu, verður spilaður föstu- dagskvöldið 24. nóvember. ísland verð- ur meðal þátttökulanda eins og í fyrra, og spilastaður er Sigtún 9, húsnæði Bridssambandsins. Spilagjald á spilara er aðeins krónur 600 á mann. Spiluð eru sömu spil um alla Evrópu, og úrslit- in send til Evrópusambandsins sam- dægurs. Ekki er nauðsynlegt að skrá sig í þennan tvímenning fyrirfram, heldur aðeins að mæta tímanlega á spilastað (fyrir kl. 19.30). Bridsfélag kvenna Sl. mánudag tók félagið á móti Hafn- firðingum í árlegri keppni félaganna, konunum tókst að sigra á tveimur borð- um og ná jafntefli á þremur sem er mun betra en í fyrra. Hafnfirðingar sigruðu þó með nokkrum mun vegna stórra sigra á sex borðum. Dröfn Guðmundsdóttir — Aldís Schram 15—15 Kristófer Magnússon — Sigrún Pétursdóttir . 25—2 Böðvar Hermannsson — Halla Ólafsdóttir 12-18 Hulda Hjálmarsdóttir — Guðrún Halldórsdóttir 25—3 Ingvar Ingvarsson — Ólína Kjartansdóttir 15—15 Albert Þorsteinsson — Alda Hansen 22—8 Jón Sigurðsson — Sigríður Friðriksdóttir 25—5 Sveinbjörn Eyjólfsson — Lovísa Eyþórsdóttir 12— 18 Sverrir Jónsson — Svava Ásgeirsdóttir 23—7 Jón Gíslason — Kristín Jónsdóttir 18—12 Rúnar Einarsson — Laufey Ingólfsdóttir 15—15 Guðlaugur Ellertsson — Ólöf Þorsteinsdóttir 24—6 Nk. mánudag hefst butler-tvímenn- ingur sem verður væntanlega þijú kvöld og geta pör skráð sig í síma 32968 (Olína) og 33778 (Véný). Bridsdeild Skagfirðinga Erlendur Jónsson og Oddur Jakobs- son sigruðu tveggja kvölda Butler- tvímenningskeppni félagsins, sém lauk sl. þriðjudag. Efstu pör í A-riðli urðu: Erlendur Jónsson — Oddur Jakobsson 44 Sigmar Jónsson — Þórður Sigfússon 43 Murat Serdar — Þorbergur Ólafsson 39 Eyjólfur Bergþórsson — Halldór B. Jónsson- 16 Ármann J. Lárusson — Rúnar Lárusson 16 Efstu pör í B-riðli urðu: Sveinn Þorvaldsson — Öm Scheving 40 Jón Viðar Jónmundsson — Jóhannes Guðmannsson 17 Hjálmar S. Pálsson — Hólmsteinn Arason 11 Á þriðjudaginn kemur hefst svo aðal- sveitakeppni félagsins, ef næg þátttaka fæst. Skráð er í símum 16538 (Ólafur) og 76834 (Hjálmar). Skorað er á gamla félaga sem nýja að vera með í aðal- sveitakeppni félagsins. Aðstoðað verð- ur við myndun sveita á staðnum, svo og myndun para ef svo ber undir. Spilað er í Drangey v/Síðumúla 35 (2. hæð) og hefst spilamennska kl. 19.30. Allar nánari upplýsingar veitir Ólafur Lárusson (16538). systkinúm mínum. Ekki spillti fyrir að mæður okkar eru systur og feð- ur okkar voru mjög góðir vinir. Gunnar reyndist foreldrum mínum ævinlega sem besti sonur og ófá voru handtökin hans í Háa- gerði, ekki síst eftir að heilsa föður míns tók að bila. Gunnar kvæntist eftirlifandi konu sinni, Maríu Gísladóttur, 20. júní 1969. Og langþráður sonur, Ægir Gísli, kom í heiminn í apríl 1974. Gæfan brosti og allt var harla gott. „í blíðu og stríðu“ segir i hjónavígslutextanum. Og það fengu þau Maria og Gunnar að reyna. í þungbærum veikindum Gunnars annaðist María hann eins og sannri hetju sæmir. Og Anna móðir hans lét ekki sitt eftir liggja þó komin sé hátt á áttræðisaldur. Votta ég þeim báðum, svo og syni hans, systkinum og vinum mína dýpstu samúð. Að leiðarlokum er erfitt að kveðja. Við getum ekki framar fylgt hvort öðru á leið. En minningarnar ylja. í huganum getum við enn á ný leiðst um grænar grundir bernskunnar. Og þakklætið fyrir samverustundirnar með góðum dreng rekur sorgina og söknuðinn á flótta. Guðný Kristjánsdóttir BELARUS traktorar á kynningarverði BELARUS fjórhjóiadrifs traktorarnir eru með best búnu traktorum á markaönum og jafnframt þeir sem Hljóðein- angrað ör- yggishús, vandaö öku- mannssæti ' með tauáklæöi. Fjórhjóladrif og fjööruð framhásing, sjálfvirkar , driflæsingar, vökvakrókur/sveiflubeisli arsláttarkeðjur, þrefalt vökvaúttak, aurhlífar að framan, 24 volta startari, loftdæla meö kut, útvarp/segulband, og margt fleira. Oo BÍLAfíUS BELARUS traktorar til afgreiðslu strax. Einstaklega hagstætt kynningarverð Takmarkaður fjöldi véla. Vinsamlegast hafið samband sem fyrst til að tryggja afgreiðslu fyrir áramót. SÍMI: 681500 - ÁRMÚLA 11 Erum flutt úr Bankastrœti 14 á hornid á Laugavegi og Klapparstíg m5Ð tileíni af ara afmæli okkar Verður allt að 70% afsláttur í 6 daga Tilboö einnig / TOPPHÚSINU, Austurstræti 8 Póstsendum V!SAS + ÚLPUTILBOÐ, kr. 6.900.- ic Svartur gallaklæðnaður ik Blár gallaklæðnaður Buxurkr. 2.900.- Jakkarkr. 3.900.- * ULLARKÁPUR 8.900.- Jc Þýskar sfðbuxur, stærðir 36-52 og buxnapils. + STUTT BÓMULLAR PILS 990.- * ÚRVAL SMELLUEYRNALOKKA. ir Sjöl, treflar og hanskar tiljólagjafa. * KJÓLARkr. 2.000.- YFIRSTÆRÐIR af bómullarsokkabuxum, og ullarsokkabuxum fyrir íturvaxnar og ófrískar konur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.