Morgunblaðið - 19.11.1989, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 19.11.1989, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. NÓVEMBER 1989 13 tonna álver þýdir: ■ Um 5-6% aukningu á landsframleiðslu ■ Um 1800 ný störf í öðrum atvinnu- greinum ■ Allt að 4% aukn- ingu á kaupmætti ■ Um 19% aukningu á utflutningsverð- mæti ■ Sömu áhrif á efna- hagslífið og 185.000 tonna aukning á þorskafla Morgunb!aðið/Árni Sæberg ■ Yfir 70 milljarða króna fjárfestingu í álbræðslu og virkj- unum ■ Rætt um að grunn- verð orkunnar verði 18,5 mill miðað við að áltonnið fari á 1650 dollara ■ Nýr orkusamningur hefði ekki áhrif á raforkuverð til al- menningsveitna ■ Nýtt álver myndi lúta fslenskum skattalögum tonna nýtt álver. Það sem gerst hef- ur er að áherslan í viðræðunum hef- ur færst aftur til upphaflegu hug- my_ndarinnar.“ í máli Jóhannesar Nordal, kemur fram að þrátt fyrir þessa stefnu- breytingu sé 120.000 tonna stækkun ÍSAL ekki út úr myndinni hvað sem síðar verður. Munu mál þessi vænt- anlega skýrast á fundi aðila í byrjun desember nk. Hvað varðar þá vinnu sem þegar hefur verið unnin til undirbúnings ákvarðanatöku í málinu segir Jó- hannes að Ijóst sé að hún er meir en hálfnuð í mikilvægustu mála- flokkunum. Mörg atriði liggi nokkurn veginn fyrir og önnur eigi ekki langt i land. Áhrifin á efiiahagslífið Þjóðhagsstofnun hefur, að beiðni iðnaðarráðherra, reiknað út helstu áhrif á efnahagslíf þjóðarbúsins af 120.000 tonna stækkun ÍSAL. Þessa útreikninga má leggja til grundvallar 'þegar meta skal áhrif af nýju _ 185.000 tonna álveri. Við útreikninga Þjóðhagsstofnun- ar var gengið út frá svokölluðu grunndæmi þar sem metin var þróun hagkerfisins næstu 10 árin án til- komu nýs álvers. Gengið var út frá því að aðhaldi yrði beitt í útgjöldum hins opinbera og að nafngengis- breytingum yrði beitt til að halda raungengi krónunnarþannigaðjöfn- uður næðist á viðskiptum við útlönd árið 1991. I síðara dæminu var gert ráð fyrir byggingu 120.000 tonna álvers á árunum 1990 til 1993. Til að sjá áhrifin af 185.000 tonna ál- veri má, í grófum dráttum, bæta 50% við tölurnar sem hér fylgja á eftir. í niðurstöðum Þjóðhagsstofnunar kemur fram að tímabundin áhrif 120.000 tonna stækkunar ÍSAL á hagvöxt eru talsverð á framkvæmda- skeiðinu og eftir að því lýkur helst landsframleiðslan 3-4% hærri árlega en verið hefði án stækkunar álvers- ins. Með nýju 185.000 tonna álveri mun landsframleiðslan því verða 4,5:6% meiri en hún yrði án þess. Útflutningur mun í lok tímabils- ins, þ.e. eftir 10 ár, verða 13% meiri með stækkun ÍSAL en án hennar. Með 185.000 tonna álveri yrði út- flutningurinn 19% meiri. Kaupmáttur launa mun aukast nokkuð, mest um miðbik tímabilsins er hann verður orðinn 4% meiri en í grunndæminu. Áhrifin minnka síðan og verða 2-3% í lok tímabils- ins. Atvinnuleysi verður minna yfir' allt tímabilið í álvérsdæminu eins og UMHVERFISÁHRIFIN: SAMIÐ VID KANADA- MENN UM RÁDGJQF EINN þeirra málaflokka sem ítarlega hefur verið farið í saumana á í tengslum við nýtt álver er umhverfisáhrifin og hugsanleg mengun af völdum reksturs slíks álvers. í iðnaðarráðuneytinu hefur verið lögð áhersla á að tryggja að fullnægjandi kröfiir um mengunarvarnir og umhverfisvernd verði gerðar. Hefiir ráðuneyt- ið, í samráði við Markaðsskrifstofu iðnaðarráðuneytisins og Lands- virkjun, samið við fyrirtækið Admont Project Management í Kanada um víðtæka ráðgjöf varðandi umhverfisverndarkröfur og mengunarvarnir í áliðnaði. Mun fyrirtækið skila skýrslu um málið á næstunni. Iskýrslu SIAB um stækkun ÍSAL var miðað við að notuð yrði fram- leiðslutækni frá franska fyrir- tækinu Pechiney, sem er hin full- komnasta sem völ er á. Einnig var gert ráð fyrir þurrhreinsibúnaði frá Norsk Viftefabrik. Samkvæmt skýrslu frá Pechiney í - september 1987 taldi fyrirtækið fræðilega unnt að ná, með þurrhreinsibún- aði, því markmiði að flúor væri aðeins 0,52 kg af framleiðslu hvers tonns af áli eftir hreinsun, en fyrir hreinsun myndar hvert tonn í fram- leiðslunni 28 kg af þessum efnum. Einnig væri hægt að ná ryki úr 40 kg í 1,1 kg með hreinsun og brennisteinstvíildi úr 20 kg í 11 kg. Til samanburðar við þessar tölur má nefna að við athugun á dreif- ingu útblásturs frá hugsanlegu ál- veri við Eyjafjörð, sem gerð var 1984, setti Hollustuvernd ríkisins fram tillögu um hámark þessara efna í útblæstri verksmiðjunnar. í tillögu Hollustuverndar segir að flúor fari ekki yfir 0,8 kg á tonn af áli, ryk fari ekki yfir 2,5 kg á tonn og brennisteinstvíildi ekki yfir 6 kg á tonn. Samkvæmt nýjum upplýsingum frá Admont eru kröfur nokkurra landa, hvað varðar flúorlosun í andrúmsloftið, eftirfarandi: Banda- ríkin 0,95 kg á tonn af áli, Quebec 1,45 kg á tonn, Frakkland 0,95 kg á tonn, Noregur 1 kg á tonn, Spánn 1 kg á tonn, Svíþjóð 1 kg á tonn og V-Þýskaland 1,8 kg á tonn. í flestum löndum hafa ekki verið gerðar beinar kröfur um takrhark- anir á losun álvera á brennisteins- tvíildi út í andrúmsloftið. Hinsvegar hafa verið gerðar skýrar kröfur um loftgæði, en í þeim felst m.a. krafa um að magn brennisteinstvíildis sé undir ákveðnu lágmarki. í nýrri íslenskri reglugerð um mengunar- varnir, sem ganga mun í gildi um næstu áramót, er gert ráð fyrir því að brennisteinstvíildi fari að jafnaði ekki yfir 30 míkrógrömm í rúm- metra lofts yfir árið og ekki yfir 50 míkrógrömm að jafnaði yfir sólarhringinn. Samkvæmt upplýs- ingum frá Admont eru þetta mjög strangar kröfur á alþjóðamæli- kvarða. Til að hægt sé að meta þýðingu þessarar reglugerðar fyrir aukna álframleiðslu í Straumsvík þurfa að liggja fyrir útreikningar á dreif- ingu útblásturs frá álverinu og unnið er að undirbúningi þeirra. I viðræðum við Atlantal-hópinn um mengunarvarnir hafa nokkur verkefni verið ákveðin til að meta umhverfisáhrif aukinnar álfram- leiðslu í Straumsvík. Þau helstu eru að norska fyrirtækið Norsk Instit- utt for Luftforskning (NILU) hefur verið ráðið til að kanna dreifingu á útblæstri. Líffræðistofnun Há- skólans mun kanna áhrif álvers á lífríki í nágrenni Straumsvíkur og hafnar eru daglegar mælingar á loftgæðum í Hafnarfirði og ná- grenni. Þessar mælingar eru gerð- ar í samvjnnu heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar, Hollustuverndar ríkisins og ATLANTAL-hópsins. Stefnt er að því að frumniðurstöður um helstu umhverfisáhrif og nauð- synlegar mengunarvarnir liggi fyr- ir í þessum mánuði. eðlilegt verður að telja. Munurinn verður mestur 0,65%. Þótt það líti ekki út fyrir að vera mikið má nefna til samanburðar að á árunum 1970 til 1988 var atvinnuleysi að jafnaði 0,61% af mannafla. Áhrifin á búsetu og vinnumarkað Byggðastofnun hefur reiknað út áhrif nýrrar stóriðju á búsetu og vinnumarkað höfuðborgarsvæðisins. í þessari úttekt kemur m.a. fram að allar líkur séu á að stækkun álvers- ins (eða nýtt álver) verði á meira atvinnuleysistímabili en íslendingar hafa kynnst um alllangt árabil. At- vinnuleysi nú er mest meðal fólks í þjónustugreinum en mestur vöxtur hefur verið í þeim greinum á höfuð- borgarsvæðinu, einkum á vegum hins opinbera. Miðað við fólksfjöldabreytingar undanfarinna ára og óbreytta at- vinnuþátttöku mun vinnumarkaður höfuðborgarsvæðisins stækka um 1.400 ársverk á ári en markaður þessi taldi 71 þúsund ársverk 1987. Fram til þess tíma sem stækkun ál- versins (eða nýtt álver) tekur til starfa mun vinnumarkaðurinn hafa vaxið um a.m.k. 5.600 ársverk. Gerð hefur verið áætlun um margfeldis- áhrif af völdum hinnar fyrirhuguðu stsékkunar. Niðurstaðan er sú að langtímaáhrif af stækkun álversins í Straumsvík, miðað við að þar starfi 350 manns, verða því tæplega 1200 ný störf í öðrum atvinnugreinum. Til að meta áhrifin af nýju 185.000 tonna álveri má gefa sér sömu for- sendur og hvað útreikninga Þjóð- hagsstofnunar varðar og er niður- staðan þar því sú að tæplega 1.800 ný störf skapist. Byggðastofnun gerði ýtarlega út- tekt á þeim áhrifum sem stækkun ÍSAL hefði á áframhaldandi upp- byggingu á Þjórsársvæðinu og á vinnumarkaðinn á Suðurlandi. Þar sem stækkun ÍSAL er út úr mynd- inni í bili er ekki ástæða til að eyða mörgum orðum í þetta atriði. Hvað Fljótsdiasvirkjun varðar má sjá mannaflaþörf þeirrar framkvæmdar á meðfylgjandi töflu. Ljóst er að vinnumarkaður á Austflorðum annar ekki nema hluta þeirra ársverka sem til þarf en bara við virkjunina sjálfa þarf um 1.300 ársverk sem dreifast á fjögurra ára tímabil. Yrði því um töluverða tímabundna fólksflutninga í fjórðunginn. Fljótsdalsvirkjun þarf til Ef af áformum um nýtt 185.000 tonna álver verður þarf að reisa Fljótsdalsvirkjun til að anna orkuþörf þess. Frumhönnun Fljótsdalsvirkjun- ar fór fram á árunum 1977-1980 en í maí 1982 kom verkhönnunar- skýrsla út. Halldór Jónatansson forstjóri Landsvirkjunar segir að á þeim sjö árum frá því að verkhönnunarskýrsl- an kom út hafi ýmsir þættir í hönnun- inni verið endurskoðaðir með hliðsjón af tækniþróun síðustu ára. Það sem einkum er til skoðunar nú eru að- rennslisgöng í stað skurðar en slík göng gera virkjunina mun hag- kvæmari en áður var talið. Um er að ræða 26 km göng frá Eyjabakkal- óni í stöðvarhúsið. Stofnkostnaður verður nokkuð lægri með þessari til- högun. Upphaflega var stofnkostn-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.