Morgunblaðið - 19.11.1989, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 19.11.1989, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. NÓVEMBER 1989 RAJIV GAADHI FOR8ÆTI8R AÐHERRA IADLAAD8 ÆTTARVELDI í HÆTTL? FYRIR FIMM árum vann Kongressflokkurinn mesta kosningasigur sinn frá því Indland hlaut sjálfstæði 1947 undir forystu Rajivs Gandhis forsætisráðherra og tryggði sér 401 sæti af 500 í neðri deild þingsins. Nú óttast forystumenn flokksins að hann kunni að tapa 150-170 þingsætum í nýjum kosningum 22., 24. og 26. nóvember nk. Ef það reynist rétt kann svo að fara að Kongressflokkurinn glati völdunum og Rajiv verði að láta af starfi leiðtoga stjórnmálaflokks, sem virtist ósigrandi þegar hann var undir forystu langafa hans, afa og móður. Þar með lyki rúmlega 40 ára valdatíma voldugustu ættar Indlands. Rajiv Gandhi tók við völdunum af Indiru, móður sinni, þegar tveir lífverðir henn- ar, sem voru Síkhar, réðu hana af dögum í október 1984. Um það leyti ríkti meiri órói á Indlandi en dæmi voru um síðan landið varð sjálfstætt. Mikl- ar óeirðir höfðu geisað í landinu síðan herinn hafði ráðizt til at- lögu gegn herskáum Síkhum í Gullna hofinu í Amritsar um sumarið og 2.000 voru myrtir eftir tilræðið við Indiru. Rajiv tókst að stilla til friðar og var vinsæll í fyrstu, en þótti hikandi og ekki nógu þroskaður. Þó sýndi hann töluverða rögg- semi þegar í upphafí: hreinsaði til í forsætisráðuneytinu, rak fjóra ráðherra, þar á meðal ráð- herra fjármála og menntamála, sem var frænka hans, friðmæltist við forseta Pakistans og kom á beinu símasambandi við hann og hreinsaði til í Kongressflokknum, þar sem töluverð spilling hafði ríkt. Kosningasigurinn fyrir fimm árum var að sumu leyti að þakka mikilli samúð, sem Rajiv hlaut vegna fráfalls móður sinnar, en hann h'ét einnig róttækum breyt- ingum. Aðeins tæp þrjú ár voru þá liðin síðan Indira hafði fengið hann til að leggja fyrir sig stjórnmál. Hann er 45 ára gamall, fæddur tæpum þremur árum áður en Bretar hörfuðu frá Indlandi. Fað- ir hans var Feroze Gandhi, vin- sæll þingmaður Kongressflokks- ins, sem nú er látinn og var ekk- ert skyldur frelsishetjunni Mah- atma Gandhi. Rajiv ólst upp í Nýju Delhi í bústað afa síns, Jawaharlal Nehru, fyrsta forsætisráðherra Indverja, og stundaði nám við Imperíal and Scientific College í Lundúnum að loknu námi í Do- on-skóla á Indlandi. Síðan lærði hann vélaverkfræði í Trínity Coll- ege í Cambridge og „bókahillur hans voru fullar af vísindabókum og kennslubókum í verkfræði, en lítið fór fyrir bókum um stjórn- mál eða sagnfræði" að sögn vina hans. Þeir segja að hann hafí haft mestan áhuga á jazz og sígildri tónlist Vesturlanda, flugi og laglegum stúlkum. Vegna strangra gjaldeyrislaga á Ind- landi fékk hann aðeins 2.000 dollara í vasapeninga á ári og þar af fóru tveir þriðju til að greiða kennslugjöld. Til þess að verða sér úti um meiri vasapen- inga vann hann í bakaríi, seldi mjólkurís og stundaði vegavinnu. í Cambridge kynntist Rajiv Sonju Maino, dóttur ítalsks kaup- sýslumanns, sem stundaði nám í ensku. Þau giftust 1968, settust að í stórum bústað Indiru í Nýju Delhi og eignuðust tvö böm: Rahul, 18 ára, og Priyanka, 16 ára. Rajiv hafði alltaf haft mikinn áhuga á flugi og réð sig til flug- mannsstarfa hjá indverska flug- félaginu þegar hann kom aftur til Indlands. Rajiv kunni vel við flugmanns- starfið og lét svo lítið yfir sér að enginn úr Nehru-ijölskyldunni var eins lítt þekktur og hann. Árum saman stóð hann í skugga yngri bróður síns, Sanjay, sem var metnaðargjarn og hóf fljótt afskipti af stjómmálum. Um miðjan síðasta áratug var Sanjay orðinn óumdeilanlegur pólitískur arftaki Indiru Gandhi, en hann fórst í flugslysi 1980. Draumur Indiru um að völdin héldust í ættinni virtist að engu orðinn, en hún sneri sér til Rajivs og hálfu ári eftir að bróðir hans fórst samþykkti hann að hætta flug- mennskunni og snúa sér að stjórnmálum, þótt hann væri tregur til þess. Fyrst í stað vann Rajiv að _______________ æskulýðsmálum Teikning/Pétur Haildórsson „Þau veittu mér tækifæri fyrst í stað, en síðan varð ég að standa á eigin fótum.“ Rajiv Gandhi um ættartengsl sín. „Bókahillur hans voru fullar af vísindabókum og kennslubókum í verkfræði.“ Vinir Rajivs Gandhis í Cam- bridge. „Staðan er enn mjög jöfn.“ Prannoy Roy, indverskur fréttaskýrandi. MAWWSIViYNP eftir Gudm.Halldórsson fyrir Kongress- flokkinn, <• en síðan var hann kjörinn á þing, valinn einn af fimm aðalritur- um flokksins og loks kosinn for- seti hans 1984. Hann lagði hart að sér fyrir flokkinn og hafði meðferðis urmul skjala um hin ýmsu málefni þegar hann ferðað- ist á vegum hans. Um ættar- tengsl sín sagði hann: „Þau veittu mér tækifæri fyrst í stað, en síðan varð ég að standa á eigin fótum.“ Hann skar fljótt upp herör gegn spillingu og hlaut við- urnefnið Mr. Clean, þar sem hann var flekklaus. En spilling er enn mikil á Indlandi og hann hefur ekki sloppið við ásakanir sjálfur. Hann var gagnrýndur fyrir að vera of herskár í garð Pakistana, en fékk lof fyrir að beita sér fyr- ir nýtingu orkuauðlinda og berj- ast fyrir verndun tígrísdýra og hreinsun Ganges-fljóts. Sumir gamlir stjórnmálamenn gerðu lítið úr honum og einn þeirra sagði: „Við verðum að sætta okk- ur við hann meðan „frúin“ er enn hérna.“ Rajiv gerði sér h'tið far um að ráðgast við gamla valdamenn í Kongressflokknum og yngdi upp í forystuliði hans. Hann hefur ráðið að heita má öllu í flokknum: ráðið vaji forystumanna hans og mótað stefnuna, deilt út fé úr sjóðum flokksins og ákveðið hvaða menn færu í framboð. Flokkurinn kveðst standa vinstra megin við miðju og Rajiv og fleiri forystumenn hans telja sig sósíal- ista,- en dregið hefur verið úr hömlum á einkaframtaki síðan hann varð forsætisráðherra. Um leið og Rajiv jók fijálsræði í efnahagsmálum eftir að hann kom til valda hét hann því að binda endi á kyrrstöðu. Efna- hagsþróunin hefur yfirleitt verið jákvæð. Þjóðartekjur hafa aukizt um rúmlega 5%; heldur meira en að var stefnt 1984. Við erfiðleika hefur verið að stríða í landbún- aði, en ástandið virðist vera að lagast. Iðnaðurinn hefur staðið með blóma og framleiðslan aukizt um rúm 8% síðan Rajiv tók við. Aukin velmegun kann að hjálpa Kongressflokknum í kosn- ingunum nú. En aukinn hagvöxt- ur hefur fyrst og fremst komið vaxandi miðstétt í borgum til góða. Það hefur vakið nokkra óánægju, einkum herskárra bændahreyfinga, sem hafa sprottið upp í Uttar Pradesh, Maharashtra og víðar, og leið- togar Kongressflokksins hafa haft áhyggjur af þessu. Um leið hefur vakið kurr að verð á mat- vöru hefur hækkað á síðustu mánuðum og að allur fram- færslukostnaður hefur aukizt. Svokallað Bofors-mál hefur spillt fyrir Rajiv Gandhi og dreg- ið úr áhrifum hans. Grunur leikur á að hann eða menn honum hand- gengnir hafi þegið mútur af sænska hergagnafyrirtækinu Bofors, sem seldi Indverjum sprengjuvörpur fyrir 1,4 millj- arða dollara fyrir nokkrum árum. Bofors tryggði sér samninginn með mútugreiðslum, sem námu 200 milljónum dollara, þótt ekki sé ijóst hvert féð fór. Samkvæmt upplýsingum blaðsins Hindu hef- ur stjórnin villt um fyrir þinginu í málinu. Blaðið birti nýlega útdrátt úr dagbók Martins Ardbo, fyrrum yfirmanns Bofors. Samkvæmt þeim upplýsingum virðist aðal- framkvæmdastjóri eins af þrem- ur leppfyrirtækjum sem hafði þegið mútur af Bofors, hafa hitt- „lögfræðing Gandhi-sjóðsins" í Genf 21. júlí 1987. Rajiv neitaði því strax að hann vissi nokkuð um þennan sjóð, en ekki er víst að allir trúi honum. Bofors-málið getur því orðið honum dýrkeypt, en ekki er víst að flókin hneyksl- ismál hafi eins mikil áhrif á íbúa ■ sveitahéraða og á borgarbúa. Fleiri mál hafa orðið til þess að margir draga í efa að Rajiv sé með eins hreinan skjöld og fyrir fimm árum. Meðal annars hefur komizt upp um mútu- greiðslur vegna kafbátakaupa og því hefur verið haldið fram að fjölskyldur kaupsýslumanna, sem standa í tengslum við Gandhi- ættina, hafi notið sérstakrar lánafyrirgreiðslu í ríkisbönkum. Jafnvel rannsókn á morði móður hans hefur komið honum illa. Samkvæmt opinberri skýrslu í vor var tilræðið liður í víðtækara samsæri. Gefið var í skyn að embættismaður af Síkhaættum, Rajinder Kumar Dhawan, hefðí verið viðriðinn það. Dhawan lét af störfum skömmu eftir tilræðið vegna grunsemda, sem vöknuðu þá, en Rajiv gerði hann að einum helzta aðstoðarmanni sínum þeg- ar hann átti við erfiðleika að etja í febrúar í ár. Eftir birtingu skýrslunnar í vor tilkynnti stjórn Rajivs að Dhawan hefði verið hreinsaður af öllum ásökunum, en indversk blöð sökuðu hana um yfirhilmingu. Deilur innan flokksins sýna að áhrif Rajivs hafa dvínað. Sjálfur landvamaráðherrann, Krishna Chandra Pant, ákvað að gefa ekki kost á sér í kosningunum, þar sem Kongressflokkurinn bauð honum ótryggt sæti í Delhi í staðinn fyrir öruggt kjördæmi í Uttar Pradesh, sem hann sagði að Rajiv hefði lofað sér. Sá sem fyrir þessu stóð var N.D. Tivari, yfirráðherra í Uttar Pradesh, sem hefur verið talinn líklegasti eftir- maður Rajivs, en óttast að Prant geti orðið honum hættulegur keppinautur. Venjulega hefur kosningabar- átta Kongressflokksins hafízt með fjöldafundi í Delhi, en að þessu sinni ákvað Rajiv að hefja •baráttuna í Faizabad í Uttar Pradesh. I næsta bæ, Ayodhya, er helgidómur, sem Hindúar og múhameðstrúarmenn hafa deilt um. Valið á Faizabad sýndi hve mikla áherzlu Rajiv leggur á nauðsyn þjóðareiningar til að tryggja sér fylgi. „Staðan er enn mjög jöfn,“ sagði fréttaskýrandinn Prannoy Roy fyrir nokkru, „ en aðeins stjómarandstaðan getur bætt stöðu sína. Henni hefur tekizt að standa saman, þótt það kunni að þykja ótrúlegt og komi á óvart. Rajiv á í alvarlegum erfið- leikum.“ Hann sagði að meiri- hluti kjósenda teldi að stjórnar- andstaðan gæti myndað ríkis- stjóm og að atkvæði greidd henni mundu ekki fara til spillis, en mesti vandi andstæðinga stjórn- arinnar væri sá að tveir þriðju kjósenda teldu að flokkar þeirra gætu ekki starfað saman af heil- indum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.