Morgunblaðið - 19.11.1989, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 19.11.1989, Blaðsíða 34
KflRLflR Þegar strák- amir tölvu- væða Málið var það, að mig vantaði skrúfjárn. 1 hvelli. Þetta var á laugardegi. Ég upp í bílinn — á inniskónum auðvitað — og af stað i næstu byggingavöruversl- un. Ætlaði að vera í fimm mínútur. — Jæja. Auðvitað varð ös í verslun- inni. Laugardag- ur. Allir að dytta að. Þrír eða fjórir á undan mér við kassann. — Má ég fá nafnnúmer eða kennitölu — bað maðurinn við kassann. Sá fremsti í röðinni tuldraði eitthvert svar, og maður- inn byijaði að pikka á tölvuna. — Ég kannaðist við hann úr VeSt- urbænum. Hann hafði lengst af verið smiður. Einn af þessum hæglátu og ljúfu, eins og reyndar títt er um smiði. Eflaust hafði bakið gefið sig. Þess vegna sat hann nú við kassann í bygginga- vöruverslun. Eins konar ráðgef- andi kassavörður. — Hann not- aði tvo fingur, stóra og svifa- seina, þrútna af ævilangri barsmið. Einhvern veginn fannst mér þeim mundi láta bet- ur að handleika hamar en beija tölvutakka. — Ég þarf líka að fá heimilisfangið, sagði hann nú. Ertu ekki í reikningi? Svei mér þá. Þetta er eins og þriðju gráðu yfirheyrsla, hugsaði ég. Hvað vill hann vita næst? Á hinum enda borðsins byrj- áði nú prentarinn að gubba út úr sér kvittuninni, í tvíriti. Stórt blað, mikið lesefni, en útkoman kr. 60. Nú var röðin komin að næsta kúnna. Svei mér þá, hann var líka í reikningi. Og enn var beðið um kennitölu og heimilis- fang, flett upp á númeri vör- unnar, og eftir langa mæðu þóknaðist prentaranum að gubba út úr sér kvittuninni, kr. 420. Ég var nú farin að ókyrr- ast. Reyndar var ég líka i reikn- ingi, en ég fór að leita í vösunum. Átti ég ekki þessar andsk. kr. 204, sem skrúfjárnið kostaði, í beinhörðum peningum? Ég fann fimmhundruð kall í buxnavös- unum og sagði við sjálfa mig, að það mundi þó ekki standa á mér, þegar þar að kæmi. — Kúnninn á undan mér borgaði með Visa. Það reyndist hinum hrjúfu smiðsfingrum ofraun. Auk þess stóð Visaapparatið á sér. Blaðið krumpaðist, og allt fór í skrall. Af hverju borgar fólk bara ekki með peningum, spurði ég sjálfa mig. Af hveiju þurfum við að gera alla hluti svona flókna? Þetta er tölvunum að kenna. Þetta var miklu einfaldara áður fyrr. Ein stílabók og blýantur. — Jæja, hvað um það. Nú var röðin loksins komin að mér. Enda var ég búin að vera fullar fimmtán mínútur að sækja þetta litla skrúfjárn. — Gjörðu svo vel, sagði ég kankvis og lagði fimm- i'iundruð króna seðil á búðar- borðið. Fyrst leit þessi gamli þús- undþjalasmiður á seðilinn, síðan á mig, og svo aftur á seðilinn. Ég get ekki skipt, Bryndís mín. Fimmhundruð krónur. — Áttu ekkert í kassanum, spurði ég. — Nei, ekkert í kassanum. Ég verð að fara fram á skrifstofu og fá þessu skipt. — Og hann stóð upp, tók fímmhundruð krónurn- ar og labbaði sér yfir í hinn enda verzlunarinnar. Þar hvarf hann inn á skrifstofu. Nú gerðist röðin fyrir aftan mig heldur óróleg, enginn að afgreiða lengur. Gott fef þeir litu mig ekki hornauga. Hvað var ég að flækja málið? — Eftir óratíma kom hann aftur. þessi elska. Enn með fimm- hundruð krónurnar í höndun- um. — Það getur enginn skipt þessu. Þú verður bara að borga seinna og réttí mér seðilinn. — Ertu ekki í reikningi annars? — Jú, jú, en ég vil heldur borga seinna, hrópaði ég og forðaði mér út um dyrnar. eftir Bryndísi Schram MÖRGIÍNBÍ.AÉÍÐ FÓLK í FRÉTtiÚMffiMjÍAMm f Ijóvember J989t BRÚÐHJÓN VIKUNNAR Brúðkaupum slegið saman Brúðhjón vikunnar að þessu dóttir og Sigurður Pálsson til sinni eru Lilja Sveinbjörns- heimils í Espigerði 6 í Reykjavík. Lilja er 25 ára gamali hár- greiðslumeistari og er með Hár Gallerí á Laugaveginum. Sigurð- ur er 23 ára gamall bílasali hjá Bílasölu Reykjavíkur. „Það var nú svolítið skrýtið hvernig við kynntumst, því við Sigríður syst- ir mín bjuggum saman í íbúð og hún kynntist Sigurði og vinahópi hans. Þeir komu svo í partí til okkar og hann heillaði mig strax. Það má segja að það hafi verið ást við fyrstu sýn,“ segir Lilja. „Hálfum mánuði seinna hitt- umst við aftur í Hollywood og þá byijuðum við að vera saman. Þetta var samt dálítið erfitt í fyrstu, við vorum svo ung, hann aðeins 17 ára og ég tvítug. En síðan eru liðin rúm sex ár og nú höfum við stigið skrefið. I millitíðinni fæddist okkur sonur- inn Andri Páll Sigurðsson sem er nýorðinn þriggja ára,“ segir Lilja enn fremur. Það æxlaðist þannig, að Sigríður systir Lilju hafði kynnst manni, Frímanni Ægi Frímanns- syni og þegar þau Lilja og Sig- urður sögðu þeim að þau ætluðu sér að ganga í það heilaga, var svarið: Ha, nei er það? Við líka!“ Það var ákveðið að slá brúðkaup- unum saman og setja það á um sama leyti og foreldrar þeirra systra áttu 25 ára brúðkaupsaf- mæli. „Ágúst hefur líka alltaf heillað mig,“ segir Lilja, en fólk- ið var gefið saman í hjónabönd 12. ágúst í „yndislegu veðri“. Dagurinn byijaði á því að þær systur fóru á hárgreiðslustofu Lilju og snyrtistofuna við hliðina. Létu greiða sér þar og snyrta. Síðan sóttu þær (!) brúóarvend- ina og óku síðan í Mosfellsbæ til foreldra sinna og klæddu sig. Herrarnir sluppu einhverra hluta vegna við að sækja brúðarvend- ina og reyndu þeir að hafa ofan af fyrir sér meðan stúlkurnar stóðu í ströngu. Tveir borðalagð- ir bensar með halarófur af skrölt- andi dósum voru á þönum og fluttu svo dömurnar til Háteigs- kirkju, þar sem sr. Tómas Sveinsson gaf brúðhjónin saman. Trompetleikur var áberandi með- an á athöfninni stóð, leikin voru lögin „Hvert lítið spor“ og „Ó þú“, auk þes's sem brúðarmars- inn var blásinn úr trompet. Að athöfn og myndatöku lok- inni var haldin 150 manna veisla í agogershúsinu og „það var æðisleg veisla með mat, kaffi, kampavíni, hrísgijónum og öðru tilheyrandi. Þegar veislan var búin fórum við heim og þar var búið að skreyta allt saman hátt og lágt með blöðrum. Daginn eftir fórum við í sumarbústað við Þingvallavatn með systur minni og hennar manni. Þar vor- um við í þijá daga og það var frábært. Stutt í kvöldverðinn í Valhöll og svo vorum við að veiða í vatninu og svoleiðis,“ segir Lilja. En hún segir þá ferð ekki hafa verið raunverulegu brúð- kaupsferðina, „við snerum þessu við, fórum í tveggja vikna ferð til Majorka í júlí.“ VEIÐISKAPUR Hétu pela af viskíi fyrir hvert pund... Ásgeir Heiðar með tíkina Nóru sem er hans hægri hönd við skotveið- arnar. Nú þegar ijúpnaveiðitíminn stendur sem hæst og áhuga- menn velta vöngum yfir veiði og horfum, er forvitnilegt að hitta að máli mann sem að leggur allt frá sér frá því að gæsaskytterí hefst á haust- in og uns ijúpnaskytteríi lýkur laust fyrir jól, og helgar sig skotveiði. Lif- ir af henni meðan að hún stendur. Þessi maður heitir Ásgeir Heiðar og er eins nærri því að vera atvinnumað- ur í sportveiðiskap og hægt er að verða hér á landi. Hann er svokallað- ar staðarleiðsögumaður við metveiði- ánna Laxá í Kjós á sumrin og tvo mánuði á haustin og snemma vetrar helgar hann sig skotveiði. Þá er hann kominn á sjötta mánuð. Á vetuma hnýtir hann síðan veiðiflugur sem hann selur sportveiðiverslunum, fjöl- skyldu sinni til búbótar. Hvað segir Ásgeir Heiðar? „Ég segi bara allt fínt, ég hef stundað þessa skotveiðimennsku í 18 ára, þetta tvo mánuði á ári, frá því gæsaveiðin byijar og þar til að ijúpnaveiðinni lýkur. Ég missi af FJOLMIÐLAFRÆÐI Kynnisferð til Moskvu H ópur af háskólanemum í hag- nýtri fjölmiðlun fór á dögun- um til Moskvu í námsferð með kennara sínum Elíasi Héðinssyni. Slíkar ferðir til útlanda eru reglu- legur viðburður í Ijölmiðlafræðinni en þetta er í fyrsta skipti sem farið er til Moskvu. Dagskrá ferðalagsins var fjölbreytt, farið var í skoðunar- fyrstu vikunum í gæsinni út af lax- veiðitímanum sem stendur fram í september, en næ þessum tíma með því að skjóta ijúpu til vertíðarloka. Ég hef verið með veiðidellu frá því ég man eftir mér og finnst það mik- ið lán að geta haft tekjur af mínu hjartans áhugamáli." En hvað veiðir hann mikið að jafnaði á þessum tveimur mánuðum eða svo? „Meðal- v/iiði er þetta 200 gæsir og 500 ijúp- ur og ég sel hvern fugl sem boðlegur er. Gamla gæs læt ég aldrei frá mér.“ En hvort sportið er nú skemmtilegra, gæsa- eða ijúpna- skytterí? „Þau eru svo ólík að það er eiginlega varla hægt að gera upp á milli. Annars vegar er gifurlegur hasar og spenna í gæsaskytteríinu, sérstaklega í morgunfluginu, en rjúpnaskytteríið er miklu friðsælla, göngur um fjöll og fimindi og ijúpan oft miklu gæfari og auðveiðanlegri þótt það sé ekki alltaf svo. Það er alveg það sama uppi á teningnum í lax- og silungsveiði sem ég stunda einnig í ríkum mæli, laxveiðin svarar ferðir og sovéskir íjölmiðlar skoðað- ir, t.d. var rætt við einn af ritstjór- um Prövdu. Að sögn Kristins til gæsaveiðanna, en silungsveiðin til ijúpnaveiðanna. Ásgeir Heiðar er fyrsti „staðarleið- sögumaðurinn" við íslenska laxveið- iá. Hvað þýðir það eiginlega? „Það þýðir ofur einfaldlega að ég er til taks fyrir alla sem í ánni veiða hveiju sinni. Þetta er nýjung við íslenskar þaxveiðiár og hefur mælst vel fyrir. Ég fer með ánni á veiðitíma, lít við hjá mönnum og athuga hvort ég get orðið að liði, bent á tökustaði, líkleg- ar flugur og þess háttar. Það komu afar fáir fisklausir úr ánni síðasta Hrafnssonar eins ferðalanganna var ferðin Ijármögnuð með fjár- söfnun og námslánum. sumar og eftir 20. júní aðeins einn þá daga sem ég var við ána. Og þessi eini fékk þó stóran sjóbirting. Ég átti hins vegar frí í sex daga og veit ekki hvernig þetta fór þá. Þetta er ekkert mér einum að þakka, þarna eru fleiri leiðsögumenn, mjög hæfir, veiðivörður sem leiðbeinir auk þess sem einn leigutaka er oft á ferðinni og liðsinnir sé eftir því leitað. Hvergi er mönnum því hjálpað jafn mikið við veiðarnar og í Laxá í Kjós,“ seg- ir Ásgeir. Hann er að lokum beðinn að skjóta með einni sögu frá síðasta sumri sem sýni gildi staðarleiðsögu- mannsins. Ekki stendur á svarinu: -Síðsumars voru hjón að veiða í ánni. Frúin hafði aldrei veitt lax og þegar síðasti morguninn rann upp hafði hann dregið nokkra en hún engan. Væntingamar höfðu verið töluverðar og vonbrigðin voru því nokkur. Þau leituðu til mín og ég fór með þau í Kvíslafoss. Það var aðeins hálftími eftir af veiðitímanum, en karlinn sagðist heita á mig einum pela af viskíi fyrir hvert pund sem Maríulaxinn viktaði. Spurninging í Kvíslafossr er HVAR á að renna agninu. Þetta sýndi ég þeim og Maríulaxinn var 12 punda nýgengin hrygna. Að sjálfsögðu fallegasti lax í heimi og frúin dansaði stríðsdans er laxinn lá á bakkanum. Næstu helgi óku þau síðan upp í Kjós og áttu við mig erindi. Erindið var að færa mér hálfan kassa af viskíi og um kvöldið var þeim boðið í glas sem það kærðu sig um í veiðihúsinu." Fjölmiðlafræðinemar á Rauða torginu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.