Morgunblaðið - 19.11.1989, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 19.11.1989, Blaðsíða 31
þeim að vera laus við erfið tímabil þjáninganna. Ég og aðrir gamlir skátavinir þökkum Óskari samfylgdina og það sem hann lagði fram til styrktar og eflingar hinum góða skátaanda. Sonum hans og öðrum ástvinum vottum við samúð og virðingu. Eitt sinn skáti. Ávallt skáti. Hrefna Tynes Þegar Róbert Baden-Powell síðar Lord af Gilwell fór með hóp drengja til útivistar á Bronsey í ósum Themsár sumarið 1907, gerði hann sér örugglega ekki grein fyrir þeim víðtæku áhrifum sem þessi útilega hans með drengjunum átti eftir að hafa á líf og hugi manna um heim allan. Með þessari fyrstu skátaúti- legu lagði Baden-Powell til atlögu gegn ömurlegu lífi fátæktar, fá- fræði og því félagslega réttinda- leysi sem nýiðnvædd þjóðfélög sköpuðu æskufólki stórborganna. Hverfi hinna afskiptu vinnandi stétta, fátækrahverfin, voru samof- in'hafnar- og iðnaðarsvæðum borg- anna og félagsleg þjónusta var nán- ast engin. Fólk bjó við algjört ör- yggisleysi hvað varðaði afkomu, og mátti strita vannært og sjúkt til þess eins að sjá sér og sínum fyrir nauðþurftum, tilgangur lífs þessa fólks virtist vera sá einn að skrimta, aðra drauma eða óskir að ekki séu nefndar kröfur áttu þessir fjöl- mennu hópar þjóðfélagsins ekki að leyfa sér. í hverfum þeirra, sem meira máttu sín í krafti auðs og áhrifa, var lífið allt annað — þar voru góð og vistleg húsakynni, skólar, falleg- ir garðar og útivistarsvæði, sem báru vitni um efnahag þeirra sem hverfin byggðu. Það voru meðal annars þessar andstæður á högum fólks sem Baden-Powell skynjaði og í krafti réttlætiskenndar og ein- lægrar trúar sinar fékk hann þá köllun að rétta æskufólki Iandsins hjálparhönd og leiða það út úr ömurleikanum, og gefa þeim sem meira máttu sín verðugan tilgang í lífinu, með því að rétta þeim sem minniháttar voru hjálparhönd og síðar tengja föstum bræðralags- böndum æskufólk um heim allan. Þetta er grundvöllur alheimshreyf- ingar skáta: að vera viðbúinn og hjálpa öðrum. Hugsjónaeldur Baden-Powells lýsti upp heiminn og brátt fetaði fólk í flestum löndum í fótspor hans. Hingað til lands barst skátahug- sjónin 1912 þegar fyrsta skátafé- lagið var stofnað í Reykjavík. Félög- um fjölgaði jafnt og þétt og nú skipta þeir þúsundum sem unnið hafa skátaheitið og orðtakið „eitt sinn skáti ávallt skáti“ er í fullu gildi. í dag kveðjum við einn þessara sígildu skáta, Óskar Pétursson, hann vann skátaheitið 1916 þá 10 ára gamall og starfaði sem skáti til dauðadags eða í 73 ár og taldist því með elstu starfandi skátum heims. Óskar gjörþekkti sögu Baden- Powells og skátahreyfingarinnar og tengsl hans við hreyfinguna rofn- uðu aldrei, hann kaus að vera sam- stiga stofnandanum í góðum verk- um til heilla íslenskum skátum. Með ævistarfi sínu í skátahreyfingunni sýndi Óskar Pétursson og sannaði að kynslóðabil — þetta hvimleiða hugtak um sambandsleysi ýmissa aldurshópa — þarf ekki og á ekki að eiga sér stað í skátahreyfing- unni. Með fórnfúsu starfi í þágu íslenskra skáta sýndi Óskar Péturs- son svo ekki verður um villst að aldur og jafnvel heilsubrestur eru yfirstíganlegar hindranir þegar vilj- inn til að láta gott af sér leiða er til staðar. Þetta fordæmi Óskars mættu eldri skátar, sem ef til vill hafa fjarlægst hreyfinguna um jafnvel árabil, hugleiða. Reynsla þeirra er dýrmæt og viska þeirra ómetanleg fyrir skátahreyfinguna. Óskar Pétursson er ekki dáinn, hann er farinn heim eins og skátar orða þessi vistaskipti. Við þökkum Óskari fyrir samfylgdina, hjálpina og ómælt starf í þágu skátahreyf- ingarinnar á íslandi, og biðjum að hið eilífa ljós lýsi honum heimleið- ina, hann hvíli í friði. Gunnar H. Eyjólfsson skátahöfðingi .■MORGjUyBLABIÐ, MIAllMG9,,WjVEMiUfjt 19g9 Metusalem Stefáns son - Minning' Fæddur 15. október 1908 Dáinn 13. nóvember 1989 Á morgun, mánudaginn 20. nóv- ember, verður til moldar borinn frá Bústaðakirkju, Metúsalem Stefáns- son. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík hljóðlega um hádegisbilið á bjartasta tíma dagsins 81 árs að aldri. í sumar hafði hann kennt sér smávægilegs lasleika og fannst hann vera að hressast þegar kallið kom. Meddi, eins og hann var jafnan kallaður, ólst upp í foreldrahúsum að Mýrum í Skriðdal hjá föður sínum Stefáni Þórarinssyni hreppstjóra og móður sinni Jónínu Salný fyrri konu Stefáns. Alsystkini Medda eru: Ein- þór, en hann lést fyrir allmörgum árum, Einar, fyri-verandi bygginga- fulltrúi á Egilsstöðum, er látinn, Þórarinn, fyrrverandi kennari frá Laugarvatni nú búsettur í Reykjavík, Zópónías, bóndi á Mýrum i Skriðd- al, Magnús, fyrrverandi skrifstofu- stjóri ATVR, er látinn, Pálína, fyrr- verandi húsfrú á Geirólfsstöðum, er látin, Sveinn, fyrrverandi lögreglu- maður búsettur í Reykjavík og Ingi- björg, húsfrú á Egilsstöðum. Hálf- systkini Medda og samfeðra eru Bergþóra, húsfrú á Haugum í Skriðdal, Garðar, fyrrverandi flug- umferðarstjóri frá Egilsstöðum, nú búsettur í Kópavogi, Svavar, fyrr- verandi mjólkurbústjóri á Egilsstöð- um og nú framleiðslustjóri hjá Sól hf., búsettur á Seltjarnarnesi, Jón, skósmíðameistari í Keflavík, og Jónína, húsfrú í Kópavogi. Liðlega tvítugur fluttist Meddi til höfuðborgarinnar og fór í *nám við Samvinnuskólann í Reykjavík eins og fleiri þeir bræður á þeim tíma. Að Samvinnuskólanáminu loknu fékkst Meddi við ýmiskonar vinnu m.a. vegavinnu og brúarvinnu víðs vegar um landið. Sumar af þeim brúm sem hann vann við eru enn í notkun og margar sögur kunni Meddi að segja frá þessum tíma í lífi sínu þegar ungi maðurinn skap- ast og mótast svo mikið af sam- ferðarfólki og umhverfiriú. Það þarf nokkuð ímyndunarafl til að fara þau 60 ár aftur í tímann þegar ungir kraftmiklir, hugaðir menn úr sveit- um landsins lögðu vegi um óbyggð- ir, brúuðu fallvötn og vatnsmiklar íslenskar ár með tækjum og áhöldum þess tíma. Sumt af því þolir fullkom- lega samanburð við byggingarafrek erlendra þjóða. 1936 gekk Meddi að eiga Svövu Sigurðardóttur bóndadóttur úr Hvol- hreppi í Rangárvallasýslu og hófu þau búskap í Þingholtunum í Reykjavík. Með Svövu og Medda ríkti gagnkvæmt trúnaðarsamband er varði alla tíð. Tveimur árum seinna fluttu þau heimili sitt á Báru- götu 34 hér í borg þar sem þau dvöldu í hartnær hálfa öld. Um svip- að leyti réðst Meddi til starfa hjá Sambandi íslenskra samvinnufélaga en samvinnuhreyfingunni þjónaði hann í 40 ár, allan tímann sem starfsmaður innflutningsdeildar, lager- og sötumaður í vöruhúsinu ,við Geirsgötuna í miðborg Reykjavíkur að undanskildu síðasta árinu. íbúðarkaupin settu kvaðir á ungu hjónin sem bæði báru þann arf inn í búskapinn að betri er dreng- skapur en peningar. Þau leigðu út hluta húsnæðisins á meðan þau voru aðeins tvö í heimili og létu sér um tíma nægja eitt herbergi og eldhús. Einn af leigjendum þeirra var Hall- dór Rafnar stjórnarformaður Blindrafélagsins og fyrrverandi borgardómari og fjölskylda. Hann sagði mér fýrir löngu óspurður að þau hjónin minntust þess tíma er þau leigðu hjá Svövu og Medda með lotningu. Einstök háttprýði þeirra og tillitssemi hefði orðið þeim minn- isstæð æ síðan. Ein af gjöfum Guðs barst þeim 1949 er dóttirin Edda Kolbrún fæddist. Sáttmáli Guðs og sonar var þar staðfestur og þó aldr- ei færi mikið fyrir trúariðkun eða kirkjusókn Medda naut hann alla ævi álits Qg virðingar, trúaðra sem annarra lærðra sem leikna fyrir gleði sína, hreinleik og trygglyndi. Allan sinn búskap á Bárugötunni var þar gestkvæmt. Skyldmenni hjónanna beggja sóttust eftir að dvelja hjá þeim Bárugötuhjónunum er þau áttu stutta eða lengri dvöl í borginni og skyldmenni og vinir úr nágrenninu gerðu sér far um að líta inn. Það iðaði oft af lífi risið á Báru- götu 4. Þar ríkti sannkölluð íslensk gestrisni, veitt vel til matar og hlýtt skjól. Við þessar aðstæður ólst dótt- irin upp, henni lærðist fljótt að kær- leikurinn og fórnarlundin eru þeir eiginleikar sem leiða til hamingjuríks lífs. Heill og hamingja var tekið fram fyrir baráttuna um auð og völd. Já- kvæð og mild viðhorf til manna og málefna juku á skilning og þroska. 19 ára gekk dóttirin að eiga Ómar Kristjánsson og fæddust Medda og Svövu þijú barnabörn, Stefán Metú- salem 15 ára, Georg Heiðar 13 ára og Ómar Þór 5 ára. Dóttursynirnir leituðu ávallt til ömmu og afa. Aldr- ei virtist afí þreytast á að segja drengjunum sögur og leika við þá. Jafnt sem í leik og starfi hafði amma haga hönd á öllum hlutum innan heimilisins. Á löngn og gifturíku lífi ferðaðist Meddi víða. Það undraði marga hvað þetta hversdagslega umburðarlynda fólk hafði víða farið og mikið séð. Þau höfðu séð auð og fátækt en undu ávallt glöð við sitt. Aldrei eignaðist Meddi bíl og hafði ekki minnstu löngun til að taka bílpróf, það var honum svo einfalt að vera án þess munaðar. Hann ól dótturina upp undir heillastjörnu frelsarans og kenndi henni margar af okkar fallegustu bænum en hann hvorki hvatti né Iatti sína í trúarlegum efnum. Hans lífsskoðun var sú að bíða og sjá og mæta örlögum sínum á tíma og stund. Fyrir nokkrum vikum vaknaði ég upp um miðja nótt við það að mér fannst að mér lagt að biðja fyr- ir Metúsalem Stefánssyni tengdaföð- ur mínum. Mér varð þá ljóst að lífshlaup hans væri senn á enda en ég gladdist hið innra við fullvissuna um að frelsarinn vildi bjóða hann velkominn og gera komu hans veg- lega. Metúsalem Stefánsson var meðal- maður á vöxt, léttur í hreyfingum og einstaklega óhlutdrægur og frið- samur maður. Hann var alls staðar allur, hvergi hálfur við sitt verk. Hann hafði góða greind og var hlé- drægur. Einn samstarfsmanna hans sagði eitt sinn um hann, „hann bar af þúsundum". Hann var ekki maður sem reyndi að skara eld að sinni köku, heldur lifði nægjusömu lífi. Ég á Metúsalem Stefánssyni mikið að þakka. Það er mikil blessun að eiga svona mann fyrir tengdaföður. Ástkærri tengdamóður minni sendi ég hugheilar samúðarkveðjur en minningin um einstakan dreng sem vissi að menn verða ekki stórmenni af háu embætti einu saman heldur af mannkostum og lifði samkvæmt því, linar söknuðinn. Ef vér lifum, lifum vér Drottni, og ef vér dejjum, dejjum vér Drottni. Hvort sem vér þess vegna lifum eða deyjum, þá erum vér Drottins. (Róm. 14.8.) Ómar Kristjánsson Haustlitirnir skarta sínu fegursta í ríki náttúrunnar. Skin morgunsól- arinnar háir baráttu við skýjabólstr- ana og einstaka rof hleypir smá geislum í gegn, sem magna upp lita- dýrð haustsins í og umhverfis Reykjavíkurborg. Samt er eitthvað sem andar köldu. Síminn hringir og okkur er tjáð að kær bróðir og mágur væri látinn. Metúsalem Stefánsson fæddist 15. október 1908 að Mýrum í Skriðdal í Suður-Múlasýslu. For- eldrar hans voru heiðurshjónin Stef- án Þórarinsson og kona hans, Jónína Salný Einarsdóttir. Mýrar- heimilið þótti mikið myndar- og menningarheimili, annálað fyrir gestrisni og góðsemi þeirra hjóna. Móðir Metúsalems dó þegar hann var 9 ára. Foreldrar hans eignuðust 10 börn, sem öll komust til fullorð- insára nema yngsta barnið, drengur sem skírður var Jón og dó nokkurra vikna. Af þeim alsystkinum eru 4 á lífi. Stefán, faðir Metúsalems, kvæntist Ingifinnu Jónsdóttur kennaraárið 1921 og eignuðust þau 5 börn, sem öll eru á lífi. í þessum fjölmenna systkinahópi elst Metús- alem upp. Haustið 1928 hóf hann nám í Samvinnuskólanum og útskrifaðist þaðan vorið 1930. Næstu 6 árin vann hann svo við húsa- og brú- arsmíði. Árið 1936 er mesta gæfuár í lífi Metúsalems, því 3. janúar þetta ár giftist hann eftirlifandi konu sinni, Svövu Sigurðardóttur frá Þinghóli, Hvolshreppi í Rangárvallasýslu. Sama ár ræðst Metúsalem til Sam- bandsins sem deildarstjóri í búsá- haldadeild og vann þar óslitið í 41 ár. Hann var sérlega vel liðinn og virtur í sínu starfi, annálaður fyrir örugga stjórn en einnig fyrir lipurð og góðsemi. Þau hjónin eignuðust eina dótt- ur, Eddu Kolbrúnu, fædda 5. janúar 1949. Dóttirin hefur ætíð verið þeim sólargeisli, enda sérlega elskuleg öllum sem henni kynnast. Edda Kolbrún er gift Ómari Kristjánssyni forstjóra, þau eiga 3 sonu, Stefán Metúsalem, Georg Kristján og Ómar Þór. Þegar ég læt hugann reika aftur til minna fyrstu kynna af Medda (en svo kölluðum við hann innan fjölskyldunnar), þá er mér minnis- stæðust sú hljóðláta virðing og hlýja sem hann sýndi öllum jafnt og ein- kenndi lífsform hans svo mjög. Ég kveið mikið fyrir því þegar ég ung og feimin kom fyrst á heim- ili þeirra Medda og Svövu. Ég var unnusta Svavars bróður hans. Við hringdum dyrabjöllunni og hann kom brosandi til dyra „Vertu hjart- anlega velkomin í ættina, vina mín,“ sagði Meddi og mér fannst Iífið allt verða svo auðvelt og bjart. Á meðan við hjónin bjuggum úti á landi áttum við alltaf vísan nátt- stað hjá Medda og hans góðu konu, Svövu, á þeirra hlýja og fallega heimili á Bárugötu 34. Við Savavar höfum verið svo gæfusöm að eiga vináttu þeirra hjóna frá fyrstu tíð og hefur aldrei borið neinn skugga þar á. Fyrir þessa tryggu vináttu viljum við nú þakka, einnig fyrir alla vinsemd og hlýhug til okkar og dætra okkar. Metúsalem varð. þeirrar gæfu aðnjótandi að halda sinni reisn til hinstu stundar og kvaddi lífið á jafn hljóðlátan hátt og hann lifði því. Ég bið algóðan Guð að styrkja fjölskyldu hans í þeirra miklu sorg. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Blessuð sé minning Metúsalems Stefánssonar. Kristbjörg og Svavar Góður frændi og vinur hefur kvatt þennan heim. Gerði hann það -——-------------------------gil, hljóðlega og án þess að fyrir honum væri haft og var það í anda þeirrar hógværðar og lítillætis, sem ein- kenndi allt hans líf. Metúsalem Stefánsson var Sunn- mýlingur að uppruna og kominn ■ af merkis bændafólki í Skriðdal og Breiðdal. Hann fæddist að Mýrum-- í Skriðdal 15. október 1908, sonur Stefáns Þórarinssonar, hreppstjóra þar, Sveinssonar bónda að Rand- versstöðum í Breiðdal, og eiginkonu hans Jónínu Salnýjar Einarsdóttur, pósts frá Kollastaðagerði á Völlum. Metúsalem missti móður sína 9 ára gamall og höfðu foreldrar hans þá eignast 10 börn, en af þeim lifa 4 í dag. Stefán faðir hans giftist síðar Ingifinnu Jónsdóttur og átti með henni 5 börn, sem öll eru á lífi. í þessum stóra systkinahópi ólst Metúsalem upp við margvísleg störf, því faðir hans stóð jafnan í einhveijum framkvæmdum við byggingar og ræktun, sem börnin tóku virkan þátt í jafnóðum og þau uxu úr grasi. Systkinin, börn Stef- áns, settust síðar að víða um land og eru orðlögð fyrir prúðmennsku og ágæta starfshæfileika — hvert á því sviði, sem valið var að ævi- starfi. Metúsalem lauk prófi frá Sam- vinnuskólanum árið 1930 eftir 2ja vetra nám, en fyrir skólavistinni vann hann með ýmsu móti, m.a. plægingum fyrir bændur í Skrið- dal. Að námi loknu fór hann að vinna við brúarsmíði víða um land á sumrin, en á vetrum var jafnan Ijtla vinnu að hafa á þessum árum. Árið 1936 réðst Metúsalem til starfa hjá Sambandi ísl. samvinnu- félaga og vann hann þar næstu fjóra áratugina, lengst af sem full- trúi í innflutningsdeild. Er ekki of- mælt að hann hafi verið einstaklega lipur og farsæll í því starfi og eign- aðist hann þar fjölda vina meðal verslunarmanna og kaupfélags- stjóra víða um land. Árið 1936 kvæntist Metúsalenv eftirlifandi konu sinni Svanhvíti Svövu Sigurðardóttur, ættaðri frá Þinghóli í Hvolshreppi. Konu sinni kynntist Metúsalem er hann vann við brúarsmíði í heimahögum henn- ar árið 1934, en sumarið eftir vann hann við gerð gömlu Sogsbrúarinn- ar og réð Svava sig þá sem matráðs- konu' fyrir brúarsmiðina. Þau eign- uðust eina dóttur Eddu Kolbrúnu, sem var augasteinn föður síns og mikið eftirlæti, enda voru þau feðg- in afar samrýnd. Kolbrún er gift Ómari Kristjánssyni, stórkaup- manni, og eiga þau þijá syni. Hjóna- band Metúsalems var farsælt og naut hann ástríkis konu sinnar og dóttur, og síðar fjölskyldu hennar, í daglegu lífi, en sjálfur var hann ljúfur og umhyggjusamur heimilis- faðir. Þau hjónin bjuggu sér fallegt og friðsælt heimili, sem lengst af stóð á Bárugötu 34, hér í borg, en í maí 1986 fluttu þau í VR-húsið í Hvassaleiti 58. Var alltaf jafn ánægjulegt að sækja þau heim og munu þeir vera ótaldir gestirnir, sem bar að garði á heimili þeirra, sem var einskonar miðstöð ættingja og vina víða að af landinu. Þegar ég nú kveð Medda föður- bróður minn, minnist ég æskuheim- ilis míns á Laugarvatni þar sem hann og Svava dvöldu oft í sumar- fríum sínum og hversu ánægjulegt og ávallt mikið tilhlökkunarefni það var að fá þau í heimsókn. Naut ég þess þá hversu einstakur öðlingur og barnavinur frændi minn var. Þegar ég og mín kona, sem einn- ig er utan af landi, vorum komin með vænan barnahóp í Reykjavík, urðu heimsóknirnar tíðar til „afa og ömrnu" á Bárugötunni. Ávann Meddi sér hug og hjörtu barnanna, enda gaf hann sig ávallt að þeim óskiptur og var óþreytandi í leikjum og að segja þeim sögur. Hefur inni- leg vinátta haldist með þeim alla tíð síðan. Metúsalem var mikill mannkosta' maður, sem allir létu vel af er hon- um kynntust, bæði í starfi og leik, og er hans nú sárt saknað af ætt- ingjum og vinum. Ég og fjölskylda mín minnumst einstaks frænda með miklu þakklæti og vottum Svövu, Kolbrúnu og hennar fjölskyldu dýpstu samúð okkar. Stefán Þórarinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.