Morgunblaðið - 14.05.1988, Side 54

Morgunblaðið - 14.05.1988, Side 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. MAÍ 1988 fclk f fréttum Meðal skemmtiatriða á Krútt- magakvðldi í Þórskaffi sfðastlið- inn miðvikudag var „söngnr þel- dökkrar konu“. BARÞJONAR KEPPA Besti kokkteillinn til Mexíkó Barþjónar efna árlega til keppni um besta kokkteilinn og hlaut Gísli Hafliði Sigurðsson á Café Óperu nýlega fyrstu verðlaun í slíkri keppni. I ár var keppt í svokölluðum „long drinks" og heitir drykkur Morgunblaðið/Sverrir Hópur kvenna úr Soroptimistaldúbbi Suðurnesja kom á Krútt- magakvöldið. Nokkrar úr hópnum brostu til Ijósmyndara. Gísla Boss. í drykknum er romm, möndlulíkjör, kókoslíkjör og anan- assafí hrist saman og skreytt með ferskum ananas og kokkteilberi. Að sögn Bjama Óskarssonar yfírþjóns á Café Óperu skiptist kokkteilakeppni barþjóna í þrennt; keppt er um besta lystaukann eða þurra kokkteilinn, besta stórdrykk- inn eða „long drink" og besta sæta kokkteilinn. „Á hveiju ári er keppt í einni þessara greina," segir Bjami, „og sigurvegarar fara á heims- meistarmót sem haldið er á þriggja ára fresti. Næsta heimsmeistara- mót verður haldið í Mexíkó og gera má ráð fyrir að þátt taki barþjónar frá um fímmtíu löndum. Hingað til hafa ítalir líklega verið einna sterk- astir." Sætur kokkteill Bjama, Bleiki ALKOHÓLISMI Tískukóngur ímeðferð Konur á Krúttmagakvöldi fengu tilsögn í að setjast á stól á kven- legan máta. SKEMMTANIR Krúttmagar á Vetrarbraut Vetrarbrautin heita salarkynni á þriðju hæð í sama húsi og Þórs- kaffí. Glerlyfta utan á húsinu, á homi Nóatúns og Brautarholts, flyt- ur gesti upp á Vetrarbrautina eða í Mánaklúbbinn; einkaklúbb sem rek- inn er innan hennar. Þegar upp er komið blasir við danssalur þar sem leikin er lifandi tónlist og boðið upp á smárétti til hálf þrjú eftir mið- nætti á föstudags- og laugardags- kvöldum. Þar er jafnframt setustofa og bar ásamt „a la carte" sai hvar boðið er upp á sérrétta matseðil. Á Krúttmagakvöldi Vetrarbraut- arinnar síðastliðinn miðvikudag varð ekki þverfótað fyrir prúðbúnum kon- um, enda körlum ekki hleypt inn fyrr en á miðnætti. Eftir að sopið hstfði verið á sæmilegum mintukokk- teil settust konur til borðs og fram var . borin sjávarréttasúpa, býsna góð, þótt brauðsnúðamir með henni hefðu mátt vera mýkri. Aðalréttur- inn var smekklega fram reiddur; rifl- asteik með bakaðri kartöflu, brokk- áli og gulrótum. Með matnum var boðið upp á hvítt eliegar rautt vín. Eftir matinn hófst svo það sem kvöldið var kennt við, nefnilega skemmtiatriði akureyrskra krútt- maga. Þau einkenndust eins og vera ber af því sem á siæmu máli heitir „lókal húmor“, einhverskonar kven- nagríni, og var feikna vel tekið. Nefna má námskeið bréfaskóla í hvemig setjast skuli á stól á kvenleg- an máta. Það reyndist ekki einfalt mál en konur voru hvattar til að láta sinadrátt, náladofa og læstar mjaðmir ekki á sig fá og spurt til hvurs þær væm annars en að láta horfa á sig. Ekki lét hinn sígildi klæðskiptingur sig vanta og „söng“ dulítið fyrir söfnuðinn. Að loknum skemmtiatriðum, sem ekki verða öll talin hér, hélt fjörið áfram og all- margir eiginmenn slógust í kvenna- hópinn á miðnætti. Krúttmagakvöld hafa verið haldin á Akureyri í sex ár. Hugmyndin varð til þegar tvær konur þar í bæ fengu ekki inngöngu í Sjallann vegna Kútmagakvölds Lionsmanna. Þær ákváðu að efna til kvennakvölds og komust færri kynsystur þeirra að en vildu. Ágóði af kvöidunum hefur mnnið til líknarmála, einhvers sem konum kemur vel. Krúttmaga- kvöld var síðast haldið á Akureyri fyrir viku og tókst með slíkum ágæt- um að eigendum Vetrarbrautarinnar þótti ástæða til að fá gleðina suður. Að sögn Björgvins Ámasonar for- stjóra Þórshallar, sem rekur Vetrar- brautina og Þórskaffí, er Krútt- magakvöldið öðmm þræði haldið til að kynna konum aðstöðuna í Vetrar- brautinni og Mánaklúbbnum. „Ég held að nú sé algengast að konur velji veitingahús þegar hjón bregða sér út að borða," segir Björgvin. „Mánaklúbburinn er nýr staður og nauðsynlegt að kynna hann. Þar er uppiagt fyrir pör að eyða hugljúfum kvöldum, borða góðan mat í sér- réttasalnum, taka því rólega á bam- um eða fá sér snarl og snúning í danssalnum. Ef fólk vill meira fjör er alltaf hægt að fara niður í Þórs- kaffí. Raunar verður annarri hæð Þórskaffís lokað um tíma í sumar vegna endurbóta." Björgvin segir meðlimakort ein- staklinga og fyrirtækja í Mána- klúbbnum veita aðgang að aðstöð- unni sem lýst hefur verið og að slíkt sé nýjung hérlendis. Þægilegt sé að nýta aðstöðuna fyrir fundi eða til viðræðna við viðskiptavini í aðnflað- andi umhverfí. Þá segir hann salinn Norðurljós á fíórðu hæð húsSins ein- göngu ætlaðan til útleigu fyrir hópa og hafí hann reynst mjög vinsæll. Frægur banda rískur tískuhönn- uður, Calvin Klein, gerði uppskátt síðastlið- inn mánudag að hann gengist nú undir meðferð við misnotkun áfengis og lyfla. í yfírlýsingu frá skrifstofu hans segir að Klein sé á Hazelden með- ferðarstofnuninni í Min- nesota-fylki og geri ráð fyrir að dveljast þar út mánuðinn. Stofnunin er ýmsum íslendingum kunn, en þangað fór fólk til meðferðar fyrir nokkr- um árum og fer enn að dálitlu marki. Þó varð straumurinn héðan á Hazelden aldrei eins mik- ill og á Freeport með- ferðarstöðina. Klein kveðst segja op- inberlega frá dvöl sinni á meðferðarstofnuninni vegna fjölda vina og starfsfélaga sem hafa Reuter Tískuhönnuðurinn Calvin Klein er nú í meðferð vegna ofnotkunar áfengis og lyfja. stutt hann gegnum árin. Hann bætir við í yfírlýsingu sinni: „Mér hefur aldrei liðið betur og ég hlakka til loka meðferðarinnar." Calvin Klein er einn af vinsæl- ustu tískuhönnuðum Banda- ríkjanna. Auglýsingar á vörum hans hafa þó hneykslað siðprúðan meiri- hluta þar í landi og vakið deilur sumar hveijar. Þeirra á meðal er nokkurra ára gömul auglýsing þar sem Brooke Shields klæðist þröng- um gallabuxum og fullyrðir að hún láti ekkert komast upp á milli sjálfr- ar sín og Calvins-gallabrókanna. Ekki hafa auglýsingar um ilm- vatnið „Obsession" eða Þráhyggju vakið minni úlfaþyt, en einhveijum þykir þær fuil erótískar. í þeim glittir í nakið par, líkt og í alnæmis- auglýsingunni íslensku. Loks er næsta víst að sumum þykir Klein helst til djarfur að auglýsa áfengis- vanda sinn með þeim hætti sem raun ber vitni...

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.