Morgunblaðið - 14.05.1988, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 14.05.1988, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. MAÍ 1988 Skuggar grúfa yfír á 40 ára afmæli Ísraelsríkis Á 40 ára afmœli Ísraelsríkis í dag, 14. maí, grúfa skuggar yfir. Mánuðum saman hefur herinn reynt að kveða niður uppreisn Palestinumanna á Vesturbakkanum og í Gaza af vanmáttugri harðýðgi sem hef- ur vakið skelfingu og hrylling, innan ísraels sem utan. Samt munu ísraelar fagna afmælinu. Það út af fyrir sig, að ísrael skuli hafa orðið að veruleika og staðið í 40 ár er afrek i sjálfu sér. Það var Davíð Ben Gurion sem las sjálfstæðisyfírlýsinguna síðdegis þann 14. maí, þar sem heitið var jafnrétti öllum þegnum af hvaða kynstofni þeir væru og hverrar trúar. íbúar Tel Aviv dön- suðu á götum úti og mikil gleði rfkti. Sú gleði var þó blandin kvíða, því að arabaþjóðir höfðu hótað að eyða ríkinu jafnskjótt. Og um kvöldið réðust egypskar flugvélar á Tel Aviv og dansandi hópurinn átti fótum fjör að launa að forða sér úr sprengjuregninu. Síðan komu herir fíeiri arabarfkja til skjalanna og barizt var af mik- illi hörku. Lengi vel reyndu ísrael- ar að halda Jerúsalem, og í minn- um er höfð hetjuleg barátta nok- kurra tuga gyðinga sem vopnlitlir og matarlausir reyndu að koma í veg fyrir að jórdanskir hermenn tækju gömlu borgina. Jórdanir höfðu nánast lokað leiðinni til Jerúsalem, svo að ekki tækist að senda gyðingunum liðsauka. Að lokum urðu þeir að gefast upp og næstu nítján ár var gamla borgin, innan veggjanna, gyðingum helg- astur staða, þeim lokaður. En ísraelar sátu ekki auðum höndum næstu ár. Þrátt fyrir ótal erfíðleika, sem blöstu við hvar- vetna réðust þeir f að byggja upp nýtt þjóðfélag, lýðræði að vest- rænni fyrirmynd, en reynt var að sníða að þörfum hinna marglitu hópa sem á þessum og næstu árum flykktust til ísraels. Eftir að ljóst var, að stórveldin myndu samþykkja stofnun ísraels hafði farið að hitna undir gyðing- um, sem höfðu búið öldum saman í arabalöndunum og þeir komu í hundruð þúsunda tali til landsins. Öllu þessu fólki þurfti að sinna, útvega húsnæði, vinnu, kenna þeim hebresku, tungumálið sem lffgað hafði verið við og gert að þjóðtungu. Ashkenazi gyðingar höfðu sett á laggimar kibbutzim, samyriqubú, sem voru reyndar sniðin að þýskri fyrirmynd og hafði hið fyrsta tekið til starfa f Palestfnu um hundrað árum áður. Innflytjendumir komu sem sagt úr flestum heimshomum. Ashk- enazi gyðingamir höfðu framan af yfírburðastöðu, og sefardim gyðingamir töldu að þeir sætu ekki við sama borð hvað almenn réttindi snerti. Þeir staðhæfðu að þeim væri holað niður á verstu stöðunum og aðbúnaður væri langtum verri en hinna. En lengi var þó kyrrt millum þessara hópa, enda máttu allir hafa sig við upp- byggingu landsins. Skólar voru byggðir, svo og sjúkrahús, menningarstofnanir, vegir lagðir, ráðist var í umfangs- miklar uppgræðslu- og gróður- framkvæmdir, þar sem eyðimörk- in var áður. „Látum eyðimörkina blómstra," sagði Ben Gurion í sffellu _og eggjaði landa sína ós- part. Árangurinn kom ótrúlega fljótt í ljós og óhætt að segja, að ísraelar öfluðu sér bæði virðingar og aðdáunar á þessum árum. Ekki skal því gleymt, að þeir sneru sér að því af mikíum krafti Sagt frá stofnun ríkisins að koma sér upp her. Nokkrir tugir þúsunda ungra gyðinga höfðu fengið þjálfun á Vesturl- öndum, áður en sjálfstæðisstríðið skall á. Þeir miðluðu af þekkingu sinni og bandamenn ísraela lögðu þeim lið. Her ísraela og vopnabún- aður varð á fáeinum árum sá sterkasti í þessum heimshluta, eins og fram kom f átökum þeirra við arabana margsinnis. Gríðar- legir Qármunir voru lagðir til her- mála og hefur svo verið alla tíð. Ekki ætti að þurfa að fjölyrða að gyðingar rekja ættir sfnar til Abrahams. Arabar eru afkomend- ur launsonar Abrahams. Guð skip- aði Abraham að halda á brott frá Kaldea og fara til Kananslands þar sem hann myndi verða ætt- faðir mikillár þjóðar. Höfundar Gamla testamentisins beittu sér að þvf að tryggja að gyðingar gætu rakið ættir sínar til Abra- hams og með því varðveittu þeir upprunatilfínningu gyðinga, sem hefur í mörgum tilvikum gengið á slgön við tímaröðun. Því má siqóta inn í leiðinni, að sú grínsaga er vinsæl í fsrael, að guð hafí aldrei ætlað Abraham að fara til Kananslands. Þar sem guð hafí hætt til að stama, hafí Abraham misskilið hann, en í rauninni hafí guð verið að reyna að segja honum hann ætti að fara með lýð sinn til Kanada. í aldir hafa gyðingar verið dreifðir um allar jarðir, það er kallað diaspora og kannski ekki úr vegi að minna á að Palestínu- menn eru nú famir að orða það svo, að þeir séu í diaspora nútí- mans. Gyðingar hafa hvarvetna haslað sér völl á sviði peninga- stjómunar og listsköpunar, svo eitthvað sé nefnt, sem þeir hafa reynzt afburðamenn í. Um síðustu aldamót vom gyðingar mjög vold- ugir í ýmsum Evrópuríkjum, ekki sízt bókstafstrúargyðingar í Aust- ur Evrópu. Árið 1881 hófust skipulagðar ofsóknir á hendur gyðingum í Rússlandi, en þeir bundust þá samtökum, sem kall- aði sig unnendur Zions og sfðar var Biluhópurinn settur á laggim- ar. Biluhópurinn sendi frá sér kröfugerð 1882 þar sem farið er fram á að gyðingar fengju hæli í Palestínu. Það er svo árið 1897, sem The- odore Herzl hélt fyrstu ráðstefnu zionista í Basel í Sviss. Herzl varð leiðtogi þessarar hreyfíngar, sem skilgreindi markmið sín svo að gyðingar fengju að setjast að f Palestínu og búa sér þar þjóðar- heimili. Skyldi öryggi þeirra tryggt með alþjóðalögum. Herzl spáði því að innan fimmtíu ára yrði þetta orðið að vemleika og honum skeikaði ekki nema um ár. Herzl tókst ekki að fá vilyrði 'Tyrkjasoldáns, sem réð þá Pal- estínu. En allmargir gyðingar frá Póllandi og Rússlandi tóku að flytjast til Palestínu upp úr alda- mótum en þrátt fyrir þessa flutn- inga var svo árið 1923, að 92 prósent íbúa vora Palestínumenn. Þeir vom af skiljanlegum ástæð- um í meira lagi andsnúnir því að gyðingar settust að í landinu, en með Balfoursamþykktinni frá 1917, sem ótal sinnum hefur ver- ið vitnað í, töldu gyðingar hag sínum harla vel borgið. Þó var tekið fram í samþykktinni að ekki skyldi í félagslegu né trúarlegu tilliti gengið á rétt þjóðarinnar, sem fyrir var í landinu. Eins og alkunna er höfðu Bret- ar lögsögu í Palestínu eftir fyrri heimsstyijöldina og þrátt fyrir að fljótlega kæmi í ljós, að sambúð Palestínumanna og gyðinga væri ekki áfaílalaus, verður þó af flestu markað, að Bretar hafí dregið taum gyðinga. Árið 1936 var reiði Palestínu- manna orðin svo megn, að þeir efndu til allshetjarverkfalls, sem kallað hefur verið lengsta verk- fall sögunnar. Skömmu síðar gerðu þeir frumstæða og heldur óbjörgulega tilraun til uppreisnar gegn Bretum. Upplausn og ókyrrð setti almennt svip sinn á Palestínu þessara ári, þó svo að Bretar reyndu að friða Palestínumenn með því að gefa út Hvíta bók, þar sem heitið er að dregið verði úr innflutningi gyðinga til landsins og settur á hann kvóti. Hefði þessu verið fylgt eftir hefðu Pa- lestínumenn haldið meirihluta- stöðu sinni. Nazistaofsóknimar í Þýzkal- andi höfðu mikil áhrif á gyðinga víðs vegar um heim. Bandarískir gyðingar kröfðust þess 1942 að dyr Palestínu yrðu opnaðar upp á gátt. Allt kom þó fyrir ekki. Samt komst slangur til landsins, en það var hverfandi miðað við þann §ölda sem var í Evrópu og beið ekki annað hlutskipti en dauði f útrýmingarbúðum. Árið 1946 vom gyðingar í Pal- estínu orðnir 608 þúsund. Þeir höfðu komið á fót sfnum eigin „her“ eins og fyrr var vikið að, Haganah og gerði hann Bretum og aröbum marga skráveifuna. Illræmd hermdarverkasamtök gyðinga, Irgun og Stem unnu mikil fólskuverk. Forsvarsmenn þeirra tveir urðu síðar forsætis- ráðherrar ríkisins, þeir Menachem Begin og Yitzak Shamir. Einna alæmdastur er þó atburðurinn sem jafnan er kenndur við bæinn Deir Yassin, er Irgunsamtökin drápu 200 íbúa bæjarins, karla konur og böm. Bæði Haganah og bráðabirgðastjómin fordæmdi Davið Ben Gurion, réttnefndur faðir Ísraelsríkis verknaðinn. Meðal Palestínu- manna em Deir Yassin fjölda- morðin greypt í huga þeirra, nýj- um kynslóðum sögð sagan. En þegar hér var komið sögu tóku Palestínumenn að átta sig á, að ekki yrði aftur snúið. Helförin í Þýzkalandi og afskiptaleysi vest- rænna þjóða í stríðinu var að sliga samvisku Vesturlanda. Lögð var fram á Allsheijarþinginu tillaga um að Palestínu yrði skipt í tvö ríki. Arabar neituðu þá að sam- þykkja tillöguna og virðast enn hafa búizt við að halda landinu. Svo varð þó ekki. Lögsaga Breta var að renna út, Sameinuðu þjóð- imar samþykktu að leyfa gyðing- um að stofna rfkið, án þess þó að þær tryggðu hag Palestínu- manna. Sú ógn sem gyðingar töldu, að Palestínuríki á Vesturbakkanum jnði, er skiljanleg þeim sem sækir landið heim. Sú tillaga að gyðing- ar láti Jerúsalem af hendi er og óhugsandi. Palestínumönnum er löngu orðið ljóst að ísrael mun standa svo framarlega sem það eyðir ekki sjálfu sér f innbyrðis- sundmngu. Þar er gmnnt á deil- um milli ashkenazi og sefardim gyðinga, greinir em milli trúar- hópa og deilur um efnahagsmál. Deilumar em af öllum toga og það er kannski meðal annars vegna þess hve þær vora orðnar áleitnar, að ísraelum hefur ekki tekizt að ^tanda saman, né vinna að vitlegri lausn á málum sem snerta Palestínumennina. En tilvist ísraels hefur breytt mynd heimsins og vinir ísraels hljóta að vona, að þeir beri gæfu til og hafí þann kjark sem þarf til að ráða fram úr þessum við- kvæmu málum. Þjóð sem sætti ofsóknum um aldir og átti hvergi höfði að halla ætti að vera glögg- ari öðmm á hvaða eymdarlíf Pa- lestínumönnum er boðið upp á og geta lagt fram skerf til að greiða úr málunum, svo að þeir sem í hlut eiga, standi ekki bara upp- réttir eftir. Heldur hafí sóma af. Texti: Jóhanna Kristjónsdóttir Israelskir hermenn náðu gömlu Jerúsalem í Sex daga strfðinu Innflytjendur horfa til strandar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.