Morgunblaðið - 14.05.1988, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 14.05.1988, Blaðsíða 52
'52 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. MAÍ 1988 Minning: Arn v Arnadótt- «/ ir Bolungarvík Fædd2.júlí 1898 Dáin 6. maí 1988 „Ládauð móða ■ leggst að augans lygna vatni — það er sagt að sumum batni." Þannig yrkir Jóhannes úr Kötl- : um í ljóði sínu Andlát, en hann var eitt af eftirlætisskáldum ömmu minnar, Ámýjar Ámadóttur, sem nú hefur kvatt þennan heim, södd langra lífdaga. Amma fæddist í Bolungarvík 2. júlí 1898 og var því á nítugasta aldursári er hún lést. Foreldrar hennar vom þau Jónína Svein- bjömsdóttir og Ámi Gunnlaugs- son. Ámi lést veturinn 1898 og var því amma mín föðurlaus er hún fæddist. Jónína giftist síðar Elíasi Magnússyni, formanni í Bolungarvík og ólst amma upp hjá þeim. Einnig dvaldi hún löngum hjá ömmu sinni, Valdísi Jónsdótt- ur. Þar var heimilisfastur Kristján Guðmundsson sem amma tók miklu ástfóstri við og talaði oft um. Árið 1910 tóku Elías og Jónína sig upp með fjögur böm og héldu til Vesturheims. Þar dvöldu þau í tvö ár, í Vancouver í Kanada. Ekki fannst þeim þau hafa erindi sem erfíði í fyrirheitna landinu og héldu því aftur heim til Bolung- arvíkur. Láta má nærri að þetta hefur verið mikið ævintýri fyrir 12 ára stúlku vestan af fjörðum. Alltaf fannst okkur systkinunum jafn spennandi að heyra söguna af því þegar ömmu var bjargað undan kyrkislöngunni í Ameríku. Þama gekk amma í skóla þar sem henni leið mjög vel. Aðeins nokkr- um dögum fyrir andlátið var hún að tala um hina „miklu uppeldis- frömuði“ í Ameríku, sem hefðu verið svo góðir við bömin. Það var svo árið 1923 að amma hóf búskap með afa, Hafliða Haf- liðasyni frá Kirkjubóli í Langadal. Afí lést árið 1980. Þau eignuðust tvær dætur, Hólmfríði Vilhelmínu, f. 29. ágúst 1923 og Jónu Svein- borgu, f. 12. sept. 1929, d. 26. ágúst 1980. Þá tóku þau í fóstur, á öðm ári, Sigríði Norðkvist, f. 7-. júní 1935. Hólmfríður er gift Sigurði E. Friðrikssyni, þeirra sonur er Frið- Sýrang á morgun kl. 1-5 á Eiðistorgi (Nýja Bæ). Hefurðu áhuga á eignarlóð undir sérbýli í glæsilegu, nýju íbúðahverfi? Á næstu árum verður Kolbeinsstaða- rnýri á Seltjamamesi byggð upp. Gert er ráð fyrir byggð u. þ. b. 180 íbúða, þar af65-70 sérbýlum, mest raðhúsum. Framkvæmdir verða í tveimur áföngum og er ætlað að þeim verði lokið árið 1992. Hagvirki hf. hefur umsjón með framkvæmd verksins, hönnun og gerð gatna, hönnun húsa og sameiginlegra svæða. Arkitektar sf., Laufásvegi 19, teikna húsin. Á morgun gefst þér einstakt tækifæri til að kynna þér skipulag hveifis og húsa. Arkitektar og fulltrúar Hagvirkis og Eignamiðlunarinnar verða á Eiðistorgi til að kynna teikningar, skipulag og skilmála. Eignamiðlun- in annast sölu lóðanna. Komdu því og kynntu |)ér eignarlóðir og teikningar. Kannski er þetta framtíðarheimilið þitt. KOLBEINSSTAÐAMYRI VEGAMÓT GVIRKI rl SKÚTAHRAUNI2, HAFNARFIRÐI, SlMI 53999 EIGNA MIÐIXMN 27711 EIÐISTORG rik Pétur. Sveinborg var gift Elí- asi H. Guðmundssyni og eignuðust þau fímm böm, Amýju, Hafliða, Rúnar Guðmund, d. 29. maí 1967, Hólmfríði Kristínu og Kristinn Þórð. Ejginmaður Sigríðar er Hálfdan Ólafsson og eiga þau tvær dætur, Elísabetu Maríu og Ámýju Hafborgu. Einnig ólu þau upp eina fósturdóttur, Unni Guðbjartsdótt- ur. Bamabamabömin em orðin 9. Amma bjó alla tíð í Bolung- arvík. Þar vann hún m.a. í físki auk þess sem hún tók að sér saumaskap. Hún hafði yndi af söng og var lengi starfandi í kirkjukómum. Einnig hafði hún mikinn áhuga á blómarækt og hafði alla tíð fallegan garð við heimili sitt. Amma var vakin og sofín að hugsa um fjölskyldu sína. Ósérhlífnari manneskju hef ég vart kynnst, og stundum fannst manni amma alltof afskiptasöm, því alltaf vildi hún vera að hjálpa. Allt fram á síðasta dag var hún að huga að gjöfum til bamanna í fjölskyldunni. Við systkinin ólumst upp í sama húsi og afi og amma. Álltaf var jafn gott að koma í eldhúsið til ömmu og fá mjólk og jólaköku eða kleinur. Einatt var kaffí á könn- unni og mikill gestagangur og gaman þótti mér að sitja og hlusta á eldhúsumræður hjá ömmu sem snemst um allt milli himins og jarðar. Hún fylgdist vel með þvi sem var að gerast úti í hinum stóra heimi og oft vora heitar umræður um stjórnmál í eldhúsinu, en amma var alla tíð mikill jafnaðar- maður og bar hag lítilmagnans fyrir bijósti. Bókahillan í stofunni freistaði og ekkert þótti mér betra í þá daga en að liggja fyrir fram- an bókahillur hennar ömmii og lesa. Ekki fór amma mín varhluta af erfíðleikum og sorg í þessu lífi. Ung missti hún móður sína, bræð- ur hennar drakknuðu báðir ungir menn, barnabam hennar fórst af slysföram og sama árið og afí dó lést dóttir hennar. Einnig átti amma oft við veikindi að stríða. En hún lét aldrei hugfallast. Trúin var henni ævinlega mikill styrkur. Eftir að afi og móðir mín dóu fór heilsu ömmu að hraka mikið. Hún dvaldi síðustu árin á Sjúkraskýli Bolungarvíkur þar sem hún naut góðrar umönnunar. Að leiðarlokum vil ég þakka ömmu minni fyrir allt sem hún var mér og mínum. Blessuð sé minning hennar. Arný Elíasdóttir Hún amma mín er dáin, hún hefur nú hlotið þá hvíld sem hún var lengi búin að þrá, enda búin að vera sjúklingur í mörg ár. Hún fæddist í Bolungarvík 2. júlí 1898. Foreldrar hennar voru hjónin Jónína Sveinbjömsdóttir ættuð úr Strandasýslu og Ámi Gunnlaugsson frá Isafírði. Hann fórst 23 ára gamall er hann féll út af báti sem var í fiskiróðri. Hann synti að landi en var þá aðframkominn og fannst látinn rétt fyrir utan Skálavík. Hann var sagður hafa haft mjög fagra söng-^
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.