Morgunblaðið - 14.05.1988, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 14.05.1988, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. MAÍ 1988 29 Reuter Kínverskri farþegaþotu rænt Tveir Kínveijar vopnaðir gervihandsprengjum rændu kínverskri farþegaþotu í áætlunarflugi á fimmtudag og skipuðu flugstjóranum að lenda á Taiwan. Kín- verskar orustuþotur reyndu að fljúga í veg fyrir þot- una en herþotdr frá Taiwan flugu til móts við hana og fylgdu henni til lendingar á herflugvelli í borginni Taichung. 107 farþegar voru um borð í þotunni auk 11 manna áhafnar. Ræningjamir tveir yfirgáfu- þot-; ( una í gær og var henni flogið til upphailegs áfanga- staðar f Kína. Ekki er ljóst hvort ræningjamir verða dregnir fyrir rétt á Taiwan. Yfirvöld sögðu í gær að mennimir, sem báðir em 26 ára að aldri, hefðu kom- ið til Taiwan „í leit að frelsi" en fordæmdu flugrán og hótanir í garð óbreyttra borgara. Hér að ofan má sjá kínversku farþegaþotuna, sem er af gerðinni Bo- eing 737, á flugbrautinni í Taichung en á innfelldu myndinni hrósa ræningjamir tveir sigri. Til sölu Cadillac Cimarron Dóro 1986, ekinn 19 þúsund km. Tölvumælar, leðurklæddur o.fl. Verð 1320 þús. Bíll í sérflokki. Símar 43130,41268. Reuter Francois Mitterrand, forseti Frakklands, með Michel Rocard forsætisráðherra, Pierre Beregovoy fjár- málaráðherra og Roland Dumas utanrikisráðherra fyrir utan Elysee-höll. Frakkland: Rocard vill þingrof og nýjar kosningar miðjumanna, Jean-Francois Poncet, sagði í sjónvarpsviðtali að mið- flokkamenn hefðu sett tvö skilyrði fyrir því að samsteypustjóm vinstri- og miðjumanna yrði mynduð. „Við spurðum þá mikilvægra spuminga um fyrirhugaða stefnu stjómarinn- ar en fengum engin svör,“ sagði Poncet. Miðflokkamenn höfðu spurt hvort Mitterrand fyrirhugaði að breyta kosningalögunum, en þeir óttast að þeir verði undir í þing- kosningum verði hlutfallskosningu ekki komið á aftur í Frakklandi. Án stuðnings miðjumanna verður ríkisstjómin í minnihluta á þingi. Jacques Toubon, ritari flokks Ný-Gaullista (RPR), sagði að nýja ríkisstjómin kallaði á átök. „Þetta er hrein og bein sósíalísk stjóm," sagði Toubon. Beirút: Sýrlenski herinn grípur inn í átökin Beirút, Reuter. SÝRLENSKIR hemnenn skutu fimm liðsmenn úr Hizbollah, Flokki Guðs, í gær er bardagar þeirra við hermenn úr Amal, sem styður Sýrlendinga, bárust yfir til Vestur-Beirút. Um það bil 30 liðsmenn í Hiz- bollah, samtökum sem njóta stuðn- ings Irana, höfðu náð á sitt vald bækistöð Amals á veginum til Beir- út-flugvallar. Mennimir voru íklæddir herbúningum og sveipaðir íranska fánanum. Þeir náðu þar með á sitt vald leiðinni frá Beirút til flugvallarins, sem er eini tengilið- ur almennings í Líbanon við um- heiminn. Bardagamir í gær vom í trássi við vopnahlé sem Hafez al-Assad, forseti Sýrlands, og Ali Khamenei, forseti írans, sömdu um símleiðis á miðvikudag. Fram til þessa höfðu sýrlenskir hermenn ekki tekið þátt 1 bardögum milli Hizbollahs og Amals sem brutust út á föstudag í síðustu viku. Barist hefur verið um 40 ferkílómetra stórt úthverfi suður af Beirút. Framsókn Hizbollah und- anfama daga ógnaði hins vegar sýrlenska hemum að sögn tals- manna hans og því greip herinn til vopna. Heimildir herma að Hiz- bollah hafi verið búinn að ná á sitt vald stærstum hluta svæðisins sem barist er um. Að sögn vitna rifu liðsmenn Hizbollah líbanska fánann af opinberum byggingum og settu íranska fánann í staðinn. París, Reuter. MICHEL Rocard, forsætisráð- herra Frakklands, sagðist í gær vera hlynntur því að þing yrði rofið og boðað yrði til kosninga, en Francois Mitterrand hefði ekki enn gert upp hug sinn. For- sætisráðherrann skipaði í gær 28 ráðherra i ríkisstjóm sína og tuttugu þeirra eru sósíalistar eða bandamenn þeirra úr Róttæku vinstri hreyfingunni, MRD. Rocard sagði á fyrsta blaða- mannafundinum sem hann hélt eft- ir að hann varð ráðherra á þriðju- dag að boða þyrfti til kosninga sem fyrst. Tíminn væri naumur og Frakkar þyrftu að gegna hlutverki í mikilvægum alþjóðamálum, svo sem afvopnunarmálum og samein- ingu Evrópu. „Það getum við ekki gert með ríkisstjóm sem dag hvem getur átt á hættu að missa meiri- hluta. Ríkisstjómin þarf að njóta stuðnings meirihluta þingsins," sagði Rocard. Tuttugu ráðherrar nýju ríkis- stjómarinnar eru sósíalistar eða bandamenn þeirra og tíu þeirra gegna sama ráðherraembætti og í ríkisstjóm sósíalista sem fór frá völdum árið 1986. Einn leiðtoga Endurskoðun sovéskrar sögu: Viðurkenna Sovét- menn árás á Finn- land árið 1939? Helsinki, frá Lars Lundsten, fréttaritara Morgunbladsins. ÞRÁTT fyrir að nýlega hafi stöðvar og að færa landamærin staðið yfir mikil hátíðahöld og Sovétmenn svömðu með því vegna 40 ára afmælis vinar- og að gera árás þann 30. nóvember. aðstoðarsamnings Finna og I minningum Simonovs er vitn- Sovétmanna hafa sagnfræðing- að í samtal við A.M. Vasflevskíj ar ríkjanna deilt síðustu 49 ár marskálk sem var í hershöfðingja- um það hvort ríkið hafi byrjað ráði Sovétmanna í seinni heims- Finnska vetrarstríðið árið styijöldinni. Vasflevskíj er sagður 1939. Finnar hafa auðvitað hafa verið mjög gagnrýninn í kennt Sovétmönnum um árás garð Stalíns hvað varðar skipu- en sovéskir sagnfræðingar lagningu herferðarinnar. Stalin hafa haldið sig við þá kenningu bjóst ekki við að Finnar myndu að finnskar hersveitir hafi gert snúast til vamar að neinu ráði og árás yfir landamærin á stað þess vegna fylgdi hann ekki fyrir- sem nefnist Mainila. mælum æðstu herstjómarinnar Nú hefur sovéskur stríðsbóka- um að nota mikið og vel útbúið höfundur, Konstantin Simonov að herlið í árásinni. Vasflevskíj mar- nafni, gefið út sjálfsævisögu þar skálkur kennir Stalín um að Rauði sam hann heldur því fram að' Jó- herinn hafi beðið álitshnekki í sef Stalfn hafi verið þeirrar skoð- augum VesturEvrópurflqa vegna unar að Sovétmenn hafi átt frum- erfíðleika við að bæla niður mót- kvæðið. Stalín hafí sagt í hers- spymu Finna. höfðingjaráði sínu að Sovétmenn Undanfarið hafa farið fram yrðu að gera árás vegna þess hve miklar umræður um þátt Stalíns Finnar væm tregir að ræða kröf- í hörmungum heimsstyijaldarinn- ur Kremlveija, m.a. um lagfær- ar. Þá er auðvitað fyrst og fremst ingu landamæra ríkjanna. átt við stríð Rússa og Þjóðveija Haustið 1939 hófst síðari á árunum 1941-45. Talið er að heimsstyijöldin á meginlandi Evr- 20 milljónir Sovétmanná hafi látið ópu og Finnland lenti á áhrifa- lífið í stríðinu. Sumir halda þvi svæði Rússa samkvæmt Rib- fram að þjáningar Rússa hefðu bentrop-samningnum um skipt- orðið minni ef óttinn við reiði ingu Áustur-Evrópu milli Þjóð- Stalíns hefði ekki lamað frum- veija og Rússa. Sovétmenn kröfð- kvæði rússnesku hershöfðingj- ust landsvæðis fyrir herstöðvar í anna. Meðal annars hefur verið Finnlandi og Eystrasaltsríkjun- fullyrt að sovéskir hershöfðingjar um, Eistlandi, Lettlandi og Lithá- hafi vitað fyrirfram um árás Þjóð- en, sem síðar voru innlimuð í veija á Sovétríkin en ekki þorað Sovétríkin. Síðar kröfðust Rússar að búast til vamar fyrr en Stalín lagfæringar á landamærum hafði sannfærst um að Hitler ríkjanna þar sem finnsku landa- hafði rofið griðasamning þeirra. mærin væru ekki nema 40 km frá Fullyrðingar Simonovs og Leningrad. Finnar harðneituðu að Vasflevskíjs um Finnska vetrarst- gefa land undir rÚ3sneskar her- ríðið benda í sömu átt. ——
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.