Morgunblaðið - 14.05.1988, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.05.1988, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B OG LESBOK 108. tbl. 76. árg. Punjab: Ráðist inní Gullna hofið Nýju Delhl, Reuter. INDVERSK herlögregla og menn úr sérsveitum Indlandshers réðust í gær inn i GuIIna hofið i Amrits- ar, en herskáir sikkar bjuggu þar um sig eftir að i brýnu sló milli þeirra og lögreglu siðastliðinn mánudag. Að sögn fréttastofunn- ar PTI náðu yfirvöld tveimur byggingum i hofinu á sitt vald i þessari atlögu, en hofið er mikið völundarhús samtengdra bygg- inga. Hafði fréttastofan það eftir opinberum heimildum að ekkert mannfall hefði orðið, en ekki reyndist unnt að fá fregnir þessar staðfestar. PTI sagði að herlögreglusveitir og menn úr „svartkattadeild" hers- ins, en svo nefnast sérsveitir hans, hefðu náð eldhúsi hofsins og Manji Sahib-byggingunni á sitt vald. Hins vegar var ekki skýrt frá því hvort sveitimar hefðu brotið sér leið inn að miðju hofsins, en þar átti blóð- baðið árið 1984 sér stað þegar ind- yerskar hersveitir gerðu árás á hof- ið, sem er helgasta vé síkka. Þá voru um 1.000 síkkar myrtir og olli það reiði síkka um heim allan og var árásin eflaust kveikja morðsins á Indim Gandhi, þáverandi forsætis- ráðherra Indlands. Skæmr þessar við hofið sigla í kjölfar blóðugustu bardaga í Punjab frá því að síkkar hófu sjálfstæðis- baráttu sína í upphafi þessa áratug- ar. Vilja þeir stofna eigið ríki, sem þeir nefna Khalistan — Land hinna hreinlyndu. Meira en 900 manns hafa fallið í Punjab það sem af er þessu ári. í fyrra féllu alls 1.230 og árið þar á undan 640. Búist til brottfarar frá Afganistan Hermaður úr innrásarher Sov- étmanna í Afganistan með Kalashnikov-vélbyssu í hendi snarast niður af skríðdreka sínum í miðborg Kabúl í gær, en Iiðsmenn Rauða hersins eru í óða önn að undirbúa brottför sína frá landinu, sem hefst á morgun eftir níu ára linnu- lausan hemað. Miklar ráðstaf- anir hafa veríð gerðar til þess að brottförin gangi sem greið- legast fyrir sig, en Sovétmenn hafa greinilega nokkrar áhyggjur af þvi að frelsissveit- ir Afgana muni gera þeim skráveifu á heimleiðinni. LAUGARDAGUR 14. MAÍ 1988 Prentsmiðja Morgunblaðsins Uppræting meðaldrægra kjarnorkuvopna: Ekkert til fyrirstöðu stað- festíngar samkomulagsins — segir George Shultz á utanríkisráðherrafundi NATO-ríkjanna Brussel, frá Kristófer Má Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. GEORGE Shultz, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, segir að ekkert sé nú þvi til fyrirstöðu að Washington-sáttmáli risa- veldanna um upprætingu skamm- og meðaldrægra kjam- Reuter orkuflauga verði staðfestur. Kom þetta fram á blaðamanna- fundi, sem Shultz hélt að lokn- um utanríkisráðherrafundi Atl- antshafsbandalagsins í Brussel í gær. Þar gerði Shultz starfs- bræðrum sínum grein fyrir við- ræðum sínum i Genf við Eduard Shevardnadze, utanríkisráð- herra Sovétríkjanna, dagana og nóttina . á undan. Steingrímur Hermannsson sat utanríkisráð- herrafundinn fyrir íslands hönd. Pundur Shultz og Shevardnadz-, es í Genf, sá fjórði síðan í febrú- ár, snerist annars vegar um undir- biining leiðtogafundarins í Moskvu, sem fram fer í lok mánað- arins, og hins vegar um það hvem- ig unnt væri að slétta úr þeim hnökrum, sem Öldungadeild Bandaríkjanna gerði að tilefni til þess að fresta afgreiðslu málsins síðastliðinn miðvikudag. Að loknum ráðherrafundinum sagði Shultz ekkert standa í vegi staðfestingar sáttmálans. Jafn- framt sagði hann starfsbræður sína og bandamenn hafa lýst þvi yfír að æskilegt væri að af stað- festingunni yrði fyrir leiðtogafund- inn. Hann kvaðst að vísu ekki geta sagt Öldungadeildinni fyrir verk- um, en sér virtist sem búið væri að greiða úr þeim atriðum, sem þingmennimir hefðu gert athuga- semdir við. Þau atriði snerust aðallega um eftirlit með framkvæmd sáttmál- ans og meðal annars um hvemig tryggja mætti að framleiðslu til- tekinna eldflaugategunda yrði hætt. Þá mun öldungadeildarþing- mönnum hafa virst sem ekki væri sami skilningur á samkomulaginu austan hafs og vestan. Endanlegt samkomulag náðist um þessi atriði á fundi þeirra Shultz og Shevardnadzes, sem stóð fram á föstudagsmorgun vegna ágreinings um orðalag. Shultz sagði að Sovétmenn væru mjög harðir samningamenn og hugsan- legt væri að þeir væm að þreifa fyrir sér um staðfestu Bandaríkja- manna við samningaborðið. Sjá ennfremur fréttir af Genfarfundi ráðherranna og utanríkisráðherrafundi Var- sjárbandalagsins á síðu 31.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.