Morgunblaðið - 14.05.1988, Side 4

Morgunblaðið - 14.05.1988, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. MAÍ 1988 Sambandsstj órn VSÍ: Samþykkt heimild til verk- banns á starfsmenn ISAL Úr Álverinu í Straumsvík. Athugasemd til Morgun- blaðsins frá ritstjóra Skírnis Mér brá heldur betur I brún þegar ég sá grein Hannesar Jóns- sonar, „Vamar- og öryggismálin í nýju ljósi", í Morgunblaðinu mið- vikudaginn 11. maí. Ástæðan var sú að greinin er orðrétt samhljóða sfðasta hluta ritgerðar sem Hann- es birtir í vorhefti Skímis 1988 sem er nýkomið út. Um leið og ég bið lesendur Skímis afsökunar á þessu atviki lýsi ég furðu minni og vanþóknun á þessum verknaði sendiherrans. Með honum hefur hann svikið bæði ritstjóra Skímis og Morgunblaðsins, því ekki trúi ég því að þeir hafí birt grein Hannesar vitandi að hún er hluti af ritgerð úr Skími. Vilhjálmur Ámason, ritstjóri Skirnis. Sambandsstjóm Vinnuveiten- dasambands íslands samþykkti á fundi sínum í gær að veita fram- kvæmdastjórn VSÍ heimild til að 1®®®» verkbann á verkalýðs- félög, sem eiga aðild að verk- falli starfsmanna í Álverksmiðj- unni í Straumsvík. Fram- kvæmdastjómin getur þvi lagt verkbann á alla félaga i þessum verkalýðsfélögum sem eru starfsmenn ISAL og þegar i verkfalli. Verkbannið kemur að- eins til framkvæmda ef verk- smiðjunni verður lokað. í samþykkt sambandsstjómar VSÍ segir að 10 verkalýðsfélög hafí hafíð verkfall félagsmanna sinna hjá ÍSAL til þess að krefjast tvö- faldrar launahækkunar á við það, sem aðrir hafí samið um. Þar segir einnig að verksmiðjan sé nú undir- búin fyrir stöðvun, en straumur VEÐUR I/EBURHORFUR I DAG, 14. maf 1988 YFIRLIT f gœr: Milli íslands og Noregs er 1035 mb hæð, en um 600 km vestur af (slandi er 993 mb lægð, sem þokast norð-vest- ur. Hiti breytist lítið. SPÁ: Á morgun lítur út fyrir austan- og norðaustan golu á landinu. Þokuloft verður við noröur- og austurströndina og 3—6° hiti en víða bjart annars staöar og 8—14° hiti. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR Á SUNNUDAG OG MÁNUDAG:Austan- og norðaustan átt. Súld við Norður- og Austurströndina en annars þurrt. Léttskýj- að á Suövestur- og Vesturlandi og á Vestfjörðum. Hiti 8—13° suð- vestanlands, en svalt á annesjum norðanlands og austan. TÁKN: x Norðan, 4 vindstig: Vindörin sýnir vind- 10 Hitastig: 10 gráóur á Celsius Heiðskírt V A stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. • V y Skúrir Él Léttskýjað . / / / / / / / Rigning = Þoka Hálfskýjað Skýjað Alskýjað / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * •» ■» = Þokumóða i •> s Súld OO Mistur —J- Skafrenningur [T Þrumuveður w VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær aö ísl. tíma h(ti veður Akureyri 12 skýjað Reykjavfk 12 léttakýjað Bergen 20 léttakýjað Helainki 20 akýjað Jan Mayen 0 lóttskýjað Kaupmannah. 20 léttskýjað Narsaarsauaq 5 rigning Nuuk 1 alydda Osló 20 léttskýjað Stokkhólrnur 21 léttskýjað Þórahðfn 12 léttskýjað Algarve 14 skúr Amsterdam 24 lóttskýjað Aþena vantar Barcolona 20 mistur Chlcago 14 alskýjað Faneyjar 19 skýjað Frankfurt 23 heiðskírt Glasgow 14 mistur Hamborg 21 léttskýjað Laa Palmas vantar London 19 rigning Los Angeles 16 heiðskfrt Lúxemborg 20 helðskírt Msdrtd 16 þokumóða Malaga 20 skýjað Mallorca 18 þrumuveður Montreal 16 skýjað New York vantar París 22 léttskýjað Róm 22 skýjað San Diego 17 helðskfrt Winnipeg +1 helðskfrt verði rofinn af kerjum aðfaranótt 21. maí hafi samningar ekki tekist. „Fari svo ógæfulega fíýs ál í keijum og mánuðir munu líða áður en fram- leiðsla kemst í samt lag,“ segir í samþykkt vinnuveitenda. VSÍ segist hafa boðið starfs- mönnum ISAL fyllilega sambæri- legar hækkanir á við það sem við önnur verkalýðsfélög hafí samist, og að ÍSAL greiði nú þegar hæstu laun, sem greidd séu í áliðnaði í Evrópu. Við þessar aðstæður sé ekki hægt að ganga til móts við kröfur starfsmanna, og stöðvun á rekstrinum kunni því að blasa við. Hótel Örk: Uppboði frestað SelfoMÚ. UPPBOÐI á Hótel Örk var frest- að í gærmorgun vegna ágrein- ings milli uppboðsþola og upp- boðsbeiðenda varðandi fram- gang uppboðsins. Uppboðsþoli og lögmaður hans mótmæltu framgangi uppboðsins á þeim forsendum að þegar málið var tekið fyrir 10. september og 7. des- ember 1987 hefði enginn uppboðs- beiðenda mætt og enginn fyrir þeirra hönd með fullnægjandi um- boð. Uppboðsbeiðendur áréttuðu að sá sem mætti á áðumefndum tíma hefði haft fullnægjandi umboð. Einnig bentu þeir á að þar sem komin hefði verið greiðslustöðvun hjá uppboðsþola á þessum tíma hefði verið sjálfgefið að uppboði væri frestað. Uppboðshaldari úrskurðar fljót- lega um framhald málsins, hvort önnur sala á hótelinu fari fram. Þeim úrskurði hans getur uppboðs- þoli áfrýjað til Hæstaréttar. Sig. Jóns. Stöð 2: Unnið að mynd um Halldór Laxness STÖÐ 2 vinnur nú að gerð heimildarmyndar um Halldór Laxness, eftir handriti Péturs Gunnarssonar, i samráði við Vöku- Helgafell. Myndin er framleidd af Saga Film og sér- stakur ráðgjafi við gerð hennar er Olafur Ragnarsson. í fréttatilkynningu frá Stöð tvö segir að við undirbúning verksins þar hafí komið í ljós að Olafur Ragnarsson hjá Vöku-Helgafelli hafi um allangt skeið verið að und- irbúa gerð heimildarmyndar um Halldór, í samvinnu við Saga Film, og safnað myndefni tengdu honum. Hafí orðið að samkomulagi að slá þessum verkefnum saman og vanda til verksins einsog kostur væri. í myndinni er brugðið upp svip- myndum af rithöfundarferli Hall- dórs, og er myndefnis aflað víða um lönd, og frá ýmsum tímum. Einnig eru leikin atriði í myndinni og fer Guðmundur Ólafsson með hlutverk Halldórs. Myndatakan er í höndum Snorra Þórissonar, en Þorgeir Gunnarsson sér um dag- skrárgerð. Tökur fara m.a. fram í Clervaux-klaustrinu í Lúxemburg og í Taormínu á Sikiley. Menningarsjóður útvarpsstöðva hefur veitt Stöð tvö styrk til mynd- arinnar, sem verður um 90 mínútna löng og tilbúin til sýningar með haustinu. Játaði stuld úr banka MAÐIIR um þrítugt hefur játað að hafa stolið peningum úr Iðn- aðarbankanum við Lækjargötu á miðvikudag. Ekki er enn Ijóst hversu hárri fjárhæð maðurinn stal, en hann var með tæpar 30 þúsund krónur á sér þegar hann var handtekinn. Eins og skýrt var frá í Morgun- blaðinu á fimmtudag vatt maðurinn sér inn í Iðnaðarbankann við Lækj- argötu um kl. 15.40 á miðvikudag. Hann gekk að gjaldkerastúku þeirri sem næst er dyrunum, teygði sig yfír afgreiðsluborðið og greip í seðlabúnt. Ekki tókst honum að ná nema hluta af búntinu, en sfðan hljóp hann á dyr. Honum var veitt eftirför að Aðalstræti, en þar missti sá er elti hann af honum. Starfsfólk og viðskiptavinir Iðn- aðarbankans gátu gefíð greinar- góða lýsingu á manninum og beind- ust böndin fljótlega að ákveðnum manni, sem lögreglan handtók í miðbæ Reykjavíkur á fímmtudag. Hann var þá með tæpar þijátíu þúsund krónur á sér. Við yfirheyrsl- ur játaði maðurinn þjófnaðinn. Samkvæmt upplýsingum Rann- sóknarlögreglu ríkisins í gær var enn óvíst hversu hárri ijárhæð maðurinn hafði stolið, en ekki var talið að allir peningamir hefðu skil- að sér. Vestfirðir: 3 milljónir íjarðgöng GERT ER ráð fyrir að veija þremur milfjóuum króna til frnmhaldakönnunnr 4 jarð- gangagerð á Vestfjörðum. Þetta kom fram i þingræðu Matthíasar Á Mathiesen, sam- gönguráðherra, i umræðu um vegaáætlun skömmu fyrir þinglausnir. Samgönguráðherra sagði f þingræðu að gert væri ráð fyrir að veija þremur milljónum króna til könnunar og undirbúnings gerð jarðgagna á VestQörðum. Hér er um að ræða framhald könnunar, sem hafin var f tfð fyrrverandi samgönguráðherra, Matthíasar Bjamasonar, og skýrsla liggur fyrir um.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.