Morgunblaðið - 10.04.1987, Síða 58

Morgunblaðið - 10.04.1987, Síða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. APRÍL 1987 Morgunblaðið/Júlíus Sigurjónsson Handknattleikur: íslandsmeistarar Víkings 1987 ÍSLANDSMEISTARAR Vikings 1987. Aftari röð frá vinstri: Benedikt Sveinsson, Ásgeir Sveinsson, liðsstjóri, Guðni Guðfinnsson, Ingólfur Steingrímsson, Hilmar Sigurgísla- son, Sigurður Ragnarsson, Siggeir Magnússon, Árni Friðleifsson, Árni Indriðason, þjálfari og Hallur Hallsson, formaður handknattleiksdeildar Víkings. Neðri röð frá vinstri: Guðmundur Símonarson, liðsstjóri, Bjarki Sigurðsson, Finnur Thorlasíus, Guðmundur Guðmundsson, fyrirliði, Kristján Sigmundsson og Einar Jóhannesson. Guðmundur Guðmundsson og Kristján Sigmundsson voru útnefndir handknattleiksmenn ársins hjá Víkingum. Morgunblaðið/Árnl Sæberg • Sigurjón Sigurðsson, Haukum, skoraði alls 133 mörk í 1. deild og var markahæstur. Sigurjón markahæstur - gerði að meðaltali 7,3 mörk í leik SIGURJÓN Sigurðsson, Haukum, var markahæsti leikmaður 1. deildar karla i' handknattleik. Hann skoraði alls 133 mörk í 18 feikjum, eða að meðaltali 7,3 mörk i' leik. í blaðinu í gær var listinn yfir markahæstu leikmenn ekki réttur og birtum við hann því aftur í dag. Sigurjón Sigurðsson, Haukum 133/38 Hannes Leifsson, Stjörnunni 124/45 Jón Þórir Jónsson, UBK 103/40 Júlfus Jónasson, Val 101/11 Jakob Sigurðsson, Val 101/17 Birgir Sigurðsson, Fram 99 Konráð Olavsson, KR 98/9 Gylfi Birgisson, Stjörnunni 96 Karl Þráinsson, Vfkingi 96/51 Guðmundur Guðmunds jon, Vík. 85/1 ÓskarÁrmannsson, FH 83/46 Stefán Halldórsson, Val 77/17 Jón Kristjánsson. KA 75 BjörnJónsson, UBK 74/20 Héðinn Gilsson, FH 73 Friðjón Jónsson, KA 72 BjarkiSigurðsson.Vikingi 71 Per Skaarup, Fram 70/13 Árni Friðleifsson, Vfkingi 69 Pétur Bjarnason, KA 69 Guðjón Árnason, FH 68/2 Aðalsteinn Jónsson, UBK 65 Afreksmannasjóður ISl: Sextán íþróttamenn fá styrk mánaðar- lega til áramóta STJÓRN afreksmannasjóðs íþróttasambands íslands hefur gert samstarfssamning við 14 iþróttamenn, sem gildir til ára- móta. íþróttafólkið fær styrk mánaðarlega og er um tvo greiðsluflokka að ræða. Þeir, sem eru í efri flokknum, fá 30.000 krónur á mánuði, en hinir 15.000 krónur. Samningurinn gildir frá 1. mars og getur failið niður um áramót eða hækkað og fer það eftir árangri íþróttafólksins til þess tíma. í gær var gerð ein til- færsla og tveimur íþróttamönn- um bætt við og á eftir að semja við viðkomandi. í fyrstu tillögum stjórnarinnar var gert ráð fyrir að sex íþrótta- menn væru í efri flokki, þrír frjáls- íþróttamenn, tveir sundmenn og einn skíðamaður, og átta í neðri flokki, þrír frjálsíþróttamenn, þrír sundmenn, einn skíðamaður og einn júdómaður. Að sögn Friðjóns B. Friðjónssonar, formanns afreks- mannasjóðsins, var hins vegar samþykkt á sambandsráðsfundi í gærkvöldi að Bjarni Friðriksson flyttist í efri flokk, og Ragnheiður Ólafsdóttir,frjálsíþróttakona, og Ragnar Guðmundsson, sundmað- ur, bættust við neðri flokkinn. Valið Friðjón sagði að stjórn afreks- mannasjóðsins hefði fyrst kannað árangur afreksfólks í ýmsum grein- um og möguleika þess í keppni á alþjóðlegum vettvangi. Að því loknu var talað við formenn við- komandi sérsambanda eða lands- iiðsþjálfara til að fá nöfn þeirra, sem væru líklegastir til að standa sig vel á næstu Ólympíuleikum, og þeir settir í flokkana samkvæmt því. Hvað Bjarna Friðriksson varð- ar, þá var hann upphaflega settur í neðri flokkinn vegna mistúlkunar stjórnar afreksmannasjóðsins á styrk, sem Bjarni fékk frá Reykja- víkurborg, en eftir að Friðjón hafði kannað málið nánar og komist að því að Bjarni fékk ekki eins mikiö og haldið var, flutti hann tillögu um að flytja Bjarna í efri flokk og var hún samþykkt í gær, sem fyrr sagöi. Styrkþegar Ólympíunefnd og stjórn afreks- mannasjóðs hafa gert samkomu- lag þess efnis að Ólympíunefnd reynir að sinna flokkaíþróttunum, en afreksmannasjóður sér um ein- staklingana. Þetta er tilraun, en ekki er útilokað að HSÍ verði styrkt að einhverju leyti af afreksmanna- sjóðnum. Onnur sambönd eru ekki inni í myndinni eins og stendur. Hvað einstaklingana varðar, þá er hér um stefnubreytingu að ræða. Áður voru afreksmenn styrktir lítillega eftir á, en nú er reynt að ýta undir þá , sem standa sig, og gefa þeim tækifæri til að sinna æfingum og keppni til að ná sem lengst á stórmótum. Eftirtald- ir íþróttamenn hafa eða munu væntanlega gera samning við sjóðinn : Efri flokkur, 30 þúsund á mánuði: Eðvarð Þ. Eðvarðsson sund EinarÓlafsson skíði EinarVilhjálmsson frjálsar Ragnheiður Runólfsdóttir sund Sigurður Einarsson frjálsar Vésteinn Hafsteinsson frjálsar Bjarni Friðriksson júdó Neðri flokkur, 30 þúsund á mánuði: Bryndís Ólafsdóttir sund Daníél Hilmarsson skíði Eggert Bogason frjálsar Helga Halldórsdóttir frjálsar Hugrún Ólafsdóttir sund Magnús M. Ólafsson sund PéturGuðmundsson frjálsar Ragnheiður Ólafsdóttir frjálsar RagnarGuðmundsson sund Knattspyrna: Mótá Akranesi KNATTSPYRNUFÉLAG ÍA stend- ur fyrir þriggja liða móti í meist- araflokki karla í knattspyrnu um helgina. í dag klukkan 18 leika ÍA og IR, KA og ÍR leika á morgun og hefst viðureignin klukkan 12, en á sama tíma á sunnudaginn hefst leikur ÍA og KA.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.