Morgunblaðið - 10.04.1987, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 10.04.1987, Blaðsíða 60
jffBRUnRBÓT -AtÖRYGGISASTÆDUM Nýjungar í 70 ár ALHLIÐA PRENTWÓNUSTA X GuÓjónÓ.hf. I 91-272 33 I FOSTUDAGUR 10. APRIL 1987 VERÐ í LAUSASÖLU 50 KR. Hafskips/Útvegsbankamálið: Fjórir Hafskipsmenn og sjö bankastjórar ákærðir RÍKISSAKSÓKNARI ákærði í gær þrjá fyrrverandi yfirmenn Hafskips hf. og fyrrverandi end- urskoðanda félagsins og sjö fyrrverandi og núverandi banka- stjóra Útvegsbanka íslands. Forráðamenn Hafskips eru sak- aðir um fjárdrátt, fjársvik, Bragi Steinarsson mun sækja málið - Jónatan Sveinsson honum til aðstoðar BRAGI Steinarsson vararíkissak- sóknari og Jónatan Sveinsson hæstaréttarlögmaður munu sækja málið gegn fyrrum for- svarsmönnum Hafskips og bankastjórum Útvegsbankans, fyrir hönd embættis rikissak- sóknara, að sögn Hallvarðs , Einvarðssonar ríkissaksóknara. Hallvarður vísar alfarið á bug gagnrýni um að eitthvað sé óeðli- legt við tímasetningu ákæra þeirra sem birtar voru 11 sakbomingum í Hafskipsmálinu í gær, og segir að málið hafí einfaldlega verið af- greitt frá embætti sínu um leið og athugun var lokið. Sjá viðtal við ríkissaksóknara í miðopnu umboðssvik og skjalafals. Banka- stjórum Útvegsbankans er öllum gefin að sök stórfelld vanræksla og hirðuleysi í störfum í sam- bandi við viðskipti bankans við Hafskip hf. árin 1982-1985. Mál- unum hefur verið vísað til dómsmeðferðar við Sakadóm Reykjavíkur. Björgólfur Guðmundsson, for- stjóri Hafskips, Ragnar Kjartans- son, fyrrum forstjóri og síðar stjómarformaður, og Páll Bragi Kristjónsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Hafskips, em ákærðir fyrir ranga skýrslugerð og ýmis auðgunarbrot í starfí. Þá er Helga Magnússyni, löggiltum endurskoð- anda fýrirtækisins, gefið að sök bókhaldsfals og brot í starfi sem löggiltur endurskoðandi. Verði þeir fundnir sekir eiga þeir yfír höfði sér fangelsisdóma. Bankastjóramir sjö eru Halldór Guðbjamason, Láms Jónsson og Ólafur Helgason, núverandi banka- stjórar bankans, Axel Kristjánsson, aðstoðarbankastjóri og forstöðu- maður lögfræðingadeildar Útvegs- bankans, og fýrmrn bankastjóramir Ármann Jakobsson, Bjami Guð- bjömsson og Jónas G. Rafnar. Þeim er öllum gefið að sök að hafa sýnt af sér vanrækslu og hirðuleysi í starfí, með þeim afleiðingum að Útvegsbankinn hafi tapað 422 millj- ónum kr. og verði tapið mun meira þegar lokið verði gjaldþrotaskiptum á þrotabúi Hafskips hf. Viðurlög við brotum þeim, sem bankastjór- amir em ákærðir fyrir, em sektir eða varðhald. Ragnar Kjartansson sagðist í gær ætla að leggja fram kröfu um opinbera rannsókn á málsmeðferð Hafskipsmálsins. Hann sagði einnig að þegar málið yrði dómtekið 5. maí myndi hann krefjast þess að Hallvarður Einvarðsson, ríkissak- sóknari, viki og ákæran yrði dæmd ógild sökum vanhæfís Hallvarðs. Gagnrýndi hann málsmeðferðina og það gerði Páll Bragi Kristjónsson einnig. Bankastjórar Útvegsbankans sögðust í gær vera undrandi á ákæmnni. Þeir hefðu ekki átt von á henni. Þeir vildu sem minnst segja um efnisatriði, þegar Morgunblaðið leitaði álits þeirra í gær, enda lítill tími gefíst til að kanna ákæmatrið- in. Flestir höfðu bankastjóramir þó orð á því að ónotalegt hefði verið að heyra fréttir um ákæmna úr fjöl- miðlum, áður en hún hefði verið birt þeim. Sjá ákærurnar á bls. 12, 13, 14 og 15 og ummæli ákærðu á miðopnu. 400 lítrar af eitri fundust á bersvæði TUTTUGU plastbrúsar með eit- urefnum fundust í gær á opnu geymslusvæði í Vatnsmýrinni og inniheldur hver brúsi um.20 lítra —> af fosfórsýru og brennisteins- sýru, samkvæmt merkingum utan á brúsunum. Efnagreining hefur ekki farið fram. Það vom nokkrir krakkar, sem vom að leik, er fundu brúsana í opinni geymslu er Hafskip hafði til umráða á sínum tíma. Rúnar Bjamason, slökkviliðsstjóri, sagði í samtali við Morgunblaðið að lög- reglunni hefði verið tilkynnt um efnin um kl. 14.00 í gær og hefði slökkviliðinu síðan verið afhent málið. Slökkviliðsmenn fluttu eitur- efnin í geymslu slökkvistöðvarinnar og sagðist Rúnar búast við að þau yrðu efnagreind fljótlega. Rúnar sagði að böm hefðu auð- veldlega getað farið sér að voða ef þau hefðu komist í efnin, en sem betur fer hefðu slys ekki hlotist af. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Skemmtigarðurinn undirþak Skemmtigarðurinn í Hveragerði opnar á morgun, laugardag, undir þaki. Að undanförnu hefur verið unnið að byggingu húsa yfir starfsemina, meðal annars tveggja skemma sem sjást á myndinni og veitingastaðarins Tunglsins, sem er í hæsta húsinu. Starfsemi Skemmtigarðsins verður jafn- framt aukin. Morgunblaðið/Júlíus Slökkviliðsmenn fluttu eiturefn- in í örugga geymslu í gær. Auglýsendur athugið MORGUNBLAÐIÐ kemur út á skírdag þann 16. apríl. Er það síðasta blað fyrir páska. Skila- frestur auglýsinga í skírdags- blað er þriðjudaginn 14. apríl kl. 16.00. Fyrstu blöð eftir páska koma út: Síðasta vetrardag 22. apríl, skilafrestur auglýsinga er mið- vikudag 15. apríl kl. 16.00. Sumardaginn fyrsta 23. apríl, skilafrestur auglýsinga er þriðju- dag 21. apríl kl. 16.00. Laugar- daginn 25. apríl, kosningadag, skilafrestur auglýsinga er mið- vikudag 22. apríl kl. 16.00. Bankastj orar Utvegs- bankans biðjast lausnar Liggur ekki ljóst fyrir hvernig bankanum verður stjórnað - segir Valdimar Indriðason formaður bankaráðs ALLIR bankastjórar Útvegs- bankans, þeir Ólafur Helgason, Halldór Guðbjarnason og Lárus Jónsson og Axel Kristjánsson, aðstoðarbankastjóri, hafa tekið þá ákvörðun að biðjast lausnar frá starfi sínu nú þegar. Banka- ráð Útvegsbankans mun fjalla um máiið á fundi sínum í dag. „í ljósi þess, að bankastjórar Útvegsbanka íslands og einn að- stoðarbankastjóri hafa verið ákærðir fyrir „stórfellda vanrækslu og hirðuleysi" í starfí hafa þeir í dag skrifað bankaráði og óskað þess að verða leystir frá störfum nú þegar,“ segir orðrétt í fréttatil- kynningu frá bankastjórn Útvegs- banka íslands. Nýtt fyrirtæki, Útvegsbanki ís- lands hf., tekur við rekstri Útvegs- bankans þann 1. maí næstkomandi en þangað til mun núverandi banka- ráð, undir formennsku Valdimars Indriðasonar, sitja. Valdimar sagði í samtali við Morgunblaðið í gær- kveldi að bankaráðið myndi hittast kl. 10 fyrir hádegi í dag og ræða þessi mál. „Það liggur engan veginn ljóst fyrir á þessu stigi, hvernig bankanum verður stjórnað fram til mánaðamóta, er nýja bankaráðið tekur við stjóm bankans," sagði Valdimar. Bankaráð hins nýja banka kemur saman til síns fyrsta fundar í dag og er búist við að þar verði íjallað um ráðningu bankastjóra. Banka- ráðsmenn vildu í gærkvöldi ekkert segja um það mál.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.