Morgunblaðið - 10.04.1987, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 10.04.1987, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. APRÍL 1987 47 þeirra. Við Sísí og börnin minnumst Martins með þakklæti. Minning hans er björt og falleg. Kolli Ég má til með að senda þessum mínum góða vini og veiðifélaga kæra kveðju mína og þeim mun fremur sem mér gefst ekki kostur á að ganga með honum síðasta spölinn. Vinátta okkar varð nákvæmlega þrítug. Það var á öndverðu ári 1957 að Björn Þórhallsson gerði mér enn einn greiðann með því að koma mér í kynni við Martin Hansen. Þeir voru þá vinnufélagar saman í trésmiðju í Silfurtúni. Og svara- bræður urðum við næstum undir- eins, þegar við tókum á leigu Hrútafjarðará og Síká, ásamt Birni og móðurbræðrum hans, Saemundi og Barða Friðrikssonum. Í hönd fóru miklar og frjósamar veiðiferð- ir. Enginn var betri í veiðifélagi en Hansen. Enginn kurteisari og lít- illátari, enginn jafnlyndari og þakklátari. Af allri hans aðferð mátti mest læra, hvort heldur var við veiðar eða í skiptum við félaga. Þýður og ljúfur, glaður á góðri stundu og nærgætinn svo af bar. Veturinn 1958 keyptum við hrá- blautt timbur og tókum að þurrka. Nú stóð til að byggja veiðihús. Þeg- ar þar að kom tóku menn á helgum að fletta viði, plægja borð, panel og vatnsklæðningu, saga stoðir og bönd og bita. Allt undir nákvæmri stjórn smiðsins Martin Hansen, út- sirklað með ótrúlegri nákvæmni. Um vorið var öllu hlaðið á vörubíl og ekið norður yfir heiði. Að þrem dögum liðnum hafði af grunni risið eitt þekkilegasta veiðihús, sem um getur í samanlagðri laxveiðisögu landsins. Þar áttu menn saman góða daga. Þar undi Hansen hag sínum hið bezta. Hansen var fluguveiðimaður ein- göngu. Og sérstakur að því leyti að hann beitti nær eingöngu einni tegund flugu: Blue Charm. Hann skipti ekki um tegundir flugu held- ur um stærðir. Engan manna hefi ég séð prýðilegar verki farinn né prúðmannlegri við veiðar. Bálkur var hans hylur. Ég sá Hansen eitt sinn ganga að hylnum á blánkuskóm, í jakkafötum með hálstau og hatt á höfði og hefja að leika listir sínar. Sú mynd máist ekki um aldur. Martin Hansen var Norðmaður að ætt og uppruna en kom ungur að árum til Islands, festi þar rætur og eignaðist annað föðurland. Það var gaman að heyra hann á góðri stund riíja upp endurminningar frá Noregi, að ég ekki tali um þegar hann tók fram Harðangursfiðluna og hóf að leika með þeim hætti sem Norðmönnum einum er lagið. Hann eignaðist góða konu á Islandi og er af þeim komið mannkostafólk. Ég sendi Önnu og fjölskyldu þeirra kærar kveðjur og bið þeim blessun- ar. Gamall þreyttur maður hefir öðlazt kærkomna hvíld. Veiðimað- urinn slyngi hefir sveiflað sinni síðustu jarðnesku flugu, 'en lengir nú köstin þeim mun meir á veiði- vötnunum eilífu. Drottinn geymi minn góða vin. Sverrir Hermannsson Birting af- mælis og minningar- greina Morgunblaðið tekur af- mælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð i Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafnar- stræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. Miiming: SigurðurJ. Jónasson pípulagningameistari Fæddur 10. september 1896 Dáinn 28. mars 1987 Ég kynntist honum fyrst í kosn- ingabaráttu 1983. Utlitið var svart. Alþýðuflokkurinn hafði klofnað í fimmta skiptið þessa haustdaga. Skoðanakannanir gáfu fyllilega til kynna að Alþýðuflokkurinn fengi engan mann kjörinn í Reykjavík í þingkosningum. Hvað var þá orðið okkar starf eftir bráðum 70 ár. Þessa daga fórum við hamförum. Það var þeyst milli vinnustaðafunda og annarra fundahalda linnulaust. Setið við skriftir og síma. Það var fámennt lið sem var að störfum, en enginn uppgjafarhugur í fólki. Það var þá sem ég veitti honum fyrst eftirtekt. Hann var 86 ára gamall. Þéttur á velli, þéttur í lund, þrautgóður á raunastund. Það var einmitt þörf slíkra manna á þessum tíma. Sigurður Jónas Jónasson hét hann. Eitt af því fyrsta sem hann sagði mér var að hann hefði gengið í Alþýðuflokkinn 1927. Þá fyrir rúmri hálfri öld. Hann var náinn vinur Ólafs Friðrikssonar. Hann gekk í flokkinn einmitt á þeim tíma þegar Héðinn Valdimarsson var hvað aðsópsmestur. Sama árið og hann lagði fram í fyrsta sinn frum- varp sitt um verkamannabústaði, þessa byltingu í húsnæðismálum alþýðu, sem varð til þess að leiða alþýðufjölskyldumar upp úr sagga- kjöllurum og ofan af hanabjálkum í mannabústaði vaxandi höfuð- borgar. Það var gaman að taka hann tali. Gaman að hlusta á hann. Þetta var æðrulaust karlmenni. Kannski er hann mér enn í dag eins konar ímynd hins fædda jafnaðarmanns. Það var alveg sama hvað gekk á. Himinn og jörð hefðu mátt farast. Hann hefði aldrei hvikað þumlung frá lífsskoðun sinni og sannfær- ingu. Hann bifaðist ekki, hvað sem á gekk. Hann var hertur í eldi lífsbaráttunnar. Hann hafði þolað súrt og sætt með þessari hreyfingu, en hann hafði áldrei bilað. Hann var pípulagningameistari að starfi. Fæddur í Reykjavík, son- ur hjónanna Sigríðar Sigurðardótt- ur og Jónasar Jónassonar snikkara frá Stokkseyri. Hann ólst upp hjá foreldrum sínum, þar til móðir hans lézt af barnsförum árið 1902. Þá var hann 6 vetra sveinn. Þá fór hann í fóstur að Vorsabæjarhjáleigu í Flóa og dvaldist þar til unglings- ára. Til Reykjavíkur fluttist hann ungur að árum og vann þar ýmis störf. En árið 1920 brauzt hann í að hleypa heimdraganum. Hann fór til Noregs og var þar við störf og nám í fimm ár. Hann vann við bústörf, skógarhögg og fjárgæzlu; dvaldi m.a. einn í fjallakofa með mannsins Móðir okkar, t INGIBJÖRG STEFÁNSDÓTTIR, Eskihlfð 10a, Reykjavfk, er látin. Berglind Andrésdóttir, Andrés Andrésson, Stefán Andrésson. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, RAGNHEIÐUR HANSEN, Skólastíg 7, Stykkishólmi, verður jarösungin frá Stykkishólmskirkju laugardaginn 11. apríl kl. 14.00. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Vífilsstaðaspítala og St. Fransiskusspitalanum, Stykkishólmi. Sigurbjörg Hansa Jónsdóttir, Kristinn Ó. Jónsson, Emma Jónsdóttir, Eggert Ól. Jónsson, barnabörn og Högni Bæringsson, Þórhildur Magnúsdóttir, Hákon Sigurðsson, Margaret Petra Jónsdóttir, barnabarnabörn. “ Móðir okkar og tengdamóðir. h HELGA JÓNSDÓTTIR, Garði, Hauganesi, sem andaðist í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 31. mars sl. verður jarðsungin frá Stærri-Árskógskirkju laugardaginn 11. apríl kl. 14.00. Níels Gunnarsson, Petrea Gunnarsdóttir, Halldór Gunnarsson, Rósa Stefánsdóttir, Jóhann Antonsson, Ásta Hannesdóttir, Valborg Gunnarsdóttir, Sigtryggur Vaidimarsson, Helga Gunnarsdóttir, Ellert Kárason, Gunnborg Gunnarsdóttir, Pétur Sigurðsson. t Móðir okkar, dóttir mín, tengdamóöir og amma, ARNBJRÖG SIGURÐARDÓTTIR, Hringbraut 64, Keflavfk, sem lést í Borgarspítalanum 6. april sl. verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 11. apríl kl. 11.00. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Krabbameinsfélagiö. Sigrún Hannesdóttir, Jóhann Rúnar Björgvinsson, Guömundur Björgvinsson, Magnús Ingi Björgvinsson, Eygló Rut Björgvinsdóttir, Siguröur Björgvinsson, Jóhanna BJörgvinsdóttir, Björgvin Arnar Björgvinsson, Gróta Þóra Björgvinsdóttir, tengdabörn og barnabörn. einkavin, hundinn sinn, og minntist þeirra tíma einsemdar og íhugunar með ánægju alla tíð. Því næst stundaði hann nám í lýðskólanum í Voss í Noregi 1922—1923. Heim til íslands kom hann aftur 1925. Þá byijaði hann starf í Vél- smiðjunni Héðni. Seinna lagði hann fyrir sig pípulagnir og lauk prófí í þeirri iðngrein 1929. Hann starfaði mikið í sínu stéttarfélagi, sat í stjórn þess í mörg ár og var seinustu árin heiðursfélagi þess. Árið 1930 kvæntist hann Rannveigu Eyjólfs- dóttur. Þau giftust 25. janúar 1930 og áttu því að baki 57 ára farsælt hjónaband þegar Sigurður féll frá. Þau eignuðust fjögur börn. Þijú þeirra komust upp, tvær dætur og sonur, en einnig ólu þau upp fóstur- son. Þegar ég kynntist Sigurði fyrst, þá hálfníræðum öldungi, var ljóst að hann hefur verið heljarmenni að burðum. Hann var em, andlega vakandi, fylgdist vel með í pólitík- inni, var alltaf sami eldheiti jafnað- armaðurinn. Seinustu árin fór hann gjarnan í gönguferðir frá Ásvalla- götunni, þar sem þau hjónin bjuggu lengst af, niður að Tjörn. Þá átti hann það til, öðru hveiju, að banka upp á í Skjaldbreið og drekka með - mér kaffisopa. Það voru ánægjuleg- ar stundir. Það var á einni slíkri gönguferð sem hann varð fyrir áfalli síðastliðið haust. Féil í hálku og lærbrotnaði. Eftir það var hann lagður í Landakotsspítalann. Þá fylgdi annar krankleiki í kjölfarið. Hann þurfti að gangast undir erfiða | skurðaðgerð og lézt þann 28. marz eftir fjögurra mánaða legu. Skömmu áður fékk ég boð frá honum þess efnis, að hann krefðist þess að fá að kjósa. Þrátt fyrir allt var ekki hægt að verða við þessari seinustu bón hans. Þegar útförin var gerð frá Dómkirkjunni, 7 apríl í hádeginu, var formaður Alþýðu- flokksins á vinnustaðafundi. Auðvitað átti ég að fylgja honum seinasta spölinn. En ég vissi að hann hefði sjálfur krafizt þess að ég færi fremur á löngu ákveðinn fund. í öllu hans lífí og starfi gekk málstaðurinn alltaf fyrir öllu öðru. Þannig hlaut það því að verða. I nafni Alþýðuflokksins færi ég eftirlifandi konu hans, Rannveigu Eyjólfsdóttur, börnum þeirra hjóna og afkomendum öllum innilegar samúðarkveðjur um leið og ég þakka Sigurði fórnfúst og óeigin- gjamt starf í þágu málstaðar, sem - hann unni og trúði á. Jón Baldvin Hannibalsson, form. Alþýðuflokksins. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐRÚN ÞÓRÐARDÓTTIR, Túngötu 30, andaðist í Landspítalanum 8. apríl. Gunnar Eggertsson, Valdís Halldórsdóttir, Kristjana G. Eggertsdóttir Magnús Ingimundarson, Aðalsteinn Eggertsson, Jónína S. Snorradóttir, Edda Ingibjörg Eggertsdóttir, Gísli V. Einarsson, Guörún Edda Gunnarsdóttir, Einar Sigurbjörnsson og barnabörn. t Systir okkar og mágkona, SIGRÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR, Sólvallagötu 38, Keflavík, sem lést í Sjúkrahúsi Keflavíkur 6. apríl verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 11. apríl kl. 14.00. Guðrún Sigurðardóttir, Þórólfur Sæmundsson, Ásgeir Sigurðsson, Guðrún Ármannsdóttir, Sólveig Sigurðardóttir, Vilborg Eirfksdóttir. t Ástkaer eiginkona mín, dóttir mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, ANNA BERNBURG, Hlíðargötu 21, Sandgerðl, lést í Landspítalanum 7. apríl. Jarðarför auglýst síöar. Andrés Pálsson, Olga Elíasdóttir, Pétur Jóhannsson, Jón Páll Andrésaon, Olgeir Andrésson, Ágústína Andrésdóttir, Stelnþór Gunnarsson, Elias Birglr Andrésson, Krlstfn Erla Einarsdóttir og barnabörn. Harpa Hansen, Sigrún Sigurðardóttir, t Útför SÉRA BENJAMÍNS KRISTJÁNSSONAR ferfram frá Munkaþverárkirkju, laugardaginn 11. aprfl kl. 13.30. Blóm eru afþökkuð, en þeir sem vildu minnast hans láti gjafir renna til Munkaþverárkirkju eða Kristnesspitala. Þóra Björk Kristinsdóttir, Jósef H. Þorgeirsson, Margrét Þorsteinsdóttir, Björn Ingvarsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.