Morgunblaðið - 10.04.1987, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 10.04.1987, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. APRÍL 1987 33 Félag um lúðu- og þorskeldi stofnað í LOK apríl verður stofnað í Eyjafirði félag um tilraunastarf- semi með lúðu- og þorskeldi. Sveitarfélögum og sjávarútvegs- fyrirtækjum á svæðinu hefur verið boðin þátttaka í stofnun fyrirtækisins og hafa undirtektir verið mjög góðar að sögn Björns Jósefs Arnviðarsonar, formanns atvinnumálanefndar Akureyrar. Afráðið er að Akureyrarbær kaupi hlutabréf fyrir eina milljón króna í fyrirtækinu, en hlutafé verð- ur 6,5 milljónir. Félagið mun starfa í eitt ár til að byija með. Iðnþróunarfélag Eyjaflarðar fékk tvo fiskifræðinga til að vinna skýrslu um málið og eru niðurstöð- ur þeirra þær að rétt sé að fara út í þessa starfsemi. Lúðueldið verður staðsett á Hjalteyri og er fiskurinn ætlaður til slátrunar. Hvað þorsk- eldið varðar er hins vegar um að ræða eldi seiða sem síðan verður sleppt í von um meiri fiskgengd. Aðstæður á Hjalteyri eru mjög góðar til lúðueldis, nauðsynlegt er að nota djúpsjó við það, mjög að- grunnt er á Hjalteyri og því auðvelt að dæla sjó af miklu dýpi inn í lón- ið. Stefnt er að því að lúðueldið geti hafist strax í bytjun júní og þorskeldið hugsanlega síðar í sum- ar. Ekki er ljóst hvar sú starfsemi verður. Að sögn Björns Jósefs er reiknað með að kostnaður við starfsemina fyrsta árið verði sex til sex og hálf milljón króna. Fé sem lagt verður í stofnun fyr- irtækisins er algjört áhættufé en verði áframhald á starfseminni eiga þeir sem taka þátt í stofnun fyrir- tækisins rétt á að halda hlutdeild sinni í því, að sögn Björns Jósefs. . . Vetrarstillur á Ólafsfirði Morgunblaðið/Svavar Magnússon Dorgveiðikeppnin á Mývatni: Blíðskaparveður en treg veiði íslenska liðið sigraði Noreg 6-3 kg. ÍSLAND sigraðl Noreg í lands- keppni í dorgi sem fram fór á Mývatni um síðustu helgi. Is- lendingar veiddu sex kíló en Norðmennirnir þrjú. Afla- kóngur íslendinga var Erna Héðinsdóttir, 11 ára, sem fékk tvo fiska, en hún veiddi ein- mitt fyrsta fisk dagsins. „Veiðin var frekar treg. Það komu eitthvað á annan tug fiska upp,“ sagði Björn Björnsson, mótsstjóri, í samtali við Morgun- blaðið, 54 voru skráðir í keppnina, þar af 23 Norðmenn. Þrátt fyrir dræma veiði héldu menn ánægðir heim, að sögn Bjöms. „Veðrið var alveg eins ég var búinn að panta!“ sagði hann. „Það var kannski helst að veðrið væri of gott. Það er best að veiða í vindi og hláku, en á laugardag- inn var stafalogn." Já, veðrið var mjög gott, sólin Náttúrufræðistofnun Norðurlands: Rís hús fyrir Nátturufræði- stofnun Norðurlands á lóð MA? Það er sögð álitleg hugmynd - nefnd skipuð til að kanna húsnæðisþörfina í TILEFNI af formlegri sameiningu Lystigarðsins og Náttúru- gripasafnsins um næstu áramót samþykkti bæjarstjórn Akureyrar á síðasta fundi sínum þá tillögu Björns Jósefs Amviðarsonar, Sjálfstæðisflokki, að kjósa fimm manna nefnd til að kanna hús- næðisþörf Náttúrufræðistofnunar Norðurlands með tiUiti til þeirra hugmynda sem komið hafa fram um hlutverk hennar. Nefndinni er einnig falið að kanna hvort Akureyrarbær geti ekki haft samstarf við aðra aðila um rekstur stofnunarinnar. Nefndin á að skila áliti sínu fyrir 15. ágúst á þessu ári. Líkur eru á að bæjarstjóm kjósi í umrædda nefnd á næsta fundi sínum. Bæjarstjóm lýsti einnig yfir stuðningi við þá hugmynd að kenna stofnunina við nafn Jónas- ar Hallgrímssonar, náttúrufræð- ings og skálds. í greinargerð með tillögunni segja Björn Jósef og Gísli Bragi Hjartarson, Alþýðuflokki, með- flutningsmaður hans, að um nokkurra ára skeið hafi starfs- menn og stjóm Náttúrugripa- safnsins hugleitt möguleika á að koma upp hentugu húsnæði fyrir safnið, „en þröngt og óhentugt húsrými hefur hamlað starfsemi þess og æskilegri þróun. Sú hug- mynd sem mest hefur verið rædd tengist byggingu safnhúss fyrir Náttúmgripasafnið sem jafn- framt hýsti rannsóknarstarfsemi á vegum Lystigarðsins á Akur- eyri. Hafa menn þá látið sér detta í hug samstarf við Menntaskólann á Akureyri um þessa hugmynd. MA hefir yfir að ráða talsverðu landrými sem nýta mætti undir byggingu af þessu tagi. Hefir sú hugmynd virst álitleg að reisa hús á sunnanverðri lóð MA, örskammt vestan Lystigarðsins. Mætti þá jafnframt nýta húsið til kennslu og rannsókna á vegum náttúm- fræðideildar MA. Gæti slík til- högun orðið til að styrkja vemlega kennslu í náttúmfræðum við menntaskólann." í greinargerðinni segir enn- fremur að í byggingarsjóði, sem stofnaður var á þrítugsafmæli Náttúragripasafnsins vorið 1981, séu nú eignir sem nemi u.þ.b. einni milljón króna í peningum og skuldabréfum. „Hlaut sjóðurinn í upphafi myndarlega gjöf frá rann- sóknarstöðinni Kötlu, en forgöngu um það mál hafði forstöðumaður Náttúmgripasafnsins, Helgi Hallgrímsson. Hefur Helgi raunar verið manna ötulastur að afla þessum hugmyndum fylgis á opin- bemm vettvangi. Segja má að þáttaskil hafi orðið á málefnum sjóðsins er stjórn kaupfélags Ey- firðinga ákvað á aðalfundi sumarið 1986 að veita honum styrk að upphæð kr. 500.000 í tilefni aldarafmælis KEA.“ Síðan segir að fyrmefnd tillaga um skip- an nefndar sé flutt í beinu framhaldi af þeirri velvild sem málinu var sýnd á aðalfundi KEA í fyrra. Um hugmyndir að nýtingu hússins segja Bjöm Jósef og Gísli Bragi að þar hefði Náttúmfræði- stofnun Norðurlands aðstöðu til að geyma safn náttúmgripa þann- ig að aðgengilegt yrði þeim, sem það vildu nota og kynna sér, góð- ur salur þyrfti að vera til almennra sýninga, aðstaða yrði til rann- sóknarstarfa á vegum stofnunar- innar en hugmyndir þar að lútandi mætti tengja áætlunum um stofn- un háskóla á Akureyri. „í því sambandi ber að hafa í huga að háskóli er fyrst og fremst rann- sóknarstofnun. Það hefur kannski gleymst í umræðum um háskóla á Akureyri að á Náttúmgripa- safninu hafa um árabil verið stundaðar rannsóknir sem falla innan starfssviðs háskóla." Þeir segja ennfremur að í húsinu yrði safn bóka og sérfræðitímarita sem heyra undir Náttúrafræðistofnun sem yrði aðgengilegt fræðimönn- um og skólanemendum sem unnið gætu að verkefnum sínum í hús- inu. „Mjög hefur skort á það undanfarin ár að Náttúmgripa- safnið gæti átt samstarf við skólana og boðið þeim upp á við- unandi aðstöðu. Með auknu samstarfi við skólana vaknar spumingin um þátt ríkisins í byggingu hússins og rekstri Nátt- úrufræðistofnunar Norðurlands. Ríkið rekur Náttúmfræðistofnun í Reykjavík, sem kostuð er af al- mannafé,“ og með skírskotun til sjónarmiða um jafnvægi í byggð og eflingu byggðakjama utan Reykjavíkur segja þeir eðlilegt að menn íhugi hlut ríkisins í rekstri Náttúmfræðistofnunar Norður- lands. skein eins og sjá má af meðfylgj- andi myndum og bætti gott veður upp aflaleysið. Þrír þingmanna kjördæmisins tóku þátt í dorgveiðikeppninni. Það vom þeir Guðmundur Bjama- son, Björn Dagbjartsson og Steingrímur J. Sigfússon, en þeir veiddu ekki neitt. „Þeir fóm heim með öngulinn í rassinum!" sagði Björn Bjömsson. „Ég þorði hvorki að lofa þeim atkvæðum né veiði ef þeir kæmu en þeir létu slag standa. En þó þeir hafi ekkert veitt held ég að þeir hafi skemmt sér vel,“ sagði Björn. Tveir Norðmenn hlutu verðlaun í keppninni, annar fyrir besta gæðamat og hinn fyrir flesta fiska veidda. Sá fékk sex fiska á land. Nokkrir Norðmannanna em ákveðnir í að koma aftur næsta vetur og taka þátt í dorgveiði- keppninni, að sögn Björns Bjöms- sonar, þannig að þeim hefur greinilega líkað vel. Sjónvarp Akureyri FÖSTUDAGUR 10. apríl § 18.00 Lífsbaráttan (Staying Alive). Bandarísk kvikmynd frá 1983 með John Travolta og Cynthia Rhodes í aðalhlutverkum. Travolta leikur dans:>“ ara sem er staðráðinn í þvi að verða með þeim bestu á Broadway. Tónlist- in er eftir Bee Gees og leikstjóri er SylvesterStallone. 19.40 Frambjóðendur og fréttamenn. Að þessu sinni svarar Stefán Valgeirs- son, efsti maður á J-lista, spurningum fréttamanna. 20.00 Ferðir Gúllivers. Teiknimynd. 20.25 Altt er þé þrennt er. Gamanþátt- ur. 20.55 Tískuþáttur. 21.30 Klassapíur. §22.00 Geimálfurinn. §22.30 Ástarkveðjur, Mary (Love Mary). Bíómynd með Kristy McNichol, Matt Clark, David Paymer og Rachel Ticot- ! in í aðalhlutverkum. §00.05 Stranda á milli (Coast to Coast). Dyan Cannon leikureiginkonu á flótta undan manni sínum í þessari gaman- myndfrá 1980. Skilnaðurgeturverið dýrt spaug og því vill læknirinn, mað- ur hennar, heldur láta loka hana inni á geðsjúkrahúsi. 01.40 Dagskrárlok.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.