Morgunblaðið - 10.04.1987, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 10.04.1987, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. APRÍL 1987 Bandaríkin: Dollar féll þrátt fyr- ir íhlutun seðlabanka Mubarak forseti er vinsæll af alþýðu manna í Egyptalandi eins og kosningaúrslitin bera með sér. Kosningarnar í Egyptalandi: Flokkur Mubaraks mjög traustur í sessi New York, Washington, Reuter. SEÐLABANKI Bandaríkjanna greip inn í á gjaldeyrismörkuð- um í gær þegar Bandaríkjadollar féll niður í 144,60 japönsk jen. Það er lægsta gengi dollars gagnvart jeni frá stríðslokum. Ihlutun bankans kom fyrir lítið og hélt dollarinn áfram að falla. Gjaldeyriskaupmenn sögðu að bankinn hefði keypt dollara og selt jen á markaðinum í New York, en dollarinn hefði haldið áfram að falla og fáum mínútum síðar hefði hann kostað 144,35 jen. Bandaríkjamenn voru meðal sjö helstu iðnríkja heims, sem staðfestu í tilkynningu í gær samning frá því í febrúar um að koma jafnvægi á gengi gjaldmiðla. Nigel Lawson, fjármálaráðherra Breta, sagði í gær að í samningnum væri kveðið á um íhlutun þegar til að halda þyrfti gengi stöðugu. Japanskir embættismenn hófu í gær neyðarviðræður við samninga- menn Bandaríkjamanna. Tilgangur viðræðnanna er að komast hjá því að Bandaríkjamenn setji refsitolla á japanskar útflutningsvörur. Frá Hvíta húsinu bárust þau tíðindi að tollarnir yrðu lagðir á frá og með 17. apríl eins og tilkynnt hefði verið. Kairó. Reuter. LOKIÐ er að me9tu talningu úr þingkosningunum, sem fram fóru i Egyptalandi sl. mánudag, og er ljóst, að flokkur Hosnis Mubarak forseta mun ráða allt að tveimur þriðju þingsæta. Sú breyting varð á með stjórnarand- stöðuna, að kosningabandalag sósialista og heittrúarmanna varð í öðru sæti. Al-Ahram, hálfopinbert málgagn stjómarinnar, sagði í gær, að flokk- ur Mubaraks hefði fengið 75% atkvæða og um tvo þriðju sæta á þingi, sem skipað er 458 mönnum. Næstur honum kom bandalag sósí- alista og múhameðskra heittrúar- manna með 13% en Wafd-flokkur- inn, sem áður var í forystu fyrir stjórnarandstöðunni, fékk 10%. Heittrúarmennirnir hafa krafist þess, að egypskt þjóðfélag verði í einu og öllu sniðið eftir lögbók Kóransins, Sharia, og að rift verði friðarsamningnum við ísraela. Stjórnarflokkurinn var fyrir því áfalli í kosningunum, að einn ráð- herra, Gamal Sayed Ibrahim, sem fer með vopnaframleiðsluna, náði ekki endurkjöri. Búist er við, að Atef Sedki, forsætisráðherra, muni skýra frá nokkurri uppstokkun í stjóminni nk. sunnudag. Hosni Mubarak, sem tók við valdataumunum árið 1981 þegar trúarofstækismenn myrtu fyrir- rennara hans, Anwar Sadat, mun leita nýrrar útnefningar sem forseti síðar á árinu. Til hennar þarf hann fyrst að fá samþykki tvo þriðju þingmanna og síðan fólksins sjálfs í þjóðaratkvæðagreiðslu. Kosningarnar á mánudag fóru að mestu friðsamlega fram en þó kom til átaka á nokkrum stöðum og einnig var eitthvað um, að stjórn- arandstaðan sakaði stjórnarflokk- inn um kosningasvindl. ERLENT Tillaga Varsjárbandalags: Engin framlög til vígbúnaðar- mála í tvö ár Varsjárbandalagið lagði í gær til við Atlantshafsbandalagið að engu fé yrði veitt í vígbúnaðar- mála á næstu tveimur árum, að því er sagði í frétt frá rúmönsku fréttastofunni Agerpress í gær. Að sögn fréttastofunnar var þessi tillaga afhent í sendiráðum Atlants- hafsbandalagsríkja í Búkarest. í tillögunni segir að bann við fjárveit- ingu til vígbúnaðarmála í eitt eða tvö ár gæti greitt götu fyrir tak- mörkun herliðs og hefðbundinna vopna í Evrópu og NATO ætti að samþykkja hana tafarlaus. Agerpress sagði að Rúmenar hefðu átt frumkvæði að tillögunni og önur Varsjárbandalagsríki hefðu samþykkt hana. Finnland: Myndun borgaralegrar sljórnar næsta skref? Sjálfstæðisfélag Bessa- staðahrepps 10. apríl Almennur fundur kl. 20.30 á Bjarnastöðum Ræðumenn: Matthías Á. Mathiessen, ólafur G. Einarsson Gunnar G. Schram, Ásthildur Pétursdóttir, Erla Sigurjónsdóttir. Helsinki, frá Lars Lundsten, fréttaritara ÞRÍR stærstu flokkar Finnlands munu ekki mynda samsteypu- stjórn. Flokkarnir gáfu í gær Esko Rekola, fulltrúa forsetans, svör sín við því hvort grundvöllur væri fyrir samsteypustjórn hægri manna, jafnaðarmanna og miðflokksmanna, en sú stjórn nyti stuðnings tveggja af hveij- um þremur þingmönnum og gott betur. Talið er að næsta skref í stjórnar- mynduninni sé að kanna hvort Holland: Hópur friðar- sinna vinnur skemmdarverk líaaff, Reuter. HOLLENSKIR friðarsinnar hafa tvívegis unnið skemmdarverk á herflugvelli í Gilze undanfarna þijá daga. Aðfaranótt miðviku- dagsins skemmdu þeir flug- skeyti, sem ætlað er veija flugvöllinn ef átök blossa upp. Yfirmaður í flughernum sagði í samtali við Æeuters-fréttastofuna að hópur friðarsinna hefði klippt í sundur gaddvírsgirðingu umhverfis fiugstöðina í Gilze í suðvesturhluta landsins. Sagði hann fólkið hafa tekið stykki úr undirstöðum Hawk- loftvamarskeyta og fjarlægt hettur af skothnöppum. Þá vann fólkið einnig skemmdir á rafmagnsbúnaði flugskeytanna. Hópur friðarsinna hefur lýst ábyrgðinni á hendur sér. Að sögn heimildarmannsins kom- ust friðarsinnamir einnig inn á herstöðvarsvæðið á sunnudags- kvöldið og máluðu þeir þá slagorð á veggi. Sagði hann erfítt að halda uppi fullnægjandi gæslu við gadda- vírsgirðinguna sem er 20 kílómetra löng. Morgunblaðsins. borgaralegu flokkarnir geti myndað stjórn, en þeir eru með meirihluta á þingi. Stjórnarmyndunin getur að þessu sinni haft þó nokkra stefnubreyt- ingu í för með sér í stjómmálalífi Finna. Miklar líkur eru á því að yfir tuttugu ára stjórnarandstöðu hægri flokksins Kokoomus sé að ljúka. Borgaraflokkamir hafa full- yrt að þörf sé fyrir sterka sam- steypustjórn til þess að endurnýja skattakerfið og gera stjórnarskrár- breytingu. Augljóst hefur verið frá upphafi að jafnaðarmenn eru andvígir þeirri lausn. Telja menn nú að fyrstu umferð stjórnarmyndunarviðræðna sé lok- ið. Mauno Koivisto forseti fól á þriðjudag Esko Rekola fyrrum sam- ráðherra sínum að kanna hvort stærstu flokkarnir væru reiðubúnir til að mynda samsteypustjórn. Re- kola hitti forsetann í gærkvöldi og ákveður hann á næstu dögum hvernig haldið verði áfram. Fyrst þrír stærstu flokkarnir geta ekki myndað stjórn vilja miðflokks- menn helst mynda borgaralega stjórn. Einnig er möguleiki á að hægri menn og jafnaðarmenn reyni að komast í stjórn saman. Yfirlýs- ingar jafnaðarmanna í garð mið- flokksmanna hafa verið harðorðar bæði fyrir og eftir kosningar. Hins vegar hafa hægri menn og jafnað- armenn ekki beinlínis gagnrýnt hvorn annan. Margra áratuga stjórnarsam- starf Miðflokks og jafnaðarmanna hefur gengið erfiðlega undanfarin misseri og gerir það stjórnarmynd- un erfiða að þessu sinni. Evrópsk flugfélög: Sætanýting í febr- úar aldrei hærri Brussel, Reuter. SÆTANÝTING áætlunarflugfé- laga í Evrópu sló öll met í febrúar, að sögn talsmanns Sam- bands evrópskra áætlunarflugfé- laga (AEA). Farþegafjöldi flugfélaga, sem aðild eiga að AEA, jókst um 11% í febrúar miðað við sama mánuð í fyrra. Sætanýtingin var 60% og hefur aldrei mælst hærri í sögu samtakanna, en 21 áætlunarflugfé- lag á aðild að þeim, þ.á m. Flugleið- ir. Farþegum fjöigaði enn meir á flugleiðinni yfir Norður-Atlantshaf í febrúar, miðað við sama mánuð í fyrra, eða 15,5%. Farþegum fækk- aði á þessari flugleið í fyrra vegna verðlækkunar dollarans, ótta við hryðjuverk gegn Bandaríkjamönn- um í Evrópu og kjarnorkuslyssins í Chernobyl. Sætanýtingin í Atl- antshafsfluginu var 55% og er það einnig met fyrir febrúarmánuð. Að sögn Davids Henderson, tals- manns AEA, var afkoman einnig betri á flugleiðum yfir Suður- og Mið-Atlantshaf, í Evrópu og til Asíu og Miðausturlanda. „Ef þróun- in verður með sama hætti á næstu mánuðum mega flugfélög innan samtakanna eiga von á talsverðri fjölgun farþega frá í fyrra,“ sagði Hendersen.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.