Morgunblaðið - 10.04.1987, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 10.04.1987, Blaðsíða 42
f>k> 42 -'onr rrrrrr ^ o f rTTTo, * nrTn'oön rnrr * TfTTvHTrXJ A** MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. APRÍL 1987 Bókasöfn í fram- haldsskólum Úr bókasafni Menntaskólans við Sund. eftirHuldu Björk Þorkelsdóttur, Ingibjörgu Sverris- dóttur ogÞórdísi T. Þórarinsdóttur Grein sú sem hér fer á eftir er upphaflega erindi flutt á fundi samstarfsnefndar menntaskóla- stigsins: Eins og kunnugt er hafa á und- anfömum ámm orðið stórfelldar breytingar á starfsháttum skóla, í þá átt að lögð er meiri áhersla á sjálfstæð vinnubrögð nemenda und- ir handleiðslu kennara. Þessi sjálf- stæðu vinnubrögð kalla á vel búin skólasöfn, þ.e. góða vinnuaðstöðu fyrir nemendur og starfsfólk, fjöl- breyttan safnkost og hæft starfslið. Hvað varðar uppbyggingu skóla- safna em framhaldsskólarnir í landinu mislangt á veg komnir, en segja má að öll söfnin séu vanbúin að standa undir þeim kröfum sem I gerðar em til þeirra, enda er mjög stutt síðan þau urðu virk sem skóla- söfn. Þann 1. janúar 1980 var fyrst ráðinn bókasafnsfræðingur í fasta stöðu við almennan framhaldsskóla hér á landi, en áður var bókasafns- fræðingur í lausri stöðu við a.m.k. einn skóla í Reykjavík og ennfrem- ur höfðu kennarar annast sum söfnin meðfram kennslu. Rétt er að benda á að við Iðnskólann í Reykjavík hefur starfað bókasafns- > fræðingur síðan 1974. Síðan 1980 hafa verið ráðnir bókasafnsfræð- ingar í fleiri skóla og nú munu þeir vera um 20 talsins í framhaldsskól- um á landinu öllu og um 30 skólar hafa skólasafn, vísi að safni eða aðgang að safni. Uppbygging bókasafna fram- haldsskólanna er því miður stutt á veg komin. Húsnæði safnanna er víðast hvar alltof lítið, söfnin hafa of fáu starfsfólki á að skipa og Qár- veitingar em lágar. í mars 1985 V Úr bókasafni Fjölbrautaskólans í Breiðholti. „Uppbygging bóka- safna framhaldsskól- anna er því miður stutt á veg komin. Húsnæði safnanna er víðast hvar alltof iítið, söfnin hafa of fáu starfsfólki á að skipa og fjárveitingar eru lágar.“ stofnuðu bókaverðir á framhalds- skólastigi með sér samstarfshóp til að vinna að sameiginlegum hags- munamálum safnanna. Hópurinn hefur m.a. knúið á í menntamála- ráðuneytinu um aukningu á stöðu- gildum bókasafnsfræðinga og aðstoðarfólks við söfnin. Undirtekt- ir hafa ávallt verið jákvæðar en því miður hefur lítið orðið úr fram- kvæmdum enn sem komið er, því ekki hefur fengist íjárveiting. 2. maí 1986 sendi samstarfshópurinn bréf ásamt fylgiskjölum til allra skólameistara og rektora við al- menna framhaldsskóla og fór þess á leit við þá að þeir fjölluðu um málefni bókasafnanna og leiðir til úrbóta. 3. nóvember sl. komu full- trúar úr samstarfshópnum á fund skólameistara í áfangaskólum og gerðu grein fyrir stöðu safnanna. Fundurinn samþykkti ályktun sem send var nefnd um að semja lög um framhaldsskóla og ennfremur í menntamálaráðuneytið. Nú nýlega kom fram frumvarp til laga um framhaldsskóla. Hvað varðar skólasöfnin er það mikil aft- urför frá fyrri lögum. Þar fá skólasöfn minni umfjöllun en áður, t.d. vantar svo til allt um starfslið, búnað og fasta fjárveitingu til safn- anna. Markmið: Markmið bókasafna á framhaldsskólastigi er það sama og markmið skólanna, þ.e.a.s. sam- kvæmt lögum um menntaskóla frá 1970, „að efla þroska nemenda sinna, veita þeim almenna menntun að loknu miðskólanámi og búa þá undir háskólanám og þátttöku í lífi og starfi þjóðfélagsins" eða sam- kvæmt frumvarpi til laga um framhaldsskóia frá 1987, „að veita nemendum menntun er nýtist sem undirbúningur starfs eða frekara náms. Jafnframt stuðli námið að alhliða þroska nemenda." Hlutverk: Hlutverk bókasafna á framhaldsskólastigi er að vera upp- lýsingamiðstöð fyrir nemendur og kennara. Á skólasafni læra nem- endur að finna heimildir óg meta þær. Þar læra nemendur að velja og nota heimildirnar og einnig að framleiða nýjar. Það verður að búa vel að skóla- söfnunum svo að þau megi sinna þessu hlutverki sínu. Þau þurfa að vera opin og til reiðu fyrir nemend- ur og kennara allan þann tíma sem skólinn starfar og þá má ekki gleyma öldungadeildunum Starfsfólk: Söfnin verða að hafa á að skipa sérmenntuðu starfsliði, auk aðstoðarfólks svo fært sé að veita þá þjónustu sem af þeim er krafist, s.s. heimildaleit, upplýs- ingaþjónustu, útlán o.fl. Bókasöfn framhaldsskólanna hafa öll fáum starfsmönnum á að skipa. Sam- kvæmt viðmiðun menntamálaráðu- neytisins um stöðugildi bókasafns- fræðinga í framhaldsskólum er áætluð 1 staða á hverja 750 nem- endur og þar yfir. Ljóst er að þessi viðmiðunartala er nú óraunhæf. Við teljum að í þeim framhaldsskólum þar sem bókasöfn eru starfsrækt á annað borð sé algjört lágmark að hafa heila stöðu bókasafnsfræðings við skóla, óháð nemendafjölda. Mis- munur á starfi í stórum og litlum skólum felst einkum í því að þjón- usta er við færri aðila í litlu skólunum. Grunnvinnan á safni, s.s. innkaup og önnur efnisöflun, frágangur safnagagna, ýmiskonar stjórnunarstörf er svipuð í litlum og stórum skólum. Núverandi við- miðunartala var til mikilla bóta á þeim tíma sem hún var sett, en með auknu álagi á söfnin er hún orðin alltof lág. Þjónusta við söfnin: Brýnt er að komið verði á fót þjónustu við bókasöfn framhaldsskólanna. Það er sóun á tíma og fjármunum, að á öllum söfnunum sé unnin sama grunnvinnan, s.s. flokkun, skrán- ing, lyklun o.fl. Tíma bókasafns- fræðinganna er betur varið í þjónustu við safnnotendur. Benda má á þá þjónustu sem grunnskólar Reykjavíkur fá, ef slík þjónusta kæmist á fyrir framhaldsskólana, þá minnkar að sama skapi þörfin fyrir aðstoðarfólk, en hverfur alls ekki. Þau störf sem slík þjónustu- miðstöð kæmi til með að sjá um eru æði tímafrek, eins og starfsemi safnánna er háttað í dag. Húsnæði: Skólasöfnin þurfa að vera í hentugu húsnæði, miðsvæðis í skólanum, og hafa aðstöðu fyrir verkefnavinnu, heimavinnu og hóp- vinnu nemenda auk þess sem gera þarf ráð fyrir vinnuherbergi starfs- fólks og geymslum, ásamt rými fyrir þjónustustarfsemi safnsins. Safnið þarf að vera í húsnæði sem býður upp á sveigjanleika, það þarf að vera aðlaðandi og þar þarf að vera nægjanlegt rými fyrir alla þá starfsemi sem æskilegt er að fari þar fram. Stækkunarmöguleikar þurfa að vera fyrir hendi þegar þjónusta og safnkostur vex. Þessum atriðum þarf að gera ráð fyrir við hönnun skólabygginga og gera ráð fýrir bókasafninu í viðmiðunar- kostnaði og tryggja fjármagn til stofnkostnaðar. Búnaður: Það er mikils virði að húsgögn og allar innréttingar séu við hæfi. Nota ætti stöðluð hús- gögn, en kostirnir við þau eru að alltaf er hægt að bæta inní — fá samskonar aftur. Það þarf að reyna að skapa sem best vinnuskilyrði fyrir alla og vin- gjamlegt umhverfi. Bjartir litir, nóg sæti, þægileg og góð vinnuborð, hillur sem hægt er að færa til eftir þörfum, mismunandi hillubreiddir, sérbúnaður fyrir nýsigögn, tímarit og stórar bækur, allt þetta er nauð- synlegt á safninu. Einnig má nefna spjaldskrárskáp, skjalaskáp, hring- statív og sýningaraðstöðu. Fjárveiting: í skólum sem ein- göngu eru reknir af ríkinu er engin sérstök íjárveiting til bókasafn- anna. Fé til bókakaupa verður að taka af almennu rekstrarfé skólans og vilja söfnin þ& mæta afgangi ef um þrengist. I þeim skólum sem reknir eru í sameiningu af ríki og sveitarfélagi/sveitarfélögum hafa söfnin sjálfstæða fjárveitingu. Upp- hæð hennar er þó mjög mismun- andi, því hún er háð velvilja og/eða áhuga sveitarstjórnarmanna á hverjum stað. Því er nauðsynlegt að hvert safn fái eigin íjárveitingu og þarf hún að miðast við ákveðið lágmark og fjölda nemenda í skól- anum. Fjárveitingu þarf annars vegar til að byggja upp lágmarks safnkost miðað við nemendafjölda og hins vegar til árlegrar aukningar og viðhalds á safnkosti. Vekja má EKKI PRÍLA! NOTAÐU BELDRAY Álstigarnir og tröppurnar frá Beidray eru viðurkennd bresk gæðavara - öryggisprófuð og samþykkt af þarlendum yfir- völdum. Beldray er rétta svarið við vinnuna, í sumarbústaðnum og á heimilinu. Verðið er ótrúlega hagstætt - gerðu hiklaust samanburð. Beldray fæst í byggingavöruverslunum og kaupfélögum um land allt. EINKAUMBOÐ I.GUÐMUNDSSON & CO HF. SÍMI 24020 64,5cm 87,Ocm 109,5cm 132,Ocm 154,5cm 177,Ocm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.