Morgunblaðið - 10.04.1987, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 10.04.1987, Blaðsíða 23
um verða skattleysismörkin þessi, þ.e. menn byrja hvorki að greiða tekjuskatt né útsvar fyrr en við eftirfarandi tekjumörk: • Persónuafsláttur allra skatt- greiðenda verður kr. 11.500 á mánuði miðað við verðlag í febr- úar. Þetta þýðir að bamlaus einstaklingur með rúmlega 33 þúsund krónu mánaðartekjur greiðir alls engan tekjuskatt eða útsvar til sveitarfélaga. Hann verður með öðrum orðum al- gjörlega skattlaus. • Hjá bamlausum hjónum þar sem aðeins annað aflar tekna verða þessi skattleysismörk 60.000 krónur á mánuði. Af þeim tekjum greiðast hvorki tekjuskattur né útsvar. • Barnlaus hjón, sem bæði afla tekna, munu ekki byija að greiða skatt fyrr en tekjur þeirra em orðnar rúmlega 66.000 krónur á mánuði. • Hjón með tvö börn á framfæri bytja ekki að greiða skatta fyrr en af 80.000 króna mánaðar- tekjum. • Einstætt foreldri með tvö börn undir 7 ára aldri mun ekki byija að borga tekjuskatt eða útsvar fyrr en mánaðartekjur þess eru orðnar rúmlega 60.000 krónur. Persónuaf slátturinn er millifæranlegur Þar að auki er persónuafsláttur- inn millifæraniegur miili hjóna að fjórum fimmtu hlutum. Tökum dæmi um hvernig það virkar í fram- kvæmd. Ef annar makinn hefur 100 þús. kr. mánaðartekjur en hinn engar, greiðir hann samtals 35 þús. kr. í tekjuskatt og útsvar þar sem skatt- prósentan í staðgreiðslunni getur aldrei verið hærri en 35% — sama hve tekjurnar eru háar. Frá þeirri upphæð dregst per- sónuafsláttur hans sem eru 11.500 krónur. Heildarskattur hans verður því 23.500 kr. En frá þeirri upphæð dragast 80% af persónuafslætti hins makans, sem ekki er að störfum. Heildarskattar mannsins af 100 þús. kr. tekjum verða því ekki nema 14.300 kr. Takmarkinu að mestu náð Ég held að engum blandist hugur MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. APRÍL 1987 23 um að með þessum breytingum, sem þegar eru orðnar að lögum, megi fullyrða að tekjuskatturinn á almennum launatekjum hefur verið afnuminn að langmestu leyti. Og ekki aðeins það heldur útsvarið einnig. Greiðsla þess hefur ætíð hafist við miklu lægri tekjumörk en sjálfs tekjuskattsins. Þess vegna felst í rauninni enn meiri réttarbót í því að nú byija hjón heldur ekki að greiða útsvar fyrr en við 60—80.000 kr. mánaðartekjur. Lægsta skattprósentan Með þessum umfangsmiklu breytingum á íslenska skattkerfmu, sem felast í staðgreiðslulögunum, er tekjuskattsprósentan hér á landi orðin lægri en í nokkru öðru Evr- ópuríki. Hámarksprósentan (útsvar og tekjuskattur) verður nú 35% af tekjum manna en hún var 63,5% þegar þessi ríkisstjóm tók við árið 1983. í þessu felst að mönnum er ekki lengur refsað með hærri sköttum fyrir að leggja á sig mikla vinnu til að auka tekjur sínar. Jaðarskatt- urinn af aukavinnunni getur aldrei orðið hærri en 35% — og mun lægri ef aðeins annar makinn vinnur fyr- ir tekjunum eins og áður var skýrt. Mikil lækkun óbeinu skattanna Að lokum þetta. Mér og mörgum öðrum hefur þótt það sækjast seint hjá ríkisstjórninni að afnema tekju- skattinn á almennum launatekjum. Ein helsta ástæða þess var að meiri áhersla hefur verið lögð á að lækka tolla og óbeina skatta en tekjuskatt- inn, m.a. að ósk verkalýðshreyfing- arinnar. Óbeinu skattarnir hafa verið lækkaðir um 1,6 milljarða króna á kjörtímabilinu. Með nýju skattalögunum hefur blaðinu sem betur fer verið snúið við. Réttlátara kerfi hefur verið tekið upp sem koma mun öllum launamönnum þessa lands til góða á næstu árum. Því takmarki hefur nú verið náð í öllum aðalatriðum að hvorki greiðist tekjuskattur né útsvar af almennum launatekjum. Það er kjarni málsins. Höfundur skipar 5. sætiá fram- boðslista Sjálfstæðisfiokksá Reykjanesi. Frábær, traust og vönduð hljómtækifrá SBsIEHEH GoldStar GSA-5100 MIDI-hljómtækjastæðan Magnari: léttrofar, ljósaborð, 2x50W. Plötuspilari: hálf-sjálfvirkur. Útvarp: FM-MW stereo útvarp, "muting", "FM-Hi-blend". Segulband: Stereo, Metal, Dolby, ljósaborð, "mute" léttrofar. Hátalarar: 3-Way, bass-reflex, 2x80W. Tengi fyrir laser-spilara og video. SKIPHOLTI 19 SÍMI 29800 Laugavegi 64. Sími 28499. Opnum í dag nýja og fallega herrafataverslun + bamadeild med sportfatnað á 2. hæð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.