Morgunblaðið - 10.04.1987, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 10.04.1987, Blaðsíða 46
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. APRÍL 1987 46 Minning: Martin Hansen Fæddur 19. febrúar 1905 Dáinn 3. apríl 1987 Um þessar mundir eru liðin ein 40 ár síðan ég fyrst kynntist þeim hjónum, Önnu Jónsdóttur og Martin Hansen. Jón, sonur þeirra var skóla- bróðir minn og vinur og það kom af sjálfu sér, að ég kom á heimili þeirra á Njarðargötu 35, hér í borg. Má með sanni segja, að næstu árin hafí hafí heimili þeirra Önnu og Martins verið mitt annað heimili. Myndaðist þá á milli okkar sú vin- átta, sem enst hefír fram á þennan dag og aldrei hefír borið skugga á. Anna og Martin bjuggu á neðri hæð hússins ásamt tveimur börnum sínum, en á efri hæðinni bjó Svava Jónsdóttir, systir Önnu, ásamt fímm dætrum. Voru bömin öll á svipuðum aldri og samgangur mikill milli heimilanna. Var þama í þaun um að ræða eina stóra, samhenta fyöl- skyldu. Á þessum árum varð til óvenju stór og samhentur hópur skólafélaga, vina og kunningja okk- ar Jóns. Hittumst við oft í viku á heimili þeirra Önnu og Martins og var þá ýmislegt brallað. Var þá oft ærslast fram á nótt og vildi það stundum gleymast, að húsráðendur þurftu að mæta til vinnu að morgni. En aldrei var kvartað og ávallt mætti okkur sama ljúfa viðmótið hjá þeim hjónum. Veit ég að marg- ir okkar eiga sínar bestu minningar unglingsáranna frá þessum tíma. Martin Hansen var fæddur í Noregi 19. febrúar 1905. Ekki kann ég að rekja ættir hans, en í Noregi mun hann eiga stóran frændgarð. Útþráin leitaði á Martin eins og frændur hans forðum og lá leið hans til íslands. Má segja að þá hafi örlög hans ráðist. Hann hittir konuefni sitt, Önnu Jónsdóttur frá Eskifirði, og gengu þau í hjónaband á sumardaginn fyrsta 1932. Höfðu þau lifað saman í ástríku hjóna- bandi í 55 ár er Martin lést hinn 3. apríl sl. á 83. aldursári. Martin og Ánna eignuðust tvö böm, Jón og Gyðu. Hafa þau bæði stofnað eigin heimili. Bamabömin em sex. Martin var einstaklega ljúfur maður. Hann var nokkuð dulur við fyrstu kynni en var hrókur alls fagnaðar í góðum hópi. Hann var gæfumaður í lífinu, eignaðist góða konu, góð böm og tengdaböm, og sá bamabömin vaxa úr grasi og þroskast. Hann var drengur góður í orðsins fyllstu merkingu. Böm hændust að honum og lýsir það mannkostum hans betur en mörg orð. Eftir að ég varð einn af fjöl- skyldunni á efri hæðinni má segja, að ekki hafi liðið sú vika að við hittumst ekki, ef því varð við kom- ið. Er ég forsjóninni þakklátur fyrir að hafa mátt eiga hann að vini og samferðamanni í lífínu. Bömin okk- ar Sísíar minnast hans með þakk- læti og virðingu. Fjórða kynslóðin var farin að heilsa upp á Önnu frænku og Martin og þiggja í lófann eða klapp á kollinn. Martin var mikill áhugamaður um laxveiði. í mínum huga var hann listamaður á því sviði. Held ég að fá sumur hafí liðið án þess að hann kæmist í einhveija á til að kasta flugu. Ég minnist sérstak- lega einnar veiðiferðar í Hrútafjarð- ará, þegar hann dró níu eða tíu laxa á klukkutíma og að sjálfsögðu alla á flugu. Þá var kátt í hópnum. Fyrir drengskap veiðifélaga sinna gat Martin stundað þessa eftirlætis- iðju sína allt fram undir það síðasta. Oft kom það fyrir, þegar gengið var fram hjá stofuhurðinni á neðri hæðinni, að fram á ganginn bámst fíðlutónar. Var þar komin fíðlan hans Martins, sem ég man eftir frá fyrstu tíð. Hann spilaði fyrir sjálfan sig. Ekki þekkti ég lögin, en gat þess mér til að þar væri um að ræða norska alþýðu- og sveitatón- list. Fannst mér þá að hugur hans væri heima í dölum Noregs. Anna mín, við missi ástvinar eru orð fánýt. Samúðarkveðjur og þakkir fyrir áralanga samfylgd og vináttu skulu þó sendar þér og fjöl- skyldu þinni frá Svövu systur þinni, dætrum hennar og fjölskyldum L raðauglýsingar — raöauglýsingar — raöauglýsingar X-D X-D Hveragerði — Hveragerði Kosningaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins er á Austurmörk 4, efri hæö, sími 99-4870. Opið frá 17.00-22.00 virka daga og um helgar frá kl. 14.00-19.00. Stuðningsmenn vinsamlegast hafið samband við skrif- stofuna. Sjálfstæðisfélagið Ingólfur. Norðurland vestra Sameiginlegir framboðsfundir stjórnmálaflokkanna i Norðurlands- kjördæmi vestra fyrir kosningarnar 25. apríl verða sem hér segir: Á Hvammstanga, laugardag 11. apríl kl. 15.00. Á Blönduósi, sunnudag 12. apríl kl. 20.00. (Útvarpsfundur). Á Sauðárkróki, mánudag 13. apríl kl. 20.30. f Siglufiröi, þriðjudag 14. april kl. 20.30. Frambjóðendur. Sjálfstæðismenn í Árbæ — Selási — Ártúnsholti og Grafarvogi Opið hús laugardaginn 11. apríl nk. kl. 14.00-17.00 í Hraunbæ 102b. Við bjóð- um upp á kaffi og meölæti og frambjóðendurnir verða á staðnum. Hittumst öll i notalegu umhverfi og röbbum saman. Stjórnirnar. Akranes — Borgarfjörður Sjálfstæðiskvenna- félagið Báran, Akranesi, heldur al- mennan fund í Sjálf- stæöishúsinu við Heiðabraut, laugar- daginn 11. apríl kl. 14.00. Gestir fundarins verða Sigríður Þórð- ardóttir og Kristjana Ágústsdóttir. Konur eru hvattar til að mæta vel og taka með sér gesti. Stjórnin. Frá sjálfstæðis- félögunum á Eyrarbakka og Stokkseyri Þorsteinn, Eggert, Árni og Arndfs verða á fundi á Eyrarbakka kl. 14.00 nk. sunnudag og á Stokkseyri kl. 16.30 sama dag. Stjórnirnar. Hveragerði — Hveragerði Stofnfundur Félags ungra sjálfstæðismanna verður haldinn á kosn- ingaskrifstofu Sjálfstæðisflokksins i Austurmörk 4, föstudaginn 10. apríl kl. 20.30. Undirbúningsnefnd. Breiðhyltingar Sjálfstæðismenn í Breiðholti hafa opiö hús sunnudaginn 12. april á kosningaskrifstofu flokksins að Þarabakka 3, 2. hæð, kl. 15.00-17.00. Við bjóðum uppá kaffi og meðlæti. Frambjóðendurnir Friðrik Sophusson, Geir H. Haarde og Sólveig Pétursdóttir verða á staðnum. Hittumst öll og ræðum málin. Egilsstaðir — Austurland Framtíð þín ífjórðungnum Óðinn, félag ungra sjálfstæðismanna á Austurlandi, efnir tii ráðstefnu um byggðamál. Ráð- stefnan veröur haldin í Hótel Vala- skjálf á Egilsstöðum laugardaginn 11. apríl nk. og hefst hún kl. 14.00. Ráð- stefnan er öllum opin. Dagskrá: • Setning: Bóthildur Sveinsdóttir, formaður Óðins. • Ávarp: Sverrir Hermannsson, menntamálaráðherra. • Byggðastefna ungs fólks: Árni M. Mathiesen, dýralæknir, Hafn- arfirði. • Framtfðarmöguleikar f menntamálum: Inga Jóna Þórðardóttir, aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra. • Bættar samgöngur — forsenda byggðar: Theodór Blöndal, fram- kvæmdastjóri, Seyöisfirði. • Forsenda öflugs atvinnulffs: Kristinn Pétursson, framkvæmda- stjóri, Bakkafirði. • Almennar umræður. • Ávarp og ráðstefnuslit: Egill Jónsson, alþingismaður. • Ráðstefnustjóri: Gunnar Vignisson, skrifstofustjóri, Fellabæ. Allir velkomnir. Óðinn, FUS á Austurlandi. Félag sjálfstæðismanna í Langholtshverfi — Opið hús — Opið hús verður í félagsheimilinu, Langholtsvegi 124, laugardaginn 11. apríl kl. 14.00-17.00. Frambjóðendur koma við. Sjálfstæðismenn og aðrir íbúar hverfisins eru hvattir til að líta inn, þiggja veitingar og ræða málin. Stjómin. Hveragerði — Hveragerði Almennur fundur um þjóðmál verður hald- inn í Hótel Örk mánudaginn 13. apríl kl. 20.30. Frummælendur: Þorsteinn Pálsson, Árni Johnsen, Eggert Haukdal og Arndís Jónsdóttir. Allir velklomnir. Sjálfstæðisfélagið Ingólfur. Álftnesingar Sjálfstæðisfélag Bessastaöahrepps §s X boöar til almenns ggÉÉ||yÖff|SBfc : stjórnmálafundar föstudaginn 10. f^QÉdP apríl kl. 20.30 að .> ^ J* JBr Bjarnarstöðum. Ræöumenn: Matt- hias Á. Mathiesen, ÓlafurG. Einarssori, já Gunnar G. Schram, Ásthildur Pétursdóttir og Erla Sigurjónsdóttir. Kvöldkaffi. Allt stuðningsfólk velkomið. Stjórnin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.