Morgunblaðið - 10.04.1987, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.04.1987, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. APRÍL 1987 Blaðamenn frá átta þjóðlöndum verða við vígslu Leifsstöðvar MEÐAL gesta við vígslu Leifs- stöðvar á Keflavíkurflugvelli verða 12 erlendir blaðamenn. Starfa þeir við dagblöð og tíma- rit í átta löndum er koma samtals út í 10 milljónum eintaka. „Við völdum þessa menn af kost- gæfni. Allir eru þeir virtir íyrir skrif sín og hafa áhuga á því að flylja lesendum fregnir af flug- stöðinni, landinu og framleiðslu okkar. Þetta er fyrsta alþjóðlega kynningarherferðin sem gerð er eftir leiðtogafundinn og rökrétt framhald af honum,“ sagði Jón Hákon Magnússon sem hefur umsjón með komu fréttamann- anna fyrir byggingarnefnd flugstöðvarinnar. Meðal fjölmiðla sem eiga fulltrúa við vígsiuna verða The New York Post og Frequent Flyer í Banda- ríkjunum, The Observer og Daily Express í Bretlandi, Le Monde í Frakklandi og Scanorama í Svíþjóð. Einnig eru væntanlegir blaðamenn frá Danmörku, Belgíu, Hollandi og Þýskalandi. Blaðamennirnir koma hingað um helgina og munu hafa allt að viku viðdvöl. Allir hafa þeir beðið um að fá að kynna sér ákveðin mál- efni. Þannig munu nokkrir blaða- mannanna eiga viðtöl við forseta íslands, Seðlabankastjóra, formann Rithöfundasambandsins og fleiri. Aðrir kynna sér íslenska fram- leiðslu á vegum Útflutningsráðs íslands, hestamennsku og tveir úr hópnum hafa óskað eftir því að fara í leiðangur á torfærubifreið um hálendið. Á þriðjudag verður allur hópurinn við vígslu flugstöðv- arinnar. Byggingarnefndin sendi út upp- lýsingar um flugstöðina, Island og íslensk málefni til 800 fjölmiðla um allan heim. Öðrum þræði er um að ræða ótímabundinn fróðleik, sem viðkomandi geta sett í gagnabanka sína til síðari nota að sögn Jons. Flugumferð um nýju flugstöðina hefst 15. apríl: Tafir á elds- neytiskerf i breyta ekki áætlununum Nýja flugstöðin vígð 14. apríl: Forseti íslands afhjúpar minnismerki um Leif Eiríksson FORSETI íslands mun, við vígslu nýju flugstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli 14. apríl næstkom- andi, afhjúpa minnismerki um Leif Eiriksson en við hann verður flugstöðvarbyggingin kennd. Minnismerkið verður lágmynd af styttu Leifs sem stendur á Skólavörðuholti í Reykjavík, á þrístrendum steinstólpa úr íslenskum grásteini. Myndin sjálf er unnin erlendis en stólpinn, sem er 2,80 metrar á hæð, er unninn i Steinsmiðju S. Helgasonar hf. Þessi mynd var tekin þegar verið var að vinna við steinstólpann í steinsmiðjunni. Island og Kenýa undirrita samkomulag um verkefni í Kenýa: Islenska ríkisstjórnin gefur Kenýamönnum jarðborinn Dofra - segir Sverrir Haukur Gunnlaugsson skrifstofustjóri varnarmálaskrifstofu FLUGUMFERÐ um nýju flug- stöðina á Keflavíkurflugvelli mun hefjast 15. apríl eins og til stóð, þrátt fyrir að upp hafi kom- ið vandamál vegna þess að ekki er hægt að taka eldsneytiskerfið frá olíubirgðastöð olíufélaganna og Flugleiða í notkun á réttum tíma. Þar til eldsneytiskerfið kemst í gagnið verður eldsneyti flutt til nýju stöðvarinnar með tankbílum sem oliufélögin eiga og einnig hefur varnarliðið á Keflavíkurflugvelli boðist til að útvega 4 tankbíla í viðbót. í samtali við Morgunblaðið sagði Sverrir Haukur Gunnlaugsson skrifstofustjóri varnamálaskrif- stofu utanríkisráðuneytis og stjórn- arformaður byggingamefndar flugstöðvarinnar, að síðastliðinn mánudag hefði komið fengið til- kynningu um að lengri úttektartíma þyrfti vegna olíukerfisins en áður var reiknað með 7 daga úttektar- tíma. Þetta hefði komið öllum á óvart en vegna skjótra viðbragða hefði tekist að leysa málin á áður- greindan hátt. Sverrir sagði að- spurður að stefnt væri að því þessi lausn myndi ekki valda töfum á afgreiðslu flugvéla. Sverrir Haukur sagði að á vígslu- degi yrði aðstaða fyrir farþega að öllu leyti fullfrágengin. Aðstaða starfsfólks yrði hinsvegar ekki al- veg fullfrágengin en þó fengi starfsfólkið meira rými en það hef- ur nú þegar í gömlu flugstöðinni. Kjarasamningar Póstmanna- félags Islands: Jafngilda 25% launa- hækkun á tveimur árum NÝGERÐIR kjarasamningar Póstmannafélags íslands jafn- gilda 25% launahækkun á tveimur árum, að mati Jennýjar Jakobsdóttur, formanns félags- ins. Samningarnir eru svipaðir þeim, sem gerðir voru fyrir fáum dögum við Starfsmannafélag ríldsstofnana og verða kynntir í kvöld á almennum félagsfundi i gamla Sigtúnshúsinu við Austur- völl. Eftir helgina verður almenn atkvæðagreiðsla um þá. Samn- ingarnir tókust í fyrrinótt og var því ákveðið að fresta boðuðu verkfalli, sem taka átti gildi þá á miðnætti, fram yfir atkvæða- greiðslu. Samningamir eru afturvirkir til 1. febrúar og gilda til áramóta 1988. Ný launatafla tekur gildi verði samningamir samþykktir og felur hún í sér 13,3% hækkun og áfangahækkanir á samningstíman- um eru samtals 7,2%. Um helming- ur félagsmanna, sá hluti sem lægst er launaður, fær eins launaflokks hækkun 1. apríl í ár, en hinir 1. janúar næstkomandi. Þá em í samningnum ákvæði um náms- skeiðshald á næsta ári, sem gefa einnig hækkun um einn launaflokk, en eins launaflokkshækkun jafn- gildir 3% launahækkun. Samkvæmt samningunum verða byrjunarlaun nú um 29 þúsund krónur á mán- uði. Félagar í Póstmannafélagi íslands em um 800 talsins. „Þegar á heildina er litið er ég þokkalega ánægð með samning- inn,“ sagði Jenný í gær í samtali við Morgunblaðið. „Við hefðum vissulega viljað ná meim fram, okk- ur hefði ekki veitt af því, þar sem launin em svo lág og við höfum dregist aftur úr undanfarin ár af einhveijum óskiljanlegum ástæð- um, en þegar á allt er litið held ég að þetta séu þokkalegir samning- ar“. ÍSLAND og Kenya hafa undirritað rammasamkomulag um verkefni sem íslenskir aðilar munu taka að sér í Kenýa á sviði jarðhitarann- sókna og er áætlaður kostnaður þeirra verkefna 17 milljónir Bandaríkjadala. í tengslum við verkefnin var tilkynnt að íslenska ríkisstjómin myndi láta i té jarð- bor til verkefnanna sem yrði gefinn Kenýa að verkefninu loknu. Er þama um að ræða gufuborinn Dofra sem verður gerður upp í þessu skyni en einnig er reiknað með að jarðborinn Jötunn verði notaður við verkefnin í Kenýa. Sendinefnd frá iðnaðarráðuneytinu hefur dvalið í Kenýa í boði ríkistjóm- arinnar þar til viðræðna um verkefni fyrir íslensk fyrirtæki á sviði nýtingar jarðhita, og einnig hafa fulltrúar íslenskra fyrirtækja verið í Nairobi í sömu erindum. Sendinefndin átti fund með K.N.K. Biwott orkumálaráð- herra Kenya og afhenti honum bréf frá Þorsteini Pálssyni iðnaðarráð- herra. Einnig fundaði nefndin með viðræðunefndum og skoðaði Olkaria jarðhitasvæðið og virkjunina þar. Ráðuneytin undirrituðu síðan mið- vikudaginn 8. apríl sérstakt sam- komulag varðandi framkvæmd samkomulagsþess sem orkuráðherr- ar Kenýa og Islands undirrituðu 16. febrúar síðastliðinn á íslandi. Megin- atriði samkomulagsins sem undirritað var í Nairobi eru að íslenskir aðilar munu bora 7 vinnsluholur á Olkaria virkjunarsvæðinu, bora 4 rannsókn- arholur vegna nýrrar virkjunar og annast verkfræðiráðgjöf vegna bor- ana og fyrirhugaðra virkjana. Ráðgert er að þessi verk verði unnin á næstu 3 árum ef endanlegir samn- ingar takast en gert er ráð fyrir að gengið verði frá lokasamningum um einstök atriði fyrir mitt sumar og framkvæmdir hefy'ist í framhaldi af því. Verkefni þessi eru fyrsti hluti verk- efna samkvæmt samkomulaginu sem undirritað var í Reykjavík í febrúar og varðar um 17 milljónir dala af þeim 64 milljónum dala sem samið var um þá. í nefnd iðnaðarráðuneytisins voru Jónas Elíasson aðstoðarmaður iðnað- arráðherra, Halldór J. Kristjánsson lögfræðingur og Ingi Þorsteinsson aðalræðismaður. Fulltrúar fyrirtækj- anna voru Andrés Svanbjömsson, Svavar Jónatansson og Stefán Ar- nórsson frá Virki hf., Karl Ragnar forstjóri Jarðborana hf. og Einar Tjörvi Elíasson fyrir Orkustofnun. Norræni fjárfestingarbankinn átti MARGEIR Pétursson tapaði í 2. umferð New York Open-skák- mótsins á miðvikudaginn. Helgi Ólafsson fékk hinsvegar ódýran vinning því andstæðingur hans mætti ekki til leiks. Margeir tefldi við bandaríska al- þjóðameistarann Wolff, hafði hvítt og fékk strax betri stöðu. Hann vann peð og gat skömmu síðar hirt annað sem hefði leitt til auðvelds vinnings. í stað þess ákvað Mar- geir að fara aðra leið sem hann taldi að leiddi einnig til vinnings. í ennfremur aðild að viðræðunum und- ir forystu Ingvars B. Friðleifssonar aðstoðarbankastjóra varðandi fjár- mögnun. íslenska viðræðunefndin fundaði einnig með sérstakri sendi- nefnd Alþjóðabankans sem var í Nairobi þessa sömu daga. Ingi Þorsteinsson aðalræðismaður Islands í Nairobi gekk í gærmorgun á fund forseta Kenýa, Daniels T. Arap Moi, í fylgd orkumálaráðherra og utanríkisráðherra Kenýa og af- henti bréf frá Steingrími Hermanns- syni forsætisráðherra. Forseti Kenýa undirstrikaði óskir um að samstarf það sem hafið hefur verið milli land- anna verði aukið og framkvæmdaá- ætlun þeirri sem undirrituð var á miðvikudag verði flýtt sem mest. ljós kom að sú áætlun stóðst ekki og Margeir tapaði að lokum skák- inni. Helgi átti að tefla á móti Garzia frá Colombiu. Sá hafði fengið skák sinni í 1. umferð frestað en bjóst við að mæta í tæka tíð fyrir aðra skákina en það tókst honum ekki. Einhver forföll hafa orðið á mót- inu. Þannig fengu bæði Smyslov og Seirawan ódýra vinninga í 1. umferð vegna þess að andstæðingar þeirra mættu ekki. Skákmótið í New York Margeir lék af sér vinningi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.