Morgunblaðið - 10.04.1987, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 10.04.1987, Blaðsíða 37
37 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. APRÍL 1987 Þú ert einn í kjörklefan- um, vinur! eftir Asgeir Hannes Eiríksson Sælir eru einfaldir! Einu sinni hélt ég nefnilega að frambjóðendur þyrftu að boða kjósendum stefnu sína og fyrirheit við kosningar. En nú er öldin önnur. Fijálslynt fólk úr öllum áttum hefur að vísu komið saman til átaka fyrir Borgaraflokkinn. En við fram- boð S-listans er eins og öll stefnu- mál gömlu flokkanna fjögurra hafi hrunið niður bæði dauð og ómerk og liggi nú fyrir hunda og manna fótum. í stað þess eyða fjói-flokk- arnir öllu púðri sínu á persónu Alberts Guðmundssonar, sem raun- ar vex með degi hveijum. En það er út af fyrir sig nokkurt ánægjuefni að gömlu flokkamir þreyttu hafi loks náð saman eftir fimmtíu ára sundurlyndi. Þeir sam- einast nú á valdi óttans. Þetta hræðslubandalag gegn S-listanum staðfestir betur en orð fá lýst þörf- inni fyrir Borgaraflokkinn í íslensku þjóðlífi. Þökk sé þeim hræðsluflokk- um en það er önnur Ella. Valdið er þeirra vopn Hræðsluflokkarnir ráða yfir gamla valdakerfinu í landinu. I skjóli þess eru þeir vanir að hafa bæði tögl og hagldir á fólkinu sjálfu. Fólkið þarf stöðugt að sækja rétt- indi sín til varðhunda valdsins. Enda heyja hræðsluflokkamir sína kosn- ingabaráttu í krafti valds frekar en vinsælda. í stað þess að keppa við Borgara- flokkinn á vettvangi stefnumála og hugsjóna hafa hræðsluflokkamir einkum kosið að beita sér undir pólitískum beltisstað. Stuðningsmenn S-listans og samherjar um land allt hafa orðið fyrir barðinu á varðhundum valds- ins í hræðsluflokkunum. Þeir ganga maður á mann um landið, byija á blíðu nótunum. Ef allt kemur fyrir ekki setja þeir í brýmar og hafa í hótunum. Stuðningsfólki S-listans er bent á hveijir eiga valdið: Valdið yfír bönkum og sjóðum jafnt sem atvinnu manna og byggingarlóðum. Lífi og dauða. Umburðarlyndið er okkarvopn Við þessum bolabrögðum er ekk- ert annað að gera en biðja stuðn- ingsfólk S-listans um að brynja sig þolinmæði. Þjóðfélagið er hvort sem Ásgeir Hannes Eiríksson „Stuðning'smenn S-list- ans og samheijar um land allt hafa orðið fyr- ir barðinu á varðhund- um valdsins í hræðslu- flokkunum.“ er að breytast fólkinu í hag. Al- mennir peninga- og ávöxtunarsjóðir em að taka við af bönkum á mark- aði peningalána. Nú em boðnar fram fleiri lóðir en nemur eftir- spum. Flokksblöð láta undan síga fyrir opinni fjölmiðlun. Og svona má áfram telja. Valdsherramir hafa ekki lengur öll ráð í hendi sér. Við, frambjóðendur Borgaralist- ans, gemm heldur alls ekki kröfur um að stuðningsfólk S-listans gangi fram fyrir skjöldu þar sem varð- hundar valdsins hafa tekið sér stöðu. Okkur er alveg kappnóg að vita af góðum hug þótt hljótt fari um sinn. Við hvetjum alla okkar samheija að mæta áreitni með umburðarlyndi. Lokauppgjörið fer ekki fram í návígi. Það er oft sagt að maður sé manns gaman og að enginn maður sé eyland. Við tökum undir þennan sannleika. En hins vegar viljum við eindregið benda öllum kjósendum á að við kjörkassann lýkur valdi varð- hundanna. Þú ert einn í kjörklefanum, vinur! Höfundur er verslunarmaður og í 5. sæti á framboðslista Borgara- flokksins í Reykjavík. Ertu í húsgagnaleit Borðstofuskápur, borð og 6 stólar+barskápur Allt þetta á aðeins kr. 100.000 stgr Ath.: Tvær aðrar gerðir í sama stíl. Opið á morgun laug- ardag til kl. 16.00. Annúla 8, sími 82275. ÞYNGDARLOGMÁLIÐ ER EKKERT LÖGMÁL!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.