Morgunblaðið - 10.04.1987, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 10.04.1987, Qupperneq 43
f MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. APRÍL 1987 43 F.v.Hulda Björk Þorkelsdóttir, Þórdís T. Þórarinsdóttir og Ingibjörg Sverrisdóttir. vinnuálags. Heimildaleit er yfirleitt í sambandi við verkefnavinnu nem- enda, forvinna fyrir kennara o.s.frv. I þessum þætti felst einnig þjónusta við hópa, sem vinna að einu ákveðnu verkefni, s.s. að fá efni og útdeila því til réttra aðilja. 4. Önnur þjónusta. Ljósritun úr bókum og gögnum safnsins. Kynn- ing á nýju efni sem berst til safnsins og kynning á hentugu efni sem safnið gæti keypt. Niðurlag Af því, sem að framan hefur verið sagt, er ljóst að bókasöfn framhaldsskólanna eru vanbúin að standa undir þeim kröfum sem gerðar eru til þeirra. Nauðsynlegt 6r að setja reglugerð (starfsrcglur, staðla, viðmiðunartöflur) til að fylgja eftir þeim atriðum sem hafa verið nefnd hér á undan og tryggja með því vöxt og viðgang safnanna, þó með fullu tilliti til sérþarfa hvers skóla. Einnig er nauðsynlegt að setja ákveðnar lágmarkstölur, sem endurskoða þarf reglulega, varð- andi stærð húsnæðis, búnað safn- anna, safnkost og starfsfólk. Til þess að hægt sé að búa vel að skólasöfnunum verður að gera ráð fyrir þeim í viðmiðunarkostnaði fyrir skólabyggingar og tryggja þeim fjármagn til stofnkostnaðar. Einnig þarf uppbyggingin að vera jöfn og stígandi, svo þau dragist ekki aftur úr og valdi ekki þeim kröfum sem til þeirra eru gerðar í nútímaþjóðfélagi. Söfnin þurfa að vera þess megnug að leggja sitt af mörkum við að þroska nemendur okkar og búa þá undir að takast á við þau fjölbreyttu verkefni sem þeirra bíða í lífinu, sem þegnar þessa lands. Höfundar eru bókasafnsfræðing- ar við Fjölhrautaskóla Suðurnesja, Fjölbrautaskólann i Breiðholti og Menntaskólann við Sund. athygli á því, að innihald fræðibóka úreldist á skömmum tíma, en slíkt gleymist gjarnan þegar talað er um eintakafjölda á safni. Uppbygging skólasafna þarf að vera jöfn og stígandi og það er mjög bagalegt ef íjárveiting til safna er óvenju rýr sum árin, eins og vill verða með núverandi fyrirkomulagi. Þá þarf einnig að huga að fjár- magni til kaupa á tækjum og búnað fyrir söfnin, en það flokkast fremur með stofnkostnaði. Safnkostur: Safnkosturinn þarf að vera í samræmi við markmið skólans og þær kennslugreinar sem skólinn býður upp á. Einnig þarf að taka tillit til þarfa kennara og áhugamálla nemenda. Gera þarf ráð fyrir lágmarks safnkosti við hvem skóla, auk viðbótar sem miðast við fjölda nemenda. Lágmarkið eða grunnkosturinn þarf að vera mjög rúmur, því þarfir nemenda í litlum skóla eru í grundvallaratriðum þær sömu og í stórum. Stærri skólamir þurfa hins vegar að kaupa fleiri eintök af hverri bók, auk þess sem þeir bjóða yfirleitt fleiri kennslu- greinar. Safnkosturinn þarf að vera í stöð- ugri endurnýjun, þannig að alltaf séu nýjar upplýsingar á boðstólnum. Þegar söfnin eldast þarf að grisja þau nokkuð, úreltu og ónýtu efni þarf að fleygja, og alltaf glatast eitthvað árlega, þegar notkun eykst. Til safnkostsins teljast allar upp- lýsingar og heimildir, í hvaða formi sem þær eru. Söfnin þurfa að vera vel útbúin af handbókum, uppfletti- ritum og orðabókum. Tímarit em mjög mikilvægur þáttur í safnkost- inum, því þar birtast alltaf nýjustu upplýsingamar. Myndbönd, hljóð- upptökur, glæmr, skyggnur og slíkt efni er mikilvæg viðbót við prentað mál. Og þá er ótalið ýmislegt sem að gagni kemur, s.s. úrklippur og kort. Þjónusta: Þjónusta sú sem veitt er á bókasöfnum framhaldsskól- anna er mjög viðamikill þáttur í starfsemi þeirra og þyrfti að vera miklu stærri. 1. Safnkynning og safnkennsla. Það er skylda skólasafna að sjá nemendum og kennumm fyrir kynningu á safninu og þeim mögu- leikum sem það hefur upp á að bjóða. í flestum skólasöfnum er þetta gert að einhveiju marki, en þarf að auka vemlega, en til þess þarf aukinn mannafla og námsefni sem hentar til þessarar kennslu. 2. Útlán. Söftiin lána nemendum og kennumm bækur og annað efni til heimanotkunar. Mest notkun á bókum og gögnum safnanna er í þeim sjálfum eða í skólastofum, en útlán mundu aukast vemlega, ef söfnin ættu fleiri eintök af þeim bókum sem mest em notaðar. 3. Upplýsingaþjónusta og heim- ildaleit. Þessi þáttur starfseminnar í því að svara eða fínna svör við öllum þeim fyrirspumum sem ber- ast frá nemendum og kennuram um hin aðskiljanlegustu málefni. Heimildaleit felst í því að leita að upplýsingum um ákveðið efni og útvega þær heimildir, sem ekki em til á staðnum, eða vísa á þær. Þetta er mjög tímafrek vinna, sem flestir bókaverðir vildu gera miklu meira af, en geta ekki vegna annars Nú nálgast óðum sá tími að huga þarf að garðlöndum. Þá þarf að hyggja að útsæði. Allir reyndir kartöfiuræktendur velja útsæði af kostgæfni. Við bjóðum úrvals útsæði - frá ósýktu svæði. ÚTSÆÐIÐ SEM GEFUR UPPSKERU Þær eru frískar stöllurnar GULLAUGA, HELGA og PREMtER. Sérstaklega valið útsæði - tveir stærðarflokkar - í 10 kg og 25 kg pokum. ORKIN/SÍA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.