Morgunblaðið - 10.04.1987, Side 32

Morgunblaðið - 10.04.1987, Side 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. APRÍL 1987 Skemmtiferð íboði sjálfstæðisfélaganna FRAMBJÓÐENDUR Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík til Aiþingis og borgarfulltrú- ar brugðu sér í hlutverk leiðsögumanna í hinni árlegu skemmtiferð sjálfstæðisfé- laganna síðastiliðinn laugar- dag. Ekið var í langferðabíl- um um borgina, hún skoðuð og skeggrædd en að þvi búnu haldið til Valhallar þar sem boðið var upp á kaffiveiting- ar. Eins og hin fyrri ár urðu margir af eldri stuðningsmönn- um flokksins til þess að þiggja boðið. Þessar myndir voru teknar þegar langferðarbflam- ir snéru aftur úr útsýnisferð- inni og í kaffisamsætinu í Valhöll. Þingi bankamanna lýkur í dag ÞING Sambands íslenskra bankamanna var sett í gær að Hótel Loftleiðum. Þingfulltrúar eru 65 talsins á þessu 35. þingi bankamanna auk gesta frá félög- um bankamanna á Norðurlönd- unum. Þing bankamanna er haldið annað hvert ár og stendur Skagfirska söngsveitin á æfingu. Skagfirska söngsveitin og söng- félagið Drangey í Langholtskirkju SKAGFIRSKA söngsveitin og sjjngfélagið Drangey halda sína arlegu vortónleika i Langholts- kirkju laugardaginn 11. apríl kl. 16.00. Á söngskránni verða lög eftir ýmsa innlenda og erlenda höfunda, svo sem Jón Ásgeirs- son, Jón Nordal, Sigurð Rúnar Jónsson og Björgvin Þ. Valde- marsson. Einnig verður frum- flutt sönglag eftir John Speight, er nefnist „Nocturne" sem hann hefur tileinkað Skagfirsku söng- sveitinni. Einsöngvarar eru Kristinn Sig- mundsson. Halla S. Jónasdóttir, Guðbjörn Guðbjörnsson og Soffía Halldórsdóttir. Stjómandi kórsins er Björgvin Þ. Valdimarsson, undir- leikari er Ólafur Vignir Albertsson og trompetleikari Einar Jónsson. Kóramir munu einnig halda tón- leika í Selfosskirkju miðvikudagnn 15. apríl kl. 20.30. það að þessu sinni í tvo daga. Við upphaf þingsins í gær fluttu fulltrúar aðila vinnumarkaðarins ávarp, þau Guðrún Ámadóttir framkvæmdastjóri BSRB, Júlíus Björnsson formaður BHMR, Hansína Stefánsdóttir miðstjórnar- maður ASÍ og Harald Holsvík framkvæmdastjóri Farmanna- og fiskimannasambands íslands. Þing- fulltrúum var síðan boðið seinni- partinn í gær að skoða nýtt 425 fermetra húsnæði Bankamanna- skólans að Snorrabraut 29 sem tekið var í notkun í febrúarlok. Á þingnu í gær var töluvert rætt um kjaramál bankastarfs- manna, en þessa dagana standa yfir samningaviðræður um launa- kjör þeirra. Samningar hafa verið lausir frá og með 1. janúar sl. í SÍB eru um það bil 3.500 bankastarfsmenn sem koma úr 18 starfsmannafélögum. Starfs- mannafélag Landsbanka íslands er þeirra stærst með um þriðjung fé- lagsmanna SÍB. Þingð samþykkti í gær að veita starfsmannafélag Visa ísland inngöngu í sambandið en í því eru 14 starfsmenn. Formaður SÍB er Hinrik Greips- son og framkvæmdastjóri sam- bandsins er Einar Örn Stefánsson. Dregið í happdrætti Samvinnuskólanema DREGIÐ hefur verið í happ- drætti nema Samvinnuskólans á Bifröst í Borgarfirði. Vinningar komu á eftirfarandi númer: 2426, 510, 1617, 2410, 430, 1376, 718, 2660, 1859, 1882, 809, 2581, 1398, 2604, 267. Vinningsnúmer eru birt án ábyrgðar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.