Morgunblaðið - 10.04.1987, Side 20

Morgunblaðið - 10.04.1987, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. APRÍL 1987 Framgangskerfi í Háskóla Islands Um nokkurra ára skeið hafa lekt- orar við Háskóla Islands átt kost á að flytjast í dósentsstöðu að loknu 5 ára starfi sem lektorar. Dóm- nefndir hafajafnan fjallað um s'.íkar stöðuhækkanir og metið hvort hlut- aðeigandi uppfylli þær kröfur sem gerðar eru um hæfni dósenta við Háskólann. 1986 voru svo sam- þykktar breytingar á lögum háskól- ans er heimiluðu að flytja mætti dósent í prófessorsembætti skv. nánari ákvæðum í reglugerð. Há- skólaráði var mikið í mun að sýna í verki að hér yrði ekki um neins konar sjálfvirkt launahækkunar- kerfi að ræða og samþykkti því býsna nákvæmar viðmiðunarreglur sem dómnefndir skulu taka tillit til er þær fjalla um hæfi manna til að flytjast úr dósentsstöðu í prófess- orsembætti. Meginatriðin í þessum reglum eru þau að dósentinn þarf að hafa gegnt starfi sínu í a.m.k. 5 ár til að geta komið til álita og er það ákvæði raunar bundið í reglugerð. Auk þess þarf hann að uppfylla til- tekin skilyrði um lágmarksmennt- un, hafa verið virkur í rannsóknum og hafa gert grein fyrir niðurstöð- um þeirra í vísindaritum, ritgerðum og fyrirlestrum skv. nánari ákvæð- um í viðmiðunarreglunum. Þá þarf hann að hafa sinnt kennslu af kost- gæfni og hafa tekið eðlilegan þátt GJÖRÐU SVOVEU FERSK OSTAKAKA A AUGABRAGÐI Nú er leikur einn aö bera fram eigin ostaköku ferska og freistandi. Withworths hefur valið saman úrvals hráefni fyrir þig - þú bætir aðeins mjólkinni og smjörinu við. Enginn bakstur. Kakan ertilbúin og bíður eftir því að bráðna átungunni. KRISTJÁN O. SKAGFJÖRÐ HF. Hólmaslóð4, sími 24120, Rvk. Pétur K. Maack í stjórnunarstörfum í Háskólanum. Þessi nýju ákvæði eru nú komin til framkvæmda. Fyrstur til að flytj- ast úr dósentsstöðu í prófessors- embætti skv. þeim var Pótur K. Maack, en hann varð prófessor hinn 1. desember sl. Pétur K. Maack, verkfræði- deild Pétur er fæddur 1. janúar 1946. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1965, fyrrihlutaprófi í verkfræði frá HÍ 1968 og prófi í vélaverkfræði frá DTH í Kaupmannahöfn 1972. Hann stundaði síðan framhaldsnám í rekstrarfræðigreinum við DTH og lauk licenciatsprófi 1975. Ritgerð hans fjallaði aðallega um tækniþró- un iðnfyrirtækja. A vormisseri 1975 var Pétur stundakennari við verkfræði- og raunvísindadeild HI og jafnframt ráðgjafi deildarinnar um rekstrar- fræðinám í verkfræðiskor. Á sama tíma var hann í hálfu starfi á Iðn- tæknistofnun. Haustið 1975 var hann settur dósent í rekstrarfræði. Hann var skipaður í þá stöðu ári síðar og hefur síðan gegnt því starfi þar til hann var fluttur í prófessors- embætti í sömu grein hinn 1. desember 1986. Pétur var fyrsti dósentinn við HI sem fluttur hefur verið í prófessorsembætti sam- kvæmt nýrri heimild í lögum, en háskólaráð samþykkti viðmiðunar- reglur um slíkan flutning á sl. ári. Á síðustu árum hafa rannsóknir Péturs einkum beinst að eftirtöldum þremur viðfangsefnum: 1. Áhrif verðbólgu á tækniþróun og fjárfestingar iðnfyrirtækja. 2. Tölvukerfi sem hjálpartæki við ákvarðanir (decision support systems). 3. Upplýsinga- og stjórnkerfi í fiskvinnslu. Um fyrst taida viðfangsefnið hefur Pétur m.a. skrifað rannsókna- skýrslu er nefnist „Inflation og teknologisk udvikling". í tengslum við þær rannsóknir samdi Pétur einnig forrit (með nemanda sínum Davíð Lúðvíkssyni) til að meta arð- semi fjárfestinga (sbr. grein í Iðnaðarmálum 1979). Um við- fangsefni nr. 2 hefur Pétur einnig skrifað rannsóknaskýrslu og nefnist hún „Decision support systemer og driftsteknik". Þar er m.a. reynt að setja þessi tölvukerfi í samhengi við svokölluð þekkingarkerfi (expert systems) og reiknilíkön aðgerða- rannsókna. Viðfangsefni nr. 3 tengist vinna Péturs að gæðastýringu og vinnslu- eftirliti í frystihúsum. Hann hefur átt þátt í þróun gæðastýringarkerf- is sem nú er að breiðast út og einnig samið sérstakt forrit (ásamt Páli Jenssyni) til framleiðslustýr- ingar (forritið MARVIN). Auk þess sem nú hefur verið talið hefur Pétur gert grein fyrir niðurstöðum rannsókna sinna í fjölda erinda og ritgerða og með ýmiss konar ráðgjöf. Pétur hefur kennt mikið á sínu sviði við HI frá því hann réðst þangað til starfa og raunar haft umsjón með kennslu í rekstrarfræði innan verkfræðinnar frá upphafi. Auk þess hefur hann kennt í Danmörku og á ýmiss kon- ar námskeiðum, m.a. á vegum Stjórnunarfélags Islands og endur- menntunamefndar. Þau námskeið hafa einkum fjallað um framleiðslu- stjórnun, gæðastýringu, birgðastýr- ingu og verkefnisstjórnun. Loks má geta þess að Pétur hef- ur tekið mikinn þátt í ýmiss konar stjórnunarstörfum og félagsstörf- um, bæði innan Háskólans og utan. Hann hefur t.a.m. verið skorar- formaður í vélaverkfræðiskor (1979—1981), í stjórn Verkfræði- stofnunar Háskóla Islands (1981—1985), setið í háskólaráði sem fulltrúi Félags háskólakennara o.s.frv. Hann hefur einnig tekið virkan þátt í starfi Verkfræðingafé- lags íslands og m.a. verið formaður þess (1986-1987). (Frá kynningarnefnd Háskóla íslands) Ný safnplata: LÍFIÐ ER LAG LÍFIÐ er lag nefnist ný safn- glata sem Steinar hf. gefur út. Á plötunni eru tólf vinsæl lög, þar af níu flutt af íslenskum flytjendum. í fréttatilkynningu frá Steinum hf. segir að fjögur laganna á safn- plötunni eigi það sameijginlegt að vera úr Söngvakeppni sjónvarps- stöðva 1987, lögin Lífið er lag með Model, Norðurljós með Eyj- ólfi Kristjánssyni, Sofðu vært með Diddú og Aldrei ég gleymi með Ernu Gunnarsdóttur. Önnur íslensk lög á plötunni eru Þyrnirós með Greifunum, Átján rauðar rós- ir sem Vormenn íslands flytja, Skyttan með Bubba Mortens og MX 21, en það lag er úr sam- nefndri kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar. Þá er á plötunn. lagið No Limit með Mezzoforte og lagið Vopn og veijur í flutn- ingi Varnaglanna, en það hefur ekki verið gefið út á plötu áður. Karlmannaföt kr. 5.500.- Terylenebuxur kr. 995.-, 1.395.-, 1.595.- og ull/teryl./stretch 1.895.- Gallabtucur kr. 795.- og 850.- Plauelsbuacur kr. 745.- og 865.- Sumarbolir nýkomnir frá kr. 235.- Skyrtur, nœrföt o.fl. ódýrt. Andrés, Skólavörðustíg22, síml 18250. Góðan daginn!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.