Morgunblaðið - 10.04.1987, Síða 16

Morgunblaðið - 10.04.1987, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. APRÍL 1987 LYFIN ERU DÝR eftir Ólaf * Olafsson Það er ánægjuleg þróun að lyfja- fræðingar eru farnir að skrifa málefnalega um verðlagningu lyfja sbr. grein Guðbjargar Kristinsdótt- ur skrifstofustjóra lyfjanefndar í Morgunblaðið 27. mars sl. Stiglækkandi álagn- ing G.K. fellst á skoðun mína um stiglækkandi álagningu á lyf. Samhljóða raddir hafa nú einnig heyrst úr forystusveit apótekara í viðtölum við fjölmiðla og myndi slík breyting á álagningarreglum til skynsamlegra horfs því væntan- lega ekki mæta andspyrnu af þeirra hálfu. Góður árangur hef ur náðst Nú þegar hefur þó nokkur árangur náðst, svo sem sjá má af viðtali í fjölmiðlum við Ottó Ólafs- son, framkvæmdastjóra Delta hf., þar sem hann upplýsir að fyrir- tæki hafi lækkað verð á fjórum sérlyfjum sínum um 20—30%. Sparnaður vegna þessa gæti orðið milli 20—50 millj. kr. á ári fyrir ríkið að hans sögn. Rétt er þó að hafa í huga að 3 af þessum 4 lyfj- um var hægt að fá frá öðru innlendu lyfjafyrirtæki, Tóró hf., á liðlega 20% lægra verði, en eftir verðlækkun Delta hf. mun verð orðið svipað frá báðum fyrirtækj- unum. Sýnir þetta að breytingar er þörf. Dæmi um spamaðarvið- leitni sem skilaði árangri eru aðgerðir. Landlæknisembættisins á árunum 1976—1980, sem fram- kvæmdar voru í samvinnu við Almar Grímsson, deildarstjóra í lyfjamáladeild heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins, varðandi ávísun á geðlyf og róandi lyf. Yfír 70% af þeim lyfjum falla í Benzodiazepam-flokk (sjá meðf. myndir). Hefur Benedikt Andrés- son viðskiptafræðingur áætlað að á síðustu 10 árum hafi þær sparað ríkissjóði u.þ.b. 500 millj. kr. (smásöluverð án söluskatts). Ekk- ert bendir til þess að geðheilsa íslendinga hafi liðið fyrir þetta. Upplýsingaflæði til lækna Um áðurnefnda grein Guðbjarg- ar Kristinsdóttur má margt gott segja. Hún er mér sammála um að auka þurfi „hlutlaust" upp- lýsingaflæði til lækna. Kynning á lyfjum kemur að mestu frá lyfja- framleiðendum. Samkvæmt könnun á Norðurlöndum kom um 95% af kynningu á lyfjum frá framleiðendum þó að heilbrigðis- yfirvöld gefi út lyfjahandbók (Sérlyfjaskrá) svipað og hér er gert og hveijum þykir ekki sinn fugl fagur! G.K. telur undirritaðan rugla saman kröfum varðandi fram- leiðslu lyfja annars vegar og kröfum um notagildi lyfja hins vegar. Þetta er rangt. I grein minni í Morgunblaðinu 14. mars sl. skildi ég þessi atriði að og er vissulega enn þeirrar skoðunar að óþarft sé fyrir lyfjanefnd að velta lengi vöngum yfir lyfjaefna- og lyfjagerðarfræðilegum þætti þeirra lyfja sem sótt er um skrán- ingu á hér á landi þegar um er að ræða lyfjaframleiðendur í þeim löndum sem aðild eiga að PIC og sem lúta þar af leiðandi allir sömu gæðastöðlum. Þetta á okki síst við þegar viðkomandi lyf hefur þegar verið skráð sein sérlyf á hinum Norðurlöndunum, eða t.d. í Bandaríkjunum þar sem kröfur eru mjög strangar og yfirvöld lyfjamála hafa að líkindum mun betri aðstöðu en hérlendis. Nota- gildi lyfja ber lyfjanefnd auðvitað að kanna, en „hjörtunum svipar saman í Súdan og Grímsnesinu“. Lyf sem leggur að velli franska sýkla getur áreiðanlega sigrað sýkla í afkomendum víkinga likt og lyf er dregur úr sýrumyndun í frönskum maga hefur svipuð áhrif í norðlenskum maga! Ennfremur sýnist mér rétt að innlendum fram- leiðendum er sækja um skráningu á lyfi beri að rökstyðja verðlagn- ingu með því að leggja fram reikninga er sanni kostnaðarverð. Þess vegna sýnist mér að einfalda megi skráningarkerfi lyfja og auð- velda og flýta fyrir að ódýrari lyf komist inn á markaðinn. Vel má vera að bæta þurfi aðstöðu yfir- valda lyfjamála, en sá kostnað- ur yrði óverulegur miðað við þann mikla sparnað sem mögu- legur er og áður hefur verið skýrður með dæmum. Tvö önnur atriði í grein Guð- bjargar vil ég minnast á. Leiðrétt- ing hennar á orðum mínum um að lyfjasala sé nú með öllu úr höndum lækna er rétt. Á nokkrum af minni stöðum á landinu þar sem alls búa um 3% landsmanna er lyfjasala enn í höndum lækna. Afgreiðsla lyfja Þá upplýsir G.K. að lyfjafræð- ingar ráði engu um hvaða lyf eru afgreidd gegn lyfseðli. Þetta er ekki rétt eins og lyfjaframleiðend- ur/heildsalar geta væntanlega Ólafur Ólafsson „Eg hef starfað í fjölda héruðum frá því ég tók við emb- ætti landlæknis og meðal annars séð um lyfjasölu í nokkrum héruðum. Reynsla mín er sú að ágóði af lyfjasölu gæti að mestu greitt heilsu- gæsluna. Er rétt að vekja athygli sveitar- stjórna á þessu máli.“ staðfest. í mörgum tilvikum eru samsvarandi lyf seld undir sama heitinu frá tveim eða fleiri framleiðendum. Má sem dæmi nefna algengustu vítamín, diaz- epam-töflur, fluor-töflur, magnyl-töflur, kodimagnyl-töfl- ur, naproxen-töflur o.s.frv. Fullyrða má a.m.k. að apótekarinn hafi það í hendi sér frá hvaða framleiðanda hann velur slík lyf. Læknir mun þó hafa heimild til þess að bæta á lyfseðilinn frá hvaða framleiðanda lyfið á að vera, en slíkt mun afar fáheyrt en vissulega ber læknum að gæta þessa. Vitaskuld ráða læknar hvaða lyijum þeir ávísa en þeir eru ekki síður móttækilegir fyrir auglýsingum en aðrir menn. Enda kemur í ljós að lyf eru dýrari hér en á öðrum Norðurlöndum. Þó acl læknar hér á landi ávisi i heild minna magni en félagar þeirra á Norðurlöndum þvert ofan í það sem haldið hefur verið fram í sum- um skýrslum. Vitaskuld hefur komið fyrir að einn og einn lækn- ir ávísi tiltölulega miklu magni af lyfjum og þá hefur embættið eða viðkomandi héraðslæknir kannað málið og í samkomulagi við lækna komið á úrbótum. Við þessar at- huganir verður að taka tillit til samskiptafjölda lækna og sjúkl- inga og ennfremur aldursdreifingu sjúklinga þeirra. Staðreynd er að eldra fólk leitar mun meira til eldri lækna en þeirra yngri og lyfjaþörf eldra fólks er muni meiri en þeirra yngri. Það eru hrá vinnubrögð að líta einungis á fjölda lyfseðla lækna og álykta út frá því eins og sumum stofnunum hættir til að gera. Lyfjasala á vegum heilsug-æslustöðva í heilbi-igðisáætlun heilbrigðis- ráðherra sem nú hefur verið lögð fyrir Alþingi samþykkt af ríkis- stjórn hefur gömul hugmynd mín frá því ég hóf fyrst að vísitera héruð fyrir 14 árum um fyrir- komulag lyfjasölu náð fótfestu. Þar eru eftirfarandi stefnumótandi ákvæði um lyfjasölu „öll málefni lyfjasölu: „Öll málefni lyfjasölu og lyfjaneyslu verði tekin til sérstakr- ar athugunar. Sérstaklega verði Iitið á möguleika heilsugæslu- stöðva til þess að annast lyfja- sölu og ráða lyfjafræðinga til þess að sinna þeim verkefnum.“ Ég hef starfað í fjölda héruðum frá því ég tók við embætti land- læknis og meðal annars séð um lyfjasölu í nokkrum héruðum. Reynsla mín er sú að ágóði af lyfjasölu gæti að mestu greitt heil- sugæsluna. Er rétt að vekja athygli sveitarsljórna á þessu máli. Sýnist mér nú tími til kominn að hætta blaðaskrifum og hefja aðgerðir til úrbóta. Höfundur er landlœknir. LYFJAVERÐ Á NORDURLÖNDUM - HELSTU LYF - HEILD— SÖLU VERD HVERS DAG— SKAMMTS I DOLLURUM RÖANDI LYF OG GEÐLYF [D HÁÞRYSTINGS— OG HJARTALYF □ VERKJALYF H LUNGNA— OG HOSTALYF □ SÝKLA- OG SÚLFALYF ■ MAGA— OG ÞARMALYF SVlÞJÖÐ DANMÖRK FINNLAND ISLAND NOREGUR Nordlsk Lakemedelsstotlstik (1983) DDD A 1000 IBOA A DAO AVlSUÐ EFTIRRITUNARSKYLD LYF A ISLANDI 1976-1985 LYFJASALA A fSLANDI 1970-1985

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.