Morgunblaðið - 23.12.1984, Síða 70

Morgunblaðið - 23.12.1984, Síða 70
70 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. DESEMBER 1984 NÝ ÍÞRÓTTAGREIN Á ÍSLANDI Keilun NÝ ÍÞRÓTTAGREIN mun ryöja sér til rúms á íslandi eftir óramótin. Eins og skýrt hefur veriö frá þá veröur opnaöur í lok janúar fyrsti hluti af mikilli íþróttamiöstöö sem verið er aö reisa í Öskjuhlíð. í þessum fyrsta hluta veröur hægt aö stunda keilun eöa „bó- ling“ en undir því nafni kannast allir viö íþróttina. Til aö byrja meö veröur hægt aö leika á 12 keilu- brautum en í framtíöinni er gert ráö fyrir aö hægt veröi aö bæta sex brautum viö. Vinsældir keil- unnar eru geysilega miklar víöa um heim en þó hvergi eins og í Bandaríkjunum. Keilun er íþrótt fyrir alla og er hún mjög vinsæl sem fjölskylduíþrótt. En hvernig skyldi nú íþrótt þessi vera stund- uö? Keilun er iökuö á tvennan hátt. Aö litlu leyti sem „opin keilun" þar sem einstaklingar ákveöa meö stuttum fyrirvara aö keila nokkra leiki. Aö langmestum hluta er keilun þó leikin i liöum, yfirleitt fimm menn, sem halda hópinn jafnvel áratugum saman. Leika flest liö einu sinni í viku. Mikið er um keppnir á milli hinna ýmsu liöa og stærri mót þar sem mörg liö taka þátt. Öll mót fara fram í skráöum deildum eöa félögum. Liöin eru mynduö t.d. af vinnufélögum, skólasystkinum, fjölskyldum og leikfélögum. Það sem fyrst og fremst greinir keilun frá öörum íþróttum er fé- lagslegi þátturinn. Fáar íþróttir bjóöa upp á viölíka fyllingu í sam- gleöi og félagstengslum. íþrótt, sem leikin hefur veriö a.m.k. frá árinu 5200 f.Kr., er enn í fullu gildi og þörfin fyrir hana jafnvel aldrei meira en nú, þegar hraöinn og tæknivæöingin ganga stööugt á hlut manneskjunnar. Saga keilunar Rúmlega 50 milljónir manna stunda keilun í Bandaríkjunum ein- um og nærri 10 milljónir keppa reglulega á viöurkenndum mótum. Ef áhuginn væri jafnmikill á íslandi (og aöstaöa fyrir hendi) stunduöu rúmlega 50 þúsund (slendingar keilun og nærri 10 þúsund mundu keppa á viöurkenndum mótum. Keilun nýtur vaxandi álits sem íþrótt sem best má marka af þvi aö keilubrautum fer nú fjölgandi og allt skipulag varöandi rekstur þeirra er eins og best má veröa. Fólk úr öllum stéttum stundar keil- un nú á dögum en þegar komiö er inn i keilusal er fátt sem gefur vis- bendingu um uppruna leiksins. Elstu hlutirnir, sem tengjast keil- un, fundust í grafhýsi barns í Eg- yptalandi frá 5200 f.Kr. Þetta voru niu steinar og var steinhnullungi veilt aö þeim gegnum lítiö marm- arahliö. í Pólynesíu léku menn „úla mæka" til forna, þar sem þeir veltu steinhnullungi aö steinkeilum. Vegalengdin var 18 metrar. Enn í dag er þetta ein meginreglan í keil- un. • í lok janúar á næsta ári veröur hægt aö stunda „bowling“ í nýrri íþróttamiöstö i Öskjuhlíöinni. Þar veröur hægt aö leika á 12 brautum til aö byrja meö, en síðar meir er gert ráö fyrir aö 18 brautir veröi í gangi. • „Bowling“ er iþrótt fyrir alla aldurshópa. Jafnt ungir sem gamlir geta stundaö íþróttina, sem er gífurlega vinsæl víöa um heim en þó hvergi eins og í Bandaríkjunum, en rúmlega 50 milljónir manna stunda íþróttina þar í landi. nA Þórdís og Þráinn áfram erlendis 20 Þau Þráinn Hafsteinsson og Þórdís Gísladóttir reikna meö aö Ijúka námi í íþróttafræðum viö háskólann í Alabama í maí nk. Þráinn sagói í samtali aö þau hygöu bæöi á tveggja ára framhaldsnám eftir lokapróf og yröu því áfram vió æfingar og keppni í Bandaríkjunum. Þráinn kvaöst hættur keppni i tugþraut en sagöist einbeita sór að þjálfun, en hann er aðstoöarþjálfari viö háskólann í Alabama. Þórdis Gísladóttir kvaöst yfir sig hrifin af þeim móttökum sem hún heföi fengiö á Selfossi og sagöi aö þaö væri eins og Selfyssingar ættu í henni hvert bein og þaö væri ekki hjá því komist aö lita á sig sem Sel- fyssing. Aöspurö um félaga- skipti sagöi hún aö eftir aö hafa keppt meö sama félagi í mörg ár væri slíkt nokkuö sem ekki væri gert nema aö vel athug- uöu máli. Þórdís kvaöst setja markiö hátt og hún héldi áfram æfing- um og keppni af sama krafti og áður. „Ég finn að ég get gert betur og þá er þaö auðvitað fjarri manni aö leiöa hugann aö þvi aö hætta," sagöi Þórdis. Þaö má þvi búast viö þvi aö islandsmet Þórdisar í hástökki, 1,87 m. veröi í verulegri hættu á komandi keppnistímabili. Sig. Jóns. Líklegt er taliö aö uppruna nú- tímakeilunar megi rekja til Þýska- lands langt aftur i aldir. Þar var hún ekki stunduö sem íþrótt held- ur sem trúarleg athöfn. Sagt er aö Marteinn Lúther hafi ákveöiö aö best væri aö hafa keilurnar níu. í mannkynssögubókum má lesa aö leikurinn barst um Evrópu, m.a. til Noröurlanda, og loks til Banda- ríkjanna. Fyrsta ritaöa heimildin um keilun þar er í skáldsögunni „Rip Van Winkle" eftir Washington Irving sem kom út 1818. En þó aö leikurinn heföi þannig borist um allan heim voru reglurn- ar meö ýmsum hætti og áhöldin ekki hin sömu. Til dæmis er ekkert vitaö um þaö hvers vegna Banda- rikjamenn bættu viö tíundu keil- unni eöa hvenær þaö geröist. En hvernig svo sem keilun barst til Bandaríkjanna var leikurinn orö- inn svo vinsæll um miöja 19. öld aö keilusalir spruttu upp sem gorkúlur í mörgum borgum, einkum þar sem fólk af þýskum ættum bjó. Áriö 1875 hittust fulltrúar frá niu keilunarfélögum í New York og stofnuöu meö sér samband til þess aö reyna aö koma samræm- ingu á hlutina. Deilur stóöu helst milli þeirra og allra annarra keilara í landinu en 9. september 1895 var loks stofnaö Landssamband keil- ara (American Bowling Congress). Þar meö var grundvöllurinn lagður aö þeim reglum og búnaöi sem enn er í gildi, nær 80 árum síöar. Minni háttar breytingar hafa veriö geröar á leikreglunum en engar verulegar breytingar á búnaöi og tækjum nema hvaö varöar sjálf- virkni, tilkomu plasts, nælons og annarra gerviefna. Áriö 1916 var stofnaö Alþjóöa- samband kvenkeilara (Women’s International Bowling Congress). Eldri borgarar „Enginn er of gamall fyrir keil- un," segir forystumenn þessarar íþróttar. Þaö hefur sannast erlend- is þar sem hún er mikið stunduö. Aldur ætti ekkí aö há neinum keil- ara, einkanlega ef hann gerir sér grein fyrir ástandi líkama síns. Eins og á öörum sviöum veröa sumir hlutir þvi erfiöari viðfangs, því eldri sem menn verða. Sem betur fer geta menn þó byrjað á keilun og haft ánægju af því þótt þeir séu orðnir 65—70 ára. Þaö er ekkert skilyröi aö menn hafi stund- aö keilun á unga aldri eöa hafi ein- hverja fyrri reynslu en auövitaö gæti þaö komið aö gagni. Keilun geta menn lært á hvaöa aldri sem er og þaö er bæöi til rétt og röng aöferð til aö læra hana. Fyrst veröa menn aö gera sér grein fyrir þvi aö þeir geta ekki náö jafngóöum árangri og þeir sem lengst hafa náö. Keilun sem Ólympíugrein Árum saman hafa forsvarsmenn keilunar leitaö viöurkenningar á íþróttinni sem ólympiugrein. Þaö má þvi telja merkisviöburö þegar bandariska ólympíunefndin veitti keilun fulla viöurkenningu sem ólympiuíþrótt, i maí 1984. Búist er viö aö alþjóða-ólympiunefndin taki upp þráöinn og keilun veröi sýn- ingaríþrótt á Ólympíuleikunum áriö 1988 og fullgild keppnisíþrótt áriö 1992.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.