Morgunblaðið - 23.12.1984, Page 67

Morgunblaðið - 23.12.1984, Page 67
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUK 23. DESEMBER 1984 67 VELVAKANDI “ SVARAR í SÍMA 10100 KL 11-12 FRÁ MÁNUDEGI 'TIL FÖSTUDAGS. „Allt tai um illa skilgreind lög, sem erfitt sé að framfylgja, hljómar eins og hjáróma rödd í kröftugum samsöng fólks sem setur það á oddinn að berjast fyrir náttúrulegum rétti manna til að anda að sér hreinu lofti,“ segir bréfritari m.a. Lofuð séu tóbaksvarnarlögin k'onnnri olrpifQP1 Kennari skrifar: Nú hefur loksins dregið ský frá sólu og vonandi rofar vel til á himninum uppúr áramótum þegar reyksýinu mikla verður að nokkru létt af landinu. Það var svo sann- arlega kominn tími til að hreint og ómengað loft í sameiginlegum hí- býlum manna yrði gert að megin- reglu, en mengunin að undantekn- ingu. Allt tal um illa skilgreind lög, sem erfitt er að framfylgja, hljómar eins og hjáróma rödd í kröftugum samsöng fólk, sem set- ur það á oddinn að berjast fyrir náttúrulegum rétti manna til að anda að sér hreinu lofti. Pólk sem berst gegn framleiðslu og sölu skaðlegra efna og gildir þá einu hvort um er að ræða litarefni í matvælum eða tóbak. Hinsvegar er því ekki að neita að tóbakið er framarlega á lista, enda drepur það árlega fleiri í Bandaríkjunum einum en Banda- ríkjamenn hafa misst í öllum sín- um styrjöldum samanlagt frá uppafi. Löggjöf sem sett er til höfðuðs slírki vá ber að taka fagn- andi. í eðlil sínu eru þessi lög svip- uð t.a.m. umferðarlögunum, sem eru almenn lög um umgengishætti manna í umferðinni, lögum, sem allir eru sammála um að eru af hinu góða, en næsta erfitt sé að framfylgja nema í tilteknum til- vikum t.d. þegar árekstur verður og skera þarf úr um réttarstöðu manna. Enda er það víst svo að fá lög eru jafn oft brotin og umferð- arlögin. Það rýrir þó á engan hátt gildi þeirra né breytir þeirri stað- reynd að til staðar eru réttmæt lög sem móta hegðun manna og skil- greina réttarstöðu þeirra ef árekstr- ar verða. Það er von mín að fólk noti nú tækifærið um áramótin og hætti að reykja. Sjálfur var ég reykinga- maður til margra ára og það var erfitt að hætta, fyrst og fremst vegna þess að allir voru reykjandi í kringum mann. Um áramót ætti sá þröskuldur að verða úr sögunni a.m.k. að hluta og það auðveldar baráttuna til mikilla muna. Verið nú góð við ykkur á nýja árinu og hættið að reykja. Kennarastarfið — kjör og kröfur Eyþór Þórðarson, Neskaupstað, skrifar: Kennarar eru nú orðnir svo lærðir, að þeir telja sig ekki leng- ur geta sætt sig við hin lágu árs- laun, sem þeir eiga við að búa, og hafa löngum átt, og það eins þótt launin segi ekki allt sem máli skiptir um kjör þeirra samanborið við aðrar stéttir. Auk verulega hækkaðra launa, krefjast þeir nú einnig að fá lög- verndaðan einkarétt til kennslu- starfa. Til að reyna að knýja fram kröf- ur sínar, hóta þeir nú að segja upp stöðum sínum í stórhópum. Um helmingur framhaldsskólakenn- ara mun þegar hafa skilað upp- sögnum til ráðherra, en grunn- skólakennarar hafa frestað því a.m.k. um sinn. í grein eftir Ingólf A. Jóhann- esson, sagnfræðing og kennara, í DV nú nýlega kemur fram, að hann telur vel koma til mála, að banna heldur kennslu í skólum en ráða þar til starfa menn án kenn- araprófs, þótt góðir séu og reyndir í starfi. Að vísu verði þessu þó varla við komið eins og nú er, en að fengnum einkarétti kennara til kennslu væri það vel framkvæm- anlegt. Með slíkum lögvernduðum rétti væri kennurum fengið í hendur mjög beitt vopn. Sýnist mér að þeir með það í höndum gætu þvingað fram allar sínar kröfur, hversu fráleitar sem væru. Skól- unum yrði auðveldlega lokað uns gengið hefði verið að kröfum þeirra. Að þessu athuguðu sýnist mér að ekki komi til greina, að verða við kröfu kennara um lögverndaðan einkarétt til kennslu. Þeir hafa heldur enga þörf fyrir þennan einkarétt, nema þá sem vopn í kjarabaráttu sinni. Kenn- arar hafa nú þegar og hafa lengi haft forgang að öllum auglýstum kennarastöðum, a.m.k. við grunnskóla fram yfir próflausa, hversu góðir og vanir, sem þeir síðarnefndu væru, sem á móti þeim sæktu. Kennaranámið virðist nú orðið það kostnaðarsamt, að það og þær launakröfur, sem því fylgja, sé orðið ríkinu ofviða. Við því sýnist helst ráð að slá af kröfunum. Kæmi þá til mála að taka upp námsbrautir í uppeldis- og kennslufræðum við fjölbrauta- skólana og fengju nemendur þeirra eftir tveggja eða þriggja ára nám að ljúka þaðan kennara- prófi, er veitti forgangsrétt til kennslu i grunnskóla. Þeir sem síðan vildu halda áfram námi í há- skóla fengju að því loknu meira kennarapróf sem veitti sama rétt til kennslu í fjölbrauta- og öðrum framhaldsskólum að Háskóla Is- lands frátöldum og kennaraprófið úr fjölbrautaskólunum til kennslu í grunnskólunum. Háskólanám er gott, en getur orðið of dýru verði keypt. Þjóðin hefir trauðla efni á að kosta nám alls þess fjölda, sem það stundar nú, og reyndar heldur ekki þörf á því, og enn síður að sjá þeim öllum fyrir starfi við þeirra hæfi og launum tilsvarandi að námi loknu. Það mun og nú þegar fram komið að á þeim vinnumarkaði er bekk- urinn fullsetinn og það þótt helst þurfi nú háskólapróf til að mega búa um rúm eða hella úr kopp sjúklings, eða kenna bami að lesa. Koreldrar: Brýnið fyrir börnum og unglingum að fara varlega með eld og leiðbeinið þeim um meðferð flugelda, stjörnuljósa og blysa. Börn og unglingar: Farið varlega með eld. Gætið vel að kerta- ljósum á heimilum ykkar. Fiktið ekki við flugelda, stjörnuljós og blys. Vegfarendur: Tökum höndum saman í baráttunni gegn umferðarslysum. Sýnum árvekni, dómgreind og tillitssemi við akstur. Hvert fótmál krefst umhugsunar og aðgæslu. Njótum jólanna með slysalausum dögum. Blóðbankinn sendir öllum blóðgjöfum og velunnurum sínum bestu jóla og nýárskveðjur með inni- legu þakklæti fyrir hjálpina á liðnum árum. A ttglýsing Þeir, sem drekka og drabba, samt styðja dagrlegra krambúðar- borðin, verða skrifaðir í bók og fá engran styrk úr fátækrasjóði. Reykjavík, 24. febr. 1847. Demantur fyrir dömuna Gull og demantar Kjartan Ásmundsson gullsmiöur, Aöalstræti 7, sími 11290. SIGGA V/öGÁ £ A/LVERAM

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.