Morgunblaðið - 23.12.1984, Side 66

Morgunblaðið - 23.12.1984, Side 66
66 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. DESEMBER 1984 y,W\JOut> áttu \/i'á, c*2> þú wlburke.r\)n\r ekki þennom ó&mstöL Ast er... ... ad vara hana við öllum hættum. TM R*g. U.S. PM. Off.-AH rfghf* r«a«rv*d C 1977 Lo* Ang*tM T1m«* // - Það kemur ekki til mála að menn reyki á aTingum hjá mér. Eru þessar bjánalegu skop- myndir þínar af andlitum, sem fólk þekkir? Segðu mér það svona til gamans! HÖGNT HREKKVÍSI Heyrnarskertir settir hjá Eitt atriði sem verður á dagskrá næsta áramótaskaups. Frá vinstri Gísli Rúnar Jónsson, Edda Björgvinsdóttir og Laddi. Bréfritari mælist til þess að íslenskar myndir og þættir hafi texta svo heyrnarskertir geti einnig notið þess að horfa á dagskrá sjónvarpsins. 0585-8135 skrifar: Ég er ein af þeim mörgu, sem eru heyrnarskertir og er reið og sár vegna þess hve sjónvarpið kemur lítið til móts við þá sem ekki heyra. Nú eru hér á landi um 5—10 þúsund manns, sem nota heyrnartæki, fyrir utan þá sem ekkert heyra. Nú á að sýna Gullna hliðið um jólin og Áramótaskaupið. Mér finnst að það eigi að texta íslensk- ar myndir og þætti, sem ekki eru sendir beint út, fyrir þá sem ekki heyra. Það er alltaf talað um að spara, en ef ráðamönnum útvarps og sjónvarps dettur eitthvað í hug, þá eru alltaf til peningar. Sem dæmi má nefna rás 2 og viðtal við menntamálaráðherra í sjónvarp- inu, þar sem hún lætur ljós mik- inn áhuga á að fá norska sjón- varpsdagskrá hingað, sem flestum ber saman um að sé með afbrigð- um léleg. Það verður sjálfsagt ekki vandi að finna fé til þess. Fyrst og fremst á að þjóna áhorfendum íslenska sjónvarps- ins, áður en farið er að fá hingað erlendar stöðvar. Það er engin sárabót fyrir heyrnarskerta að þurfa ekki að borga nema hálft afnotagjald. Ég veit að allir, sem ekki heyra, vildu greiða fullt gjald og jafnvel meira og það eru mannréttindi að fá að heyra. Ég skora á heyrnarskerta og heyrn- arlausa að standa saman um þessi mál og bera þau fram til sigurs. Bestu jolaóskir til allra lands- manna. Tökum höndum saman Kvöldvöku- kórnum færð- ar þakkir Einn af þeim öldruðu á Hrafnistu í Hafnarrirði hringdi: Ég vil færa Kvöldvökukórnum bestu þakkir fyrir komuna til okkar á Hrafnistu í Hafnarfirði sunnudaginn 9. desember sl. Kór- inn skemmti okkur vel með sínum ágæta söng, sem féll okkur vel sem hér dveljum, svo og skemmtileg- um leikþætti. Slíkar heimsóknir eru vel þegnar af þeim sem ekki hafa heilsu til að fara út úr húsi en geta notið þeirra á staðnum. Þeir sem eru ferðafærir eiga oft kost á að fara á skemmtistaði í boði ýmissa skemmtiaðila. Þökk fyrir góðar heimsóknir. Gefið fötin, en hendið þeim ekki Guðbjörg Jónsdóttir, Langholts- vegi 134, hringdi: Eg vil minna fólk á að margs konar félög taka við lítið notuðum fötum. Um daginn áskotnaðist mér um 300 pör af skóm frá versl- un einni auk annars konar fatnað- ur sem ég fór með til Mæðra- styrksnefndar. Þar vantar alltaf föt. Einnig getur fólk haft samband við mig og mun ég koma fatnaðin- um til skila. Ég veit um fólk, sem hendir al- veg heilum fötum í öskutunnuna. Ég vil endilega benda fólki á að gefa þau frekar, því það er margt fólk sem ekki hefur efni á að kaupa sér föt og myndi þiggja gjafir sem þessar með þökkum. Nnr. 0898-3828 skrifar: Þessi mynd er af snjótittlingi (Plectrophenax nivalis). Hann verpir í holum milli steina á grýtt- um og hrjóstrugum stöðum. Hann er félagslyndur og hópar sig oft mikið saman. Að nokkru leyti far- fugl. Snjótittlingur sést mjög oft á veturna flöktandi milli garða í Reykjavík. Nú vantar alveg að efna loforð ríkisstjórnar og Háskóla íslands um byggingu náttúrugripasafns, Varasamar Strákur úr Árbænum hringdi: Mig langar til að vekja athygli á nokkru sem gerðist hjá okkur vin- unum um daginn. Við vorum þrir á gangi í Árbænum þegar einn af okkur strákunum kastaði snjó- bolta í glugga, sem við gengum framhjá. Þetta var laust skot og ekki brotnaði rúðan. Rétt á eftir birtist maður og elt- ir okkur. Síðan kastaði hann okkur niður i götuna og barði sem gefið var, þegar gamla nátt- úrugripasafnið var afhent ríkinu ásamt byggingarsjóði þeim, sem safnið átti. Tökum höndum saman, ríkis- stjórn, Háskóli íslands, borgaryf- irvöld og allir velviljaðir áhuga- menn, fáum náttúrufræðisafn, sem sæmir menntaþjóð, þar sem vísindamenn hafa góða aðstöðu til rannsókna, og áhugamenn tæki- færi til þess að fræðast um nátt- úru landsins. barsmíðar okkur. Nú langar okkur til að beina því til mannsins að hugsa sig tvisvar um áður en hann gerir svona lagað aftur, því hann veit ekki hvaöa af- leiðingar svona barsmíðar geta haft. Hann hefði þess vegna getað stórslasað okkur, þó það hafi ekki verið meiningin í fyrstu. En það er aldrei að vita hver er veikur fyrir og því varasamt að berja fólk. Svo ekki sé nú talað um að hann var miklu sterkari en við strákarnir. Vantar óáprentuð íslensk jólakort Maður í jólaskapi hringdi: Ég leitaði mikið að jólakortum, sem ekki höfðu áprentaðar kveðj- ur, núna fyrir jólin. En því miður voru þau ekki til. Mér fannst eins og tekið af mér orðið að fá ekki sjálfur að orða jólakveðjuna. Auk þess finnst mér það vera móðgun við viðtakandann, þegar sendand- inn hefur ekki sjálfur haft fyrir því að semja jólakveðjuna. Að vísu voru til erlend kort, sem ekki voru áprentuð, en það er aumt að ekki séu til óáprentuð ís- lensk kort. Afgreiðslufólk, sem ég talaði við, sagði að mikið væri kvartað yfir þessu. Væri nú ekki ráð hjá jólakortaframleiðendum að taka tillit til þessara óska neytend- anna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.