Morgunblaðið - 23.12.1984, Side 55

Morgunblaðið - 23.12.1984, Side 55
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. DESEMBER 1984 55 Bridge Arnór Ragnarsson Reykjavíkurmótið í sveitakeppni Reykjavíkurmótið í sveita- keppni hefst þriðjudaginn 8. janúar. Skráning er þegar hafin og geta væntanlegir þátttakend- ur haft samband við þau Esther Jakobsdóttur, Magnús Oddsson, Baldur Bjartmarsson, Gísla Tryggvason og Agnar Jörgens- son (15093) tií að skrá sveitir. Skráningu lýkur sunnudaginn 6. janúar. Eftir þann tíma, er ekki hægt að bæta við sveitum í mót- ið. Þetta er jafnframt undan- keppni fyrir íslandsmótið í sveitakeppni 1984. Spilaðir verða 10 spila leikir, allir v/alla og komast 6 efstu sveitirnar í úrslit um Reykjavík- urhornið. Núverandi Reykjavík- urmeistarar eru sveit Úrvals. Bridgedeild Skagfírðinga Jólasveinar félagsins varð sveit Sigmars Jónssonar. Á glæsilegum endaspretti (með styrkt lið) tókst formanninum að merja sigur, enda gengur allt- af best þegar hann spilar ekki (segir Sigmar). í sveitinni spil- uðu: Arnar Ingólfsson, Magnús Eymundsson, Hulda Hjálmars- dóttir, Þórarinn Andrewsson, Sverrir Kristinsson og ólafur Lárusson, auk Vilhjálms Ein- arssonar. (Sigmar var fyrirliði án spilamennsku.) Röð efstu sveita varð þessi: Sveit Sigmars Jónssonar 1578 Leós Jóhannessonar 1561 Árna Más Björnssonar 1538 Guðrúnar Hinriksdóttur 1487 Björns Hermannssonar 1479 Hildar Helgadóttur 1459 Jóns Stefánssonar 1455 Meðalskor í þessari 3 kvölda hraðsveitakeppni var 1440 stig. Starfsemin hefst að nýju eftir áramótin þriðjudaginn 8. janúar með nýárstvímenningskeppni (1. kvöld), en þriðjudaginn 15. janú- ar hefst svo aðaisveitakeppni fé- lagsins. Skráning er þegar hafin í þá keppni, hjá Ólafi (18350 eða 16538) eða Sigmari (687070). Einnig verður hægt að skrá sveitir 8. janúar. Spilað er í Drangey v/Síðumúla, félags- heimili Skagfirðingafélagsins, og er öllum heimil þátttaka. Keppnisstjóri er Ólafur Lárus- son. Félagið óskar öllu spilaáhuga- fólki um land allt gleðilegra jóla. Bridgesamband Islands Skrifstofa Bridgesambands Is- lands verður lokuð fram yfir ný- árið, vegna jólaleyfis starfs- manns. Skrifstofan mun á ný verða opin 7. janúar. Þá verður fastur símatími milli kl. 13 og 15. Það útilokar þó ekki að ein- hver sé við á öðrum tímum dags- ins. Umsjónarmenn meistara- stigaskráningar hjá öllum félög- um innan Bridgesambands Is- lands er bent á að skila inn stig- um fyrir haustspilamennskuna fyrir 7. janúar nk., þannig að hægt verði að útbúa meistara- stigaskrá fyrir 1985. Áríðandi er, að nafnnúmer fylgi hverju nafni, þannig að hægara sé að vinna þetta í tölvuskrá. Þau félög sem enn hafa ekki gert skil fyrir síðasta keppnis- tímabil (fram á vor 1984) á gjöldum til Bridgesambandsins, eru vinsamlegast beðin um að gera það sem allra fyrst. Það er um þó nokkur félög að ræða. At- hugið málið. Búið er að senda út ársskýrslu stjórnar Bridgesambands ís- lands, fundargerð siðasta aðal- fundar sem var í nóvember og að auki lista til flestra félaganna þar sem vöntun er á nafnnúmer- um spilara viðkomandi félags. Formenn félaganna eru beðnir um að sjá til þess að meistara- stigalistinn verði unninn og komið til skrifstofu BSÍ. Einnig er nokkur vöntun á því að félög innan Bridgesambands íslands hafi skilað skýrslu stjórnar (þeirri sem segir hverj- ir eru í stjórn viðkomandi félags o.fl.). Vinsamlegast útbúið þessa skýrslu og sendið til BSI. Ef hægt er að koma þessum atrið- um inn í meistarastigaskrá 1985, væri það til fyrirmyndar með hliðsjón af upplýsingagildi slíkr- ar handbókar sem meistara- stigaskráin yrði. Bridgesamband tslands vinn- ur ekki aðeins fyrir félögin, held- ur með þeim. Stjórn og starfsmenn Bridge- sambands íslands óska lands- mönnum öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi nýs ár. Með innilegum þökkum fyrir árið sem er að líða. r.h. atjórnar BrjdnennibtiHh fslands 1984, Ólafur Lárusson, rramkvæmdastjórí BSÍ: Bridgefélag Selfoss og nágrennis Firmakeppni félagsins var haldin dagana 6. og 13. desember sl. Alls tóku 64 fyrirtæki þátt í keppninni og 32 spilarar, en mót þetta er jafnframt einmenn- ingsmeistaramót félagsins. Eft- irtalin fyrirtæki urðu hlutskörp- ust. Nafn spilara er innan sviga. Selfossbíó (Kristján M. Gunnarsson) 113 G.A.B. (Jón B. Stefánsson) 110 V. Bjarnason (Þórður Sigurðsson 109 Blikksmiðja Selfoss (Kristmann Guðmundsson)109 Árvélar (Páll Árnason) 108 Samtak (Garðar Gestsson) 108 Einmenningsmeistari félags- ins varð Þórður Sigurðsson og hlaut hann 215 stig. Röð efstu manna varð annars þessi: Þórður Sigurðsson 215 Kristján M. Gunnarsson 212 Garðar Gestsson 212 Valgarð Blöndal 194 Sveinbjörn Guðjónsson 194 Páll Árnason 194 Legsteinar granít — marmari Unnarbraut 19, Seltjarnarnesi, símar 620809 og 72818. Opið alla daga, einnig kvöld og helgar. , Vissir þú aö hjá okkur færöu margar hugmyndir aö góðum jólagjöfum? Gjöfum sem gleðja um leið og þær gera gagn. Veitum sérstakan jólaafslátt af verkfærum og ýmsum vörum fyrir þessi jól: Skíðabogar á bíltoppinn . kr. 775. Bílamottur 4 stk. í setti ... kr. 980. Skíðahanskar .............kr. 240. Leikfangabílar ........frákr. 30. Tölvuúr ...............frá kr. 233. Litlar, þunnar reiknitölvur Barnabílstólar Vasaljós Rakvélar Olíulampar Kassettutöskur Topplyklasett Vatteraðir kulda-vinnugallar - og margt, margt fleira. Gerið svo vel. Komið og skoðið úrvalið. STÖOVARNAR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.