Morgunblaðið - 23.12.1984, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 23.12.1984, Qupperneq 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. DESEMBER 1984 / Stutt spjall um jólin — Hvað ætlið þið að gera um jólin? Við tókum viðtal við ung hjón á dögunum og spjölluðum svolít- ið um komandi hátíð. Hjónin heita Gunnar R. Matthíasson og Arnfríður Guðmundsdóttir og stunda þau bæði nám í Háskóla íslands. — Hlakkið þið til jólanna? „Jááá! Auðvitað! Enda til ein- hvers að hlakka!" — Hvað er best við jólin? Gunnar: „Maður vildi auðvitað segja tilhugsunin um að í dag sé frelsarinn fæddur. En jóla- stemmningin, undirbúningurinn, fjölskyldan og allt það hefur óneitanlega mjög mikið gildi, sem gerir jólahátíðina að sér- stökum tíma ólíkum hversdegin- um og störfum hans.“ Arnfríður: „Já, við undirbúum okkur og gerum okkur þessa há- tíð að hátíó. Hreingerningarnar, gjafakaupin o.s.frv. verða um- gjörð og skemmtileg tilbreyting. En við gerum okkur ekki daga- mun bara til að gera okkur daga- mun því að tilefnið er gefið.“ — Tilefni jólanna er eins og þú sagðir, Gunnar, frelsari okkar sem fæddist á jólunum. Hvernig finnst ykkur hann gefa jólunum gildi? A.: „Jesús kemur til okkar, Guð verður maður á þessum jól- um, núna. Guð kemur til okkar í dag. Tilhugsunin, staðreyndin, að Guð varð maður, verður mað- ur, og opnar fyrir okkur faðm sinn finnst mér gefa jólunum innihald." G.: „Já, við höldum upp á eitthvað sem er, ekki bara eitthvað sem verður, vil ég und- irstrika." G.: „Fara norður til pabba og mömmu." A.: „Og nota hvert það færi sem gefst til að fara í guðsþjón- ustur. Þannig verður inntak jól- anna virkt fyrir okkur þar sem viö hlustum á boðskap jólanna, biðjum og þökkum með öðru fólki. SMÁ HUGVEKJA Við höldum upp á jólin með ýmsum ólíkum hætti og það er vel. Innihald jólanna talar líka ólíkt til okkar, stundum horfum við á hina hátíðlegu stundir þeirra, og okkur finnst þær brot himna- ríkis á jörðu, eða því sem næst. Samvera með okkar nánustu gefur okkur tilfinningu inni- leika og hefur áhrif á þann frið jólanna sem við getum ekki skilgreint. En ég held að við getum ver- ið sammála um að bestu jól eru þau jól sem við getum deilt með þeim sem við elskum. Jesús lagði eitt sinn elsku til náunga okkar jafnt elsku til Guðs. (Mattheusarguðspjall 22:34-40.) íhugum því nokkur vers um jólin: Matt. 25:40, Hvað gerum við Guði? Lúkas 7:36—46, Hvernig tökum við við Jesú? Við skulum og minnast þess að þótt það sé lítið sem við virðumst geta gert í ýmsum hlutum þá er lítið betra en ekkert. Munum eftir sögu Jesú af eyri ekkjunnar. (Lúk. 21:1-4.) Gleymum því ekki söfnun hjálparstofnunar kirkj- unnar og annarra hjálp- arstofnana, notum þjón- ustu þeirra er þær hjálpa okkur að hjálpa öðrum. Gleymum heldur ekki að tenda friðarljós kl. 21 á aðfangadagskvöld, því að þótt það sé e.t.v. ekki vandasamt verk, getur það þó sýnt friðarvilja okkar. Gleðileg jól. JÓLA- VERTÍÐIN „Nú eru aðeins sex dagar eftir," sagði Fríða. Hún reyndi að blístra „Bjart er yfir Betle- hem“. „Aðeins sex dagar,“ sagöi mamma hennar hugsi. Rómur- inn var ekki glaðlegur, svo stundi hún og sagði: „Bara það væri allt búið.“ Fríðu brá svo að hún snarhætti að blístra. „Hlakkar þú ekki ti'j, mamma?" „Jú, jú. En ég er bara búin að fá nóg af öllu umstanginu." Það var komið jólafrí hjá Fríðu, svoð að hún fór með vinkonu sinni niður á Tjörn með skautana, en þegar kvöld var komið fór hún niður í vinnu til mömmu sinnar, en hún vann í stórmarkaði. Það var alveg einsog í mauraþúfu þar, svo mikið var að gera. Mamma sat á stól við einn kassann. Vörurnar komu til hennar á færibandi og meðan mamma notaði vinstri hendi til að taka og snúa vörunum þannig að hún gæti lesið á verðmiðann stimplaði hún verðið í búðarkassann með þeirri hægri. Svo lagði hún saman. Þegar allar vörurnar voru komnar, tók hún við pen- ingum, gaf til baka og sneri sér að næsta viðskiptavini. „Ofsalega er það flott hvern- ig þú gerir þetta, mamma. Ef ég ætti að gera eins og þú væri ég óralengi að þessu og myndi slá helminginn vitlaust inn.“ „Seisei nei,“ sagði mamma og hló. „Eg var heldur ekki svona flínk þegar ég byrjaði. Þá gerði ég líka vitleysur og viðskiptavinirnir urðu að bíða af því að ég var svo sein. En nú kemur þetta alveg af sjálfu sér, alveg sjálfkrafa." „Þú ert bara eins og vél- menni," sagði Fríða og hló. Mamma vélmenni? Þá hefði hún aldrei höfuðverk, yrði aldrei þreytt á kvöldin. En vélmenni hefur ekki hjarta og kann ekki að þykja vænt um nokkurn. Þá var miklu betra að eiga mömmu eins og hún var þótt hún yæri stundum svo þreytt á kvöldin að hún gæti varla talað. Þrír dagar til jóla. Tveir dagar. Biðraðirnar við kassana urðu lengri og lengri. Fólkið keypti svo mikið af mat til jól- anna að maður gæti haldið að jólin væru hálfsárs hátíð. Sjálfvirku hurðirnar á versl- uninni opnuðust og lokuðust, gustur lék um salarkynnin og bærði allar pappajólabjöllurn- ar og pappaenglana. Englarnir héldu á stórum listum og voru næstum eins og englarnir sem búið var að setja upp í kirkj- unni, en á listunum stóð ekki „Friður á jörðu", heldur „Jóla- sælgætið á sértilboðsverði", og svo var verið að leika öll jóla- lögin í gegnum hátalarana meðan fólkið keypti og keypti. Mamma stundi og þurrkaði svitann af enninu. Konan sem hún var að afgreiða horfði út og tvísteig órólega, hún var að hugsa um heimleiðina með all- ar hendur fullar í troðfullum strætisvaginum. Úff! Eftir tvo daga yrði þetta allt yfirstaðið. „Ég ætla að hafa svínasteik í jólamatinn eins og í fyrra, rækjukokteil í forrétt og súkkulaðibúðing og perur í eft- irmat," sagði mamma við Fríðu þá um kvöldið. Aðfangadag var bara opið til 12 í versluninni, eftir lokun gat starfsfólkið keypt allar vörur með 15% afslætti. Mamma hafði beðið með jólainnkaupin þangað til, af því henni fannst það borga sig að spara svona. Hún keypti skólatösku handa Fríðu, dúkku, tússliti, frakka fyrir pabba og allt jólasælgæt- ið og fíneríið. Síðan bauð verslunareigand- inn öllu starfsfólki sínu upp á kaffi og kökur um leið og hann þakkaði því fyrir að hafa stað- ið sig vel í jólavertíðinni. Eftir snarlið skildi mamma plast- pokana sína eftir á kaffistof- unni. Hún tók ekki eftir þvi fyrr en hún var komin upp í strætó. Henni brá. „Gjafirnar. Allt gotteríið í jólamatinn," hugsaði hún. En það var búið að loka verslun- inni, hún yrði ekki opnuð aftur fyrr en 27. desember. Mamma kom því tómhent heim. Samt héldu þau heilög jól það kvöld. Pabbi kveikti á jóla- trésseríunni og Fríða söng jólasálm. Hún kunni hann að vísu ekki allan en það gerði ekkert til. Mömmu fannst hann fallegur og pabbi tók ekki eftir að hann átti að vera lengri. Maturinn var heldur ekki eins mikill og hann átti að vera. Að vísu var steikin til, en hvorki forrétturinn né eftir- matur, það er að segja, þau borðuðu bara epli og muldu hnetur í eftirmat af því að það var til. „Ég fæ þá ekki í mag- ann eins og síðustu jól,“ sagði pabbi og fannst það bara allt í lagi. Það var heldur ekki mikið af pökkum til að opna. En nógur tími var til. Fríða náði því í útvegsspilið sem hún hafði fengið í jólagjöf í fyrra og enginn hafði haft tíma til að spila við hana. Pabbi hafði aldrei farið í út- vegsspilið. Svo var farið í spilagaldra og pabbi var bara ekkert sár þótt Fríða þekkti alla galdrana sem hann lagði fyrir hana. Loks fóru þau í drepskák og myllu. Um mið- nætti fóru þau út í glugga að horfa á jólaljósin. „Núna fyrir næstum 2000 árum fæddist frelsari okkar," sagaði mamma, og nú fann Fríða að mamma var bara feg- in að jólin væru komin. Þegar Fríða fór að hátta sagði hún við mömmu: „En hvað þetta voru skemmtileg jól.“ „Meinarðu þetta?" spurði mamma hissa. „En við höfðum engan almennilegan jólamat og aðeins fáar gjafir." „En nógan tíma,“ sagði Fríða. og < ndur.H*tjt. Ilöf. Kveline Ifuler)
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.