Morgunblaðið - 23.12.1984, Side 33

Morgunblaðið - 23.12.1984, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. DESEMBER 1984 33 Ljós loga allan sólarhringinn í ör- yggisskyni en samt vilja margar konur ekki þiggja gistingu þarna af ótta við rán eða líkamsárás. Sjá: Pokafólkið MYNDBANDAFARALDUR|1 Hrjóta úr4 sér hroll- vekjurnar í skóla- stofunum Skólab'.i-n fara grútsyfjuð af stað í skólann á morgnana, geispa alla leiðina og sitja hálf- dottandi í tímum. Hins vegar eru þau glaðvakandi þegar líður á kvöldið og þá með allan hugann við glæpamyndir í sjónvarpi eða á myndbandi. Að þessari niðurstöðu hefur brezk þingnefnd komizt og lýst í skýrslu til þingsins. Ef stráksnáði sniglast áfram á leiðinni í skólann með ólundar- svip, er skýringin líklega sú, að hann hafi vakað hálfa nóttina og horft á kvikmyndir af mynd- bandstæki fjölskyldunnar. Þingnefnd sú sem hér um ræðir fjallaði um menntun, vísindi og listir. t skóla einum var henni tjáð, að 9—10 ára gömul börn væru sofnuð fram á borðin á ell- efta tímanum á morgnana. Einn nefndarmanna hafði eftirfarandi orð eftir kennara einum við þenn- an skóla: „Ég hef ekki brjóst í mér til að vekja þau, því að þetta er eini svefninn sem þau fá.“ Harry Greenway kvaðst hafa komizt að raun um, að um 80% fjölskyldna barna í ónefndum skóla ættu myndbandstæki og að margir horfðu á myndir af þeim fram yfir miðnætti. Nefndarmönnum var skýrt frá atviki, sem átti sér stað í grunn- skóla í Cardiff. Þar hafði komið í Ijós að allir nemendur í átta ára bekk höfðu vakað frameftir og horft á svæsna hryllingsmynd, að einungis einum undanskildum. Þessi eini nemandi fékk líka að heyra að hann ætti einkar ábyrga foreldra og þótti honum lofið gott. Síðan hrökk samt upp úr honum að hann myndi nú samt horfa á myndina. Foreldrar hans hefðu nefnilega tekið hana upp á band, svo að hann gæti séð hana að skóladegi loknum. Peter Griffin, formaður brezka kennarasambandsins, upplýsir að mikil brögð séu að því, að börn fái að horfa á nánast hvað sem er í sjónvarpi og af myndböndum. Þau fá að horfa á ofbeldismyndir þar sem gróft orðbragð er viðhaft — og börn líkja eftir því sem fyrir þeim er haft,“ bætir hann við. Joan Davenport, yfirkennari við grunnskóla í Manchester og full- trúi í framkvæmdanefnd kennara- sambandsins, segir að margir af nemendum hennar horfi á upptök- ur af myndböndum langt fram eft- ir nóttum og hafi jafnvel sjón- varpstæki inni í herbergjum sín- um. „Þegar komið er fram undir hádegi eru margir þeirra enda orðnir úrvinda af þreytu.“ Hún telur brýnt að kennarar eigi þess kost að ræða við foreldra um þetta vandamál og ennfremur þurfi þeir að geta rætt við sérfræðinga, til dæmis á sviði heilsugæzlu. — ANDREW MONCUR BLÁA BLÓÐlÐ] Titillinn er ekki túskildings virði Fyrir þá Finna, sem hafa bíátt blóð í æðum, eru dagarnir heldur dapurlegir nú um stundir. Sá tími er liðinn þegar finnsku að- alsmönnunum var fagnað við sænsku hirðina eða fengu áheyrn hjá Rússakeisara. Að leita sér frægðar og frama í þjónustu kon- ungs eða keisara heyrir nú bara sögunni til. Aðrir finnskir minnihlutahóp- ar, eins og t.d. Samar og Moskvu- sinnaðir kommúnistar, ná a.m.k. eyrum fjölmiðlanna öðru hverju, en því er ekki að heilsa með aðal- inn, sem er algerlega úti í kuldan- um og virðist ekki eiga þaðan aft- urkvæmt. í Finnlandi eru enn við lýði um 170 fjölskyldur greifa, baróna eða annarra aðalsmanna og á hverju ári lognast út af ein eða tvær í mestu rólegheitum. Ekkert virðist heldur geta komið í veg fyrir að tegundin verði aldauða að lokum, enda stendur hún uppi ein og óstudd, fær ekki einu sinni styrk frá ríkinu. Hús aðalsins, sem var reist árið 1863 í gamla borgarhlut- anum í Helsinki, verður t.d. að bjargast með því að leigja hluta húsnæðisins undir gullfiskasafn. Helsti ættfræðingur aðalsins, Erich von Ungern-Sternberg bar- VITRINGARNIR | Ný jólastjarna Ajóladag mun ný stjarna birt- ast á næturhimninum og eins og frægur fynrrennari hennar mun hún aðeins lýsa upp festing- una í stutta stund áður en hún hverfur sjónum. Að þessu sinni mun stjarnan þó ekki boða komu vitringa úr austurvegi eða annars staðar frá, því að það eru þeir sjálfir, sem standa að stjörnu- smíðinni í nafni visindanna. Þegar stjarnan birtist fyrst verður hún álíka björt og aðrar stjörnur, en síðan þenst hún út í gulan hnött, verður svo fjólublá og fær hala, sem breiðist yfir him- inhvolfið. Þessi stórkostlega sýn- ing mun ekki eiga sér stað yfir Betlehem heldur yfir Kaliforníu og þeir, sem halda hana, eru breskir, þýskir og bandarískir vís- indamenn. Þeir hafa í sameiningu unnið að ákveðnu gervihnatta- verkefni og stjarnan verður mynd- uð þannig, að frá einum af þremur gervihnöttunum verður sleppt fimm punda hylki með baríum og það síðan sprengt í 105.000 km hæð yfir Kyrrahafi. Þar mun baríumið jónast og rannsóknatæki í hinum gervi- hnöttunum tveimur munu fylgjast með víxlverkunum milli þess og geislunar sólar og segulsviðs jarð- ar. Þetta verður í annað sinn sem vísindamennirnir, sem vinna við AMPTE-áætlunina, búa til gervi- halastjörnu. Þeir gerðu það fyrst í september sl., en þá sprakk hún út á þeim tíma sem sólin skein á hana og var því ósýnileg. Það er hins vegar bara tilviljun, að jólin urðu fyrir valinu að þessu sinni. „Það vill bara svo til, að gervi- hnettirnir verða í hagstæðustu stöðu sinni á jóladag," sgði einn vísindamannanna. - ROBIN MCKIE ón, gerir sér engar grillur um völd og áhrif stéttarinnar í Finnlandi nú á dögum. „Þau eru engin," segir hann. „Jafnvel þeir Finnar, sem einu sinni börðust fyrir því að út- rýma aðlinum, eru búnir að gleyma þeirri hugsjón sinni," sagði Sternberg. Staða finnska aðalsins hefur alltaf verið dálitið skrítin. Hann hefur aldrei haft nein mannafor- ráð, því að samkvæmt lögum voru bændur frjálsbornir menn og jafnvel eftir að landið komst undir Alexander I Rússakeisara á árun- um 1808—09, héldu hinar stéttirn- ar, klerkar, borgarar og bændur, réttindum sínum. Flestar finnsku aðalsmanna- fjölskyldurnar eiga ættir sínar að rekja til Þýskalands, Svíþjóðar eða nýlendnanna við Eystrasalt, hinna fornu heimkynna germ- önsku riddaranna. Nokkur blóð- blöndun átti sér síðar stað við skoska málaliða með ættarnöfn- unum Fraser, Ogilvie og von Wright, en ennþá er sænskan það tungumál sem aðalsmönnum finnst samboðnast stöðu sinni og stétt. Finnski aðallinn nýtur enn lagalegrar viðurkenningar og ætt- arskrárnar eru færðar samvisku- samlega. Hins vegar kemur ekki maður í manns stað, ólíkt því sem er t.d. í Bretlandi. Margur aðals- maðurinn hefur snúið sér að versl- un og viðskiptum og sumir flust til Bandaríkjanna þar sem titlinum er sýnd ögn meiri virðing. „Sumir aðalsmannasonanna hafa jafnvel gengið í kommúnistaflokkinn," segir Sternberg barón og hristir höfuðið. Veggir í Húsi aðalsins eru þakt- ir skjaldarmerkjum og á bak við fiskabúrin má lesa út úr steindum gluggunum sögu um horfna dýrð og riddaramennsku, sem enginn kann lengur að meta. Leifarnar af finnska aðlinum koma hér saman á þriggja ára fresti til að ræða sín mál, en sú umræða vekur engan áhuga annarra. Þó er ekki ólíklegt, að þessa litlu ögurstund upplifi aðallinn pínulítið leiftur af fornri frægð, en það fer ekkert lengra. Koivisto forseti þarf ekki að hafa áhyggjur af vangaveltunum. „Stjórninni er alveg sama um okkur,“ segir baróninn dapur á svip og tekur vendilega til á skrifborðinu sínu. — SIMON TISDALL

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.