Morgunblaðið - 23.12.1984, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 23.12.1984, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. DESEMBER 1984 31 Cantate Domino — jólaplatan Konráö S. Konráðsson Cantate Domino Oscars Motettkör Stjórnandi: Thorsten Nilsson Orgelleikari: Alf Linder Einsöngur: Marianne Mellnas Proprius: PROP 7762 Útgáfuár: 1980 Merkilegt er það fyrirbrigði sem við í daglegu tali köllum Jólaplötu" og fáir munu þeir tónlistarmenn sem ekki hafa fundið það skyldu sína, fjár- hagslega eða jafnvel listræna, að standa að slíkri útgáfu. Á það raunar jafnt við um þá sem ber- ast fram undir merkjum léttari tónlistar, rokkara jafnt sem raulara, og hina sem vilja kenna sig við sígildari tónlist. Nægir í fyrra tilfellinu oft á tíðum að í texta sé vikið að grenitré, síð- skegg, stjörnu eða snjó og í tón- iistinni heyrist bjölluhljómur til að fengið sé það sem sóst er eft- ir, en hjá þeim sem síðari flokk- inn fylla er algengara að sjálfs- virðingin þvælist fyrir og árang- urinn því oft rismeiri þegar upp er staðið. Einkennandi er þó fyrir afraksturinn, Jólaplötuna" sjálfa, að hún er oftast keypt um millilið, gefandann, sem í harki jólaundirbúningsins velur oft á tíðum fremur eftir útliti plötu- hlífar en innihaldi, auk þess sem sjaldnast er í atinu mikill tími til að velta fyrir sér smekk þess sem njóta skal. „Jólaplatan" verður því sumum jafn óaðskilj- anlegur hluti jólaerilsins og englahárið og útvarpskveðjurn- ar eru öðrum. Sem betur fer eru þó undan- tekningarnar margar og ánægjulegar og sem dæmi um slíka skal hér vikið að útgáfu þess merka útgáfufyrirtækis PROPRIUS: „Cantate domino". Enda þótt hróður þessarar ágætu skífu hafi lítt borist hingað til lands hefir hún unnið til fjölda verðlauna; í heimalandi sínu, sem og austan hafs og vest- an. Bæði fyrir frábæra tækni- vinnu, sem og glæsilegan og hrifnæman flutning listafólks- ins. Stokkhólmsbúar áttu sér þeg- ar þessi skífa var tekin upp sinn „Langholtskirkj ukór“, sem þar er raunar kenndur við óskar- skirkjuna og færir hér með sín- um englasöng þeim, sem ekki vissu fyrir, heim sanninn um hvílíkir meistarar frændur vorir Svíar eru á sviði kórsöngs. Kór- stjóri er Thorsten Nilsson. Fyrr- um lærifaðir hans, Alf Linder, sem leikur hér á orgel Óskars- kirkju, stóð næstum á sjötugu við gerð þessarar skífu, en er hér síst að finna á honum nokkur ellimerki. Skífan hefst á því verki sem hún þiggur nafn sitt af: Cantate Domino. Leggst þar kór, orgel og Alf Linder blásarasveit á eitt í hljómmikilli og glæsilegri aldamótatónsmíð ítalans Enrico Bossi. Aðventu- sálmarnir þrír, sem hér eru sungnir, minna þægilega á helgi aðventunnar, sem er meiri hjá frændum vorum Svíum en heima hér, einkum þó fyrsti í aðventu, sem er almennur kirkjudagur þar. Sjálfir eru sálmarnir þrír hver öðrum ólíkir. Syngur kór- inn lag Olssons af mikilli tilfinn- ingu við ágætan undirleik Lind- er, þar sem fagurlega blandast tær söngurinn og djúpir tónar fótspilsins. Raunar má á sama hátt lofa þá sálma og söngva sem á eftir koma og fengnir eru víða að. Er raunar sama hvar borið er niður. Grallarasöng ættaðan frá sænskum útflytj- endum í Úkraínu, vaggandi þjóð- vísu frá Kóreu eða gláðlegum gjallandi frönskum jólasöng (virelai) frá miðöldum. Sungið er um jólagleði barnanna í Bæ- heimi og að sjálfsögðu er litið við í Oberndorf. Sálmurinn sá, sem í einfaldleik sínum hefir lagt hinn kristna heim að fótum sér og eignaður var á sínum tíma m.a. þeim Beethoven og Haydn var s.s. alkunna er saminn á að- fangadag 1818 af þeim félögum: aðstoðarprestinum Joseph Mohr og organistanum vini hans Franz Gruber, innblásnum frið og helgi jólanna. — Sunginn var sálmurinn í fyrsta sinn í fábrot- inni þorpskirkjunni í Oberndorf við næturtíðir þá sömu jólanótt við gítarundirleik Grubers, þar sem orgel kirkjunnar var ónot- hæft. Minnir þessi saga, sem Sígildar l.VillHl flestum er kunn, óneitanlega á sjálft jólaguðspjallið þó í breyttri mynd sé. — Svo út- breiddur og almennur sem sálm- urinn „Stille Nacht" er í dag ger- ir síst því ágæta fólki, sem hér flytur, auðveldara um vik. Því svo er raunar um góða vísu að ekki er hún alltaf jafn vel kveð- in. Hér verður þó vart á betra kosið. Kórinn syngur hugljúft, þýtt og án undirleiks og er karla- og kvenröddum víxlað. Kemur þar vel fram sú heiðríkja og fábrotna drottins dýrð, sem sálmurinn geymir. Er ekki fjarri því að þar og í kóralfúgu Olssons við stef Nicolai um „hina blítt - blikandi morgunstjörnu", nái þessi útgáfa hæst og næst sínum innri jólafrið, sem raunar fyllir þessa skífu alla. Öllum jólum lýkur þó með þrettándagleði og sömuleiðis lýkur þessari skífu með því að slegið er á léttari strengi í jóla- lagi Irvings Berlin: „White Christmas", sem sungið er af kvennaröddum kórsins, en við kirkjuorgelið bregður Alf Linder á leik og leikur af fingrum fram, en þessi merki orgelleikari var einmitt á sínum tíma prýðilegur djasspíanisti! Upptöku skífunnar stjórnaði Bertil Alving og má með sanni segja að hlutur hans í þessari ágætu útgáfu sé síst minni en þeirra sem áður eru taldir. Er upptakan með fádæmum skýr, djúp og fögur. í einu orði sagt: einstök! Notfærir Alving sér til fullnustu fagran hlómburð Óskarskirkjunnar. Kórinn er framarlega í hljómmyndinni, en kirkjuorgelið breiðir úr sér í bakgrunninum; hvort tveggja í góðu innbyrðis jafnvægi. Press- unin og frágangur er sömuleiðis gallalaus. Fylgir með fjórblöð- ungur fyrir þá sem fræðast vilja frekar um tónlist, texta og túlk- endur. Hlýtur þegar upp er staðið niðurstaðan að vera sú, að hér sé um að ræða hljómplötu, sem nauðsyn sé hverjum þeim, sem í hjarta sínu gleðst af góðri tón- list og ekki vill bjóða plötuspil- aranum sínum hvað sem er á jól- um eða endranær. Þakka öllum þeim sem glöddu mig með heimsóknum, heillaóskum og gjöfum á 70 ára afmæli mínu. Hugheilar þakkarkveðjur. , Valdimar J. Auðunsson, Grenstanga, Austur-Landeyjum. Sendum félögunum í Snarfara bestu jóla- og nýjárskveðjur Siglum áfram í suöur, nú frá Spáni til Kanaríeyja. Dóra og Magnús, skútunni Dóru. l,íiiK|hollssölniiúiir Langholtssöfnuður í Reykjavík sendir öllum þeim, er á einn eða annan hátt gerðu okkur kleift að vígja Langholtskirkju 16. september síðast liðinn, hugheil- ar þakkir. Þökk fyrir frábœr störf, bænir, gjafir og lán. Kœrleikur Guðs umvefji ykkur og heimili ykkar á helgum jólum, veiti ykkur heillir á komandi tíð. Safnaðarstjórn. SOEHIMLE Pakkavog 20 kg. 50 kg. Raímagn + raíhlööur ÖliVHM GfSIASON & CO. ílf. SUNDABORG 22 104 REYKJAVÍK SÍMI 84800
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.