Morgunblaðið - 23.12.1984, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 23.12.1984, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. DESEMBER 1984 x<¥ skum öllum samvinnumönnum og öðrum landsmönnum gleðilegra jóla, árs og friðar. ^ SAMBAND ISLENSKRA SAMVINNUFÉLAGA Spenna úr amer- ísku sjónvarpi Myndbönd Árni Þórarinsson Fyrir utan sjónvarpsseríur eru svokallaðar sjónvarpsmyndir hvað verstir fulltrúar myndmáls sem vðl er á. Sjónvarpsmyndir eru i eðli sínu og tímalengd bíómyndir hannaðar eftir kröfum imbakass- ans, gerðar í flýti og af litlum metnaði til að fylla síhungraða dagskrá. Einkum á þetta við um bandarískar sjónvarpsmyndir, Bretar hafa gert sjónvarpsmyndina að sérstakri listgrein sem kunnugt er, þar sem þeir nýta sér frjálsræði miðilsins í formi og efni í stað þess að gefast upp fyrir kröfum hans um hröð og ódýr vinnubrögð og svokallað „aðgengilegt“ efni, eins og Bandaríkjamönnum hættir til. Allt þetta þekkjum við af dagskrá íslcnska sjónvarpsins. En sjón- varpsmyndir, og þá fyrst og fremst bandarískar, ganga líka Ijósum logum í hillum myndbanda- leiganna. Flestar slíkar spólur eru ekki leigunnar virði. En til eru ýmsar undantekningar og hér skal bent á tvo tiltölulega vandaða am- eríska sjónvarpsþrillera. Jane Doe nefnist afar snyrti- leg spennumynd, gerð af athygl- isverðum leikstjóra sem einkum vinnur við sjónvarp og B-mynd- ir, Ivan Nagy að nafni. Nafnið Jane Doe er notað af yfirvöldum í Ameríku yfir konur sem ekki er vitað hvað heita í raun og veru; samsvarandi nafn fyrir karl- menn er John Doe. Þetta er fólk sem misst hefur minnið eða er meðvitundarlaust eða getur ekki gert grein fyrir sér af einhverj- um ástæðum. í þessari mynd segir frá konu sem finnst minn- islaus eftir líkamsárás. Lög- regluyfirvöld vinna jafnhliða að því að komast að því hver hún er og hver hafði reynt að myrða hana. Um niðurstöðu þeirra Stephanie Zimbalist sýnir úrvals- leik sem Tbe Babysitter. rannsóknar skal ekki fjölyrt, en þetta er skynsamlega spunnin flétta og spennandi. The Babysitter heitir úrvals sálfræðiþriller um dularfulla stúlku sem ræðst sem barnapía og ráðskona á stöndugt amerískt heimili, þar sem allt er slétt og fellt á yfirborðinu en undir kraumar togstreita og óham- ingja. Stúlkan tekur smátt og smátt yfir stjórn á heimilinu og voveiflegir atburðir fylgja í kjölfarið. The Babysitter tengir spennuefni sitt óvenju vel við skýra persónusköpun þar sem afbragðs góðir leikarar fara á kostum, — Stephanie Zimbalist sem stúlkan, Patty Duke Astin sem frúin og William Shatner sem eiginmaðurinn. Greindar- legt handrit Jennifer Warren byggir upp heilsteypta atburða- rás og í stað þess að lyppast niður í lokin rís það hæst ein- mitt þar. Leikstjórinn Peter Me- dak heldur ágætlega á þessum hagstæðu spilum nema hvað honum hættir til óagaðrar beit- ingar myndavélar. Stjörnugjöf: Jane Doe * A The Babysitter ☆ A V4 Deman tar ei lífðarskart kjartan ásmunds.... Gull og Demantar Kjartan Ásmundsson gullsmiður Aðalstræti 7. Sími 11290. Dönsku barnaskórnir frá BHndgaaid eru í hæsta gæöaflokki. Kuldaskór úr vatnsvöröu leöri. Mílanó, skóverslun Spyrjið um barnaskóna með kanínumerkinu. » Laugavegi 20, aími 10655. Póstsendum F-vísitalan hækkar um 4,85% milli mánaöa: Mælir verð- bólguhraða á ári, sem er 76,5 prósent KAUPLAGSNEFND hefur reiknað vísitölu framfærslukostnaðar miðaö við verðlag í desemberbyrjun 1984 og reyndist hún vera 117,21 stig eða 4,85% hærri en I nóvemberbyrjun 1984. Þá var hún 111,79 stig miðað við grunntöluna 100 í febrúar 1984. Þessi hækkun framfærsluvísi- tölurnnar mælir verðbólguhraða á 12 mánuða tímabili, sem er 76,5%. í fréttatilkynningu Hagstofu ís- lands um vísitöluna segir, að þessi 4,85% hækkun skiptist þannig að 1,4% stafi af hækkun matvöru- verðs, þar af 0,7% vegna hækkun- ar búvöru, 0,9% sé vegna hækkun- ar á verði bifreiða, 0,7% vegna hækkunar bensinverðs og 1,85% vegna ýmissa annarra verðhækk- ana. Ár biblíunn- ar kvatt Ár Biblíunnar verður kvatt með tónlistarsamkomu í Aðventu- kirkjunni, Ingólfsstræti 19, föstu- daginn 28. desember, kl. 20.00. Þar verður saga Biblíunnar rakin í stórum dráttum í tónum og tali.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.