Morgunblaðið - 23.12.1984, Side 18

Morgunblaðið - 23.12.1984, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. DESEMBER 1984 Það er sennilega ekki nema eitt orð í tungunni, móðir, sem hefur vonbjartari hljóm en jólin. Það er líka svo, að sterk hugrenningartengsl eru milli þessara orða befjfya, og í ljóðinu er það oftar en ekki, að það er barnið í skáldinu sem talar í þeirri andrá: Fullvel man ég fimmtíu ára sól, fullvel meir en hálfrar aldar jól, man það fyrst, er sviptur allri sút sat ég barn með rauðan vasaklút. segir Matthías Jochumsson. Þá er hann að lýsa jólaborðhaldinu í bernsku sinni, held- ur en ekki rogginn með rauða vasaklútinn sinn. En í minningunni ber þó hæst, að mamma settist sjálf við okkar borð; sjáið, ennþá man ég hennar orð. Já, hún gaf sér tíma til þess að tala við börnin sín og sópaði öllu annríki og dag- legu amstri til hliðar. Og jólastundin há var um leið heilög orðin, svo að hún lifir í ljóðinu enn í dag. Þessi mynd er auðvitað gjörólík því, sem nú er upplifað hér á landi, ef einungis er horft á ytra borðið. En jólin sjálf, aðdragandi þeirra og undir- búningur, halda sínum sessi frekar en kannski allt annað í umrótinu. Það sjáum við ekki síst á vitnisburði skáldanna, sem tekið hafa viö lárviðarsveignum af þeim gömlu. Ég gef Hannesi Péturssyni orðið: Jólatréð okkar, stirðlegur stautur af dökkum viði sem bíður síns tíma í tómlátu myrkri háaloftsins... Þannig byrjar jólaminningin í hans huga, því að auðvitað var ekki hlaupið til fyrir hálfri öld nú og keypt lifandi greni, heldur kom það í hlut barnanna að ná í stautinn upp á háaloft og gæða hann iífi, — sem yfirleitt tókst vegna sköpunargleði barnsins, sem var eini dómarinn í því máli. Hannes segir frá því, að þau systkin hafi farið upp í hlíðina gömlu: Til að reyta berjalyng handa blásnauðu trénu. Hjálmar Jónsson í Bólu: Jólasöngur 1862 Hér eru birt þrjú fyrstu erindin af tólf. Held ég nú loks mín hinstu jól hörmunga klæddur skugga, fýkur í gjörvöll frelsisskjól, fjöll hylja sól, fátt má öreigann hugga. Ég á þig eftir, Jesús minn, jörðin þó öll mér hafni, í þér huggun og frelsi finn, fróun hvert sinn flýtur af þínu nafni. Allt er tapað, ef tapa ég þér, tryggðavinurinn blíði, aldrei brugðist í heimi hér hefur þú mér, hjálpar snauðum í stríði. Jólin koma — og lyngið er loðið af mjöll. Vongleði vængjar skóhælinn okkar! Þeir Matthías og Hannes eru menn ólíkra tíma og ólíkir sjálfir, en skynja þó og skilja jólin eins. Öðru vísi en Jóhannes úr Kötlum stundum, en hann er eins og menn vita mikið jólaskáld og óútreiknan- legt. Barnagælurnar hans kunna hér um bil öll börn á íslandi. Þannig lýkur jóla- kveðju hans: Og þegar að lífi lýkur hér við leitum í sama skjól. Þá verð ég þá hjá þér og þú hjá mér, og þá — verða alltaf jól. Þetta er upphafserindi að Jólanóttu: Kerti loga, gul og græn og blá, — gleðin kemur eins og skip að landi, fullt af því, sem allir elska og þrá, — enginn maður vill að skipið strandi. Laufabrauðið, lítil jólastjarna, lýsir hugskot gamalmenna og barna. Jólin gefa ljós, von og innri gleði. Þess vegna hlakka allir til þeirra, eða hérumbil allir. Ekki þó Bólu-Hjálmar. Karlinn lætur að minnsti kosti svo, þegar hann yrkir „Út úr leiðindum" hinnn 1. desember 1872: Leiðast tekur mér langa nóttin, líkams og sálar fjarar þróttinn, hér er lítið um Ijós og yl. Næðir gegnum minn kauna kjólinn, kvíði ég fyrir að lifa um jólin en — máski þurfi ekki til. Halldór Laxness á hinn bóginn víkur að jólunum til að leggja áherslu á umkomu- leysið: Sumir fóru fyrir jól — fluttu burt úr landi, heillum snauðir heims um ból hús þeir byggja á sandi. í útlöndum er ekkert skjól, — eilífur stormbeljandi. Ég óska lesendum og landsmönnum öll- um gleðilegra jóla og farsæls nýs árs. Halldór Blöndal JÓLABINGO D G I TONABÆ í KVÖLD KL. 19.30 HÚSIÐ OPNAÐ KL. 18.30 HÆSTI VINNINGUR AÐ VERÐM/ETI kr. 25.000,00 HEILDARVERÐMÆTI VINNINGA kr. 100.000,00 Bæjarins besta BINGO STJÓRNIN. Dómkirkjan: Þýsk jólaguðsþjónusta AÐ VENJU gengst þýska sendi- ráðið fyrir þýskri jólaguðsþjón- ustu í Dómkirkjunni á aðfanga- dag kl. 14.00. Sigríður Gröndal sópran- söngkona syngur einsöng, frú Krieg, eiginkona þýska sendi- herrans, les jólaguðspjallið, Marteinn H. Friðriksson leikur á orgelið og sr. Þórir Stephen- sen prédikar og þjónar fyrir altari. (Frá Oómkirkjunni)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.