Morgunblaðið - 23.12.1984, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 23.12.1984, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. DESEMBER 1984 9 HUGVEKJA eftir séra Guðmund Óskar ólafsson Gegnum anda þíns augu u „Ydur er í dag frelsari fæddur.“ Lk. 2:11. í vesturbænum í Reykjavík býr sá sem lét eftirfarandi orð skráð í eitt ljóða sinna. Ég vitna í það samkvæmt minni: Spurðum við ekki tíðum sem bðrn: Hvar er sólin á nóttunni? og höfundurinn bætir við: Þannig höfum við einnig oft spurt, hvar þú sért, þegar angistin fyllir sál vora dökkva" (M. Jóh.) Einhver mun inna eftir birtunni á líkan veg, jafnvel á þessari hátið, bæði úti í heiminum stóra, þar sem vansældin víða ríkir, sem og einnig í okkar landi þó að bjargræðið sé flestum innan handar. Þau kynnu einnig að hafa átt sína sáru spurn mannanna börnin tvö, sem jóla- guðspjallið segir frá og voru á ferð sem lítil- magnar samkvæmt boði keisarans. Og langlúin af strangri för áttu þau sér fátt um skjól í manrtmergðinni og blindur er sá, sem ekki greinir að dapurleikans skuggi hefur hvílt yfir, þegar einasta hælið til barnsburðar reyndist vera í gripahúsunum. Hvar var sólin í nóttinni þeirra? Hún braust fram. Já, það gerðist þá, sem aldaskiptum olli og hefur valdið því æ síð- an að jól eru haldin, sólin fór að skína, spurning barnanna fékk svar, svo aldrei hafði kalli mannanna um að Guð gæfi upp verustað sinn verið ansað á líkan veg áður: „Yður er í dag frelsari fæddur, sem er Kristur Drottinn." í góðri bók íslensks höfundar segir svo: „Það var einn morgun snemma vors fyrir nokkrum áratugum að ég drakk nýmjólk úr rósóttri krukku, sem fóstra mín hafði gefið mér á jólun- um, en hljóp síðan snöggklæddur út á hlað og gleymdi að þurrka mér um munninn. Ég ætla ekki að reyna að lýsa því hvernig jökullinn kom mér fyrir sjónir þennan morgun, þar sem hann bar við himin fjarst í austri, né skýin yfjr jökl- inum, hvít og gljúp, né marrautt fjallið okkar með grænum mosageirum og dimmbláum klett- um. Jafnvel sinugrátt engið, lyngholtið og fljót- ið urðu mér slík vitrun, að ég stóð á öndinni nokkra stund, gagntekinn af nýstárleika himins og jarðar. Guð hafði farið höndum um heiminn í nótt og breytt honum öllum, nema hvað gljúfrið í vesturhlíð fjallsins var jafn myrkt og geig- vænlegt og endranær. Það var dálítið undarlegt að Guð skyldi ekki hafa breytt því líka á meðan aðrir sváfu." (Ól. Jóh. Sig.) Þetta er elskulegur texti. Hann getur um und- ursamleika sköpunarinnar, að vísu ekki að vetri til, en engu að síður vitnar hann um hvernig hjartað getur glaðst yfir máttarverkum Drott- ins eða eins og segir í þessu stefi: „Og er ég þar sá allt — í ímynd þinni — ég elskaði jörðina fyrsta sinni — því gegnum anda þíns augu má þar ótrúlegustu fegurð sjá (G. Dal). Já, drengurinn var gagntekinn af nýstárleika himins og jarðar: Guð hafði farið höndum um heiminn í nótt. Þetta er stef jólanna frá upphafi og forsenda þess að mannsbarn geti haldið sönn jól: Guð hefur farið höndum um heiminn í nótt: „Yður er í dag frelsari fæddur.“ Þegar best læt- ur, þegar hjarta fær til þess frið, þá fáum við að sjá í „gegnum augu anda Guðs“ og verðum gagntekin af því ótrúlega og óskiljanlega að Drottinn hefur farið höndum um veröldina okkar, svo ekkert er sem áður var af því að „Guð er sjálfur gestur hér“. Og fjallið og skýið og jökullinn, já hvaðeina sem við höfum fyrir aug- um í mannheimi hefur skipt um svip og sýn, lífsgildi og horfur með nýjum hætti. Víst veit að stemmningin dvín, klukkur jólanna þagna og þá er skammt að bíða að við höfum áhyggjur af dökku gljúfrunum að nýju og hugsum viðlíka og drengurinn: Undarlegt að Guð skyldi ekki hafa breytt líka hvunndeginum og gert hann bjart- ari. Svona hefur þetta vísast verið einnig með fjárhirðina, þeir snéru aftur til verka sinna á völlunum og hafa þá trúlega greint að himin- ljómi dýrðarinnar hafi ekki svipt á brottu fyrir fullt og fast skuggum gæslustarfanna. Fagnað- arboðin voru nefnilega aldrei, né verða, að ver- öldin hafi búist nýjum og blíðari stakki, því barnið frá Betlehem hitti fyrir á hastarlegan máta þann heim, sem þrengdi að honum á allan hátt þar til yfir lauk. Nei gleðitíðindin eru að Guð getur svo farið höndum um mannshjarta, sem meðtekur frelsarann, að unnt er að líta veröldina á nýjan hátt í gagntekningu yfir ný- stárleika himins og jarðar, þrátt fyrir öll myrku gljúfrin. Hvað gerði drengurinn í sögunni, þeg- ar hann hafði lifað sína stóru stund, svo að söng og kliðaði í honum öllum? Hann fór upp á bæj- arkampinn og baðaði út öllum öngum og reyndi að fljúga, en féll til jarðar hvað eftir annað. Honum fannst að hann yrði að drýgja dáðir af því að ósýnilegir fingur höfðu snert hann þessa nótt. Að liðnum dögum tókst honum þó að leggja nokkuð af mörkum. Hann kleif fja.ll og hlóð þar vörðu. Svo segir hann: „Enn er mér hulin ráðgáta hvernig mér tókst að hlaða þessa vörðu, hálfhræddur, kraftlítill og fákunnandi ... öngvu og síður reis hún, miklu minni að vísu en ég hefði kosið og vandræðalegri á allan hátt, en varða varð það samt og ívið hærri en ég, ef ég man rétt.“ Mikið afskaplega finnst mér þetta merkileg frásögn. Ég hef séð ýmsa, sem eins og reyndu að fljúga hvað eftir annað, af því að Guð hafði gefið þeim heilög boð í barm um himininn á jörðu, en jarðneskur veruleikinn, oft á tíðum kaldur og dýrðarsmár olli því að áhuginn kuln- aði, þeim fannst að Guð hefði átt að breyta öllu, að hann hefði átt að taka heiminn harðari tök- um. Og svo visnaði trúin upp, af misgá, vangá eða ræktarleysi. En ég hef líka séð fólk, sem hefur verið í því alla tíð að hlaða vörðuna sína, kannski hrætt og kraftsmátt, en alltaf haldið áfram, komist yfir klungur og raunir og mis- gengi daganna, af því að í hjartanu bjó hún og var sífellt nærð sú vissa að Jesús Kristur væri svar Guðs til tímanlegrar og eilífrar blessunar og ævarandi birtu, þó svo að skuggarnir ættu sér áfram stað á jörðu, já að sólin hefði farið að skína í nóttinni til þess að fyrirkoma angistinni og dökkvanum í sálinni. Þeir ósýnilegu fingur, sem að ég hygg að snerti okkur öll, þegar jólahátíð gengur í garð, þeim er vissulega á auðveldan hátt skákað tií hliðar þegar myndin dvín, tónarnir enda og grenið fellur, því þeir fingur eru með hljóð tök í samanburði við þau nornagrip, sem iðukast virku dagana hefur á okkur, þegar við fjarlægj- umst og förum að nýju út á kalda vellina eins og hirðarnir. En er það ekki samt eini steinninn, sem er ósvikinn til að bera með sér í lífinu frá nægtum jólanna, þessi boð: „Verið óhræddir, því sjá ég boða yður mikinn fögnuð, því að yður- er í dag frelsari fæddur, sem er Kristur Drott- inn.“ Og svo ntegum við leggja upp frá bæjar- kampinum okkar hvers og eins og halda á fjallið til að hlaða vörðuna. Við fleiðrumst og þreyt- umst, erfiðum, söknum, syrgjum og gleðjumst og auðvitað miðar okkur tíðum langtum minna en við ætluðum og vildum, en séu boðin föst í hjartanu að Guð hafi farið höndum um heiminn og um leið okkur sjálf eins og við erum og að hann sé ævinlega við hlið okkar, sá sem tekur undir hornin á steinunum, sem við þurfum að lyfta, hvort sem þeir heita sorg, sjúkleiki, kvíði eða annað sem erfitt er að axla, þá verður varð- an okkar jafnvel ívið meiri en við hefðum átt von á, já langtum stærri en við sjálf, því að Hann sem er himnanna Drottinn hefur lagt grundvöllinn, svo traustlega að hann haggast ekki að eilífu. Guð gefi okkur að þiggja þá hjálp, það hjálpræði, fyrir Jesúm Krist. Gleðileg jól. y^lÐSTÖÐ VERÐBREFA- VIÐSKIPTANNA SÖLIIGENGI VERÐBRÉFA 24. desember 1984 Spariskírteini og happdrættislán ríkissjóða Ar-flokkur 1971- 1 1972- 1 1972- 2 1973- 1 1973- 2 1974- 1 1975- 1 1975- 2 1976- 1 1976- 2 1977- 1 1977- 2 1978- 1 1978- 2 1979- 1 1979- 2 1980- 1 1980- 2 1981- 1 1981- 2 1982- 1 1982- 2 1983- 1 1983- 2 1984- 1 1984-2 1974-E 1974- F 1975- G 1976- H 1976- 1 1977- J 1981-1. Sölugengi pr. kr 100 17.545,10 15.474,37 12 678,13 9.232,57 8.519.61 5.595,59 4.734,88 3.491,34 3.103,79 2.613.56 2.224,73 1.903.77 1.508,37 1.216,22 1.044.38 792,90 709.84 543,67 458,44 331,96 330,61 240,59 182,71 115,16 111,37 104.84 4.208,00 4.208,00 2.754.57 2.515.78 1.897.61 1.678,44 359,46 Avöxtun-1 Dagafjöldi arkrafa I til innl.d. 8,60% 8,60% 8,60% 8.60% 8.60% 8,60% 8,60% 8,60% 8,60% 8,60% 8,60% Innl.v. i Seðlab 10 8,60% Innl.v. í Seðlab 8,60% Innl.v. i Seðlab 15 8,60% 8,60% 8.80% 8,80% 8,60% 8,60% 8,80% 8,80% 9,00% 9,00% 10 1 ár 1 ár 1 ár 1 ár 2 ar 2 ár Innlv. i Seölab. 01. Innlv. i Seðlab 01. 10.00% 10,00% 10,00% 10,00% 10,00% 10,00% 1 ár 1 ár 2 ár 1 ár 261 d 31 d. 261 d. 261 d. 31 d. 261 d. 16 d. 31 d. 76 d. 31 d. 91 d .09.84 91 d. .09.84 61 d. .09.84 111 d. 301 d. 31 d. 291 d. 67 d. 277 d. 67 d. 307 d. 37 d 256 d 12.84 12.84 345 d. 337 d. 96 d. 336 d. 97 d. 127 d. Veðskuldabrót — verðtrvooð Lánst. Nafn Sölugengi m.v. 2 afb. vextir mism ávöxtunar - aari HLV kröfu 14% 16% 18% 90 d 7% 98,47 98,04 97,63 180 d 7% 96,94 96.10 95.28 270 d 7% 95,40 94.16 92,96 1 ár 7% 96 94 93 2 ár 7% 93 91 89 3 ár 8% 92 89 87 4 ár 8% 90 87 84 5 ár 8% 88 85 81 6 ár 8% 86 83 79 7 ár 8% 85 81 77 8 ár 8% 84 79 75 9 ár 8% 82 77 73 10 ár 8% 81 76 72 Veðskuldabréf — óverðtryggð Sölugengi m.v. Lánst. 1 afb. á ári 2 afb. á ári 20% 28% 20% 28% 90d 89,77 91,48 180 d 84,44 87,51 270 d 81,76 86,02 1 ár 79 84 85 89 2 ár 66 73 73 79 3 ár 56 63 63 70 4 ár 49 57 55 64 5 ár 44 52 50 59 Spariskírteini ríkissjóðs, verðtryggö veðskuldabréf, óverötryggö veðskuldabréf óskast á söluskrá. Daglegur gengisútreikningur Veröbréfamarkaður Fjárfestingarfélagsins Lækjargötu12 101 Reykjavik lönaóarbankahúsinu Sími 28566
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.