Morgunblaðið - 09.09.1984, Side 42

Morgunblaðið - 09.09.1984, Side 42
122 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 1984 Að fara og vera — eða vera og farast? — eftir Helga Má Arthursson Litlir lúnir hagfræðingar Krefjist verkalýðshreyfingin 30% launahækkunar hrökkva ráðherrar og VSÍ-rekendur í kút. Mennirnir eru vitlausir. Þeir stofna efnahagslegu sjálfstæði þjóðarinnar í voða — heitir það á máli þessa kompanís. Og strax stökkva fram á hinn opinbera vettvang litlir, lúnir hagfræð- ingar. Þeirra boðskapur er: „Verði farið að kröfum launþegahreyf- ingarinnar má gera ráð fyrir því, að meðaltalsverðbólga, reiknuð yf- ir heilt ár, verði á bilinu 40—60%. Útlit er fyrir að skuldastaða ríkis- sjóðs versni. Erlendar skuldir fara yfir 61%“ og bingó! Verkalýðs- hreyfingin hefur tapað áróð- ursstríðinu. Ríkisfjölmiðlarnir fara að segja fréttir af lækkandi álverði úti í hinum stóra heimi. Útgerðin fer að ganga verr. Meðalfrystihús er rekið með 2% halla (á ársgrund- velli). Svigrúmið fyrir launahækk- anir minnkar og minnkar, og verð- ur að lokum ekki neitt. Og þá er samið. Félagslegum átökum — stéttarbaráttu — er breytt í pró- sentureikning. í stað pólitískrar baráttu ræða menn forsendur Helgi Mir Arthursson. fyrir þríliðuútreikningi. Að leiks- lokum fara litlu, lúnu hagfræð- ingarnir hver til síns heima og þegar formaður VSÍ-rekendanna er að lokum spurður um það í sjónvarpi, hvernig atvinnuvegirn- ir ætli sér að greiða út þessar „miklu" launahækkanir, þá er svarið: „Að okkar áliti hefur verið samið umfram greiðslugetu fyrir- tækjanna í landinu." Og Þorsteinn Pálsson segir við sjónvarpið — í garðinum á bak við Alþingishúsið: „Það veröa alltaf til litlir, lúnir hagfræð- ingar, sem telja okkur trú um að tvær sneiðar í dag þýði ein sneið á morgun. Og alltaf verð- ur til vald, sem telur okkur trú um, að það sé dýrt að vera Islending- ur. Kostirnir okkar eru tveir: Að trúa því, að það sé svona dýrt að vera ís- lendingur — að lifa á þjóðrembu og hreinu lofti. Eða, leggja til at- lögu við hitt þjóðfélagið — og sigra!“ „Við eyðum meira, en við öflum. Það er mikið áhyggjuefni." Á dæminu er önnur hlið Á þessu raunveruleikadæmi er önnur hlið. Hugsum okkur, að verkalýðshreyfingin krefjist ekki 30% almennrar launahækkunar, Hemlar og hemlakerfi er mikilvægasti öryggisþátturinn í öllum akstri og meöferð ökutækja og vinnuvéla. Þetta vita allir. í því sambandi skiftir mestu, sé fyllsta öryggis gætt; aö vel sé séð fyrir viðhaldi og umhirðu allri. Þetta vita líka allir. Við erum sérfræðingar í allskyns hemlum og hemlakerfum. Orginal hemlahlutir í allartegundir bifreiða ÓTRÚLEGA HAGSTÆTT VERÐ. NOTtt) ÞJÓNUSTO FAGMANNA, ÞAÐ TRYGGIR ÖRYGGtt). LLINGr Sérverslun með hemlahluti. Skeifunni 11 Sími: 31340,82740, heldur 5% hækkunar. Þá verða viðbrögðin allt önnur. Þá eru menn samfélagslega ábyrgir. Eru tilbúnir til að axla þann mikla vanda sem er framundan. Þannig gengur það til. En hugs- um þetta dæmi ögn lengra. Hugsum okkur, að þegar gengið hefur verið frá samningum fari menn, einstaklingsbundið eða í hópum, að leita eftir því við ein- stöku atvinnurekendur, að fá greidd hærri laun fyrir vinnu sína. Hugsum okkur svo, að það verði launaskrið á hinum almenna vinnumarkaði uppá svona 25%. Og hugsum okkur, að útkoman úr þessu dæmi verið svipuð því sem gerst hefði, ef upphaflega krafan hefði verið 30% . Hvernig bregð- ast ráðherrarnir og VSÍ-rekend- urnir þá við? Þeir bregðast alls ekki við. Þeir steinhalda kjafti. Og engir litlir, lúnir hagfræðingar stökkva fram til að vitna um verð- bólguhraðann „á ársgrundvelli". Líklegt er að Steingrímur Her- mannsson missi það útúr sér, „að hann harmi launaskriðið", en þar við situr. Verðbólgan hreyfist ekki! Hún verður sú sama og hún átti að vera, eða hvað? Valda launahækkanir verðbólgu, en launaskrið ekki? Af hverju svara litlu hagfræðingarnir því ekki? Á dæminu er ein hlið enn Launahækkanir og verðbólga eru ekki séríslenskt fyrirbæri. Hvoru tveggja þekkist meðal t.d. Evrópuþjóða. Þar er það víða svo, að laun eru eitt hundrað prósent hærri, en á íslandi. Ekki er vitað til þess, að þessi háu laun valdi umtalsverðri verðbólgu í þeim löndum. Fréttum um 10% hækkun á 40.000 kr. laun sænskra skrif- stofumanna fylgja ekki spár um gríðarlega verðbólgu, gengis- fellingu eða óáran í því landi. Þar gengur hvunndagurinn sinn gang og verðbólgan heldur sig innan segjum sjö-prósentamarksins. Á íslandi þýddi þetta mikla verð- bólgu á „ársgrundvelli". Vogi maðurinn á gólfinu sér að gera athugasemdir, eða jafnvel ef- ast um, að íslensku útreikningarn- ir standist, svo einfaldlega sem þeim er stillt upp, þá er hann um- svifalaust kveðinn i kútinn með því að sagt er: „Skattbyrðin á hin- um Norðurlöndunum er langtum meiri en hér!“ Ef þessi sami, armi maður bendir á, að skattbyrðin sé sú sama, þegar öllu gríni er sleppt, þá stendur ekki á svörunum: „Kæri vin, íslenska þjóðin hefur háð sjálfstæðisbaráttu í þúsund ár. Það er dýrt að vera íslending- ur.“ Og við það situr. Maðurinn á gólfinu er mát. Hann er stoltur. Hann leggur sitt af mörkum til að vera þjóð. Að nærast á þjóðar- stoltinu En hann nærist ekki á stoltinu — þjóðrembunni. Og hreina loft- inu. Hann vill hærri laun. Hann vill lifa sómasamlegu lífi. Hann vill vera frjáls. I raunveruleikan- um er hann hnepptur í fjötra. Fjötra fátæktarinnar. Og það er dýrt að vera íslendingur. Svei! Og aftur svei! Fátæktin er ekki fögur. Hún er vond. Hún fer illa með menn. En það kemur hvorki Steingrími Her- mannssyni, né Þorsteini Pálssyni við. Og allra síst Albert Guð- mundssyni. Þeir segja að það sé dýrt að vera íslendingur. Það kann að vera rétt að hlusta. Og vissulega er borg- andi fyrir að vera þessa kynstofns! En prísinn — prísinn fyrir miða í þessu Guðsútvalda landi er hár — hann er það hár, að það borgar sig að flytjast burt. Það er skynsam- legasta leið mannsins á gólfinu. Að fara til Frans í stað Alberts — og láta hann greiða fyrir að vera íslendingur. Fyrir hreina loftið, þjóðrembuna og fjallkonuna. Mað- urinn á gólfinu getur komið til ís- lands á hverju sumri — sem túr- isti með Air France — og séð hvernig þeir pluma sig, Steingrím- ur, Þorsteinn og Albert. Eða eig- um við kannski frekar að leggja þetta gengi að velli? Öðru vísi verður hlutunum ekki breytt. Það verða alltaf til litlir, lúnir hagfræðingar, sem telja okkur trú um að tvær sneiðar í dag þýði ein sneið á morgun. Og alltaf verður til vald, sem telur okkur trú um, að það sé dýrt að vera íslendingur. Kostirnir okkar eru tveir: Að trúa því, að það sé svona dýrt að vera Islendingur — og lifa á þjóðrembu og hreinu lofti. Eða, að leggja til atlögu við hitt þjóðfélagið — og sigra! Helgi Már Artbúrson rnr ritstjórn- arfulltrúi i Alþýðublaðinu, annar ritstjóra Nýs lands, og er nú starfs- maður Bandalags starfsmanna ríkis og bæja. Metsölukiad ú hverjum degi!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.