Morgunblaðið - 09.09.1984, Síða 38

Morgunblaðið - 09.09.1984, Síða 38
118 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 1984 Varnarmál Norðmanna: Utanríkisstefna Sovétmanna: Að deila og drottna í V-Evrópu Aðalmarkmið Sovétríkjanna er ekki það að gera beinlínis innrás í Bandaríkin, heldur að ná pólitísku tangarhaldi á ríkjum Vestur- Evrópu. Það er álit margra, að einmitt þetta sé stöðugt að verða Sovétmönnum meiri nauðsyn, vegna þeirra margvíslegu vanda- mála, sem þeir eigi við að stríða í innanríkismálum sínum. Sovét- menn hafa á því nær öllum sviðum stefnt hlutunum hjá sér í hrein- asta öngþveiti nú þegar — nema á sviði hermála. Iðnaður Sovétríkj- anna, landbúnaður, vörudreifing, allt efnahagskerfi ríkisins er á Backfire-sprengjuþoturnar hafa verið notaðar í heræfingum á norðurslóðum allt suður að Lófóten. Eldflaugar um borð í vélunum draga um 300 mílur og þær má senda á skotmörk bæði á sjó og landi. Þaö er venja að líta svo á, að ísland og Noregur séu hlutar af sama her- fræðilega svæði og hafi því í augum Sovét- manna sömu þýðingu að því er varðar samskipti þeirra við Bandaríkin og NATO. Almennt séð verður þetta að teljast rétt. En það felur þó hins vegar ekki í sérv að árásarógnunin gegn ís- landi sé jafn mikil og hún er gagnvart Noregi. Það sem skiptir sköpum í þessu sambandi er sú mismunandi stefna í herstöðvarmálum, sem þessar tvær þjóðir fylgja. Herstöðin í Keflavík og stöðug stað- setning bandarísks her- afla á Islandi gerir það að verkum, að það er 100%vissa fyrir, að sov- ézk árás á landið myndi leiða til kjarnorkustyrj- aldar milli risaveldanna — en átök af því taginu er nokkuð, sem leiðtog- ar Sovétríkjanna óttast engu síður en allir aðr- ir. Skyndiárás á Noreg, þar sem herstöðvabannið kemur í veg fyrir staðsetningu bandarísks herafla, myndi að vísu leiða til vissra viðbragða af hálfu Bandaríkja- manna, en sé slík árás gerð nægi- lega snöggt og allir hernaðarlega mikilvægustu staðirnir í landinu hernumdir samtímis, gæti verið vafasamt, að Bandaríkin myndu grípa til kjarnorkuvopna gegn árásaraðilanum í hefndarskyni. Slík árás á Noreg kynni því að leiða til langvarandi hernáms landsins. heljarþröminni vegna þess sósí- alska þjóðfélagsskipulags, sem tryggir að eingöngu verður um lágmarksafköst að ræða á öllum sviðum framleiðslunnar. Sovét- menn hafa brýna þörf fyrir þá vestrænu tækniþekkingu, sem blómstrar og dafnar á öllum þeim sviðum, sem Sovétmenn kunna engin tök á. Þessi tæknikunnátta er að vísu til sölu, sé greitt nægi- lega hátt verð fyrir hana; en það er vitanlega miklu ódýrara, og séð með sovézkum augum, mun örugg- ara að ná fyrst pólitísku tangar- haldi á einstökum ríkjum Vestur- Evrópu og sýna þeim svo ótvírætt fram á, að það gæti bæði komið til sovézkrar innrásar í viðkomandi ríki og hernáms, ef vörumagn, gæði og afgreiðslufrestur til Sov- étríkjanna verður ekki að öllu leyti samkvæmt rússneskum skilmálum og í fullu samræmi við hina fyrirskipuðu rússnesku stefnu í slíkum viðskiptum. Hingað til hefur Sovétmönnum ekkert orðið ágengt með slíkar kröfur á hendur vestrænum ríkj- um. Atlantshafsbandalagið er stöðugt fyrir hendi, og það nýtur fulls stuðnings Bandaríkjanna og tilvistar bandarísks herafla í Evr- ópu. Markmið Sovétmanna fyrst um sinn er því að reka eins marga fleyga inn í samstarf Bandaríkj- anna og ríkja Vestur-Evrópu og frekast er unnt, grafa á þann hátt undan samheldninni og leitast við að sáldra smátt og smátt svo mikl- um sandi inn í NATO-vélina, að Bandaríkjamenn fái sig að lokum meira en fullsadda af stöðugu mis- sætti innan aðildarríkja banda- lagsins og af sviknum loforðum, að þeir einfaldlega kjósi að beina athygli sinni fremur að þeim heimshlutum öðrum, þar sem þeir verða greinilgea varir við jákvæð- ari afstöðu manna til gagnkvæms samstarfs. Það er augljóst, að Sovétmenn reikna ákveðið með hjálp og virkvf framlagi allra sósí- alskra flokka og samtaka í Vest- ur-Evrópu til þess að koma mál- unum í það horf, sem hentar Sov- étríkjunum bezt. Ofrægingarher- ferð sú, sem í gangi er á Vestur- löndum um þessar mundir og beint er gegn Bandaríkjamönnum, er þegar orðin einn helzti sam- nefnari flestra sósíalskra flokka í löndum Vestur-Evrópu. Það er svo sem ekki vegna þess, að þessir flokkar óski sérstaklega eftir því að verða þægileg verkfæri í hönd- um Moskvu, heldur fremur af því að slík herferð hentar þessum flokkum prýðilega í baráttu þeirra á heimaslóðum við aðra flokka, sem ekki játa hina sósíölsku trú, þar sem um pólitísk völd og stjórnartaumana er að ræða. Með því að leggja Bandaríkin og harð- svíraðan kapítalisma að jöfnu, svo og afturhaldsstefnu og raunar allt, sem telst af hinu illa, er unnið ljóst og leynt að því að skapa al- menna andúð gegn því landi, sem gegnir veigamesta hlutverkinu í að halda hlutunum raunverulega gangandi í samvinnu aðildarríkj- anna innan NATO. Það bætir eng- an veginn úr skák fyrir hinum sós- íölsku öflum, að þessir flokkar harðneiti að sjá samhengi mál- ‘tir prófessor Nils Örvi anna í þessu ljósi eða þykist ekki skilja út á hvaða brautir þeir hafi lent. Sundrung og yfirtaka Fyrsta áfanganum í hinu her- fræðilega ráðabruggi Sovétrikj- anna væri náð, þegar svo er komið að Bandaríkjamenn gerast þreytt- ir á árangurslausu starfi sínu í þágu styrkrar, jákvæðrar sam- vinnu við ríki Vestur-Evrópu og Beiti- og orrustuskip af Kirov-gerð sást fyrst í sovéska norðurflotanum fyrir fáeinum árum. Það er búið ótrúlega öflugum vopnum, þar á meðal eldflaugum, en á myndinni sjást skothólf þeirra á þilfari skipsins. ÓGNUN FRÁ SOVÉTRÍKJUNUM

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.