Morgunblaðið - 09.09.1984, Side 30

Morgunblaðið - 09.09.1984, Side 30
110 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 1984 Michael sinni hefur birzt á popphimninum. Nýjasta platan hans, Thriller, hefur þegar selzt í stærra upplagi en nokkur önnur LP-plata fyrr eða síðar og tónleikaferð hans um Bandaríkin þver og endilöng hefur verið svo tilþrifamikil og hlaðin íburði að enginn annar hefði efni á slíkri útgerð nema ef vera skyldi NASA, svo notuð séu orð þess manns sem ber ábyrgð á skipulagningunni. Tónleikar í New York voru hápunktur ferðarinnar og segir hér frá þeim og „maskínunni“ sem hefur gert þennan 25 ára gamia söngvara að heilli iðngrein, ef svo má að orði komast. Anddyrið í Helmsley Park Hot- el í New York — en þeirri stofnun er bezt lýst svo að hún sé í „síð-Liberace-stír — var að fyll- ast af Michael Jackson-eintökum. Tvífararnir voru eins og mý á mykjuskán. Undir gylltu ljósa- krónunni stóð táningurinn Micha- el Jackson í einkennisbúningi reglunnar við hlið stúlku sem sat í hjólastól og fitlaði við dökku gler- augun, mjög upptekinn af sjálfum sér. Rétt hjá, fyrir framan stóran spegil í gylltum ramma, stóð smækkuð og enn yngri útgáfa af Michael Jackson í pallíettu-jakka með einn hvítan hanzka þar sem hann snarsnerist á alla og enda og kanta fyrir framan hóp kaup- sýslumanna, sem voru ruglaðir í ríminu, í miðri hringiðu drauma- maskínu Michael Jackson. Þetta er draumavél í glerhörð- um sölustíl. í anddyrinu var fleira fólk — öryggisverðir í jakka- fötunum sínum, einkennisklæddir lögregluþjónar, vöðvastæltir negr- ar í æfingagöllum, vopnaðar lögg- ur f einkennisbúningi — á nálum og ákveðnir í að sjá til þess að þeir aðdáendur sem voru komnir svona langt kæmust ekki lengra. Það var á hreinu að jafnvel þessi hjörð af afsprengjum Jackson átti ekki möguleika á að komast að lyftun- um sem voru aðgangurinn að hin- um luktu hæðum — beint uppi yf- ir anddyrinu — þar sem Jack- son-fjölskyldan hafði leitað hælis. Alvarlegar líkamsmeiðingar biðu þeirra sem yrðu svo vitlausir að reyna. Fyrir utan gistihúsið beið mannfjöldinn sem hafði staöið sína vonlausu varðstöðu daglangt í þeirri daufu trú að raunveru- legum Jackson sæist bregða fyrir í svip í einhverjum glæsivagninum sem stóð utan dyra. Bílarnir voru bara hafðir til að villa um fyrir fólkinu. Þeir Jackson-bræður eru nefnilega komnir á það stig í líf- inu að þeir ferðast ekki með öðru en lyftum sem ætlaðar eru starfs- fólki, og síðan liggur leið þeirra um neðanjarðarbílgeymslur og þaðan komast þeir með því að fela sig í sendiferðabílum. Þeirra er stöðugt gætt — nema þegar þeir eru á sviðinu — og forðað frá því að almenningur glápi á þá úr of mikilli nálægð. Þeirra er m.a.s. gætt mjög vel á þessari „Sigurför Jacksona" þar sem allir Jackson-bræðurnir, sex talsins, syngja sig út og suður um gjörvöll Bandaríkin. Á fjórum mánuöum halda þeir 40 tónleika með 2,5 millj. tónleikagesta og þeir sem eru hnútum kunnugir eru sammála um að þetta sé íburð- armesta fyrirtæki í gjörvallri sögu hins amríska skemmtanabransa. Isalarkynnum sfnum, langt fyrir ofan kófið á Manhattan fréttum við að Michael Jackson væri að horfa á sjónvarpið og halda uppi á snakki alls konar lögfræðingum, endurskoðendum og ráðgjöfum, á meðan einkamatreiðslumaður hans stæði frammi í eldhúsi og hreinsaði grænmetið sem ræktað væri með fullkomlega náttúrleg- um hætti og hann ætlaði að hafa til kvöldverðar. Hann er trúr köllun sinni sem vottur Jehóva og þar sem leiðir hans hafa legið að undanförnu hefur hann hætt sér út í úthverfin til að dreifa Varðturninum. Senni- lega er enginn annar vottur Jehóva sem vinnur þetta verk í dularklæðum. Hann notar sér- stakt munnstykki til að breyta sinni frægu og fögru ásjónu og til að hylja hana hefur hann slútandi hatt og skammt undan er sendi- ferðabíll troðfullur af vörðum sem vaka yfir honum. Og svo ver hann, að því er okkur er sagt, allmiklum tíma til að vitja dauðvona barna í sjúkrahúsum. Á hverjum tónleikum er heilli her- deild af hjólastólum ekið á vett- vang og stundum kemur meira að segja fyrir að sjúkrarúmum er ek- ið í salinn og raðað upp á bezta stað við sviðið. Hvorki sjúkir, lam- ir né dauðvona eru útilokaðir frá þessari blessun áratugarins í skemmtanabransanum. Það er enginn vafi á því að Michael Jackson er mesta stór- veldið á skemmtanamarkaðnum um þessar mundir. Síðan plata hans, Thriller, kom á markað í nóvember 1982 hefur hún selzt í 40 milljónum eintaka og enginn kemst með tærnar þar sem hann hefur hælana á verðlaunapalli en í ár hlaut hann átta Grammy- verðlaun. Gífurleg og ört vaxandi sala er í alls konar dóti sem kennt er við Michael Jackson. Nafn hans og ímynd selja hvað sem er, milljónir plakata, boli og jafnvel úr. Bráð- um kemur á markaðinn Michael Jackson-brúða og þegar hafa fyrirframpantanir tryggt að þetta verður mest selda brúða sem nokkurn tíma hefur komið á markað. 9 Jackson er sagður afar vand- fýsinn varðandi gæði þeirrar vöru sem hann lætur bendla sig við. Sagt er að hann hafi hafnað 95—99% allra tilboða sem honum berast og þannig orðið af auka- tekjum upp á nokkrar milljónir á næstu árum. Hann vantar ekki peningana. 1 fyrra hafði hann yfir 50 milljónir dala í tekjur. „Michael er mjög gáfaður og mjög klókur,“ segir lögfræðingur hans, John Branca. „Þetta er ekk- ert Colonel Tom Parker eða Elv- ismál. Að sumu leyti er hann eins og tiu ára krakki og þaðan kemur fjörið. Þetta er sá hluti af mannin- um sem vekur alla þessa athygli. En hin hliðin er sextugur snilling- ur. Hann er klárasti listamaður sem ég hef fyrir hitt.“ Þrátt fyrir alla velgengnina hingað til, bæði sem skemmti- kraftur og söluvara, eru Branca og aðrir í föruneytinu ekki í vafa um að Michael Jackson eigi enn eftir að auka veldi sitt til mikilla muna. öll kvikmyndaver í Hollywood hafa boðið í Jackson og þau kepp- ast um að bjóða hærri og hærri fjárhæðir þannig að þegar er ljóst að Michael Jackson fær greidd hæstu laun fyrir fyrstu kvikmynd- ina sem sögur fara af. í bili er hann að velta fyrir sér tveimur hæstu tilboðunum, að sögn Branca, en uppskrift hans að vel- gengni er einföld: „Maður frum- sýnir æðislega mynd og setur á markað æðislega plötu á sama tíma. Fyrst hugsar maður um söl- una og svo ræktar maður markað- inn. Nú er svo komið að Michael Jackson eru engin takmörk sett nema ef vera skyldi himinninn.“ Allt virðist þetta hafa þau áhrif á fólkið í kringum Jackson að það fær við og við köst og slær um sig með stóryrðum. „Þið getið gleymt öllu því sem hingað til hefur gerzt í skemmtanabransanum," segir auglýsingastjórinn sem ber ábyrgð á sigurförinni. „Þessi ferð er Guatemala og E1 Salvador." Hann höfðaði til þeirrar stað- reyndar að hvorki meira né minna en 650 frétta- og sjónvarpsmenn þyrptust til að vera viðstaddir opnunartónleikana í Kansas City. Sá mannafli nægði til að flytja fréttir af þó nokkrum smástyrj- öldum. Helztu dagblöð í Banda- ríkjunum eru komin með sérstaka „Michael Jackson-deild", svo og til þeirra tíu þúsund beiðna um viðtöl og frímiða á tónleika sem borizt hafa á síðustu vikum. Slfkum beiðnum hefur öllum verið hafnað. En hann hefði alveg eins getað verið að vitna til hins pólitíska ágreinings og innbyrðis erja sem hafa sett svip sinn á allt ferðalag- ið frá því að fyrst var frá því sagt í nóvember sl. í þeim lágkúrulegu átökum eiga hlut að máli lögfræð- ingar, endurskoðendur, auglýs- ingastjórar, ráðgjafar, ýmsir úr Jackson-fjölskyldunni og síðast en ekki sízt - hinn harðsvíraði Don King, negrinn sem mjög hefur lát- ið að sér kveða í sambandi við kynningu á hnefaleikurum. Það var King — sem auðgaðist á því að auglýsa upp Mohammed Ali og Larry Holmes m.a. — sem átti hugmyndina að ferðalaginu og það var hann sem sannfærði foreldra Jackson, Joe og Kathleen, um að hann væri sá maður sem megnaði að sameina Jackson-bræðurna sex og senda þá í þessa tónleikaferð sem áreiðanlega verður ekki endurtekin. King lofaði gróða af þessu fyrirtæki upp á 100 milljón- ir dala. % n reynsluleysi Kings þegar kynning á tónlist er annars vegar, grobb hans og frekjuleg framkoma hefur ekki orðið honum til framdráttar innan Jackson- fjölskyldunnar. Michael, sem féllst á að fara í þessa tónleikaferð fyrst og fremst til að þóknast fjöl- skyldu sinni sem hefur stutt hann með ráðum og dáð frá því að hann hóf feril simm sem skemmtikraft- ur fimm ára að aldri, hefur öðrum Breytt vaxtakjör á spariveltureikningi avoxtun Sámvinnubankinn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.