Morgunblaðið - 09.09.1984, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 09.09.1984, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 1984 99 Austantjalds fyndni BRANDARAR eru alltaf vinsrelir hvar scm komið er í heiminum, og á það ekki sídur við í Austan- tjaldslöndunum. Þar eru svokall- aðir „neðanjarðarbrandarar" að sögn mjög vinsælir. Þeir eiga að lýsa áliti almennings á bæði stjórn- arfari og daglegu lífi fólksins. Brandararnir fljúga er flokksbræð- ur hittast á götu, undir borðhaldi með erlendum gestum, og meðal vina. Við birtum hér nokkra af þessum bröndurum svona til gam- ans. Ef litið er á dæmigerðan rússneskan brandara þá er hann eitthvað á þessa leið: „Hvað er stysta saga sem þú veist um? Sósíalismi. En lengsta sagan sem fyrirfinnst? Leiðin að sósí- alismanum." Annar sovéskur brandari inni- heldur eftirfarandi: „Brezhnev býður móður sinni til Moskvu. Hann sækir hana í svörtu limós- ínunni og sýnir henni Kreml, hallirnar sínar og einkalista- safnið. Eftir að móðirin hefur séð allan þennan munað verður henni að orði: — Elsku Leonid minn vertu nú varkár, eða hvað myndirðu gera ef kommarnir tækju völdin aftur í sínar hend- ur?“ Pólverjar halda mikið upp á þessa sögu: „Nágrannaþjóð þeirra gefur Jaruzelski stóran apa. Einn daginn þegar hers- höfðinginn er i baði stelur apinn einkennisbúningnum hans. Nak- inn hershöfðingi er ekki neitt neitt, en api í einkennisbúningi er samasem hershöfðingi. Það var því ekkert annað að gera en að apinn yrði hershöfðingi og fólkið, sem hefur nú fengið nýj- an yfirmann, finnur alls engan mun.“ Júgóslavarnir segja gjarnan einn brandara sem hljóðar svona: „Hvað myndi gerast ef Júgóslavar tækju upp á því að innleiða sósíalisma í Sahara? Nú þeir myndu auðvitað byrja að flytja inn sand.“ Svona kímnigáfa er ekki að- eins til í Austur-Evrópu. Á Kúbu fljúga brandararnir líka og þar eru tveir bræður að tala saman. Annar þeirra segir: — Guð skapaði heiminn. — Alls ekki, segir hinn, — heimurinn skap- aði sig sjálfur. Þá kemur lög- reglumaður af götunni til hjáip- ar og bætir við: — Með bróður- legri hjálp frá Rússunum. Annar brandari er frá Kúbu og er á þessa leið: „Napóleon og Castro eru í sama herbergi að ræða málin. Kúbanski foringinn segir: — Ef þú hefðir haft kjarnorku- flaugarnar mínar hefðirðu aldr- ei tapað baráttunni við Wat- erloo. Þá rymur í Napóleon: — Kæri Castro ef ég hefði haft þín dagblöð hefði engin lifandi sála vitað að ég tapaði henni.“ Kerfið er sjaldan tekið fyrir i kínverskum bröndurum, en þó er einn brandari sem er tíðsagður þar sem hljóðar svo: „Maó, Deng Xiao Ping og Hu Yaband eru í bát sem sekkur og hverjum er bjargað? Jú, Kína.“ Og annar kínverskur brandari: „Hvað er þægilegasta starfið i Kína? Að selja heildarútgáfu verka Maós. Af hverju? Af því að enginn kaupir hana.“ En „þjóðlegar” gamansögur er víðar að finna en i ríkjum sósfal- ismans. í Chile segja þeir: „Skilti hékk fyrir framan fangelsi og á þvi stóð: „Það eru þrenns konar mannréttindi til. Að sjá, heyra og þegja.““ I Uruguay spyr strætófarþegi ungan mann sem stendur hjá honum hvort hann sé i hernum. Ungi herramaðurinn svarar því neitandi. — En faðir þinn eða einhver skyldur. — Nei, svarar hann. — Færðu þig þá, segir strætófarþeginn, — þú stendur á fætinum minum. íranir eiga margar sögur og brandara. Ein sagan er um ferðamann sem er að koma heim til Teheran. Hann tekur leigubil og biður um að láta aka sér i tóbaksverslun. — Þær eru ekki til lengur, svarar leigubílstjór- inn, — ef þig vantar sígarettur þarftu að fara til Moskvu. — Hvað segirðu, á þann bæna- stað? segir ferðamaðurinn. —Nei, herra minn þeir biðja núna í háskólanum, svarar bíl- Hann var góður þessi. L)6«m. Mbl./Arni Smberg. stjórinn kurteisislega. — Er það ekki þar sem þeir læra? — Nei, það er núna gert i fangelsi. — En hvar eru þá glæpamenn- irnir? spyr ferðalangurinn hissa. — Þeir fara með vðldin vinur. Ha, ha, ha ... — Vonandi hefur einhver getað hlegið að þessu, þó blaðamanni, sem hefur kannski takmarkaða kímnigáfu, hafi vart stokkið bros. Lauslega þýtt og endur- sagt, GRG. LÖNG HELGI FYRIR KR. 15.087.- EÐA VIKA FYRIR KR. 17.627- Amsterdam gengur jafnan undir nafninu Feneyjar noröursins þó svo Amsterdambúar kalli Feneyjar ábyggilega Amsterdam suðursins. Hvers vegna? Jú, báðar borgirnar eru nánast neðansjávar en menning og listir standa þar upp úr með miklum blóma. Annars ólst Amsterdam upp sem verslunarstaður og minjar þess er að sjá um borgina alla. Andrúmsloftið er veraldarlegt, fólkið vinalegt og Amsterdam til þess fallin að þér finnst þú hafa átt þar heima um aldur og ævi. Amsterdambúar taka útlendingum nefnilega eins og öðrum samlöndum sínum. Skrepptu til Amsterdam og sannfærðu sjálfa(n) þig. Dæmi um verð: Helgi (5 nætur) Vika Park Hotel Apollo Sonesta frá kr. 13.687.- frá kr. 15.687,- frá kr. 16.237.- frá kr. 14.967,- frá kr. 17.767,- frá kr. 18.537.- Innifalið: Flug, gisting og morgunverður fyrir einstakling Í2ja manna herbergi með baði, síma, útvarpi og sjónvarpi. Brottför alla fimmtudaga. Veru samferða, síminn er 26900. FMMSKRIFSIOaN ÚPVAL
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.