Morgunblaðið - 09.09.1984, Síða 17

Morgunblaðið - 09.09.1984, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 1984 97 runnflötur byggingarinnar er um 14 þús- und fermetrar og er húsið á þremur hæðum, samtals 33.700 fer- metrar," sagði Ragnar Atli er hann var spurður nánar um umfang þess- ara framkvæmda. „í öðrum helmingi hússins verður Hagkaup með starfsemi sfna, en f hinum verða hinar ýmsu verslanir og þjónustufyrirtæki. Á fyrstu hæðinni verður Hagkaup með stór- markað með matvörur og á sömu hæð verða nokkrar aðrar stórar verslanir sem munu versla með húsgögn, heimilistæki og fleira. Á annarri hæð verður Hagkaup með deildarverslun fyrir annað en mat- vörur. Samtengd deildarverslun Hagkaups, verður göngugata, um 12 metrar á breidd og 120 metrar að lengd, eða alls 2000 fermetrar. Þar verða yfir 40 verslanir og þjónustu- fyrirtæki. Torg verða til beggja enda og verða bæði torgin og göngugatan með gróðri og bjartri lýsingu, enda er lögð á það mikli áhersla til mótvægis við grámygl- una og hráslagalegt veðurfar hér. Vestan við bygginguna er gríðar- stórt bilaplan á tveimur hæðum og verða þar samtals stæði fyrir 1000 bíla, og verða hitalagnir á bílastæð- unum. Aðalinngangur frá neðra bílastæðinu liggur inn á torg á fyrstu hæð, og er opið upp undir glerhvolf, sem gefur náttúrulega lýsingu yfir torgið. Annar inngang- ur er svo frá efra bílastæðinu inn á aðra hæð hússins. Á þriðju hæð verða svo skrifstofur í norðurhluta byggingarinnar, en göngugatan sker aðra og þriðju hæð og verður þar opið upp undir þak, en lýsing og umhverfi er allt miðað við að menn hafi það á tilfinningunni að þeir séu úti, þótt allt sé undir þaki.“ Ragnar Atli sagði ennfremur að hönnun á verslunarmiðstöðinni miðaðist við svipaða samsetningu og gamli miðbærinn f Reykjavfk, þ.e. sömu tegundir verslana, en auk þess hefði verið gerð úttekt á stór- um verslunarmiðstöðvum erlendis, bæði í Bandarikjunum og Evrópu, og þeir þættir valdir úr sem henta þóttu við íslenskar aðstæður. Notagildi og skemmtun Breska arkitektafirmað „Bernard Engle Partnership", Teiknistofan Laugavegi 96 og Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen hafa unnið við hönnun byggingarinnar. Lög- fræðilega aðstoð er á vegum Helga V. Jónssonar. Blm. Mbl. hitti að máli Nicholas Brill, arkitekt hjá breska fyrirtækinu, er hann var Göngugatan á annarri hæð. Uppgangur i torgið i annarri hæð. staddur hér á Iandi fyrir skömmu og gerði hann f stuttu máli grein fyrir þróun verslunarmiðstöðva er- lendis og þeim sjónarmiðum, sem gilda við hönnun slikra miðstöðva: „Verslunarmiðstöðvar komu fyrst fram á sjónarsviðið í Banda- ríkjunum eftir seinni heimsstyrj- öldina. Þar hafa slíkar verslunar- miðstöðvar aðallega risið fyrir utan borgirnar, en í Evrópu hafa þær verið byggðar inni í borgunum, enda var ekki óalgengt að endur- byggja þyrfti stóran hluta borg- anna eftir stríðið. Staðarvalið hér í Reykjavík er einstaklega hentugt að því leyti, að hér er um að ræða óbyggt svæði, sem þó er miðsvæðis í borginni. Þessar stóru verslunar- miðstöðvar hafa einkum náð fót- festu þar sem loftslag er annað- hvort mjög heitt eða svalt og vot- viðrasamt eins og hér. Þau sjónarmið sem gilda við hönnun þessara verslunarmið- stöðva eru einkum þau, að sam- tengja notagildi og það, að fólk hafi ánægju af að koma á þessa staði. Hvað notagildi snertir er þetta oftast byggt upp á stórmörkuðum og stórum deildaverslunum, með smærri verslunum á milli. Lögð er áhersla á að hafa eitthvað fyrir alla og flestar tegundir af verslunum. Þá má nefna atriði eins og að allt er undir einu þaki, umhverfið er verndað, bæði fyrir veðri og vindum auk þess sem menn þurfa ekki að hafa áhyggjur af bilaumferð. Þá er einnig mikið atriði að hafa sam- tengd og rúmgóð bílastæði. Það er mjög þýðingarmikið að gera innkaupaferðir i slíkar versl- unarmiðstöðvar að einhverju sem er eftirsóknarvert fyrir alla fjöl- skylduna, ekki eitthvert leiðinlegt skylduverk sem verður að inna af hendi. Því verður að bjóða upp á áhugaverðar uppákomur, • veit- ingastaði og kaffihús og ekki síst þægilegt og skemmtilegt umhverfi. Þarna verða að vera tré og gróður, gosbrunnar og styttur. Þá verður einnig að vera leiksvæði fyrir bðrn, og i þessari verslunarmiðstöð er gert ráð fyrir skipi á öðru endatorg- inu, þar sem börnin geta unað sér á meðan foreldrarnir versla. Allir veggir og gólf eru gerðir úr efnum, sem auðvelt er að þrífa þannig að ekki sé hætta á að umhverfið verði strax sjúskað og óaðlaðandi vegna óhreininda. Þetta eru þau helstu sjónarmið sem gilda við hönnun svona verslunarmiðstöðva, og eftir þessum sjónarmiðum hefur verið unnið við hönnun þeirrar miðstöðv- ar sem nú er verið að hefja fram- kvæmdir við hér í Reykjavík," sagði Nicholus Brill, arkitekt. JH Ji' ■Art 1 L fjf- m'* yð| i Mm 'Í' Kaflaskipti í íslenskri verslunarsögu „Að okkar dómi er hér um að ræða kaflaskipti í íslenskri verslun- arsögu,” sagði Sigurður Pálmason, forstjóri Hagkaups. „Við höfum fylgst með þróun þessara mála er- lendis í mörg ár. Fyrir nokkrum ár- um fórum við að kanna möguleika á lóð undir verslunarmiðstöð á höfuð- borgarsvæðinu. Niðurstaðan varð sú, að Kringlumýrin væri tvímæla- laust besti kosturinn. Ég vil leggja á það áherslu, að þarna verða fjöl- margir aðilar aðrir en Hagkaup, og eftir að endanlega hefur verið geng- ið frá hverjir þarna verða með að- stöðu verður stofnað eigendafélag verslunarmiðstöðvarinnar, sem mun annast rekstur hennar í fram- tíðinni. Hins vegar sáum við fram á að þessu yrði aldrei hrint í fram- kvæmd nema einn aðili hefði þar forgöngu um og því höfum við ráð- ist í þetta verkefni," sagði Sigurður. Ekki hefur enn verið ákveðið nafn á verslunarmiðstöðina og sagði Sigurður að líklega yrði efnt til samkeppni þar um. Opnunardag- ur miðstöðvarinnar hefur verið áætlaður um mitt ár 1987, og opna þá allir í einu. Nú þegar er búið að leggja drög að samsetningu versl- ana, sem verða með aðsetur í þess- ari miklu verslunarmiðstöð, en ekki hefur verið gengið frá samningum við einstök fyrirtæki um aðstöðu í byggingunni. Verður það gert nú á næstu vikum. Torgið við innganginn á fyrstu hæð. Sv.G.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.