Morgunblaðið - 09.09.1984, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 09.09.1984, Qupperneq 12
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 1984 92 Gömul súlubrot í Plaka-hverflnu. Séð yfir útileikhúsið á Akrópólis. „ísland? You mean the country where all the bad weather comes from?“ Englendingurinn lítur á okkur sposkur á svip og áttar sig greinilega ekki á því að jafnvel tal um slæmt veður getur sett viðkvæma og veðurbarna landa út af laginu, sérstaklega þó ef þeir eru á flótta undan veðurguðunum, skattheimt- unni og því sem fylgir því að vera íslending- ur með stórum staf. Við reynum þó að láta sem við höfum ekki heyrt þessa athugasemd hans um veðrið og rifjum upp nokkrar skrítl- ur veðurfræðinganna um leið og við snúum höfðum mót sól og látum hlýja sólargeislana verma hörundið. „Erum við nokkuð að breytast í stóla?“ W Rútubílaskrölt frá London til Aþenu nÞað hefur verið hitabylgja hér í London undanfarna daga,“ segir vinkona okkar er hún tekur á móti okkur á Heathrow. Sjálf hefur hún verið í hitanum í fjóra daga, og dregur upp úr pússi sínu nýtínd kirsuber úr garði vinkonu sinnar sem auðvitað er einnig af íslensku bergi brotin. Leið okkar liggur þó enn sunnar á bóginn, ætlunin er að fara til Aþenu og út á einhverja hinna fjölmörgu eyja sem tilheyra Grikklandi. Hitabylgjan í London kemur okkur því takmarkað við því framundan er 40 stiga hiti í grískri sól og sumri. Það er ýmislegt á döfinni í heimsborginni London sem vert væri að kíkja nánar á, m.a. er Ella Fitzgerald á ferðinni og heldur tónleika fyrir eflaust fullu húsi. Eftir að hafa kannað miðaverðið er þó ákveðið að velja frekar rútuferð til Aþenu en í ljós kemur að jafn- dýrt er að sækja Grikkland heim og hlusta á Ellu. Við látum okkur því duga að kíkja á nokkrar vaxaf- steypur af frægu fólki hjá Madame Toussaud, fyrir utan þekktar stjörnur eins og Ellu er nú búið að stilla upp nútímagoðum eins og Boy George í fullum skrúða sem syngur af mikilli raust og mælir nokkur spakmæli inn á milli blikk- andi ljósa sem umlykja goðið. í öðrum sal standa þau heiðurshjón Diana og Karl ásamt hinni konung- legu fjölskyldu, og nýbúið er að koma upp afsteypu af hinum kon- ungborna Andrew sem nú er ef til vill frægastur fyrir kvennamál sín. Ekið á vit grískrar mcnningar nJú, jú það er mjög góð loftræst- ing í rútunum." Gríska stúlkan á ferðaskrifstofunni brosir sannfær- andi og bætir því við að reyndar megi finna fleiri þægindi um borð svo sem bar og klósett. Framundan er þriggja sólarhringa keyrsla áður en komið er til fyrirheitna landsins svo allar upplýsingar um slíkt eru vel þegnar. Við leggjum af stað að kveldi þriðjudags, rútan sem bíður okkar lítur ágætlega út, er með öll- um fyrrtöldum þægindum og sjón- varpi að auki sem sumir telja vita- skuld algjörlega ómissandi hvert sem þeir ferðast um heiminn. Fyrsti viðkomustaðurinn er Dover, en þaðan fara farþegar rútunnar með ferjunni yfir og okkur er tjáð að í Belgíu bíði enn meiri glæsi- vagn eftir því að flytja okkur suð- ureftir. Enga glæsirútu er þó að sjá er þangað er komið, hinsvegar blasir við augum gamalt rútu- bílshræ sem allt virðist vera að skrölta í sundur. Hvergi vottar fyrir þægindunum sem bíllinn á að búa yfir hvorki bar, klósettum eða loftræstikerfi. En hvað um það, farþegum er smalað um borð og leiðin liggur frá Belgíu yfir landa- mæri Þýskalands. Varla liggja þau landamæri þó fyrr að baki en eitthvað ókennilegt virðist vera að herja á rútugarminn, grísku bíl- stjórarnir taka þá ákvörðun að fá viðgerðarmann til hjálpar og eftir fjögurra klukkustunda viðgerð seg- ir viðgerðamaðurinn verkinu lokið. En það er komið annað babb í bát- inn, þýska lögreglan er mætt á staðinn og segir rútunni vart treystandi í þessa löngu leið sem framundan er. Þar að auki hafa reglur um hvíldartíma ökumann- anna verið brotnar, og allir farþeg- arnir fylgjast með miklu handapati I og látum þegar reynt er að ná fram einhverju samkomulagi milli öku- manna og lögreglunnar. Það geng- ' ur á ýmsu, enda skilja lögreglu- mennirnir ekki grísku og öku- mennirnir ekki þýsku, en þeim til hjálpar kemur einn úr hópi farþeg- anna sem kann bæði málin. Hann i túlkar þennan ágreining fyrir I okkur hinum farþegunum, segir t lögregluna bálreiða vegna þess að 1 bílstjórarnir hafa rifið einhvern ’■ miða sem þeir eiga að hafa uppi við 1 Skipt um rútu rétt utan við Aþenu. Gamli garmurinn hvarf á braut og nokkrir farþeganna biðu eftir því að annað farartæki birtist, sem reyndist öllu íaglegri rúta.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.